Morgunblaðið - 21.01.2009, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.01.2009, Qupperneq 34
34 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 Ég vil nánast ganga svo langt að segja að mér hafi verið tekið fagn- andi. 36 » HILDIGUNNUR Ólafsdóttir, doktor í afbrotafræði, fjallar um vel þekktar ímyndir af áfengisneysluvenjum Íslend- inga og tilhneiginguna til að skapa þeim sérstöðu á fyrir- lestri í Reykjavíkurakademí- unni í kvöld kl. 20. Erindi sitt kallar hún „Hversdagsvald: Matur, drykkur og ímyndir“. Þá talar Kristinn Schram þjóð- fræðingur um það hvernig ís- lenskar matarhefðir eru iðkaðar og leiknar bæði á mannamótum og í fjölmiðlum. Varpað verður ljósi á það baksvið ímynda af framandi og sérviturri þjóð á norðurhjara sem viðhaldið er í hnattrænum fjölmiðlum og sögulegum skírskotunum Hugvísindi Ímyndir Íslands í mat og drykk Hildigunnur Ólafsdóttir Í KVÖLD verður Ljóðstafur Jóns úr Vör veittur við athöfn í Salnum í Kópavogi kl. 20. Ljóð- stafurinn er árleg ljóða- samkeppni á vegum lista- og menningarráðs Kópavogs. Í fréttatilkynningu frá Salnum segir að Ljóðstafur Jóns úr Vör sé umfangsmesta sam- keppni sinnar tegundar á land- inu. Markmiðið með henni sé að vekja athygli á íslenskri ljóðagerð. Þátttak- endur skiluðu verkum inn undir dulnefni í nóv- ember, en sigurvegarinn fær vegleg peninga- verðlaun og verðlaunagripinn, Ljóðstaf Jóns úr Vör. 300 ljóð bárust í keppnina nú. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Ljóðlist Ljóðstafur Jóns úr Vör veittur í kvöld Jón úr Vör Á MORGUN heldur dr. Hilm- ar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúru- fræðistofu Kópavogs, fyr- irlestur undir yfirskriftinni „Reykjavík Pond – a Dirty Jewel in the Capital Central. Environmental assessment and ecological status in the past and present“. Fyrirlest- urinn er haldinn í tengslum við námskeiðið „Environmental Health Clinic / Reykjavík“ í Listaháskóla Íslands, hönnunar- og arkitektúrdeild í stofu 113, Skip- holti 1-5, 101 Reykjavík kl. 15. Fyrirlesturinn verður á ensku. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Náttúruvísindi Tjörnin í fortíð, nútíð og framtíð Dr. Hilmar J. Malmquist Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG held að það verði mikið leikhús í þessu,“ segir Áskell Másson um frumflutning á konsertinum Crossings á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói annað kvöld kl. 19.30. Í aðalhlutverkum í „leikhúsi“ Áskels verða tveir af fremstu slagverkssnillingum samtímans, Skotinn Colin Currie og Portúgalinn Pedro Carneiro. Þótt kons- ertinn hafi verið frumfluttur í Danmörku fyrir fimm árum lítur Áskell svo á, að nú sé um frumflutning að ræða. Að- stæðurnar í Danmörku voru þannig að nota þurfti hljóð- nema til að heyrðist í slagverksleikurunum sem þá voru í einleikshlutverkunum, Evelyn Glennie og Gert Morten- sen. En vegna þeirra blandaðist hljómurinn ekki rétt og flutningurinn ekki eins og til var ætlast. „Þessir drengir eru meðal mestu meistara á þessu sviði í dag,“ segir Áskell um einleikarana. „Ég held að ég geti líka óhikað kallað þá brautryðjendur, því þeir eru einleik- arar, eins og Evelyn Glennie. Henni var mikið hrósað á sínum tíma fyrir að vera fyrsti einleikarinn á slagverkið, en þessir strákar eru það líka. Þeir eru báðir mjög fjöl- hæfir og klárir tónlistarmenn, alveg frábærir.