Morgunblaðið - 21.01.2009, Síða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
DÓTTURFÉLAG Glitnis í Noregi,
Glitnir Bank ASA, sem var seldur á
300 milljónir norskra króna 21. októ-
ber, 5,5 milljarða króna, er nú verð-
metinn á um tvo milljarða norskra
króna, eða um 36,5 milljarða króna.
Því hefur bókfært virði bankans auk-
ist um 31 milljarð króna á þremur
mánuðum.
Öllum megin við borðið
Tryggingarsjóður innstæðueig-
enda í Noregi hafði veitt Glitni í Nor-
egi lánalínu upp á fimm milljarða
norskra króna eftir fall bankanna á
Íslandi í byrjun október til að hann
gæti staðið af sér áhlaup. Heimildir
Morgunblaðsins herma að nokkur
hundruð milljónir norskra króna hafi
þegar verið teknar út úr bankanum
þegar lánalínan var skyndilega aft-
urkölluð eftir fund norska Seðla-
bankans, fjármálaeftirlitsins þar í
landi og norska tryggingarsjóðsins.
Í kjölfarið var bankinn settur í
söluferli sem stjórn hans í Noregi
stýrði, ekki skilanefnd Glitnis á Ís-
landi. Hann var á endanum seldur til
hóps 20 norskra sparisjóða. Sá sem
leiddi þær viðræður fyrir hönd kaup-
endanna heitir Finn Haugan, fram-
kvæmdastjóri Sparebank 1 SMN
sem keypti 25 prósenta hlut í bank-
anum. Hann er einnig stjórnar-
formaður tryggingarsjóðs innstæðu-
eigenda í Noregi sem afturkallaði
lánalínu Glitnis og krafðist að bank-
inn yrði seldur.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að skilanefnd Glitnis hafi verið kunn-
ugt um þessa stöðu Haugan þegar
Glitnir í Noregi var seldur. Ekki náð-
ist í Árna Tómasson, formann skila-
nefndar Glitnis, í gær þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir.
Hinn norski Glitnir, sem breyttist í
BN Bank um liðin áramót, var líkt og
áður sagði keyptur af samtals 20
sparisjóðum. Sparebank 1 SMN
keypti fjórðung, tveir sjóðir keyptu
20 prósenta hlut og einn keypti
fimmtán prósent. Sextán minni sjóðir
skiptu síðan á milli sín 20 prósentum.
Sparebank 1 SMN hefur síðan
fært virði bankans upp um 500 millj-
ónir norskra króna, 9,1 milljarð
króna og sjóðirnir tveir sem keyptu
20 prósent hafa fært virðið upp um
400 milljónir norskra króna, 7,3
milljarða króna.
Samanlagt virði bankans í dag er
áætlað um tveir milljarðar norskra
króna, eða 36,5 milljarðar króna.
Kaupverð 1/10 af eigin fé
Samkvæmt efnahagsreikningi
Glitnis í Noregi var eiginfjárstaða
bankans jákvæð um 3.147 milljónir
norskra króna, 57,4 milljarða króna,
í septemberlok.
Þegar hann var seldur þremur
vikum síðar var kaupverðið, 300
milljónir norskra króna, því tíu pró-
sent af eigin fé hans. Heimildir
Morgunblaðsins herma að þeir sem
hafi lýst yfir áhuga á að kaupa bank-
ann hafi margir hverjir horfið frá
þeirri hugmynd eftir að umsjón-
araðili sölunar, Arctic securities,
hafi sagt þeim að norsk yfirvöld
myndu ekki samþykkja nýjan kaup-
anda nema viðkomandi gæti lagt
fram fimmtán milljarða norskra
króna, 274 milljarða króna, í bak-
tryggingar.
Þetta var rökstutt með þeim
hætti að það væri upphæðin sem
þyrfti að greiða ef allir sem áttu
skuldabréf í bankann myndu vilja fá
endurgreitt á grundvelli eigenda-
skiptaklásúlu sem væri til staðar.
