Morgunblaðið - 09.01.2009, Síða 48
48 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
Fólk
Í JANÚARHEFTI breska kvikmyndatímarits-
ins Sight and Sound er fjallað um Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF). Blaða-
maðurinn, Isabel Stevens, byrjar greinina á því
að vitna í Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra
Glitnis, sem aðeins nokkrum dögum áður en
hátíðin hófst hafði lýst því yfir í frægu sjón-
varpsviðtali að íslenska bankakerfið stæði
traustum fótum. Ellefu dögum síðar, þegar há-
tíðinni var slitið, hafði Glitnir verið rík-
isvæddur og hinir tveir stóru bankarnar
fylgdu svo í kjölfarið, eins og frægt er orðið.
Greinarhöfundur lýsir undrun sinni á fjölda
þeirra sem sóttu hátíðina (20 þúsund gestir) og
segir það sambærilegt við að þrjár og hálf
milljón gesta sækti Kvikmyndahátíðina í Lond-
on (London Film Festival). Augljóst er af grein
Stevens að hápunktur hátíðarinnar í fyrra hafi
verið sýning á Sögu Borgarættarinnar eftir
Gunnar Sommerfeldt frá 1920 þar sem Hjaltal-
ín lék undir. Segir hún að undirleikurinn hafi
rímað fullkomlega við kvikmyndina sem hafi
gripið áhorfendur á öllum aldri.
Stevens eyðir hins vegar meirihluta grein-
arinnar í fjármálaástandið og möguleg áhrif
þess á kvikmyndaiðnaðinn í landinu, sem sé
fyrir í mjög litlum vexti. Kvikmyndasjóður hafi
gert samning við íslenska ríkið til næsta árs
(2010) og er haft eftir Laufeyju Guðjónsdóttur,
forstöðumanni Kvikmyndamiðstöðvarinnar, að
mikið velti á að staðið verði við þá samninga.
hoskuldur@mbl.is
Kreppan skyggir á erlenda umfjöllun um RIFF
Morgunblaðið/hag
RIFF Frá sýningu á Sögu Borgarættarinnar í fyrra.
Áheyrnarprufur fyrir Idol-
stjörnuleit hefjast á laugardaginn
og samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hafa aldrei verið fleiri
skráðir. Prufurnar fara fram á Hil-
ton-Nordica en eina skilyrðið fyrir
þátttöku er að þátttakendur séu
orðnir 16 ára. Mælst er til þess að
hver hafi tvö lög á reiðum höndum.
Leyfilegt er að taka vini, ættingja
og nágranna með sér til stuðnings
en á það skal bent að á hótelinu
verða án efa myndatökuvélar á
kreiki, reiðubúnar til að mynda allt
„skrítna“ fólkið sem lætur sig
dreyma um frægð og frama á Ís-
landi.
Fyrsti þátturinn verður síðan
sýndur föstudaginn 13. febrúar á
Stöð 2. Í dómnefnd sitja Jón Ólafs-
son, Selma Björnsdóttir og Björn
Jörundur Friðbjörnsson og kynnar
eru sem fyrr þeir Simmi og Jói.
Styttist óðum í
Idol-stjörnuleit
Nýjasta plata tónlistarkon-
unnar Lay Low, Farewell Good
Night’s Sleep, kemur út í Bret-
landi og Evrópu mánudaginn 9.
mars næstkomandi, og í Banda-
ríkjunum mánuði síðar. Strax í
kjölfarið ætlar Lay Low svo að
leggjast í tónleikaferð um Banda-
ríkin til að fylgja útgáfunni eftir.
Áður en að því kemur, eða hinn
28. janúar, flýgur tónlistarkonan
hins vegar til London og gengur
um borð í rútu Emilíönu Torrini,
en Lay Low hitar upp fyrir Emil-
íönu á 17 tónleikum í tónleikaferð
þeirrar síðarnefndu. Koma þær
stöllur fram í Frakklandi, Þýska-
landi, Sviss, Austurríki, Belgíu,
Hollandi, Lúxemborg og á Ítalíu.
