Morgunblaðið - 21.01.2009, Side 20

Morgunblaðið - 21.01.2009, Side 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 Sú mikla umræða sem nú fer fram í samfélaginu um kosti og galla þess að Ísland gangi í Evrópu- sambandið er fagnaðar- efni. Ekki gengur lengur að ýta þessu umfjöllunar- efni á undan okkur, nú þarf að taka góða og upp- lýsta umræðu og ganga að því búnu til samninga- viðræðna við Evrópusambandið um inngöngu. Á síðum Morgunblaðsins hefur skipulega verið fjallað um hin- ar ýmsu hliðar á Evrópusambandinu, allt frá stjórnkerfi þess og ákvarð- anatökuferli til einstakra málaflokka. Meginniðurstaðan sýnist mér vera sú að EES-samningurinn færir okkur miklar skyldur en minni réttindi. Við erum að taka yfir löggjöf ESB á mjög mörgum sviðum, t.d. á sviði sam- göngumála og fjarskipta en við erum ekki þátttakendur í ákvarð- anatökuferlinu, höfum veikari stofn- anauppbyggingu og við njótum ekki sameiginlegs stuðningskerfis í sama mæli og aðrar þjóðir á EES. Í þessari umfjöllun hefur m.a. ver- ið bent á stöðu sveitarstjórnarstigs- ins í Evrópusamvinnunni. Ég tel hana að mörgu leyti vera gott dæmi um þennan „kerfisvanda“ sem leiðir af EES-samningum og á það hafa sveitarstjórnarmenn bent. Það lendir á sveitarfélögum að innleiða margvíslegar gerðir sem teknar hafa verið upp í EES- samninginn og eru til- skipanir á sviði um- hverfismála einkum nefndar sem dæmi. Þá þurfa sveit- arfélögin, sem stjórn- vald og vinnuveitandi, að laga sig að reglum sambandsins, t.d. hvað varðar opinber innkaup og vinnulöggjöf. Ekki gert ráð fyrir aðkomu sveitarfélaga Helsti vandi sveitarfélaganna í þessu sambandi er sá að ekki er gert ráð fyrir aðkomu þeirra að upptöku slíkra gerða í EES-amninginn, né að þau fylgist með mótun löggjafar á undirbúningsstigi ESB. Ekki er minnst einu orði á sveitarstjórn- arstigið í EES-amningnum og þau hafa engan formlegan vettvang þar, ólíkt því sem gildir um aðila vinnu- markaðar. Innan ESB hafa sveit- arfélög og héraðastjórnir hins vegar formlegan vettvang eða héraða- nefndina (Committee of the Regions) sem bæði kemur með beinum og óbeinum hætti að mótun löggjafar, auk þess að hafa formlega stöðu varðandi ákvarðanatökuferlið. Í heimsókn minni til nefndarinnar á síðasta ári kynntist ég umfangs- mikilli starfsemi nefndarinnar, m.a. því hlutverki hennar að vera útvörð- ur fyrir hina svokölluðu nálægð- arreglu (subsidiarity principle) sem felur í sér að ákvarðanir um mál ber að taka sem næst þeim sem málið varðar. Innan EFTA hefur verið unnið að því að leysa þennan aðildarskort sveitarfélaganna í EFTA-ríkjunum með óformlegum hætti og mun það vissulega vera til bóta fyrir sveit- arfélögin gangi það eftir, þó að ekk- ert komi í stað formlegrar þátttöku í héraðanefnd ESB. Það er hins vegar ánægjuleg þróun að íslensk sveitarfélög hafa með markvissari hætti en áður unnið að því að styrkja stöðu sína í Evrópu- samstarfinu, bæði sameiginlega á vettvangi Sambands íslenskra sveit- arfélaga og eins hvert um sig. Skrif- stofa Sambandsins í Brussel, sem sett var á stofn fyrir tæpum þremur árum sem tilraunaverkefni fjár- magnað af Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga, var mikilvægt skref í þá átt. Verkefninu lýkur í sumar en ég tel brýnt í ljósi hinnar góðu reynslu sem fengin er af rekstri skrifstofunnar að Sambandið haldi starfseminni áfram. Tækifæri í evrópskri svæðasamvinnu Sveitarfélögin hafa einnig áttað sig á þeim fjölmörgu tækifærum sem fel- ast í evrópskri svæðasamvinnu og í haust tóku sveitarfélög í Norðvest- urkjördæmi í fyrsta skipti þátt í Opn- um dögum héraðanefndar ESB. EES-samningurinn tryggir aðgang að fjölmörgum áætlunum sambands- ins