Morgunblaðið - 21.01.2009, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.01.2009, Qupperneq 21
Umræðan 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 Til leigu samtals 650 m² mjög snyrtilegt skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í lyftuhúsi með fallegu útsýni að Esjunni. Frábær staðsetning miðsvæðis í Reykjavík með nægum bílastæðum og góðum umferðatengingum í allar áttir. Húsnæðið er fullinnréttað og nýtist sem ein heild 650 m², en einnig er auðvelt að skipta því í 390 m², 202 m², 58 m² einingar, eða einhverja blöndu af þeim. Tölvuskápur á staðnum og tölvulagnir í stokkum. Ljósleiðari er inn í húsið. Dúkur á gólfum. Niðurtekin loft að hluta. Svalir. Aðgangsstýrð sameign. Teikningar á skrifstofu. Til leigu og laust til afhendingar 650 m² (öll hæðin), 390 m², eða 202 m² skrifstofuhúsnæði í Skipholti (Ath! vsk. laust húsnæði) Sími: 511-2900 L E I G U M I Ð L U N Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur 896-0747. ÁSTA Möller alþingismaður, for- maður heilbrigðisnefndar Alþingis, skrifar á heimasíðu sína 13. jan. sl. um St. Jósefsspítala Sólvang: „Það var tímaspursmál hvenær starfsem- inni hefði verið sjálfhætt vegna hús- næðisins,“ og vitnar þar í skýrslu Ríkisendurskoðunar um St. Jós- efsspítala Sólvang. Þessu viljum við mótmæla. Þar er bent á að húsnæðið þurfi að laga og endurbæta svo allt sé eins og best verður á kosið. Nú- verandi húsnæði er ekki varanleg lausn fyrir slíka starfsemi sem hér um ræðir frekar en annað þegar kemur að rekstri í heilbrigðisþjón- ustu. Auðvitað lét starfsfólk í sér heyra og vildi endurbætur á tímum góðæris, annars hefðum við ekki verið að vinna vinnuna okkar. Heilmiklar endurbætur hafa farið fram á húsnæði spítalans frá því Ríkisendurskoðun var hér. Síðast var röntgendeild endurbætt og ný rannsóknarstofa. Önnur skurðstofan á spítalanum er frá 1994 og er sam- bærileg við skurðstofur Landspítala, hin er eldri en hefur verið vel við haldið. Núverandi húsnæði St. Jós- efsspítala hefur dugað okkur hingað til og við höfum náð góðum árangri á flestum sviðum spítalarekstrar og það hefur ekki verið á kostnað ánægju skjólstæðinga okkar með þá þjónustu sem þeir hafa fengið. Ef einhver vafi er á því er rétt að benda á gífurlegan stuðning sem starfsem- in hefur fengið nú að undanförnu frá skjólstæðingum okkar, öðru fagfólki og stuðningsfólki bæði í ræðu og riti, fólki sem veit fyrir hvað starfsemin stendur. Á St. Jósefsspítala hefur aldrei verið skortur á fagfólki og þar er umhyggja höfð að leiðarljósi í allri hjúkrun. Það má líka lesa um gæði þjónustunnar í skýrslu Ríkisend- urskoðunar. En það er kannski ekki mikilvægt fyrir Ástu Möller alþing- ismann hvað íbúum þessa lands finnst um þetta mál eins og kannski ýmis önnur, enda virðist sem sumir alþingismenn gefi lítið fyrir skoðanir okkar á störfum þeirra. Ef hins veg- ar Ásta vill áþreifanlegri rök má benda henni á tíðni sjúkrahúss- ýkinga og sérstaklega tíðni sýkinga eftir skurðaðgerðir sem fylgst hefur verið með frá 1996 á St. Jósefsspít- ala og er með því allra lægsta sem gerist. Miklir erfiðleikar blasa við ís- lensku þjóðfélagi sem krefjast að- gerða. Meðal annars þarf að seinka byggingu nýs Landspítala sem ein- mitt á að leysa ófullkomin og léleg húsakynni af sem nú eru yfirfull af skjólstæðingum Ástu, íslenskum kjósendum. Það má nefna að í lok des. 2008 voru afgreidd full fjár- framlög til St. Jósefsspítala Sól- vangs til áframhaldandi rekstrar. Reyndar eru það viss vonbrigði að nýlega endurbætt húsakynni Al- þingis virðast ekki hafa bætt getu stjórnmálamanna til að verja okkur fyrir þessum