Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.01.2009, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 ✝ Birgir Axelssonfæddist í Reykja- vík 20. júlí 1940. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Axel Gunnarsson kaup- maður í Reykjavík, f. 21. febrúar 1901, lát- inn 6. október 1963 og Áslaug Guðlaugsdóttir frá Snældubeins- stöðum í Reykholtsdal, f. 2. ágúst 1916. Systk- ini Birgis eru Gunnar, f. 6. ágúst 1952, d. 6. október 1970. Kristín, f. 31. júlí 1942, gift Árna Ís- leifssyni, börn þeirra eru Áslaug og Ísleifur. Fyrir átti Kristín soninn Axel Hilmarsson. Edda, f. 4. apríl 1945, gift Ómari Friðrikssyni, börn þeirra eru Ómar og Helena, en Rósa og Magnús eru börn hennar frá fyrra hjóna- bandi. Birgir kvæntist 4. júní 1960 Stein- unni Bjartmarsdóttur úr Reykjavík, f. útivist og fjallaferðum en hann var alla tíð mikill útivistarmaður. Undi hann sér hvergi betur enn á fjöllum. Síðustu árin voru afabörnin farin að fara með honum í ferðirnar honum til mikillar ánægju. Aldrei var rjúpulaust um jólin á heimilinu. Þá stundaði hann störf fyrir Frímúr- araregluna í Reykjavík. Steinunn og Birgir hófu búskap sinn í Mávahlíð- inni í miðju Valshverfinu enda alla tíð miklir Valsmenn. Síðan fluttu þau í nýbyggt Árbæjarhverfið 1967 og undu hag sínum þar vel, enda í þá daga hálfgerð sveit og stutt fyrir Birgi að komast út í náttúruna. Fyr- ir nær 30 árum fundu þau hjónin sér sælureit í Úthlíð í Biskupstungum. Þar undi Birgir sér vel með hamar í hönd og afabörnin sín með sér. Birg- ir byrjaði ungur maður að starfa við Áfengisverslun Ríkisins, fyrst í mörg ár í Ríkinu við Snorrabraut, þá nokkur ár í útsölunni í Keflavík og síðan í Heiðrúnu. Síðustu árin starfaði hann í útsölunni við Stekkjarbakka en hann lét af störf- um síðastliðið vor vegna aldurs. Útför Birgis fer fram frá Grafar- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. 21. ágúst 1941. For- eldrar hennar voru Bjartmar Einarsson, f. 26. maí 1900, d. 9. jan- úar 1963, og Laufey Ásbjörnsdóttir, f. 29. mars 1914, d. 9. des- ember 1998. Börn Steinunnar og Birgis eru Einar Gunnar, f. 1960. Bjartmar, f. 1964, kvæntur Ástu Björk Sveinsdóttur, synir þeirra Sveinn Andri, f. 1995, og Birg- ir Þór, f. 1998. Axel Valur, f. 1969, kvæntur Berglind Kristinsdóttur, börn þeirra eru Álf- heiður Edda, f. 1998, Anna Vala, f. 2001 og Bergþór, f. 2005. Birgir lauk hefðbundinni skóla- göngu í Reykjavík og dvaldi hann mörg sumur á Smyrlabjörgum í Suð- ursveit og hélt alla tíð mikla tryggð og vináttu við heimilisfólkið á bæn- um. Þessar sumardvalir höfðu mikil áhrif á hann og vöktu áhuga hans á Mig langar að minnast pabba míns með nokkrum orðum. Pabbi var afar sérstök blanda af borgar- barni og sveitamanni. Í föðurættina var pabbi kominn af gömlum Reykjavíkurættum frá miðri 17. öld eða í 9 ættliði. Hann var kominn af bændum frá Arnarhóli, frá sjómönn- um og hafnsögumönnum af Vestur- götunni og frá útvegsbændum úr Engey. Og í móðurættina var hann kominn af borgfirskum bændum úr Reykholtsdalnum, úr Hvítársíðu og Kalmanstungu allt aftur á 17. öld. Þessi uppruni endurspeglaðist í pabba sem var mikið náttúrubarn. Hann var jafnframt mikill Reykvík- ingur, alinn upp á Laugaveginum og var gallharður Valsari. Pabbi hvarf svo hvert vor í mörg ár í sveit að Smyrlabjörgum í Suðursveit. Á sokkabandsárum múttu og pabba, upp úr 1960, þótti fásinna að flytja úr miðbænum og í Mávahlíðina, hvað þá austur yfir Elliðaár austast í Árbæinn í lok 7. áratugarins. Það kom heldur ekki á óvart þegar þau festu kaup á smáskika af Birni í Út- hlíð í Biskupstungum árið 1978 þar sem þau byggðu sér sumarhús og ræktuðu landið. Þau voru lengi í Úti- vist og fóru í ótal ferðir innanlands sem utan, og þá sérstaklega í Aust- urísku Alpana þar sem þau bundust heimafólki ævarandi vinaböndum. Pabbi var mikill göngugarpur sem undi sér best á fjöllum, hvort sem það var á Esjunni eða á Hvannadals- hnúk. Í pabba endurspeglaðist sér- stök persóna, hann var stoltur mað- ur, hress og kátur allajafnan og ósérhlífinn við hvert verk, enda boð- inn og búinn að hjálpa manni við hvers kyns tilefni. Hann sinnti fjöl- skyldunni af alúð og umhyggju og þá sérstaklega barnabörnunum sínum. Hann