“ Áskell er löngu þekktur langt út fyrir landsteinana fyr- ir tónlist sína fyrir slagverkið, en hann semur auðvitað aðra tónlist af öllum gerðum jöfnum höndum. En hvernig er konsertinn Crossings? „Ég get sagt það að fyrir utan laglínur og melódíur sem ég geri sjálfur, þá nota ég líka ýmis þekkt lög frá Íslandi, Danmörku og Skotlandi. Verkið endar á heljarmikilli ka- densu þar sem spilað er á skoska hálandatrommu í skosk- um stíl. Það má þekkja þarna Liljulagið og barnalög eins og Lille Peder edderkop og ég þýði líka barnaleik – klapp- leik, eins og krakkar klappa oft saman á róló og læt ein- leikarana slá saman kjuðum og niður á risastóra bassa- trommu,“ og jánkar því aðspurður að það sé því leikur og gleði í verkinu. „Einleikararnir eru áberandi allt verkið í gegn og eru spilandi nánast allan tímann.“ Önnur verk á efnisskrá tónleikanna verða ballettarnir Petrúska eftir Stravinskíj og Les biches eftir Poulenc en stjórnandi er Rumon Gamba. Leikhús slagverksins  Slagverkskonsertinn Crossings eftir Áskel Másson frumfluttur annað kvöld  Fær til liðs við sig tvo af fremstu slagverkssnillingum samtímans Morgunblaðið/Ómar Félagar Colin Currie, Áskell Másson og Pedro Carneiro flytja konsertinn Crossings í kvöld. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is MYRKIR músíkdagar verða haldnir dagana 6.-13. febrúar. Það er Tónskáldafélag Íslands sem stendur að hátíðinni sem skartar fimmtán tónleikum auk fyrirlestra og annarra viðburða. Kjartan Ólafsson er formaður Tónskálda- félagsins: „Stefnan í ár er sú sem við höfum verið að byggja upp á undanförnum árum. Við höfum að leiðarljósi að endurspegla tónlistar- lífið eins og það er í dag, þó með skírskotun til eldri tónlistar svo hægt sé að heyra sögulegt samhengi þróunar tónlistarinnar á Íslandi. Við fáum líka til okkar erlenda gesti sem tengjast því sem við erum að gera hér.“ Kjartan segir þessa stefnu hafa reynst mjög vel og að á síðustu árum hafi gestum á hátíð- inni fjölgað jafnt og þétt. „Við erum ein af fáum samtímatónlistarhátíðum í heiminum sem státa af vaxandi aðsókn, meðan margar þeirra íhaldssamari eiga við það vandamál að stríða að aðsókn dvínar stöðugt. Hátíðirnar í Hudd- ersfield og í Brussel eru undantekningar. Þar eru ungir listrænir stjórnendur sem hafa verið að fara sömu leið og við með sama árangri. Þetta bendir til þess að tónlistarlífið í Evrópu sé að breytast og verða fjölbreyttara og opn- ara. Þetta eru mjög áhugaverðir tímar.“ Tónskáldið stjórnar Sinfóníunni Frumflutningur nýrra verka hefur ávallt verið aðalsmerki Myrkra músíkdaga og engin undantekning verður þar á í ár. Kjartan nefnir tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á hátíð- inni sem stærsta viðburðinn. Í ár verða þeir sérstakir þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson frumflytur með hljómsveitinni Píanókonsert eftir Daníel Bjarnason sem jafnframt verður stjórnandi tónleikanna. Meðal annarra stórviðburða nefnir Kjartan tónleika Kammersveitar Reykjavíkur þar sem flutt verða íslensk og tékknesk verk. Fimm einleikarar koma fram með sveitinni og verk eftir Hauk Tómasson og Atla Ingólfsson verða frumflutt. Philippe Manoury verður sérstakur gestur hátíðarinnar og stjórnar tónleikum Caput. Hann er bróðir Oliviers Manoury bandoneon- leikara sem margoft hefur spilað á Íslandi. „Hann er prófessor í tónlist í Bandaríkjunum, hefur unnið hjá IRCAM í París og er mikill framúrstefnumaður. Hann verður með fyrir- lestra og kennslu í Listaháskólanum og kynnir óperuna sína í samvinnu við Íslensku óp- eruna.