efnahagsþrengingum sem nú dynja yfir okkur, mest allra Evrópuþjóða. Á góðæristímum litum við til framtíðar og vildum bæta húsakynni en eins og ástandið er í þjóðfélaginu í dag er það ekki það sem máli skipt- ir þegar allir eiga að spara. Við á St. Jósefsspítala erum þess albúin að vera áfram í núverandi húsnæði og veita skjólstæðingum okkar áfram góða þjónustu. Við þökkum Ástu ábendingarnar en teljum aðra hluti mikilvægari í rekstrinum núna. Mik- ilvægt er að fulltrúi fólksins, Ásta Möller, kynni sér þessi mál til hlítar til þess að gera sér grein fyrir um hvað mál þetta snýst. Það er lág- markskrafa. Vertu velkomin í heim- sókn. BIRNA STEINGRÍMSDÓTTIR, DÓROTHEA SIGURJÓNS- DÓTTIR, KRISTÍN ÓLAFS- DÓTTIR, RAGNHILDUR JÓ- HANNSDÓTTIR, SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, hjúkrunardeildarstjórar á St. Jósefsspítala Sólvangi. Opið bréf til Ástu Möller alþingismanns Frá hjúkrunardeildarstjórum á St. Jósefsspítala Sólvangi HEILBRIGÐ- ISRÁÐHERRA Guð- laugur Þór Þórð- arson birti 7. janúar nýjar áherslur í heil- brigðismálum. Þar var margt óvænt uppi á borði. Hann boðar niðurskurð og segist vera að hagræða í heil- brigðiskerfinu. Það eina sem ég sá var skemmdarverk. Hann ræðst meðal annars á best rekna spítala á landinu St. Jósepsspítala í Hafn- arfirði. Spítala, þar sem fram fer ein besta þjónusta sem þekkist á Íslandi. Spítala sem tekið hefur þungann af Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi varðandi bæklunar- aðgerðir, kvensjúkdómaaðgerðir, augnlækningar, svæfingar á ein- staklingum sem þurfa sérstaka meðferð vegna tannviðgerða. Á St. Jósepsspítala er starfrækt eitt færasta teymi í meltingarfæra- sjúkdómum á Íslandi. Fram- kvæmdar maga- og ristilspeglanir, læknar hafa beint samband við lyflækningadeild spítalans þar sem þeir geta lagt inn ein- staklinga ef þörf krefur og fylgt þeim eftir varðandi sjúkdóma þeirra eða haldið eftirfylgni eftir á göngudeild. Hvort tveggja topp- þjónusta sem allir sem til hafa þurft að leita róma. En síðast en ekki síst sú þjónusta sem spítalinn veitir heilsugæslunni bæði í Garðabæ og Hafnarfirði. Læknar þar hafa beina tengingu inn á deildir þar og geta lagt inn skjól- stæðinga sína ef þörf krefur. Á St. Jósepsspítala er veitt persónuleg þjónusta, þjónusta sem ekki þekkist inni á stærri stofnunum. Starfsfólk spítalans er vel þjálfað teymi, teymi sem kann sitt fag, vinnur fumlaust og allir sem þangað hafa þurft að leita vita að ef eitthvað bjátar á eftir aðgerðir eða rannsóknir, fá þeir persónulega þjónustu við eft- irfylgni. Þetta er ekki það sem tíðkast á „stóru“ spítulunum. Þar eru allt aðrar vinnureglur. Alt er miklu ópersónulegra, vaktaskipti, ný vakt tekur við, nýir yfirmenn og sjúklingurinn er ekki á neinn hátt eins tengdur sínum læknum og hjúkrunarfræðingum og á St. Jósepsspítala. Mér hrýs hugur við breytingum eins og þessum. Ég hef starfað í heilbrigðisgeiranum í yfir 30 ár, aldrei á St. Jósepsspítala, en hef þurft að leita mér lækningar þar. Þar fékk ég þá þjónustu sem hægt var að veita á „gamla“ Landspít- alanum og Borgarspítalanum áður en báknið Landspítali – háskóla- sjúkrahús var búið til. Ekkert hefur áunnist með þeirri samein- ingu, hvorki pen- ingalega né faglega. Sem dæmi er maga- speglun helmingi dýr- ari á Landspítala – háskólasjúkrahúsi en á St. Jósepsspít- alanum í Hafnarfirði. Tvö þúsund manns mættu á mótmælafund á laugardaginn í íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði til að mótmæla þessu skemmdarverki sem heilbrigð- isráðherra hefur í hyggju að valda. Eftir framsögu var ráð- herra púaður niður. Lúðvík Geirs- son bæjarstjóri