fór með þeim í eggjaferðir út í Þerney og á Suðurnesin, í ýmsar gönguferðir og naut þess að hafa þau á vappi í kringum sig í sum- arbústaðnum í Úthlíð, hvort sem það var að fella geitungabú, flagga eða skoða hvort minkur hefði læðst í gildruna. Þau munu sakna afa síns sárt en eru þó heppin að eiga fal- legar minningar um hann sem þau munu læra að meta síðar meir þótt sorgin og söknuður þeirra sé mikill á þessari stundu. Elsku pabbi minn, að hafa þig ekki lengur við hlið eru mér ólýs- anleg vonbrigði. Það verður erfitt að sætta sig við að vera ekki lengur samferða þér í lífinu og að fara ekki með þér aftur í veiðiferðir eða að njóta þess að ferðast saman. Að tími aðskilnaðar okkar væri nú kominn var mér víðs fjarri. Undanfarna daga eftir andlát þitt hef ég alið með mér þá hugsun að þú sért núna á björtum og fallegum stað, þar sem sól skín í heiði, fjallasýn er fögur og þar sem íslenski fáninn blaktir við hún. Það er fjall framundan sem þú ætlar þér upp á og í bakpokanum er suðusúkkulaði og jafnvel ákavítis- lögg. Kolagrillið er að hitna og vel valin rauðvínsflaska bíður örlaga sinna, hrossahlátur þinn hljómar í kvöld- stillunum í takt við harmonikkutón- list. Þetta er umhverfið sem ég vil muna eftir þér í. Þótt fráfall þitt sé mér afskaplega sárt veit ég fyrir víst að með tímanum mun ég vinsa sökn- uðinn og tómleikann frá öllum ljúfu minningum sem ég á um þig, minn- ingum um besta pabba í heimi. Þinn sonur, Axel Valur. Elsku Biggi minn, ekki átti ég von á því að kveðja þig svona fljótt. Þú sem varst alltaf að hlaupa, synda og ganga á fjöll. Þessi áhugamál þín stundaðir þú af mikilli elju og gátum við tvö mikið hlegið af sundferðun- um þínum á morgnana. Þú þurftir alltaf að fara í sturtu heima, áður en þú fórst í sund og ég var að segja þér bara að drífa þig í fötin og fara í sund, þú varst nú ekki sammála þessu hjá mér, því það er gott að fara í sturtu þegar maður vaknar á morgnana og ekki gott að breyta út af góðum sið. Þannig varst þú í öllu, fannst nú óþarfi að breyta hlutunum ef þeir reyndust góðir fyrir og virk- uðu vel. Þegar þú byrjaðir í geislunum í nóvember og komst ekki í sund því það var búið að teikna þig allan upp þá gastu ekki beðið eftir að þeir kláruðust til að komast aftur í laug- ina þína, en því miður náðir þú því ekki. Bestur varst þú nú samt í bú- staðnum þínum, Laufási í Úthlíð- inni. Þar gast þú verið að ditta að eða byggja eitthvað nýtt frá morgni til kvölds og eru fáir sem notuðu bú- staðinn eins mikið og þið Stenna. Þú varst búin að smíða gesthús, krakka-kot og stækka pallinn og svo átti að ráðast í að stækka bústaðinn sjálfan. Einnig var mikilvægt fannst þér að veiða minkinn í nágrenni Laufáss svo fuglarnir kæmust á kreik og eru ófá skottin sem hafa komið í gildrurnar þínar. Núna í ágúst fórst þú með ung- linginn okkar hann Svein Andra í þá skemmtilegustu ferð sem þið báðir hafið farið í, en það var í Lónsöræf- in. Þið tveir löbbuðuð með Rósu og hennar fólki í 5 daga og nutuð fal- legrar náttúru og áttuð frábæra stund saman. Sveinn Andri talar oft um þessa ferð og planið hjá ykkur var að fara næsta sumar í aðra góða, en því miður kom kallið og þú hélst yfir móðuna miklu. Elsku Biggi minn, við eigum eftir að hugsa mikið til þín og góðu stundanna með þér. Við hugsum um hana Stennu þína. Hvíl í friði. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín tengdadóttir, Ásta Björk. Ég kynntist Bigga fyrst fyrir tæpum 15 árum þegar við Axel vor- um að byrja að vera saman. Þegar ég hitti foreldra hans fyrst, hugsaði ég, vá hvað þau eru flott. Enda kom fljótlega í ljós að þau voru einstak- lega virk og lífsglöð. Þau voru ein- staklega samrýnd og flott par í gegnum 50 ár. Það verður undarlegt og virkilega sárt að hafa hann ekki lengur hjá okkur. Elsku Stenna mín, ég get ekki ímyndað mér þann söknuð sem nú býr í brjósti þér. Ég upplifði tengdapabba sem óvenju hlýlegan og góðan mann með góða nærveru. Hann var einstakur maður að mörgu leyti. Ég hef ekki kynnst öðru eins náttúrubarni og honum. Hann var einstakur fugla- áhugamaður og lagði sitt af mörkum til að hjálpa þeim með að koma ung- unum á legg, þar sem hann var með minkagildru í nánd við sumarbú- staðinn sinn. Hann