“ Á síðustu árum hafa Myrkir músíkdagar aukið stórum samstarf við tónlistarfólk á landsbyggðinni. Eins og fyrri ár teygir hátíðin sig norður til Laugarborgar í Eyjafirði; Þór- arinn Stefánsson tónlistarstjóri þar verður með tónleika í Reykjavík ásamt fleirum, og Kammerkór Suðurlands verður með tónleika með nýrri kórtónlist í Neskirkju. Á tónleikum „flautuhjónanna“ Guðrúnar Birgisdóttur og Martials Nardeaus og Snorra Sigfúsar Birgissonar píanóleikara verður flutt verk eftir Klaus Ager, en hann er einnig gestur hátíðarinnar í ár. „Hann kemur frá Mozarteum í Salzburg og á meðan á hátíðinni stendur verð- ur hann gestaprófessor í Listaháskólanum. Salzburg, París og Prag verða því í sviðsljósi.“ Einn forvitnilegasti viðburður Myrkra mús- íkdaga verða tónleikar þar sem tvö tónskáld, ný í Tónskáldafélaginu, Ragnhildur Gísladóttir og Hilmar Örn Hilmarsson, verða kynnt sér- staklega. „Þetta verða portrett-tónleikar og gaman að geta kynnt ný tónskáld á hátíðinni.“ Nánar um dagskrána hér: Myrkir músíkdagar Víkingur Heiðar frumflytur Píanókonsert eftir Daníel Bjarnason, Daníel stjórnar Sinfóníunni Morgunblaðið/Sverrir Fjölhæfur Daníel Bjarnason stjórnar Sinfón- íutónleikum á hátíðinni en þar verður frum- fluttur píanókonsert eftir hann. www.listir.is TÓNLISTARHÚS Danska útvarps- ins, sem er hannað af Jean Nouvel, var vígt í Kaupmannahöfn um helgina. Í gær birtist dómur um það í The New York Times og er gagnrýnand- inn mjög hrifinn af verkinu sem sækir innblástur í hönnun Hans Scharound á tónleikahöll Fílharmóníusveit- arinnar í Berlín með misháum og mis- laga áhorfendasvölum sem umkringja hljómsveitina. Honum þykir tónlistar- húsið vera ein af fegurstu byggingum sem hann hefur séð í langan tíma. Húsið er eins og skærblár kubbur í laginu og á kvöldin er varpað á það allskonar myndum sem vekja það til lífsins. Gagnrýnandinn er minnst hrif- inn af staðsetningu hússins sem er umkringt leiðinlegum glerhúsum og skrifstofublokkum. Flott tónlist- arhús Dana GUARDIAN hefur tekið saman lista yfir bókartitla sem nokkrum þekkt- um bókum voru gefnir upprunalega á sínum tíma en útgefendur höfn- uðu. Efst á listanum trónir First Im- pressions eftir Jane Austen sem varð síðar Pride and Prejudice. All’s Well that Ends Well var uppruna- legur titill á Stríð og friði eftir Tol- stoj. Fyrsta skáldsaga Elizabeth Gaskell átti að heita John Barton en varð síðar að Mary Barton. No- body’s Fault eftir Dickens varð síðar Little Dorrit og The Mill on the Floss eftir George Eliot fékk fyrst nafnið Sister Maggie en útgefand- anum fannst hitt ljóðrænna. Maddox Ford vildi gefa meistara- verki sínu The Good Soldier titilinn The Saddest Story. The Great Gatsby eftir Fitzgerald átti að vera Trimalchio on West Egg. Fyrsta skáldsaga Williams Goldings, Lord of the Flies, var upprunalega Stran- gers from Within og Stephen King valdi þann hræðilega titil Cancer á bókina Dreamcatcher. Vondir bókartitlar Colin Currie vakti heimsathygli þegar hann varð fyrsti slagverksleikarinn til að komast í úrslit BBC Young Musician-keppninnar fimmtán ára gamall. Hann hefur frumflutt ótal verk, meðal annars með Lundúnafíl- harmóníunni og Hljómsveitinni Fíladelfíu í Carnegie Hall, og hefur leikið inn á nokkra metsöludiska. Pedro Carneiro er metinn í algjörum sér- flokki sem slagverksleikari. Hann hefur frumflutt yfir áttatíu verk eftir mörg af fremstu tónskáldum heims auk þess sem hann hefur sjálfur samið töluvert af slag- verkstónlist. Hann hefur haldið meistara- námskeið við marga bestu tónlistarskóla heims. Einleikarar í sérflokki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.