Morgunblaðið - 21.01.2009, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 21.01.2009, Qupperneq 35
Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009 Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Á morgun, fimmtudag kl. 19.30 Trommur og dans Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einleikarar: Colin Currie og Pedro Carneiro Farncis Poulenc: Les biches, balletsvíta Áskell Másson: Crossings, konsert fyrir slagverk Igor Stravinskíj: Petrúska Tveir af fremstu slagverksleikurum samtímans mætast á þessum tónleikum og frumflytja nýjan konsert eftir Áskel Másson. Vinafélagskynning á Hótel Sögu kl. 18.00 ■ Laugardagur 24. janúar kl. 17 Kristallinn - Kammertónleikar í Þjóðmenninagarhúsi Fiðlur: Júlíana Elín Kjartansdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir Lágfiðla: Guðrún Þórarinsdóttir Selló: Sigurgeir Agnarsson Kontrabassi: Hávarður Tryggvason Leoš Janácek -Stengjakvartett nr. 1 Antonín Dvorák -Stengjakavartett í G-dúr op.7 BRYNDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR „Bryndís og Ilmur eru æði” – Gerður Kristný, Stöð 2 „Músíklega séð: Stórkostleg upplifun…Ég hélt ekki að það væri nokkur söngkona á Íslandi sem gæti gert þetta. Ég segi bara: Hallelúja! “ – Halla Sverrisdóttir, RÚV „Ég gleymdi alveg öllu…frábær söngur …flott skemmtun! – Þór Elís Pálsson, RÚV „Stuð í óperunni” – Ingibjörg Þórisdóttir, Mbl. „Dúndurmúsík!” – Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttabl. Föstudaginn 23. janúar kl. 20 Laugardaginn 31. janúar kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR MIÐASALA Á OPERA.IS, MIDI.IS OG Í MIÐASÖLU ÍSLENSKU ÓPERUNNAR. SÍMI MIÐASÖLU: 511 4200. Afi, hver gerði þetta eig-inlega?“ spurði lítil stúlkameð undrun í röddinni og benti á stórt málverkið. „Það var hann Jóhannes Kjarval,“ sagði afinn rólega. Hann horfði á verkið, sem kallast Krítík, og rýndi svo í röð af litlum teikningum sem hafa verið hengdar upp undir flenni- stórum striganum, niðri við gólf „Það sést varla í vegginn fyrir myndum!“ sagði stúlkan hissa og gekk meðfram veggnum, þar sem verkin eru hengd svo þétt að þau eru í þremur og fjórum, jafnvel fimm hæðum, hvert ofan á öðru. Þar sem vik myndast milli stórra verka er skotið að minnsta kosti einu litlu, ef ekki tveimur eða þremur. „Það er líka svolítið af skrýtnum myndum hérna,“ sagði stúlkan lágt við sjálfa sig þar sem hún horfði á dúfur, hraun, andlit, fjöll, skútur, fossa, álfakroppa, meira hraun, mosa og fleiri andlit. Lítil málverk og stór, teikningar á alls kyns papp- ír, myndir á gler, jafnvel koddaver.    Kjarval – Mynd af heild nefnistþessi nýja sýning í austursal Kjarvalsstaða, sem er sett saman úr stórum hluta safneignar Listasafns Reykjavíkur á verkum eins dáðasta listamanns sem þjóðin hefur alið. Sem drengur var Jóhannes Sveins- son reiddur úr Meðallandinu austur á Borgarfjörð eystri, úr sárri fátækt braust hann til mennta í myndlist, kynntist erlendum straumum, en kom aftur heim og fórnaði fjölskyld- unni fyrir köllunina og kenndi þjóð- inni að meta landið og náttúruna. Kjarval var eftirlæti landsmanna, listamaður og djúpvitur furðufugl í senn. Þannig er mýtan í það minnsta – raunin var vitaskuld flóknari. Í eigu Listasafns Reykjavíkur munu vera 3.348 verk eftir Kjarval, þar af 159 málverk. Málverkin hljóta að vera nær öll í salnum, að við- bættum slatta af teikningum, því um 350 verk eru á sýningunni. Sýningarstjórinn, Helga Lára Þorsteinsdóttir, og þeir sem unnu með henni að uppsetningunni