átti glæsilegt safn fugla, eggja og steina sem barnabörnin höfðu mikið yndi af. Hann fór í egg, dúntöku og tíndi ber. Hann var líka mikill veiðimaður og hafði unun af að veiða sér til mat- ar bæði rjúpu og fisk. Hann var ósérhlífinn og iðjusamur, alltaf að sýsla eitthvað, sérstaklega í sum- arbústaðnum. Hann elskaði sólina og sumarið og hann þurfti rétt að stinga hausnum út og þá var hann orðinn fallega brúnn. Þrátt fyrir iðjusemina kunni hann líka að njóta lífsins og slappa af í sólinni, grilla góða steik á kolagrillinu og valdi gott rauðvín af kostgæfni með. Birgir vann í tæp 50 ár hjá ÁTVR og veikindadaga hans var hægt að telja á fingrum annarrar handar. Hann var fyrirmynd margra um hreysti. Hann tók þátt í óteljandi hlaupum og fjallgöngur voru hans yndi. T.d. hljóp hann Laugavegs- hlaupið nokkrum sinnum og síðast þegar hann varð 60 ára hinn 20. júli 2000. Í Þórsmörk hélt hann svo upp á afmælið sitt með pomp og prakt eins og honum leið best, í faðmi fjöl- skyldu, vina og fjalla. Hann elskaði að ferðast og ég dáist að því hversu fylginn sér hann var. Hann setti sér markmið að fara á ákveðinn stað, hvort sem það var land eða fjall og hann lét drauminn rætast. Vorið 2008 hætti Birgir að vinna og hlökk- uðum við hjónin og barnabörnin til að geta átt meiri tíma með honum. En sá tími var allt of fljótur að brenna upp og eftir sitjum við sár og svekkt yfir að hafa ekki fengið meiri tíma saman. Birgir var alveg einstakur afi, alltaf svo hlýr, góður og natinn við að sinna barnabörnunum. Álfheiður mín spyr með tárin í augunum hver eigi nú að fara með þau í minka- gildruna, Anna Vala segir „aldrei aftur ólsen-ólsen með afa“. Ég fæ sting í hjartað og vöknar um augun þegar ég hugsa til þess að Bergþór, sem er rétt 3 ára, muni ekki njóta þess að hlaupa á eftir afa sínum í bú- staðnum, og muni líklega aldrei muna eftir afa Bigga. Elsku besti Biggi, ég hefði ekki Birgir Axelsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HULDA SIGURJÓNSDÓTTIR frá Eyrarkoti, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 16. janúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 22. janúar kl. 15.00. Gestur Ó. Karlsson, Áshildur Emilsdóttir, Sigurjón Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Gróa Karlsdóttir, Lárus E. Eiríksson, Andrés Karlsson, Mínerva Jónsdóttir, Sólveig Karlsdóttir Lynge, Henrik Lynge, Ævar Karlsson, Inga Dís Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AGNAR JÖRGENSSON, Dalbraut 20, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 15. janúar, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 23. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja starfsemi Fríðuhúss, dag- vistar Alzheimerssjúkra, bankareikningur 327-26-4301 kt. 430101-3580. Jensey Stefánsdóttir, Edda Agnarsdóttir, Birgir Guðmundsson, Kolbeinn Agnarsson, Ljósbrá Guðmundsdóttir, Kjartan Agnarsson, Hlín Agnarsdóttir, Gyða Agnarsdóttir, Guðjón Aðalsteinsson, Ari Agnarsson, Védís Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, INGRID BJÖRNSSON, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðinesi mánu- daginn 12. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 23. janúar kl. 15.00. Bjarni Jónsson, Marianne Olsen, Inga Birna Bjarnadóttir, Anna María Bjarnadóttir, Linda Björk Bjarnadóttir, Bjarni Hallgrímur Bjarnason. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ANTON JÓNSSON skipa- og húsasmiður, Vatnsnesvegi 29, áður Sóltúni 14, Keflavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, sunnudaginn 18. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Marta Kristjánsdóttir, Guðrún Kristín Antonsdóttir, Karl Antonsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Eygló Antonsdóttir, Ólafur Arthúrsson, Helen Antonsdóttir, Þórhallur Guðmundsson, Guðrún Antonsdóttir, Sæbjörn Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, RICHARD BJÖRGVIN ÞORGEIRSSON, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja mánudaginn 19. janúar. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 24. janúar kl. 10.30. Þórdís Vilborg Sigfúsdóttir, Hlynur Geir Richardsson, Þórunn Jónsdóttir, Þorgeir Richardsson, Þórdís Sigurjónsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.