upplýsti fund- armenn um að við Hafnfirðingar ættum 15% í spítalanum, en samt finnst ráðherra allt í lagi að hann ráðstafi rekstri spítalans án þess að ræða við bæjarstjórn Hafn- arfjarðar. Eftir að hafa setið fund- inn og hlustað í tvígang á Guðlaug reyna að bera í bætifláka fyrir verknaðinn varð ég enn vissari en áður um að hann er að breyta til að breyta en ekki til þess að lækka kostnað í heilbrigðisgeir- anum. Í Kastljósinu á mánudagskvöld fór Guðlaugur Þór undan í flæm- ingi þegar hann var spurður hvort Robert Wessman ætlaði að ganga til liðs við bæjaryfirvöld í Reykja- nesbæ um reksturinn sem fluttur yrði frá Hafnarfirði. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur þegar tilkynnt þau áform og vilja bæjaryfirvalda að aðkomu hans að rekstrinum. Starfsfólk, sjúklingar, aðstandendur og aðrir sem notið hafa frábærrar þjónustu St. Jósepsspítala í Hafnarfirði, við verðum að kyngja því að heil- brigðisráðherra fari á móti vilja okkar með valdi og flytji best rekna spítala landsins, eyðileggi allt það starf og traust sem byggt hefur verið þar upp í tímans rás. Það er einkennilegt að það skuli vera ráðherra Sjálfstæðisflokks sem leggur til aukna miðstýringu í heilbrigðiskerfinu. Að lokum, Guðlaugur Þór, þú ert í vinnu hjá okkur lands- mönnum, við borgum þér laun. Við getum líka rekið þig. St. Jósepsspítali Guðrún Jónsdóttir segir betri og per- sónulegri þjónustu veitta á St. Jós- efsspítala Guðrún Jónsdóttir »Heilbrigðisráðherra birti 7. janúar nýjar áherslur í heilbrigð- ismálum. Hann boðar niðurskurð og segist vera að hagræða í heil- brigðiskerfinu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. ÞEIR sem halla sér að sjálfstýringu og af- skiptaleysi í hagstjórn eru opinskárri í við- urkenningu sinni á græðgi en þeir sem kjósa handstýringu. Haldið er fram að fái menn bara að framfylgja hagsmunum sínum óh- eftir náist besti árangurinn með lægsta tilkostnaðinum. Þetta efli framleiðni og hagvöxt. Stjórnvöld eigi að leggja sem fæsta steina í götu hagþróunar með sem minnst- um afskiptum. Sjálfstýringu hefur vitaskuld reynst auðveldara að reka í góðæri en harðæri. Þá blómstra bisness-, banka- og spá- kaupmenn og stjórnvöld forðast að leggja steina í götu þeirra, jafnvel þótt það leiði til fákeppni og einok- unar. Þegar á móti blæs gegnir hins vegar öðru máli. Sömu menn biðja þá um ríkisinngrip, venjulega af því tagi sem eykur ójöfnuð, t.d. lækkun skatta, aukinn frádrátt, af- nám íþyngjandi reglna o.s.frv. Skemmst er að minnast spaugi- legrar tillögu eins formanns banka- ráðs á aðalfundi snemma árs 2008 sem gekk út á stofnun „þjóð- arsjóðs“ sem koma skyldi auð- mönnum sem farið höfðu offari til hjálpar. Annar vildi sækja 60 millj- arða af almannafé til lífeyrissjóða, þó að bankinn væri kominn fram á hengiflugið. Allir muna óskir gömlu bankanna um enn meiri lán rétt fyrir hrunið, sem þeir sáu ekkert athugavert við. Í stuttu máli for- dæma sjálfstýringarmenn öll rík- isafskipti á uppgangstímum, en þegar á móti blæs leita þeir skjóls undir pilsfaldi stjórnvalda. Nýfæddir kettlingar? Því er hins vegar ekki að neita að í góðærinu verður fjár- aflamönnum ágengt. Komið hefur verið til móts við óskir þeirra um minni afskipti, opnari markaði, lægri tolla og skatta. Sumt af þessu er til bóta, en ótvírætt hefur þetta jafnframt leitt til aukins ójafnaðar og samþjöppunar auðs á færri hendur. Hér á landi er skattur á einstaklinga og sameignarfélög hátt í 40% en 15% á hlutafélög. En þegar kemur að því að skatt- leggja söluhagnað og gróða af eigna- tilfærslum er það 10% fjármagnstekjuskattur sem er lagður á. Þetta sýnir vel að