þó að það sé mitt mat og margra fleiri, sem ég hef heyrt tjá sig um þetta mál, að tækifærin séu ekki nýtt til fulls. Hins vegar er það mikill ágalli að íslensk sveitarfélög og svæði standa fyrir utan hið mikla styrkja- kerfi sem byggðastefna ESB felur í sér, að Norðurslóðaáætluninni und- anskilinni. Um einn þriðji af fjár- lögum sambandsins rennur til þessa verkefnis árin 2007 til 2013. Ég fékk góða kynningu á byggða- stefnu ESB á fundi sem ég átti með Danuta Hübner, framkvæmdastjóra ESB á sviði byggðamála, á síðasta ári. Ljóst er í mínum huga að það yrði mikill styrkur fyrir íslensk byggð- arlög að vera fullir þátttakendur í samstarfi ESB á sviði byggðamála. Utanríkisráðherra hefur nú sett á laggirnar nefnd undir forystu Smára Geirssonar, sem á að fjalla um áhrif byggðasamstarfsins hér á landi, kæmi til þess að Ísland gengi í ESB. Þetta er afar mikilvægt starf og vænti ég þess að nefndin varpi ljósi á hagræn og samfélagsleg áhrif þess fyrir sveitarfélög og einstök land- svæði að byggða- og uppbygging- arsjóðir ESB nái einnig til Íslands. Auk þessa er mikil vinna í gangi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga að kanna kosti þess og galla fyrir íslensk sveitarfélög að ganga í ESB. Um leið og ég fagna þeirri vönduðu umfjöllun um kosti og galla aðildar að ESB sem birst hefur á síðum Morg- unblaðsins undanfarið hvet ég sem flesta til þess að kynna sér málið með opnum hug. Samantektirnar sem birtar eru á mbl.is hafa verið mér mjög gagnlegar og ég veit að það á við marga. Sveitarfélögin í Evrópusamstarfinu Kristján L. Möller skrifar um sóknarfæri sveitarfélaga í ESB » Það er hins vegar ánægjuleg þróun að íslensk sveitarfélög hafa með markvissari hætti en áður unnið að því að styrkja stöðu sína í Evr- ópusamstarfinu. Kristján L. Möller Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. SÍÐASTLIÐINN miðvikudag birti iðn- aðarráðuneytið skýrslu varðandi staðarval þjónustumiðstöðvar fyrir hugsanlega olíu- leit á Drekasvæðinu. Það er ekki annað hægt en lýsa yfir mikl- um vonbrigðum með þessa skýrslu. Fyrir það fyrsta er þetta kynnt sem skýrsla um staðarval, en skýrslan er bara unnin fyrir viðkomandi hreppa, Langanesbyggð og Vopnafjarð- arhrepp. Einnig er yfirlýsing sem iðnaðarráðherra lét fara frá sér í seinni kvöldfréttum Ríkissjónvarps- ins sama kvöld um að hann myndi beita sér alfarið fyrir því að þjónustan við olíuleitina kæmi úr þessum hrepp- um, hreint út sagt óskiljanleg. Ef þetta eru vinnubrögð sem á að bjóða þeim olíuleitarfyrirtækjum sem vilja stunda rannsóknir á Drekasvæðinu er eins líklegt að þau sigli bara til Noregs í leit sinni að viðeigandi þjón- ustu. Við val á heppilegasta staðnum fyr- ir þjónustumiðstöð, hljóta menn að þurfa að hafa fleiri en einn stað undir. Síðan vega og meta kosti og galla hvers svæðis fyrir sig og fá þannig lokaniðurstöðu byggða á einhverjum forsendum. Þarna er enginn sam- anburður heldur aðeins verið að telja upp hvað er til staðar í Langanes- byggð og Vopnafjarðarhreppi og hvað þyrfti að gera til þess að þjón- usta Drekasvæðið frá þessum stað. Sem er nú ekki lítið, þar sem tak- mörkuð aðstaða og þjónusta er til staðar. Tal um nýjar hafnir og al- þjóðaflugvöll á Þórshöfn (375 íbúar!!!) í skýrslunni ættu nú að hringja við- vörunarbjöllum. Nú þegar fjármagn er af skornum skammti í þjóðfélaginu ættu þeir sem fara með völdin að sýna einhverja ráðdeild og nýta þau mannvirki og samfélög sem þegar eru til staðar í landinu og geta tekið svona verkefni að sér. Hafa menn annars velt því fyrir sér hvað gerðist ef svo illa færi að ekki nægjanleg olía eða gas fyndist til þess að vinna úr? Hvað ætti þá að gera við alla fjárfest- inguna