Morgunblaðið - 21.01.2009, Side 19

Morgunblaðið - 21.01.2009, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 Skuldaþrælar Mótmælendum á Austurvelli í gær var eflaust efst í huga að bjarga Íslandi með öllum tiltækum ráðum enda er þjóðin skuldum vafin. Ómar Gísli Gíslason | 20. janúar Mikilvægt mál Upphaflega ráku um- hverfisverndarsamtök þann áróður að það þyrfti bjarga hvölum frá útrým- ingu. Í dag snýst þetta um eitthvað allt annað, s.s. að hvalir séu svo gáf- aðir að ekki megi drepa þá og að hvalir eigi bara að fá að vera í friði í höfunum og höfin eigi að vera griðland þeirra og jafnvel að það sé svo erfitt að hafa stjórn á veiðum að betra sé að sleppa því að veiða o.s.frv. Auðvitað er þetta allt rök- leysa, en þetta eru ríkjandi viðhorf víða erlendis. Meinsemdin í þessu öllu er einmitt að almenningsálitið úti í heimi er á móti hvalveiðum. Meira: gisligislason.blog.is Hörður J. Oddfríðarson | 20. janúar Aumingja Ólafur Það hlýtur að vera erf- iður kross að bera að hafa sankað að sér svo stórum hluta af fjár- munum íslensku þjóð- arinnar að maður sé per- sónulega fær um að ganga í ábyrgð fyrir og lána arabískum olíufursta til að kaupa banka. Íslenskur maður sem hefur efnast svo mikið að íslenskir fjölmiðlar sjá sér ekki fært að gera athugasemd við það þó hann geri vini sínum þennan greiða í gegnum skattaparadís – án þess að hagnast á því sjálfur. Þetta er upplýst í kjölfarið á því að aumingja Ólafur fer fram á að fá út- greiddar tæplega tvö hundruð milljónir króna í gengismun frá bankanum sem hann keyrði í þrot. Meira: hordurjo.blog.is ÍSLENSKA efna- hagshrunið ber svipuð einkenni og hrun Weim- ar-lýðveldisins í Þýska- landi í heimskreppunni um 1930 en það stóð þá frammi fyrir mesta efna- hagsvanda nokkurs vestræns ríkis. Weimar var sligað af stríðs- skuldum í kjölfar Ver- salasamninganna sem Þjóðverjar kölluðu nauðungarsamn- inga. Weimar-ríkisstjórnin fékk á sig stimpil landráðamanna. Eftir hrunið kom Hitler, uppgangur nasismans og hörmungar síðari heimsstyrjald- arinnar. Úr þeim rústum reis Evr- ópuráðið byggt á markmiðunum um lýðræði, mannréttindi og réttarríki. Íslensk stjórnskipun á að heita lýð- ræðisleg. Í grunninn byggir hún á þeirri göfugu hugsun sem lá að baki frönsku stjórnarbyltingunni og sjálf- stæðisbaráttu Bandaríkjanna og var vegsömun á einstaklingsfrelsi, borg- aralegum réttindum, trúnaðar- skyldum valdhafa við þegna, póli- tískri ábyrgð, upplýsingu og mikilvægi tjáningarfrelsis í fram- gangi lýðræðislegs samfélags. Höfuðeinkenni stjórnskipunar okkar eru þrígreining ríkisvaldsins, vernd grundvallarmannréttinda, þingræðisreglan og sú grundvall- arskoðun að ríkisvaldið eigi upptök hjá þjóðinni. Eru þessi einkenni óræk hér? Sjálfstæði dómstóla hefur oft verið dregið í efa og umboðsmaður Alþing- is bent á að skort hafi forsvaranleg vinnubrögð ráðherra við skipan dóm- ara. Samkvæmt þingræðisreglunni ber ríkisstjórn ábyrgð á gerðum sín- um og er undir eftirliti kjörinna full- trúa á Alþingi. Ríkisstjórn er skylt að segja af sér, ef þingið vottar henni vantraust. Slík áhrif hafa óbreyttir þingmenn ekki, hvorki á stjórnar- stefnu né stjórnar- framkvæmdir. Ávarp- ið „háttvirtur“ hljómar sem öf- ugmæli. Það er erfitt að fylgja stjórnar- skránni og vera trúr sannfæringu sinni ef þingmaður er skuld- bundinn fjárhags- legum bakhjarli. Á Íslandi er flokks- ræði þar sem pólitísk- ir flokkar hafa keppt um stuðning við- skiptablokka. Menn ganga í stjórn- málaflokka ekki af