Á endanum var því gengið til við-
ræðna við sparisjóðina og þeim boð-
ið að kaupa bankann á verði sem
norski viðskiptavefurinn
www.DN.no kallar „ræningjakaup“.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Glitnir Norski dótturbankinn var seldur fyrir tíu prósent af eigin fé bankans. Virði hans hefur síðan verið uppfært mikið í bókum nýrra eigenda.
Seldur á brot af raunvirði
Glitnir í Noregi var seldur á 5,5 milljarða króna í október Nýir eigendur
verðmeta hann nú á um 36,5 milljarða króna Kaupverðið var tíund af eigin fé
Finn Haugan, framkvæmdastjóri
Sparebanken SMN, sem leiddi við-
ræður sparisjóðahópsins um kaup-
in á Glitni, er auk þess stjórnar-
formaður tryggingasjóðs
innstæðueigenda í Noregi. Hann
segist ekki hafa tekið þátt í veit-
ingu lánalínunnar til Glitnis á sín-
um tíma þegar hún kom fyrir
stjórnina. „Ég vék samstundis úr
stjórninni og fékk engar upplýs-
ingar um það ferli. Ég veit því ekki
hversu lengi þessi lánalína átti að
vera í gildi en veit þó að hún átti
að vera til staðar í takmarkaðan
tíma. Móðurbankinn á Íslandi
þurfti að selja Glitni hér í Noregi
innan ákveðins tímaramma sem
var ákveðinn af norskum stjórn-
völdum.“ Haugan segir ekkert vera
athugavert við kaupverðið. „Það
gat hver sem er boðið í þennan
banka og þónokkrir gerðu það.
Hæsta tilboðið var 300 milljónir.“
Hann telur heldur ekkert óeðlilegt
að virði bankans hafi hækkað jafn
mikið og raun ber vitni. „Vegna
þeirra vandræða sem Glitnir átti í
gat hann ekki stutt lengur við
bankann í Noregi. Norski bankinn
var hins vegar aldrei í vandræðum
og allir vissu það. En þar sem móð-
urfélag gat ekki stutt dótturfélag
þurfti að selja dótturfélagið.“
Finn Haugan segir ekkert óeðlilegt við verðið
KARLMAÐUR um fimmtugt sem
játað hefur að hafa borið eld að hús-
næði við Tryggvagötu sætir varð-
haldi til 16. febrúar nk. Varðhald yfir
honum átti að renna út í gær en lög-
reglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
fór fram á framlengingu á grundvelli
almannahagsmuna.
Fjöldi fólks bjó í húsinu sem er
mikið skemmt eftir eldsvoðann.
Maðurinn kveikti í með því að kasta
logandi vindlingi á gólf húsnæðisins.
Áður hafði hann sprautað eldfimum
vökva yfir það. Maðurinn var hand-
tekinn 40 mínútum eftir að eldurinn
kom upp en eiginkona hans hafði
margoft kvartað vegna hótana hans
um íkveikju.
Gæslu-
varðhald
framlengt
ÞEIR einstaklingar sem fengu fjárhagsaðstoð hjá
Félagsþjónustu Hafnarfjarðar í desember síðast-
liðnum voru nær tvöfalt fleiri en á sama tíma árið
áður, að sögn Sæmundar Hafsteinssonar, for-
stöðumanns stofnunarinnar.
„Þeim sem sóttu um aðstoð fór að fjölga strax í
október og þetta hefur farið stigvaxandi síðan.
Þeir sem fengu framfærslu nú í desember voru
137 en þeir voru 75 í desember 2007. Við vitum
ekki hvað verður en við gerum ráð fyrir áfram-
haldandi aukningu,“ segir Sæmundur.
Til þess að fá fjárhagsaðstoð þarf fólk að vera í
virkri atvinnuleit. „Þegar fólk fer af atvinnuleysis-
bótum og er enn atvinnulaust fer það á bætur hjá
okkur. Menn geta einnig fengið styrk hjá okkur ef
þeir geta ekki unnið af heilsufarsástæðum,“ grein-
ir Sæmundur frá.
Upphæðin sem fjárhagsaðstoðin miðast við er
um 115 þúsund krónur. Séu einstaklingar með
bætur undir þeirri upphæð fá þeir það sem upp á
vantar hjá félagsþjónustunni. „Þeir sem eru með
tekjur þar yfir eiga yfirleitt ekki rétt á aðstoð
nema í alveg sérstökum tilvikum,“ tekur Sæmund-
ur fram.