sem lögð hefði verið í á þessu svæði t.a.m. hafnir, alþjóðaflugvöll og flugskýli? Mín skoðun er að þjónustumiðstöð fyrir Drekasvæðið ætti að vera í Eyjafirði. Því til rökstuðnings bendi ég á að á Akureyri er nánast öll þjónusta og mannvirki fyrir hendi sem talið er að þurfi að byggja upp í viðkomandi hreppum. Hér eru hafn- armannvirki, upptöku- mannvirki fyrir skipin, ýmiskonar birgjar, slippur, rafmagnsverk- stæði og vélaverkstæði, sjúkrahús, alþjóða- flugvöllur og fólk. Hvernig væri að iðn- aðarráðuneytið gerði skýrslu varð- andi staðarval þar sem Eyjafjörður væri til samanburðar varðandi önnur landsvæði. Ég er ekki efins um hver útkoman yrði í slíkri skýrslu. Maður spyr sig oft hvað Akureyr- ingar hafi gert pólitíkinni, því ekki virðist vera unnið með okkur af nein- um krafti í atvinnumálum. Hingað er hent einum og einum brauðmola svo að bærinn haldi sínum 17.000 íbúum, en þess á milli eigum við ekki að gera kröfur um eitt eða neitt. Einnig verð- ur maður að setja spurningarmerki við þá pólitíkusa sem veljast úr þessu kjördæmi á Alþingi, þeir hafa ekki náð að fóta sig í landsmálunum, virð- ast vera valdlausir og orðlausir við hið pólitíska borð. Akureyrarbær þarf einnig að svara fyrir það af hverju Akureyri og Eyjafjörður er ekki inni í myndinni hjá stjórnvöldum í þessu máli. Það er deginum ljósara að við Ak- ureyringar og Eyfirðingar getum ekki beðið eftir aðgerðum stjórnvalda eða bæjaryfirvalda í atvinnumálum. Við þurfum líka að vinna í okkar mál- um óháð duttlungum pólitíkurinnar, með öllum ráðum. Því hverju skilaði húsbóndaholla biðin eftir leyfum frá stjórnvöldum til þess að byrja fram- kvæmdir við álver á Bakka? Á meðan framkvæmdir við álver í Helguvík voru keyrðar áfram í óþökk stjórn- valda til þess að byrja með, en núna nokkrum mánuðum síðar með fullum stuðningi þeirra. Hreppapólitík iðn- aðarráðuneytisins Rúnar Sigtryggs- son segir Akureyri álitlegan kost til að þjónusta Dreka- svæðið Rúnar Sigtryggsson »Ef þetta eru vinnu- brögð sem á að bjóða þeim olíuleitarfyr- irtækjum sem vilja stunda rannsóknir á Drekasvæðinu, er eins líklegt að þau sigli bara til Noregs … Höfundur er rekstrarstjóri. STÆRSTA ógn sem mannkynið stendur frammi fyrir tengist loftslagsbreytingum í kjölfar sívaxandi fram- leiðslu á jarðefnaelds- neyti, olíu, jarðgasi og kolum. Hér vegast á andstæð og ósamrým- anleg markmið sem reyna munu á alþjóðasamfélagið meira en flest annað á næstunni, reiknað í árum og áratugum. Al- þjóðaorkumálastofnunin (IEA) gerir ráð fyrir allt að 50% aukningu í orku- notkun fram til árins 2030 og að langmestur hluti hennar verði að koma frá kolefnisríkum jarðefnum með tilheyrandi gróðurhúsaáhrifum. Á sama tíma hafa mörg iðnríki, þar á meðal Evrópusambandið, sett sér það markmið að minnka losun gróð- urhúsalofttegunda um 20% fram til ársins 2020 og um 50% eða meira um miðja þessa öld. Er það talið for- senda þess að stöðva hlýnun and- rúmsloftsins við 2°C hækkun með- alhita. Fáir hafa trú á að með því sé nóg að gert eins og nú horfir um stig- vaxandi hlýnun að mati þorra lofts- lagsfræðinga. Mjög er nú horft til Norður-Íshafsins í þessu samhengi en olíuvinnsla þar getur skilið á milli feigs og ófeigs. Banvænt samhengi Hafísbreiður á Norður-Íshafi minnka nú ár frá ári vegna hlýnunar og áætlar Umhverfisstofnun Sam- einuðu þjóðanna að heimskautsísinn verði með sama áframhaldi horfinn árið 2040. Brotthvarf íssins sem nú endurkastar sólgeislun veldur hrað- ari hlýnun en ella og aukningin mælist nú meiri á norðurslóðum en sunnar á hnettinum. Við hlýnun losnar metangas (mýragas) úr jarð- lögum þar sem áður var sífreri en það er 20 sinnum virkari gróð- urhúsalofttegund