Morgunblaðið - 21.01.2009, Page 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009
✝ Sigurjóna Stein-grímsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 25. apr-
íl 1923. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Eir sunnudaginn 11.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Gunn-
hildur Sigurjónsdóttir
húsmóðir, f. 1902, d.
1984 og Steingrímur
Sveinsson verkstjóri,
f. 1888, d. 1986, frá
Sveinsstöðum við Nes-
veg. Systkini Sig-
urjónu eru: Guðný Hulda, f. 1924,
Hildur Ísfold, f. 1926, d. 2004, Guð-
rún Sveinbjörg, f. 1929, d. 2004,
Guðrún Lillý, f. 1931, d. 2006, og
Sveinn Bergmann, f. 1936.
Sigurjóna giftist 16. ágúst 1947
Guðmundi E. Einarssyni, aðalbók-
ara Útvegsbanka Íslands, f. 2. janúar
1921, d. 19. júní 1998. Foreldrar
hans voru hjónin Messíana Guð-
mundsdóttir húsmóðir, f. 1891, d.
1969 og Einar Sveinbjörnsson, út-
gerðarmaður frá Sandgerði, f. 1860,
d. 1929. Sonur Sigurjónu og Guð-
mundar er Gylfi Örn Guðmundsson,
f. 1947, kvæntur Mörtu E. Sigurð-
ardóttur, f. 1948, Börn þeirra eru: 1)
Edda Jóna, f. 1967 gift Guðlaugi
Viktorssyni, f. 1963. Börn þeirra eru
Viktor Örn, f. 1987,
Gylfi Bragi, f. 1990, og
Agnes Edda, f. 1998.
2) Þórunn Heiða, f.
1972, sambýlismaður
Þorsteinn S. Guð-
mundsson, f. 1973.
Dóttir Þórunnar og
Árna Sæberg er
Marta María Sæberg,
f. 2002. Börn Þor-
steins eru Guð-
mundur, f. 1995,
Eygló, f. 2000 og Guð-
rún Ólafía, f. 2002. 3)
Guðmundur Örn, f.
1975, sambýliskona Valgerður Er-
lingsdóttir, f. 1977. Börn þeirra eru
Hafþór Bjarki, f. 2001, Fanney Rún,
f. 2005, og Atli Heiðar, f. 2007.
Sigurjóna og Guðmundur áttu
lengst af heima á Hagamel 35 í
Reykjavík. Sigurjóna vann sem ung
kona hjá Lofti Guðmundssyni ljós-
myndara en lærði saumaskap á
saumastofunni Gullfossi. Í mörg ár
vann hún við sauma heima en fór
einnig út á vinnumarkaðinn og starf-
aði á saumastofu Öryrkjabandalags-
ins og saumastofunni Elísu. Sig-
urjóna starfaði einnig með
kvenfélaginu Hringnum í mörg ár.
Útför Sigurjónu fer fram frá Nes-
kirkju í dag og hefst athöfnin klukk-
an 11.
Í dag kveð ég elskulega tengda-
móður mína, Sigurjónu Steingríms-
dóttur.
Okkar kynni eru orðin löng, en
tæplega fjörutíu og þrjú ár eru síðan
ég kom fyrst á heimili hennar og
Guðmundar tengdaföður míns.
Margs er að minnast eftir svo löng
kynni.
Þegar ég hugsa um þessi ár birtast
mér hlýjar minningar um góða konu
sem bar mikla umhyggju fyrir fjöl-
skyldu sinni. Hún var ekki mikið fyrir
að vera í fjölmenni en naut sín best í
hópi sinna nánustu. Sá hópur var
henni dýrmætur og var hún ákaflega
stolt af sínu fólki. Hún hafði miklar
mætur á barnabörnunum og þegar
barnabarnabörnin fæddust fylgdist
hún vel með þeim og átti þar sínar
Dúllur.
Jóna, eins og hún var alltaf kölluð,
var fædd og uppalin í vesturbænum.
Þar bjó hún næstum allt sitt líf.
Æskuheimilið var á Sveinsstöðum við
Nesveg og þar sleit Jóna barnsskón-
um í faðmi foreldra, ömmu, systkina
og frændfólks. Vesturbærinn var
hennar staður og sagði hún ávallt að
hann væri besti staðurinn í Reykja-
vík, þar væri best að búa, þar væri
alltaf logn og blíða. Árið 1955 byggðu
Jóna og Guðmundur sér íbúð á Haga-
mel 35 í Reykjavík en þar bjó Jóna
þar til hún flutti á Hjúkrunarheimilið
Eir. Guðmundur tengdafaðir minn
lést árið 1998. Jóna vann sem ung
kona á saumastofunni Gullfossi og
þar lærði hún kjólasaum. Það var því
engin tilviljun að hún gerði sauma-
skap að sínu ævistarfi. Og þvílík lista-
kona sem hún var. Það lék allt í hönd-
unum á henni. Vandvirkni og
þolinmæði voru hennar aðalsmerki.
