Morgunblaðið - 21.01.2009, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 1. J A N Ú A R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
19. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
BARACK OBAMA TEKUR VIÐ EMBÆTTI FORSETA Í BANDARÍKJUNUM» 14
Reuters
Barack Obama og eiginkona hans, Michelle Obama, veifa til mannfjöldans við þinghúsið eftir að forsetinn hafði svarið eið sem 44. forseti Bandaríkjanna í höfuðborginni Washington í gær.
„Erum reiðubúin að taka forystuna á ný “
DÓTTURFÉLAG Glitnis í Noregi,
Glitnir Bank ASA, sem var seldur á
300 milljónir norskra króna 21. októ-
ber, 5,5 milljarða króna, er nú verð-
metinn á um tvo milljarða norskra
króna, eða um 36,5 milljarða króna.
Því hefur bókfært virði bankans
aukist um 31 milljarð króna á þrem-
ur mánuðum.
Bankinn var á endanum keyptur
af 20 sparisjóðum. Sá sem leiddi þær
viðræður fyrir hönd kaupendanna
heitir Finn Haugan, framkvæmda-
stjóri Sparebank 1 SMN sem keypti
25 prósenta hlut í bankanum. Hann
er einnig stjórnarformaður trygg-
ingasjóðs innstæðueigenda í Noregi
sem afturkallaði lánalínu Glitnis og
krafðist að bankinn yrði seldur. | 4
Glitnir
ASA mun
meira virði
Seldur á undirverði
Mestu mót-
mæli frá 1949
Morgunblaðið/Golli
Handtökur Um miðjan dag beitti lögreglan piparúða og kylfum til þess að
verja Alþingishúsið. Á þriðja tug mótmælenda voru handteknir.
MIKILL hiti var í mótmælum fyrir
framan Alþingishúsið í allan gærdag
og langt fram á nótt. Ætla má að
nokkur þúsund manns hafi tekið
þátt í mótmælunum fyrstu tólf tím-
ana sem þau stóðu.
Þegar Morgunblaðið fór í prentun
á öðrum tímanum í nótt voru innan
við þúsund manns á svæðinu. Eru
þetta talin mestu mótmæli við Al-
þingishúsið síðan inngöngu Íslands í
NATO var mótmælt árið 1949.
„Við þurfum nýtt lýðveldi,“ sagði
Þuríður Einarsdóttir, sem var með-
al mótmælenda á staðnum, en í sam-
tölum blaðamanna við mótmælend-
ur mátti glöggt heyra að vaktin yrði
staðin í alla nótt og a.m.k. fram að
næsta þingfundi sem boðaður hefur
verið kl. hálftvö í dag.
Á annað hundrað lögreglumanna
stóðu vaktina í gær auk þess sem
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var
í viðbragðsstöðu. Ítrekað var reynt
að kveikja í Óslóartrénu á Austur-
velli en án árangurs. Um miðnættið
tókst nokkrum ungmennum að fella
tréð og draga það á bál sem logað
hafði framan við Alþingishúsið síðan
snemma kvölds. Þar brann jólatréð
glatt. Á þriðja tug mótmælenda
voru handteknir um miðjan dag en
öllum var sleppt að loknum skýrslu-
tökum.
Morgunblaðið/Júlíus
Mótmæli „Krafa fólksins er einföld - það vill kosningar. Ef stjórnvöld notuðu eyrun til að hlusta á þessa sterku og einföldu kröfu og sett yrði dagsetning á kosningar, þá myndi almenningur setja
þessa orku í annan farveg til þess að undirbúa lýðræðisbyltinguna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi sem var ein þeirra sem lögðu leið sína niður á Austurvöll í gærkvöldi.
Nokkur þúsund manns tóku þátt í heitum mótmælum fyrir framan Alþingishúsið
Mótmælin | 2, 11, 12 og 13