hugsjón heldur til að eignast bakland og tryggja eigin framtíð. Íslenskt samfélag er klíku- samfélag þar sem frami veltur oftar á velvild ráðamanna, hvort sem er í stjórnmálum eða viðskiptum, en hæfi og getu. Mönnum hefur verið umbun- að fyrir pólitíska hollustu með stöðu- veitingum og refsað að sama skapi ef þeir eru eigi auðsveipir með því að setja þá út á jaðarinn. Hér hefur ekki verið í tísku að tala eða skrifa gagn- rýnið um valdhafa. Skynsamir en einnig skammsýnir menn hafa áttað sig á því að það borgar sig að þegja. Þöggun og þýlyndi hefur einkennt ís- lenskt samfélag. Höfundur Frelsisins, John Stuart Mill, talaði um „andlega ánauð“ (men- tal slavery) í ritinu sem fjallar um mikilvægi tjáningarfrelsis. Það er slíkur andlegur þrældómur sem skapar kjöraðstæður fyrir spillta stjórnarhætti. Í slíku andrúmslofti getur einstaka hugsuður þrifist, sagði John Stuart Mill – „en aldrei andlega virk þjóð“. Frjálshyggjan hér var ekki frjáls- lyndari en svo að hana mátti ekki gagnrýna. Efnahagsstjórnin var ekki einu sinni laissez-faire – frjálslynt af- skiptaleysi af markaði – heldur sam- spil kjörinna stjórnvalda og markaðs- ráðandi aðila. Einkavæðing ríkis- fyrirtækja sem átti að draga úr skuldum ríkissjóðs með því að stuðla að einstaklingssparnaði og auknum viðskiptum með hlutabréf varð að „einkavinavæðingu“ þar sem fáir út- valdir fengu almenningseignir á afar hagstæðum kjörum. Slík „einkavæð- ing“ hafði átt sér stað í Rússlandi skömmu áður og þá haft eftir for- manni einkavæðingarnefndar að spilltir kaupsýslumenn „stælu og stælu og næstum því öllu“ en það myndi jafnvel skila sér í heilbrigðara viðskiptalífi en gömlu ríkiseinokun- inni þegar upp væri staðið. Í kjölfarið myndi réttarríkið dafna og félagslegt réttlæti aukast í öllu þessu frelsi. Einn þeirra sem efaðist var Josef Stieglitz, aðalhagfræðingur Alþjóða- bankans. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði frá árinu 1997 predikað stjórn- festu þegar leitað var til hans af ein- hverjum af 185 aðildarríkjum sjóðs- ins um ráðgjöf eða fjárhagslega aðstoð. Hugtakið stjórnfesta tekur til stjórnarþátta í ríki og samspili þeirra og efnahagslífsins í heild. Spilling er þrengra hugtak, oft skilgreind sem misnotkun á opinberu valdi í þágu einkahagsmuna. Íslenska einkavæðingin var í anda þeirrar rússnesku – gráðug, ófagleg og spillt. Í einkavæðingarferlinu var ekki fylgt þeim meginreglum sem átti að gera í upphafi heldur pólitískum helmingaskiptareglum sem marka hrokafullt upphaf hrunsins. Til að hnykkja á því má minna á að þegar Landsbankinn var seldur fóru dýr- mætar þjóðargersemar með í pakk- anum án þess að um hið mikla mál- verkasafn væri sérstaklega samið. Það bara gleymdist. Er það táknrænt dæmi um skort á eftirliti. Íslenskir stjórnmálamenn varða veg sinn Kröflum. Á þessum uppgangstíma nýfrjáls- hyggjunnar skyldi sá guð einn veg- samaður sem ríkið virti. Sá krafðist engra fórna annarra en að ein- staklingar treystu stjórnvöldum í blindni, grilluðu á kvöldin og drykkju rauðvín, ynnu og versluðu þess á milli. Neysla var boðorð númer eitt. Ekki að spilla ungviðinu með gagn- rýnisröddum fremur en Sókrates forðum sem hlaut dauðadóm fyrir að neita að falla fram og tilbiðja guði rík- isins. Peningamenn áttu fjölmiðla og þar með máttugasta vopnið til að móta al- menningsálitið. Stærri ríkisstjórn- arflokkurinn stjórnaði ríkisútvarp- inu/sjónvarpinu með pólitískt skipuðum útvarpsráðum og pólitísk- um mannaráðningum. Svigrúmið