Þau eru fjölmörg meistarastykkin
sem hún hannaði og saumaði á mig,
börnin mín og aðra í fjölskyldunni.
Ef eitthvað stóð til þá var það hún
Jóna sem bjargaði málunum. Ballk-
jólarnir, fermingarfötin, brúðarkjól-
arnir, það var sama hvað hún var
beðin um, hún kunni þetta allt.
„Farðu bara og kauptu þér efni“
sagði hún, ég skal sauma. Já, hún var
svo sannarlega tilbúin að hjálpa og
það var gott að eiga hana að.
Jóna starfaði lengst af við sauma-
skap heima, en einnig á saumastofu
Öryrkjabandalagsins og saumastof-
unni Elísu. Seinna gekk Jóna í kven-
félagið Hringinn og starfaði með fé-
laginu meðan heilsan leyfði.
Þegar ég kom inn í fjölskylduna
höfðu Jóna og Guðmundur nýlega
eignast sinn fyrsta bíl. Frá þeim tíma
ferðuðust þau mikið um landið og
einnig voru ferðir í sumarbústaði Út-
vegsbankans fastur liður í öllum
sumarfríum. Í þessar ferðir vorum
við Gylfi og börnin okkar alltaf vel-
komin og eigum við svo sannarlega
margar góðar og skemmtilegar minn-
ingar frá þeim.
Jóna greindist með Alzheimer-
sjúkdóminn fyrir nokkrum árum og
sl. fimm ár var hún til heimilis á
Hjúkrunarheimilinu Eir. Þar naut
hún góðrar umönnunar þess góða
fólks sem þar starfar. Þessi tími var
tengdamóður minni erfiður.
Henni gekk ekki vel að aðlagast á
sínu nýja heimili. Hún var alltaf á
leiðinni heim, heim á Hagamel, heim í
Vesturbæinn.
Ég vona að tengdamóðir mín finni
sinn Vesturbæ í nýjum heimkynnum,
þakka henni samfylgdina og bið Guð
að blessa minningu hennar.
Marta Sigurðardóttir.
Okkur systkinin langar að minnast
hennar ömmu sem var svo stór hluti
af lífi okkar. Minningarnar um hana
eru margar og yndislegar. Amma var
verndandi, hlý og góð kona. Henni
var umhugað um okkar velferð og
hafði sérstakan áhuga á að fylgjast
með öllu sem við gerðum. Það var
alltaf gott að koma á Hagamelinn til
ömmu og afa. Þar mætti okkur mikil
hlýja og velkomin vorum við svo
sannarlega. Þau tóku okkur alltaf
fagnandi. Amma og afi eignuðust eitt
barn, hann pabba. Amma minntist oft
á að við hefðum sagt sem lítil börn, að
hún mætti líka eiga okkur og við feng-
um oft að finna að í hennar augum
vorum við best í heimi. Ömmu þótti
gaman að hafa fínt í kringum sig og
heimilið bar þess svo sannarlega
merki. Hjá henni gekk maður að hlut-
unum vísum, þar var allt í röð og
reglu og sumir hlutir áttu sinn stað í
tugi ára.
Amma og afi höfðu sérstaklega
gaman af því að ferðast um landið og
þá vorum við gjarnan tekin með. Með
þeim fórum við í okkar fyrstu útilegur
sem oft voru mikið ævintýri. Sum-
arbústaðaferðirnar urðu líka ótal
margar. Á þessum ferðalögum var
mikið tekið af myndum sem við eigum
nú sem minningar. Það skipti engu
máli hvar hún amma var, í sumarbú-
stað, tjaldi eða heima, pönnukökur
eða kleinur voru alltaf með kaffinu.
Einhvern tímann sinnaðist Mumma
við ömmu og ætlaði aldeilis að hitta á
viðkvæman stað þegar hann tilkynnti
henni á dramatískan hátt að hann
væri sko hættur að borða pönnukök-
ur og kleinur. Þetta fannst ömmu
hins vegar ótrúlega fyndið og hló og
hafði gaman að þessu í mörg ár.
Amma var mikil saumakona, það
var alveg sama hvað hún tók sér fyrir
hendur í saumaskap, hún gerði allt
vel og af mikilli þolinmæði. Hún var
ótrúlega vandvirk, útsjónarsöm og
mikil handverkskona. Flíkurnar
hennar var hægt að bera saman við
það besta sem hægt var að kaupa úti í
búð. Amma virtist geta saumað allt
sem við báðum hana um. Mumma
langaði er hann var lítill strákur í KR-
utanyfirgalla sem ekki var framleidd-
ur nema fyrir meistaraflokk. Amma
reddaði því í hvelli og gallinn hans
varð nákvæmlega eins. Að því leytinu
til var hún undrakona í að uppfylla
óskir okkar, og það var henni mjög
mikilvægt. Þar naut hún sín vel.
