Morgunblaðið - 21.01.2009, Síða 15

Morgunblaðið - 21.01.2009, Síða 15
Reuters Gleði Fólk á National Mall, svæðinu milli þinghússins og minnsmerkis George Washingtons, fagnar embættistöku Obama. TALIÐ er að um tvær milljónir manna hafi fylgst með embættistöku Baracks Obama í Washington í gær auk þeirra sem horfðu á út- sendingar sjónvarpsstöðva. Um tveggja stiga frost var í borginni en bjart og fagurt veður. Heimildarmenn segja að þrátt fyrir þá erfið- leika sem steðja að þjóðinni hafi athöfnin ein- kennst af mikilli gleði og eftirvæntingu. Michelle, eiginkona nýja forsetans, hélt á biblíunni sem Obama lagði hönd sína á, biblíu sem einnig var notuð þegar Abraham Lincoln sór embættiseiðinn 1861. Eini hikstinn í at- höfninni var að bæði Obama og John Roberts, forseti hæstaréttar, fipuðust dálítið. Obama var aðeins of fljótur á sér, varð því að segja tvisvar „Ég, Barack Hussein Obama,“ og orða- röðin var ekki alveg rétt hjá Roberts, „faith- fully“ [af trúmennsku] var ekki á réttum stað! Obama þakkaði í 17 mínútna ræðu sinni George W. Bush sérstaklega fyrir störf hans og gott samstarf við valdaskiptin. Fögnuður og eftirvænting AP Spennt Nemar í Columbia-háskóla í New York fylgjast með athöfninni. 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 MEIRIHLUTI er nú fyrir því á danska þinginu, að háskólum í Danmörku verði sett ákveðin málstefna og þeir skyldaðir til að tryggja, að danskan lúti ekki í lægra haldi fyrir ensku sem vís- inda- og kennslumál. Um þetta hafa staðið nokkrar deilur og hafa háskólarnir verið sakaðir um að „lítilsvirða móðurmálið“. Að meirihlutanum, sem vill styrkja stöðu dönskunnar, standa jafnaðarmenn, Danski þjóðar- flokkurinn, Einingarlistinn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn, en hann vill breyta lögum þannig, að háskólum verði ekki lengur í sjálfsvald sett hvort kennt er á dönsku eða ensku. Helge Sander, vísindaráðherra í dönsku stjórn- inni, hefur hins vegar lýst yfir, að hvorugur stjórnarflokkanna, Venstre eða Íhaldsflokkurinn, vilji breytingar að þessu leyti. Er danskan bara fyrir óupplýst almúgafólk? Søren Krarup, einn þingmanna Danska þjóðarflokksins, skrifaði í gær mjög harðorða grein í Berl- ingske Tidende um baráttu há- skólanna og atvinnulífsins gegn danskri tungu. Segir hann þar meðal annars: „Það er mikið áhyggjuefni hvað atvinnulífið og æðri menntastofn- anir sýna móðurmálinu mikla lít- ilsvirðingu. Á þessum bæjum þykjast menn vera yfir það hafn- ir. Í þeirra augum er danskan bara fyrir óbreytt almúgafólk, mál, sem óupplýst fólk getur þvaðrað á sín í milli, en peninga- furstarnir og prófessorarnir tjá sig bara á ensku,“ segir Krarup. Krarup sakar Sander um „und- irlægjuhátt við viðskiptalífið“ og hann kallar það hræðsluáróður hjá Sander að fullyrða, að lög um betri stöðu dönskunnar muni kosta um 100 millj. dkr. árlega. „Er Helge Sander ekki ráð- herra danskrar vísindastarfsemi? Ber honum þá ekki líka skylda til að treysta sambandið á milli vís- indarannsókna og þjóðarinnar, sem talar dönsku?“ spyr Krarup. Talsmaður Radikale Venstre í menningarmálum, segir, að flokk- urinn sé að flestu leyti á bandi stjórnarinnar í þessu máli. svs@mbl.is Vilja efla stöðu dönskunnar SPRENGJUR MEÐ HVÍTUM FOSFÓR Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að Ísraelsher hafi gerst sekur um stríðsglæpi með því að beita sprengjum með hvítum fosfór á mjög þéttbýlum stöðum á Gaza-svæðinu. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch (HRW) höfðu áður sakað Ísraela um að beita fosfórsprengjum í árásum á Gaza-svæðið og embættismenn Sameinuðu þjóðanna töldu að Ísraelar hefðu beitt slíkum vopnum. Amnesty International sakar Ísraela um að hafa einnig beitt fosfórsprengjum nálægt íbúðarhúsum Stórskotalið skýtur flugskeyti með fosfór- sprengjum Mannréttindasamtökin HRW segja að samkv. alþjóðalögum sé leyfilegt að beita fosfórsprengjum í því skyni að búa til reykský eða lýsa upp skotmörk en bannað sé að beita þeim á þéttbýlum svæðum. FOSFÓRSPRENGJUM BEITT 10 km LÍBANON ÍSRAEL JÓ R D A N ÍA GAZA- SVÆÐIÐ EG YPTAL. Gaza- borg 15. janúar Gerð var árás á byggingu hjálparstofnunar SÞ með fosfórsprengjum Fosfórsprengju var skotið á sjúkrahús og skrifstofur þess brunnu Í S R A E L Heimild: Amnesty International, Human Rights Watch, Global Security.org Miðjarðarhaf 1 Þegar flugskeytið er yfir skotmarkinu skjótast út sprengjufleinar fullir af hvítum fosfór 2 Þegar fosfórfleinarnir falla til jarðar myndast reykur í 5-10 mínútur en þeir valda einnig skelfilegum brunasárum á fólki 3 Sprengiþráður Sprengjufleinar Grunn- festing MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International saka Ísraela um að hafa framið stríðsglæpi á Gaza-svæðinu með því að beita sprengjum með hvítum fosfór á mjög þéttbýlum stöðum. Slíkum vopnum hefur verið beitt í hernaði til að lýsa upp skotmörk á næt- urnar eða mynda reykský á daginn til að hermenn sjáist ekki. Sprengjurnar valda hins vegar skelfileg- um brunasárum á fólki. Eldur kviknar þegar hvíti fosfórinn kemst í snert- ingu við súrefni og hann getur dreifst yfir stórt svæði, á stærð við fótboltavöll eða stærra. Ef fosfórinn lendir á hörundi fólksins brennur það inn að beini þar til efnið fær ekki lengur súrefni. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch höfðu áður sakað Ísraela um að hafa beitt þessu vopni en ásökun Amnesty byggist á rannsókn breska vopnasérfræðingsins Christophers Cobb-Smiths á vettvangi árás- anna eftir að Ísraelar hættu hernaðinum. Hann kvaðst hafa fundið vísbendingar um að fosfórsprengjum hefði verið beitt víða á Gaza. Donatella Rovera, sem annast rannsóknir í Mið-Austurlöndum fyrir Amnesty, sagði það jafngilda stríðsglæp að beita slíku vopni í árásum á íbúðahverfi á svo þéttbýlum svæð- um. „Svívirðilegar“ árásir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, skoðaði eyðilegginguna á Gaza í gær. Hann lýsti árásum Ísraela á byggingar samtakanna sem „svívirðilegum og algerlega óviðunandi árás á Sameinuðu þjóðirnar“. Hann krafðist þess að þeir sem fyrirskipuðu árásirnar yrðu dregnir til ábyrgðar. bogi@mbl.is Ísraelar sakaðir um stríðsglæpi Ban Ki-moon á Gaza í gær. SHU Yuelong, háttsettur starfsmaður kínversku smitsjúkdóma- stofnunarinnar, segist óttast, að fuglaflensan breytist í faraldur. Shu sagði þetta eftir að 16 ára gamall drengur lést úr fuglaflensu í Hunan-héraði og hefur hún þá orðið þremur að fjörtjóni í Kína það sem af er ári. Fuglaflensan lætur mest að sér kveða á útmán- uðum og á vorin og um þessar mundir eru tugmilljónir Kínverja á faraldsfæti vegna nýárshátíðarhaldanna sem eykur líkur á smiti. svs@mbl.is Óttast fuglaflensufaraldur ð varlega“ Reuters les honum eiðstafinn en Michelle Obama heldur á biblíunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.