hljóta að hafa skemmt sér vel við verkið. Ég hefði glaður rétt þeim hjálpar- hönd, við að velja hvaða verk færi vel með hverju, hvaða sjaldséða teikning fengi að nuddast upp við eitthvert fræga málverkið. Sýningin tekur mið af salonsýn- ingum fyrri alda, þar sem ólíkum verkum var í raun hrúgað þétt upp á sýningum; verk voru sýnd svo fólk gæti séð sem flest, en ekki var verið að hugsa um það hvernig þau önd- uðu í rýminu eða töluðu hvert við annað. Módernískar hugmyndir um hrein sýningarrými og naumhyggju- legar upphengingar komu til síðar; á ljósmyndum frá upphaflegum sýn- ingum Kjarvals má sjá að hann hengdi stundum þétt upp sjálfur, lét verkin vera nánast niðri við gólf eða hvert upp af öðru.    Það er í raun einhvern veginn viðhæfi að setja verkin svona upp núna. Margt kemur til. Á sýningum síðustu ára úr safneigninni hafa oft verið sett fram sömu verkin aftur og aftur – sem er skiljanlegt, „myndlist- arstofnunin“ og tíminn hafa valið hvaða verk þykja mikilvægust. En Kjarval framleiddi gríðarlegt magn myndverka og virðist sífellt hafa verið að; ef hann var ekki að mála eitthvert stórvirkið, þá var hann að teikna á bókina sem hann var að lesa, á dagblaðið, á bréfið sem hon- um barst, eða gera riss fyrir vænt- anleg málverk. Hér sést þetta allt – og myndar sannferðuga heild. Gefur í raun merkilega góða mynd af lista- manninum og vinnu hans. Og um leið á ákveðin afhelgun sér stað. Austursalnum er skipt í þrjá mini sali, sem verkunum er hrúgað upp í, án skýringartexta eða merkinga við stök verk. Og verkin eru afskaplega misgóð. Zen-legar blekteikningar, raunsæisleg æskuverk, glæsilegar kúbískar hraunborgir, flæðandi fí- gúrur sjötta áratugarins, rjúpnask- issur – þetta er allt hvað ofan í öðru. Sum málverkin þyrftu miklu meira ljós, sem kynni að vera teikningum skaðlegt, en það skiptir einhvern veginn ekki máli. Þessi sýning snýst um heildina, um ævistarf, um stefn- ur og stefnuleysi – og marglyndi listamannsins. Klassísk verk öðlast hér nýtt líf og við hlið veigaminni verka, sem samt eru forvitnileg hvert á sinn hátt, uppgötvar maður á þeim nýjar hliðar.    Hugsaðu þér hvað þetta er frjóhugsun – myndirnar iða hér, í tugatali,“ sagði fullorðna konan við manninn. Þau gengu rólega með- fram einum veggnum og námu af og til staðar til að rýna í verkin. Hún sló út hendinni þegar hún sagði þetta. „Þetta er stórkostlegt ævistarf,“ bætti hún við. „Og nýtur sín svona stórkostlega uppsett,“ sagði hann.    Þetta skyldi þó ekki vera réttaleiðin til að halda yfirlitssýn- ingar á eldri listamönnum á þessum nýju tímum; kveðja hina módernísku formhreinu sparsemi og setja sem mest fram, sem fjölbreytilegasta súpu verka. Viðurkenna að enginn listamaður skapar bara hágæða- verk. Að innan starfsferils rúmast svo ótal margt. Setja það bara allt saman fram, hvað ofan í öðru, og láta áhorfandann síðan um að meta hvað hann kýs að staldra við og hvað ekki. Það virkar svo sannarlega hér. efi@mbl.is Sést varla í vegginn » Þessi sýning snýstum heildina, um ævi- starf, um stefnur og stefnuleysi – og marg- lyndi listamannsins. Morgunblaðið/Einar Falur Salon-uppsetning Á Kjarvalsstöðum er það nú magnið sem gildir og marg- breytileiki verkanna sem liggja eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval. AF LISTUM Eftir Einar Fal Ingólfsson Í LJÓSI efnahagshrunsins á Íslandi er ekki laust við að þjóðin upplifi sig í leikhúsi fáránleikans þar sem mörkin milli leiksviðs og veruleika hafa verið afmáð. Enginn