Við munum eftir því þegar við
fengum að gista á Hagamelnum og
amma kenndi okkur bænir. Hún var
mjög hlédræg kona en við fundum þó
öll fyrir því að trúin var henni mik-
ilvæg þó ekki bæri mikið á því í henn-
ar daglega lífi. Við trúum því að nú sé
hún í góðum höndum á góðum stað.
Eftir lifa allar fallegu og góðu minn-
ingarnar sem við eigum um hana.
Guð blessi minningu hennar.
Edda Jóna, Þórunn
Heiða og Guðmundur.
Nístandi stefið úr ljóðinu Systurlát
eftir Hannes Hafstein, kom í huga
minn.
Við hlustir mér helfregnin lætur höfug og
grimm.
Hvert stynjandi næturhljóð nístir mig í
gegn,
hver næðandi gjóstur og þetta kalda regn.
Söknuðurinn heltók mig við and-
látsfregn Jónu frænku. Jóna hafði
gefið mér svo mikið á lífsins vegi, hún
var einfaldlega ein af þessum sér-
stæðu boðberum birtu og vinarþels
sem bræðir burt öll leiðindi hvers-
dags anna og vonbrigða. Hún bar
með sér fölskvalausa góðvild með
raunsæju ívafi, lítillæti, listræna
hæfileika og ábyrgðarkennd, dugnað
og velvilja. Huggun við harmi er
fengin hvíld frænku frá erfiðum sjúk-
dómi á ævikvöldi.
Sigurjóna var uppalin á Nesvegi í
Reykjavík vestan KR, hjá ástríkri
móður, virðulegum föður og samhuga
4 systrum og einum bróður. Þangað
var gaman að koma æskuárum og
hitta þar allar þessar fallegu frænkur
mínar og frænda. Og í vesturbænum
var heimili hennar og Guðmundar og
þangað var gott að koma í heimsókn
þegar við áttum borgardvöl. En við
áttum líka samverustundir með þeim
á Egilsstöðum og í Stykkishólmi. Þá
deildu þau öllu með okkur og léttu
þar með göngu okkar sem vorum
samferða þeim um grýttar götur lífs-
baráttunnar. En fyrst og síðast renn-
ur um hjörtu okkar straumur gleði og
þakklætis, því hún og Guðmundur
voru vinir okkar sem köstuðu birtu og
yl á hverja samverustund, svo stund-
in var önnur og betri en stundin sem
var liðin, og sannaði um leið að í
hverju lífsins spori getur maður verið
manns gaman.
Á síðustu árum höfum átt hlýjar og
gefandi samverustundir með Jónu á
heimili hennar á Eir, en þær stundir
hefðu mátt vera fleiri. Þá spurði oft
sjálfan mig: Er ekki hægt að deyða
meinið með verkfærum vísindanna?
Sjálf átti ég engin önnur verkfæri en
hlýjar bænir. Vonin um að allt þetta
sé til einhvers, var okkur gefin við
upprisu frelsarans og við eigum ekki
að spyrja „til hvers er þetta allt, ef allt
er svona valt“ en við spyrjum samt.
Við þökkum allt og þetta allt er
geymt í okkar hjörtum.
Góður Guð blessi minningu góðrar
konu og móður Sigurjónu Stein-
grímsdóttur. Hugheilar samúðar-
kveðjur sendum við Gylfa og Mörtu
og til barna þeirra og barnabarna.
Einnig til Guðnýjar og Denna.
Jóhanna og Erling
Garðar Jónasson.
Sigurjóna
Steingrímsdóttir
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Barnabarnabörnin,
Viktor Örn, Gylfi Bragi,
Agnes Edda, Hafþór Bjarki,
Marta María,
Fanney Rún og Atli Heiðar.
HINSTA KVEÐJA
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*% Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
VIGFÚS TÓMASSON,
Árskógum 6,
áður Rauðagerði 18,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn
14. janúar, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 22. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Félag nýrnasjúkra.
Kristín Valgerður Ellertsdóttir,
Ellert Vigfússon, Jóhanna Sigríður Njálsdóttir,
Elín Vigfúsdóttir, Hinrik Morthens,
afabörn og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýju við fráfall ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÚLFARS GUÐMUNDSSONAR
trésmíðameistara,
Skriðustekk 20,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahlynningar
Landspítalans.
Gyða S. Hansen,
Anna Kristín Úlfarsdóttir,
Guðmundur Örn Úlfarsson, Jóna Dagbjört Dagsdóttir,
Alda Gyða Úlfarsdóttir
og afabörn.