Morgunblaðið - 21.01.2009, Page 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNILÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009
()* ()*
()* +*
,-.- $ /
0123
,4*
()*
()*
ÞETTA HELST ...
● GENGIÐ
hefur verið frá
samningi um
sölu á Nemi,
dótturfélagi
TM í Noregi, til
norska trygg-
ingafélagsins
Protector
Forsikring
ASA. Samningurinn er með fyrirvara
um niðurstöður áreiðanleikakönn-
unar og samþykki opinberra aðila,
þ.m.t. norska fjármálaeftirlitsins. TM
eignaðist meirihluta í Nemi árið 2006.
gretar@mbl.is
TM selur Nemi í Noregi
Tryggingamiðstöðin
● TÍMAÁÆTLANIR sem gerðar voru í
upphafi viðræðna um sameiningu
Sparisjóðsins í Keflavík, Byrs og
SPRON, sem staðið hafa yfir frá því í
byrjun desember í fyrra, munu ekki
nást. Í tilkynningu segir að viðræð-
urnar hafi gengið vel og nú sé þess
beðið að sparisjóðirnir ljúki ársupp-
gjörum sínum svo halda megi þeim
áfram. gretar@mbl.is
Tímasetningar í
viðræðum nást ekki
BANKARÁÐ Landsbankans, NBI,
hefur samþykkt leiðbeiningar um
aðgerðir vegna greiðsluerfiðleika
fyrirtækja. Þær segja til um hvern-
ig staðið verður að endurskipulagn-
ingu fjárhags fyrirtækja í erfið-
leikum.
Um er að ræða framhald af yf-
irlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2.
desember 2008 um hvernig skuli
bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja.
Er leiðbeiningunum ætlað að út-
færa betur þau tilmæli sem þar eru
tilgreind, samkvæmt tilkynningu
frá bankanum. Leiðbeiningar til
starfsmanna taka til þeirra atriða
sem gæta þarf að en er ekki ætlað
að fela í sér fastmótaðar reglur.
Segir þar m.a. að við framkvæmd
starfa sinna beri starfsmönnum að
hafa í heiðri leiðbeinandi tilmæli
Fjármálaeftirlitsins um þátttöku
viðskiptabanka, sparisjóða og lána-
fyrirtækja í atvinnustarfsemi og
starfsheimildir samkvæmt lögum.
gretar@mbl.is
Leiðbeiningar samþykktar
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
„ENGAR reglur né lög voru brotin
í tengslum við lán til viðskiptavina
bankans sem veitt voru í ágúst og
september á síðasta ári,“ segir í yf-
irlýsingu sem Sigurður Einarsson,
fyrrverandi stjórnarformaður Kaup-
þings, sendi frá sér í gær.
Í Morgunblaðinu í gær var því lýst
hvernig Kaupþing fjármagnaði sér-
staka samninga útvalinna viðskipta-
vina. Á endanum höfðu um 84 millj-
arðar króna farið úr bankanum
vegna þessara viðskipta.
Vildu treysta stöðu Kaupþings
Sigurður segir að lánin hafi verið
liður í að treysta stöðu Kaupþings.
Hugmyndin hafi komið frá Deutsche
Bank og vilji var til að athuga hvort
hægt væri að lækka skuldatrygg-
ingarálag Kaupþings.
„Stjórnendur bankans álitu það
mjög mikilvægt fyrir framtíð hans að
spyrna þarna við fótum enda var þró-
un skuldatryggingaálagsins í raun
hægfara áhlaup á bankann. Einnig er
ljóst að hefði þessi þróun skulda-
tryggingaálagsins haldið áfram var
einungis spurning um tíma hvenær
lánalínur bankans hefðu farið að
lokast.“
Enginn hagnaðist
„Enginn sem að þessum viðskipt-
um kom hagnaðist um krónu vegna
þeirra. Rétt er einnig að benda á að
það tjón sem kann að verða vegna
þessara lánveitinga mun því miður
allt lenda á kröfuhöfum bankans, það
er skuldabréfaeigendum og bönk-
um,“ segir stjórnarformaðurinn fyrr-
verandi.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær var búið að reikna út að
þeir sem fengu lánið, þar á meðal
Ólafur Ólafsson, annar stærsti hlut-
hafi bankans, áttu að hagnast um 60
milljónir evra. Sá hagnaður kom til
án þess að þeir bæru nokkra per-
sónulega ábyrgð á lánveitingu Kaup-
þings upp á 84 milljarða króna.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins stóð til að greiða út hagn-
aðinn fyrirfram. Það gerðist ekki þar
sem bankinn fór í þrot.
Miklir fjármunir runnu út úr bank-
anum vegna lána til einstakra við-
skiptavina bankans á þessum tíma.
Stjórnendur Kaupþings voru þess
fullvissir að bankinn stæði af sér þá
ólgu sem ríkti á fjármálamörkuðum.