Lay Low hefur þó alls ekki
gleymt aðdáendum sínum hér á
landi því hún hefur boðað til tón-
leika á Kaffi Rósenberg þriðju-
daginn 27. janúar. Forsala á tón-
leikana hefst kl. 10 í dag og fer
miðasala fram á midi.is og af-
greiðslustöðum mida.is. Miðaverð
er 1.000 kr. og aðeins eru 150
miðar í boði.
Lay Low kemur út í Evr-
ópu og Bandaríkjunu
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA er nú svolítið mikið og er
eiginlega bara pínulítið óhugn-
anlegt,“ segir Áslaug Ósk Hinriks-
dóttir sem óhætt er að kalla vinsæl-
asta bloggara Íslands um þessar
mundir. Á síðasta ári fékk Áslaug
langflestar heimsóknir á meðal
þeirra sem blogga á blog.is, mest
sótta bloggsamfélagi á Íslandi, en
heildarfjöldi innlita á bloggsíðu
hennar voru 833.319 á árinu.
Áslaug bloggar fyrst og fremst
um alvarleg veikindi dóttur sinnar,
Þuríðar Örnu, og segir að þessar
miklu vinsældir bloggsins hafi því
mjög sérstaka þýðingu fyrir sig.
„Að sjálfsögðu, og mér þykir mjög
vænt um að svo margir skuli kíkja á
bloggið mitt, og þá sérstaklega
hversu margir skrifa athugasemdir
við færslurnar. Það peppar mann
dálítið upp þegar manni líður illa út
af stelpunni – þá er alveg ótrúlega
gott að fá smáútrás þarna,“ segir
Áslaug og bætir því við að það sé
fyrst og fremst ókunnugt fólk sem
skrifar athugasemdir. „Ég þekki
sjaldnast þá sem skrifa athugasemd-
ir, ég fæ náttúrlega athugasemdir
annars staðar frá mínu fólki.“
Að sögn Áslaugar getur það hjálp-
að henni mikið í baráttunni að
blogga. „Þetta virkar svolítið eins og
sálfræðingur fyrir mann,“ segir Ás-
laug sem ætlar að halda ótrauð
áfram. „Að sjálfsögðu, það gengur
svo vel og það er svo gaman að
blogga núna.“
450 þúsund á viku
Næstvinsælasti bloggarinn á
blog.is í fyrra var Jóna Á. Gísladótt-
ir, sem bloggar meðal annars um
einhverfan son sinn. Jóna fékk
590.812 heimsóknir á síðasta ári. Í
þriðja sætinu er svo Stefán Friðrik
Stefánsson sem skrifar um hin ýmsu
þjóðfélagsmál. 587.835 heimsóknir
voru skráðar á bloggsíðu Stefáns í
fyrra.
Við vinnslu fréttarinnar var bæði
haft samband við Vísi.is og Eyjuna
og óskað eftir tölum um vinsælustu
bloggarana á þeim vefsíðum, en eng-
ar tölur fengust gefnar upp.
Þess má þó geta að samkvæmt
samræmdum vefmælingum Mod-
ernus eru vikulegar heimsóknir á
bloggsamfélag mbl.is (blog.is) um
450 þúsund og á bloggsamfélag vísi-
s.is (blogg.visir.is og blogcentral.is)
um 252 þúsund. Önnur blogg-
samfélög fá mun færri heimsóknir.
Þá eru heimsóknir á Eyjuna í heild
sinni um 248 þúsund á viku.
Vinsælasti bloggari Íslands
Áslaug Ósk Hinriksdóttir fékk rúmlega 833 þúsund heimsóknir á síðasta ári
„Mér þykir mjög vænt um að svo margir skuli kíkja á bloggið mitt,“ segir hún
Morgunblaðið/Golli
Mæðgur Áslaug ásamt Þuríði Örnu, dóttur sinni. „Þetta virkar svolítið eins
og sálfræðingur fyrir mann,“ segir Áslaug um hvernig bloggið hjálpi sér.