fyr- ir gagnrýni var sem „stormur í vatns- glasi“ þar sem ekki mátti bera brigður á heilbrigði „kerfisins“. Af- staðan fólst í því í hvers liði maður var. Þetta er andrúmsloft andlegrar ánauðar, sjálfsritskoðunar og skoð- anakúgunar. Þegar neyðarlögin voru sett var staðfest að hér ríkir neyðarástand – afleiðing langvarandi spillingar. Hví að kalla hlutina öðrum nöfnum? Í spilltum kerfum er ekki krafist póli- tískrar ábyrgðar. Þar er ekkert gagnsæi. Með spilltum valdhöfum er ekki eingöngu átt við þá sem hafa komist til valda í fyrrum nýlendum Afríku og heimurinn þekkir sem hálf- gerð skrímsli, drifin áfram af sjúkleg- um hégóma og grægði. Spilltur vald- hafi getur líka verið jafn utangátta og „meinlaus“ og María Antoinette í frönsku stjórnarbyltingunni, sem átti að hafa sagt banhungruðum lýðnum að borða bara kökur fyrst ekki var til brauð. Það er hægt að valda miklum skaða, ekki aðeins með athöfnum sín- um heldur einnig athafnaleysi. Alþingismenn hafa sjálfir við- urkennt vanmátt sinn, ekki gagnvart almenningi, heldur ríkisstjórninni og hennar vald virðist runnið frá guði ríkisins, sem fyrr er getið. Frumupp- spretta ríkisvaldsins sem samkvæmt nútímalegri stjórnskipun á að liggja í sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar – virðist ekki eiga djúpar rætur í ís- lenskri stjórnskipun. Forsenda sjálfs- ákvörðunarréttar þjóðar er að hún hafi náð ákveðnu þroskastigi, sagði John Stuart Mill. Þjóð sem er fær um að stjórna sér sjálf er upplýst og virk ella sættir hún sig við Mugabe, Idi Amin, Kim Il Sung og vestræn skyld- menni þeirra. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun hafa sett stjórnvöldum pólitíska af- arkosti, sem skilyrði fyrir lánveit- ingu, sem mun íþyngja ungum og öldnum um ókomna tíð. Engin lán myndu fást nema þjóðin öll yrði látin axla skuldbindingar af starfsemi einkafyrirtækja, sem flestir vita þó að kunna að reynast okkur um megn. Um hvað verður samið og hverjir eru skuldbundnir? Er verið að hneppa komandi kynslóð/ir í fjötra? Hvar liggur pólitísk ábyrgð? Eru þeir sem eru nú að margra mati sjálfskipaðir í forsvari að bjarga einhverju öðru en eigin skinni? Við stöndum á tímamótum. Við blasir efnahagslegt hrun og pólitískt ef ekki stjórnskipulegt skipbrot. Við vitum nú að ábyrgð valdhafa í pólitík og viðskiptum er hvorki þeim ljós né okkur. Við berum hins vegar öll ábyrgð á börnum þessa lands og okk- ur ber að standa vörð um líf þeirra og framtíð. Höfum við heimild til að hneppa þau í skuldafjötra vegna yf- irgengilegrar óráðsíu fullorðinna manna og vanrækslu eftirlitsaðila og kjörinna valdhafa? Er það síður óheiðarlegt að gera það sem er rangt vegna þess að það eru ekki skráð við- urlög? Það stendur hvergi skrifað í stjórnarskrá okkar að hver ný kyn- slóð sé tryggð gegn óráðsíðu og spill- ingu þeirrar kynslóðar sem á undan er gengin. En réttlætir það að gengið sé á rétt uppvaxandi og komandi kyn- slóða? Thomas Jefferson, einn höf- unda stjórnarskrár Bandaríkjanna, varpaði þessari spurningu fram árið 1813. Eigum við að bíða lengi eftir svari? Mitt svar er nei. Eftir Herdísi Þorgeirsdóttur » Þegar neyðarlögin voru sett var stað- fest að hér ríkir neyðar- ástand – afleiðing lang- varandi spillingar. Hví að kalla hlutina öðrum nöfnum? Herdís Þorgeirsdóttir Höfundur er prófessor og vara- forseti Evrópusamtaka kvenlög- fræðinga (EWLA). Hrokafullt upphaf hrunsins eða … aldrei andlega virk þjóð? BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.