Hann segir reglurnar setja þá sem eru með
þokkalegar tekjur en gríðarlegar skuldir í vanda.
„Þetta setur fólk í sömu stöðu og þeir eru í sem
eru tekjulitlir eða tekjulausir. Reglurnar miðast
við þá tíma þegar ekki var tekið tillit til skulda
fólks.“
Laun margra skjólstæðinga Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur duga ekki út mánuðinn. Þeir
sem fengu matargjöf í síðustu viku voru jafnmarg-
ir og við síðustu úthlutun nefndarinnar í desem-
berbyrjun eða á fjórða hundrað, að því er Ragn-
hildur Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar,
greinir frá.
„Við erum farnar að gera ráð fyrir þessum
fjölda og jafnvel fleirum. Við erum vel settar eins
og er og vonumst til þess að geta annað eftir-
spurn,“ segir hún. Ragnhildur tekur það fram að
margir hafi brugðist vel við og styrkt starfsemina.
ingibjorg@mbl.is
Tvöfalt fleiri tekjulitlir fengu
fjárhagsaðstoð í Hafnarfirði
Þeir sem eru með þokkalegar tekjur en gríðarlegar skuldir fá ekki fjárhags-
aðstoð Mæðrastyrksnefnd gerir ráð fyrir fjölgun þeirra sem fá matargjafir
Morgunblaðið/Golli
Matarúthlutun Margir hafa styrkt starfsemina.
LÖNGU og stuttu skuldabréfasjóðir
SPRON hafa verið frystir frá banka-
hruninu. Björg Kristinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjá SPRON verð-
bréfum, segir haft að leiðarljósi að
hámarka eignir sjóðanna til að
tryggja hag sjóðfélaga.
Uppgjör þeirra hafi dregist þar
sem óvissan sé mikil á markaðnum.
Björg segist búast við því að
fregna verði að vænta um stöðu sjóð-
anna og þá hvort sjóðfélagar tapi af
viðskiptunum fyrir mánaðamót.
„Staðan verður ljósari með hverjum
deginum,“ segir Björg.
Spurð hvort búist sé við því að
sjóðirnir rýrni bendir Björg á að
aðrir peningamarkaðssjóðir hafi
rýrnað. „En dreifingin gerir það að
verkum að skaðinn verður minni.“
Samsetning sé önnur en á pen-
ingamarkaðssjóðum bankans en
rýrnunin þar var tæp 14,5%.
gag@mbl.is
Sparifé
enn fryst
hjá SPRON
ÓLAFUR F.
Magnússon borg-
arfulltrúi lagði til
á fundi borg-
arstjórnar í gær
að sveitarfélög á
höfuðborgar-
svæðinu yrðu
sameinuð. Í til-
lögunni fólst að
borgaryfirvöld í
Reykjavík leituðu
eftir viðræðum við bæjaryfirvöld í
Kópavogi, á Seltjarnarnesi og í Mos-
fellsbæ um sameiningu í eitt sveitar-
félag. Ólafur kvaðst lengi hafa beitt
sér fyrir sameiningu sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu.
Ólafur F.
Magnússon
Sveitarfélög
verði
sameinuð
LÖGREGLAN stöðvaði kannabis-
ræktun í húsi við Laugardalinn um
miðjan dag í fyrradag. Við húsleit á
áðurnefndum stað fundust rúmlega
10 kannabisplöntur á lokastigi rækt-
unar. Á sama stað var lagt hald á
nokkra gróðurhúsalampa.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir
að aðgerðin hafi verið liður í að
hamla gegn sölu og dreifingu fíkni-
efna. Minnt er á fíkniefnasímann,
800-5005, en í hann má hringja nafn-
laust til að koma á framfæri upplýs-
ingum um fíkniefnamál. Fíkniefna-
síminn er samvinnuverkefni
lögreglu og tollyfirvalda og er liður í
baráttunni við fíkniefnavandann.
Upprættu
kannabisrækt