Góð lausafjárstaða
„Þegar þessi ákvörðun var tekin
var lausafjárstaða Kaupþings mjög
góð og voru þessi viðskipti gerð í ljósi
þess. Við stjórnendur töldum okkur
einungis vera að gæta að hag bank-
ans. Enginn okkar sá fyrir þá þróun
sem hrundið var af stað með falli
Lehman Brothers um miðjan sept-
ember og vanhugsuðu inngripi seðla-
bankastjóra í málefni Glitnis þann 29.
september sem felldi íslensku bank-
ana á undraskömmum tíma með há-
markstjóni fyrir alla sem að þeim
stóðu,“ segir Sigurður í yfirlýsingu
sinni.
Morgunblaðið/Kristinn
Stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson segir reynt að varpa rýrð á Kaupþing til að beina athygli frá öðru.
Sigurður Einarsson
segir engin lög brotin
Reynt var að bregðast við hækkandi skuldatryggingarálagi
Öll stærri lán Kaupþings þurfti að
samþykkja í sérstakri lánanefnd
stjórnar.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins voru lánveitingar til
nokkurra erlendra félaga vikurnar
áður en Kaupþing féll afgreiddar
áður en formlegt samþykki lána-
nefndar stjórnar lá fyrir.
Í tengslum við stjórnarfund 25.
september sl. var lánanefnd
stjórnar kölluð saman. Þar var
langur uppsafnaður listi lánveit-
inga afgreiddur. Gunnar Páll Páls-
son, sem átti sæti í lánanefnd-
inni, segir að eftir hans bestu
vitneskju hafi ekki verið búið að
afgreiða þau lán sem þar voru
samþykkt.
Fyrir þennan fund hafði ekki
verið haldinn fundur lánanefndar
stjórnar í langan tíma.
Sigurður Einarsson, fyrrverandi
stjórnarformaður Kaupþings, seg-
ir í yfirlýsingu í gær: „Þegar lánin
eru veitt upphaflega í ágúst og
byrjun september …“
Það var áður en lánanefnd
stjórnar var kölluð saman í lok
september á síðasta ári.
Lánin voru veitt í ágúst og september
EKKI kom fram krafa um að Stoðir
yrðu teknar til gjaldþrotaskipta í
dómsölum Héraðsdóms Reykjavík-
ur í gær, að sögn talsmanns Stoða,
Júlíusar Þorfinnssonar. Þar fóru
Stoðir fram á framlengda greiðslu-
stöðvun. Dómari hefur sjö daga til
að ákveða framhaldið.
Helstu lánardrottnar Stoða eru
föllnu bankarnir þrír; Landsbanki,
Glitnir og Kauping, auk Straums
Burðaráss og hóps þýskra banka.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins nema lánveitingar Glitnis
til Stoða rúmum 27 milljörðum,
Landsbankans tæpum 39 milljörð-
um og Kaupþings tæplega 30 millj-
örðum króna auk vaxta.
Helstu kröfuhafarnir höfðu sam-
þykkt að bankinn fengi greiðslu-
stöðvunina framlengda og þá annað
tækifæri til að koma eignum sínum í
verð, en Stoðir hafa ekki talið for-
svaranlegt að selja eignir á undir-
verði. Stoðir voru kjölfestufjárfestir
Glitnis við fall hans.
Meðal fyrirtækja Stoða eru
tryggingafélagið TM, fasteigna-
félögin Landic Property og Bayrock,
Refresco, stærsti drykkjaframleið-
andi í Evrópu, og Royal Unibrew.
Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, er
stjórnarformaður félagsins.
thordur@mbl.is/gag@mbl.is
Skulda föllnu bönk-
unum 100 milljarða
Morgunblaðið/Golli
Stoðir Helstu kröfuhafar Stoða
samþykkja annað tækifæri til að fé-
laginu takist að forðast þrot.
0:00
0
0
WW.SA.IS
2 0 0 9
H A G S Ý N
F R A M S Ý N
O G
Á R Æ Ð I N
A T V I N N U S T E F N A
K Y N N I N G A R F U N D I R
S A M T A K A A T V I N N U L Í F S I N S
23. JANÚAR – REYKJAVÍK
GRAND HÓTEL REYKJAVÍK KL. 8:30-10:00
26. JANÚAR – ÍSAFJÖRÐUR
HÓTEL ÍSAFIRÐI KL. 20:00-21:30
26. JANÚAR – AKUREYRI
HÓTEL KEA KL. 20:00-21:30
26. JANÚAR – EGILSSTÖÐUM
HÓTEL HÉRAÐI KL. 20:00-21:30
27. JANÚAR – SELFOSSI
HÓTEL SELFOSSI KL. 20:00-21:30
27. JANÚAR – KEFLAVÍK
HÓTEL KEFLAVÍK KL. 20:00-21:30
SA hvetja félagsmenn til að mæta
Skráning á vef SA - www.sa.is