ekki er um að ræða alvöru fjárfesta heldur spá- kaupmenn, sem ég kýs að nefna „féfletta“. Þeir þurfa sér- kjör umfram almenning svo þeir fari ekki annað með peningana sína. Svo undarlegt sem það virðist keppa margar Vesturlandaþjóðir um þessi eyðileggingaröfl með skattaívilnunum, blindar eins og nýfæddir kettlingar. Víða um lönd hafa eignarskattar og erfða- fjárskattar verið lækkaðir eða af- numdir, þó að þetta séu virkustu hagstjórnartækin gegn auðokun og þar með kreppum. Íslensk stjórn- völd hafa gengið einna lengst. Nor- egur hefur ekki tekið þátt í vitleys- unni og stendur einna best Evrópulanda. Áður en vikið er að öðru má spurja hvort afskiptaleysi og dekri við féfletta fylgi atvinnu- sköpun. Svo er ekki, það er einkum í smáfyrirtækjum sem alvöru fjár- festar eru núorðið og þar skapast flest ný störf. Hinir ofríku stunda skuldsettar yfirtökur á stærri fyr- irtækjum, féfletta og sameina þau til að ná fram hagræðingu og skjót- fengnum gróða. Í þessum ferli tap- ast störf, þó hann kunni stundum að vera nytsamur á þenslutímum, með því að gamalli starfsemi sé rutt til hliðar fyrir það sem koma skal. Hálfvolgir Handstýringarmenn eru ekki eins opinskáir í stuðningi sínum við hina ofríku. Græðgin er ekki dá- sömuð og varhugur er í orði kveðnu goldinn við fákeppni og ein- okun. Þeir láta í ljósi samúð með fátækum, öryrkjum og öðrum þeim sem höllum fæti standa. Rík- isrekstur má í þeirra augum gjarn- an vera myndarlegur hluti þjóð- arbúskaparins, hann er álitinn eðlilegur þáttur en ekki endilega af hinu illa. Í orði kveðnu er misskipt- ingu auðs andmælt, þó að sjaldan sé lagt til atlögu við vandann eða bent á raunhæfar leiðir gegn hon- um. Í þeirra augum er auðokun sið- ferðilegt vandamál en ekki hag- rænt. Þeir láta því hina ofríku í friði og berjast um í flóknu reglu- verki, í þeirri trú að efnahagsbati geti falist í því að berja í brestina. Þeir missa líka sjónar á því að regl- ur um fjármálamarkaðinn hafa reynst vel til að halda kostnaði hans og þar með vöxtum niðri. Sá eðlismunur sem er á fjármálamörk- uðum og atvinnulífinu virðist þeim ekki ljós eða a.m.k. ekki afleiðingar hans. Þeir, eins og sjálfstýring- armenn, virðast halda að við getum lifað á því einu að veita hvert öðru bankaþjónustu. Handstýring- armenn hafa ekki neinar fyrirfram áhyggjur af fjárlaga- og við- skiptahalla eða aukningu peninga- magns af hugmyndafræðilegum ástæðum, eins og sjálfstýring- armenn. Ástand ríkisfjármála í Bandaríkjunum ætti þó að hafa vakið þeim einhverja bakþanka á seinni árum. Samkvæmt kenn- ingum handstýringar á að leysa at- vinnuleysi með því að auka ríkisút- gjöld og fjármagna þau með aukningu peningamagns. Þessi pat- entlausn er augljóslega ófullkomin því ef lausnin á atvinnuleysi verald- arinnar fælist í því að prenta pen- inga væri hvergi atvinnuleysi. Það þarf ekki hagfræðing til að sjá að niðurstaðan yrði verðbólga og auk- inn ójöfnuður í framhaldinu. Þetta strandar líka á því að stjórn- málamenn hafa sjaldnast dug til að reka ríkissjóð með nægilegum af- gangi í góðærinu til þess að hann sé einhvers megnugur þegar á móti blæs. Þess vegna þarf að skera nið- ur núna, sem dýpkar kreppuna. Undir pilsfaldi stjórnvalda Ragnar Önund- arson skrifar um sjálfstýringu og handstýringu í hag- stjórn, skattamál, peningaprentun o.fl. » Svo undarlegt sem það virðist keppa margar Vesturland- aþjóðir um þessi eyði- leggingaröfl með skat- taívilnunum, blindar eins og nýfæddir kett- lingar. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur, bankamaður og áhugamaður um hag- stjórn. BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.