getur verið viss um eigin stöðu í lífinu, skyndilega upp- götvar viðkomandi að hann er stadd- ur í miðju leikriti þar sem hending ein ræður hvort hann er meðal leikenda eða áhorfenda, nema hvort tveggja sé. Um helgina var frumsýnt nýtt ís- lenskt leikrit eftir Bjarna Jónsson hjá Leikfélagi Akureyrar sem ber heitið Falið fylgi. Hið ótrúlega er að verkið nær að fanga einmitt þetta ástand í þjóðfélaginu. Bjarni hefur getið sér gott orð sem leikskáld, leikstjóri og þýðandi. Skemmst er að minnast leik- verka hans á borð við Kaffi (1998) og Óhapp (2008) en fyrir þau var hann til- nefndur til Norrænu leikskáldaverð- launanna. Einnig er vert að nefna leikgerð hans á skáldsögum Böðvars Guðmundssonar Híbýli vindanna og Lífsins tré og þá er ótalinn fjöldi þýð- inga á leikritum og skáldsögum. Falið fylgi gerist á Íslandi samtím- ans í ónefndum bæ. Framundan er op- ið prófkjör hjá ónefndum stjórn- málaflokki og Ellen Björnsdóttir félagsmálastjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér. Sér til aðstoðar hefur hún ráðið kosningastjórann Benedikt og unga, óheflaða stúlku að nafni Íris Ösp. Undirbúningur opnunarhátíð- arinnar er í fullum gangi þegar Karl nokkur Jónsson rekur inn nefið á kosningaskrifstofuna og vill rifja upp óþægileg mál úr fortíðinni sem tengj- ast frambjóðandanum. Uppsetning leiksviðsins minnir á hringleikahús í anda Rómverja til forna þar sem m.a. fóru fram skylm- ingar upp á líf og dauða og áhorfendur sátu hringinn í kringum leiksviðið. Leikmyndin er einföld, en hugvits- samleg og kallast á við kosningabar- áttuna sem fram fer fyrir „opnum tjöldum“ og eitt af slagorðunum er „gagnsæ stjórnsýsla“. Notkun lýs- ingar og hljóðmyndar er afar beitt og virkar mjög sterkt á stemninguna og tilfinningar áhorfenda. Búningar eru einnig mikilvægur þáttur í leikritinu og vísa til þeirrar speki yfirborðs- mennskunnar að fötin skapi manninn og taktföst tónlistin undirstrikar svið- setningu persónanna. Leikurinn var almennt góður en hópurinn mun þó líklega hrista sig enn betur saman á næstu sýningum. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir stóð sig vel í hlutverki Ellenar. Hún hefur sterka sviðsframkomu og hefur jafn- framt náð þeirri leikhæfni að geta sýnt dýpt með svipbrigðum einum. Viktor Már Bjarnason fór einnig vel með hlutverk Benedikts kosn- ingastjóra, einkum þegar líða tók á verkið. Guðmundur Ólafsson átti af- bragðsleik í hlutverki hins umkomu- lausa Karls sem berst við óréttlæti heimsins. Senuþjófurinn var hins vegar Anna Svava Knútsdóttir sem gerði stelputrippinu Írisi Ösp svo skemmtileg skil. Samleikur Önnu Svövu og Guðmundar var líka með miklum ágætum. Titill leikverksins, Falið fylgi, verður ekki útskýrður hér því að hann er hluti af plottinu, en sýningin er fyllilega þess virði að sjá og endirinn – hann mun koma áhorf- endum í opna skjöldu. Hringleikahús samtímans LEIKLIST Leikfélag Akureyrar Höfundur: Bjarni Jónsson Leikstjórn: Jón Gunnar Þórðarson Leikmynd: Finnur Arnar Arnarsson Búningar: Rannveig Eva Karlsdóttir Tónlist: Andrea Gylfadóttir Ljósahönnun: Halldór Örn Óskarsson Hljóðmynd: Gunnar Sigurbjörnsson Gervahönnun: Ragna Fossberg og Sunna Björk Hreiðarsdóttir Leikarar: Guðrún Lilja Þorvaldsdóttir (Ell- en), Anna Svava Knútsdóttir (Íris Ösp), Viktor Már Bjarnason (Benedikt), Guð- mundur Ólafsson (Karl). Frumsýning 16. janúar kl. 20 Falið fylgi Falið fylgi „{...] fyllilega þess virði að sjá.“ Ingibjörg Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.