Vinsælustu bloggararnir á blog.is árið 2008
Nafn Slóð Innlit
1 Áslaug Ósk Hinriksdóttir aslaugosk.blog.is 833.319
2 Jóna Á. Gísladóttir jonaa.blog.is 590.812
3 Stefán Friðrik Stefánsson stebbifr.blog.is 587.835
4 Jenný Anna Baldursdóttir jenfo.blog.is 448.301
5 Jens Guð jensgud.blog.is 448.301
6 Ómar Ragnarsson omarragnarsson.blog.is 341.586
7 Guðríður Haraldsdóttir gurrihar.blog.is 269.031
8 Ásdís Rán Gunnarsdóttir asdisran.blog.is 258.938
9 Lára Hanna Einarsdóttir larahanna.blog.is 247.358
10 Snorri Bergz hvala.blog.is 247.136
Hversu pólitískur ertu á skalanum 1
til 10?
7,33.
Styðurðu ríkisstjórnina?
Ef ég væri að keppa í Gettu betur
myndi ég segja pass.
Hvað er í gangi á þessu guðsvolaða
landi? (síðasti aðalsmaður, Eyjólfur
Kristjánsson tónlistarmaður, spyr)
Lífið heldur áfram, til hvers? sagði
skáldið forðum daga og ég held að
það séu örugglega margir sem
myndu vilja sofa í heila öld því að
nóttin veitir aðeins skamma stund
frá vandamálum hversdagsins. Er
ekki Evróvisjón að byrja? Ég held að
þjóðin þurfi á annarri Nínu að halda.
Hver ber ábyrgð á kreppunni?
Ætli ég beri ekki bara ábyrgð á
henni! Ég hélt ég væri að gera frá-
bær kaup þegar ég keypti pólóinn
minn á myntkörfuláni og eyddi af-
ganginum í bréf í Kaupþingi. Ég er
tilbúinn að axla mína ábyrgð í þessu
máli.
Hvað uppgötvaðir þú síðast um
sjálfan þig?
Að munnurinn á mér á það til að vera
skakkur þegar ég er stressaður.
Ákaflega eðlilegt.
Stundarðu sjálfur íþróttir?
Ég reyni eins og flestir Íslendingar
að mæta í ræktina í janúar. Hér áður
fyrr stundaði ég hinar ýmsu íþróttir
með afar misjöfnum árangri. Ég var
þokkalegur í samkvæmisdansi og
keilu.
Uppáhaldslið í ensku knattspyrn-
unni?
Þetta er líklega pólitískasta spurn-
ingin í þessum spurningalista: Man-
chester United.
Hversu stressaður varstu í fyrstu út-
sendingunni, á skalanum 1-10?
9,29.
Hver eru þín mestu mistök?
Að hafa keypt hlutabréf í Kaupþingi
og tekið myntkörfulán á bílinn minn.
Og þinn stærsti sigur?
Að hafa fengið 20 ár með pabba mín-
um.
Hver yrði titillinn á kvikmynd
um ævi þína?
Anchorman 2: The Legend of
Ásgeir Erlendsson.
Hver myndi leika aðal-
hlutverkið?
Will Ferrell.
Hvers viltu spyrja
næsta viðmæl-
anda?
Hvar er draum-
urinn og hvar er
lífið sem þú þráir?
ÁSGEIR ERLENDSSON
AÐALSMAÐUR VIKUNNAR KVEÐUR Á NÆSTU DÖGUM ÍÞRÓTTAFRÉTTA-
STOFU SJÓNVARPSINS ÞAR SEM HANN HEFUR VAKIÐ VERÐSKULDAÐA AT-
HYGLI EN TEKUR VIÐ STARFI STIGAVARÐAR Í GETTU BETUR.
1, 2, 3, ... Það mun
reyna á talnahæfi-
leika Ásgeirs þegar
Gettu betur hefst.