en koldíoxíð. Af því er gífurlegt magn nú bundið í freðmýrum og hafsbotnslögum. Los- un á metangasi fylgir enn aukin hlýnun og þannig stigmögnun sem veldur því að enn meira berst af metan í andrúmsloftið. Með hlýnun hafsins á norð- urslóðum tekur metan líka að losna úr jarð- lögum undir hafsbotni, eins og sýnt var fram á við rannsóknir norðan Síberíu sl. haust. Bandaríska jarðvís- indastofnunin áætlar að 22% af óþekktum olíu- og gaslindum sé fólgið á norð- urskautssvæðinu og með bráðnun ís- breiðunnar þar geta þær orðið að- gengilegar til nýtingar. Ríkin sem telja sig eiga rétt á þessu stóra svæði samkvæmt hafréttarsáttmálanum eru öll í startholunum að undirbúa og hefja þar olíuvinnslu. Um er að ræða Bandaríkin, Kanada, Rúss- land, Noreg og Danmörku, það síð- astnefnda með yfirráðum sínum yfir Grænlandi. Þar með er jafnframt Evrópusambandið með í leiknum, en framkvæmdastjórn þess segir sam- bandið þess fýsandi að hefja olíu- vinnslu í Íshafinu. Ísland hefur nú slegist í þennan hóp ef marka má orð Össurar iðnaðarráðherra sem sagði m.a. er hann mælti á Alþingi 21. nóv- ember sl. fyrir lagafrumvarpi um svonefnda kolvetnastarfsemi: „Það er eðlilegt að menn hafi væntingar til þess [þ.e. vinnslu olíu og gass]. Um töluvert langt skeið hafa vísbend- ingar gefið til kynna að á þessu svæði, og reyndar á svæði sem teyg- ir sig áfram inn í norsku lögsöguna Jan Mayen-megin, að í jarðlögum töluvert djúpt undir hafsbotni kunni að vera að finna verulegt magn af kolvetnisauðlindum, bæði olíu og gasi.“ Stefnir hraðfara í óefni Hvað sem hugsanlegum olíugróða líður hljótum við að spyrja hvort rétt sé að Íslendingar sláist með í þessa feigðarför. Áframhaldandi aukning í notkun jarðefnaorkugjafa leiðir af sér óbærilega hlýnun á jörðinni með þeirri geigvænlegu röskun sem henni fylgir fyrir lífríki jarðar, veð- ur, hafstrauma og sjávarborð. Við- fangsefnið ætti því að vera að tak- marka með öllum tiltækum ráðum vaxandi notkun jarðefnaeldsneytis sem orkugjafa og draga úr henni stig af stigi til að koma böndum á lofts- lagsbreytingarnar. Alveg sér- staklega á þetta við norðurheim- skautssvæðið sem hefur að mestu sloppið við olíuvinnslu hingað til. Í þessum efnum má engan tíma missa. Ætli heimskautsríkin fimm sér í al- vöru að minnka losun gróðurhúsa- lofts um fimmtung fram til 2020 þurfa þau að draga mikið úr notkun á olíu, kolum og gasi. Skilvirkasta einstaka leiðin að því marki er að láta óhreyfðar þær kolvetnalindir sem kann að vera að finna á norð- urslóðum. Ísland og verndun norðurslóða Ég hef ekki orðið var við neitt frumkvæði undanfarið af Íslands hálfu til að stemma stigu við háska- legri hlýnun á norðurslóðum. Fáir eiga þó jafn mikið undir að ekki hefj- ist kapphlaupið sem þar stefnir í með olíu- og gasvinnslu. Því ber að setja stórt spurningarmerki við þau áform sem iðnaðarráðherra og Samfylk- ingin nú boða um olíuvinnslu á Drekasvæðinu ef kolvetnaleit ber þar árangur. Framtíðarhagsmunir okkar sem þjóðar felast í verndun norðurslóða fyrir mengun og að hlýnun fari þar ekki úr böndunum. Því ætti Ísland að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að öll áform um olíu- og gasvinnslu í Norður-Íshafi verði stöðvuð og alþjóðlegt sam- komulag verði gert um verndun þessa svæðis í líkingu við það sem í gildi er umhverfis suðurheimskautið. Norður-Íshafið, olíuvinnsla og Drekasvæðið Hjörleifur Gutt- ormsson skrifar um loftslagshlýnun og minnkun hafíss í Norður-Íshafi » Ísland ætti að beita sér fyrir því að öll áform um olíu- og gas- vinnslu í Norður-Íshafi verði stöðvuð og sam- komulag gert um vernd- un þessa svæðis. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.