Morgunblaðið - 21.01.2009, Síða 41
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„NEI, ég bjóst nú ekki við þessu. Ég
hef tekið þátt í svona keppnum áð-
ur en aldrei unnið. Maður tekur
náttúrlega þátt af því að mann
langar til að vinna,“ segir Guðjón
Jónsson, sigurvegari í jóla-
ljósmyndasamkeppni mbl.is og Ca-
non. Sigurmyndina tók Guðjón af
syni sínum, Baltasar Loga. „Hann
er fjögurra mánaða núna, en hann
var þriggja mánaða þegar ég tók
myndina,“ segir Guðjón sem nefndi
myndina „Baltasar í jólakúlulandi“.
„Áður en við skreyttum jólatréð
okkar fylltum við rúmið hans af
jólakúlum og lögðum hann svo í
þær, og hrúguðum aðeins yfir
hann. Svo stillti ég flassið þannig að
það fór beint upp í loft, og þá kom
svona mjúk og fín lýsing,“ útskýrir
Guðjón sem segist lengi hafa haft
áhuga á ljósmyndun. „Já, alveg síð-
an ég man eftir mér, og ég tek mjög
mikið af myndum.“
Í verðlaun hlaut Guðjón Canon
EOS 1000D myndavél með 18-55
linsu. Sigurmyndina má einnig sjá á
baksíðu Morgunblaðsins í dag.
2. sæti Myndina tók Stefán Frey Stefánsson.
Barn í
jólakúlu-
baði
3. sæti Myndina tók Þorsteinn Orri Magnússon.
1. sæti Myndina tók Guðjón Jónsson.
Sigurvegarar jóla-
ljósmyndasamkeppni
mbl.is og Canon
Morgunblaðið/Ómar
Sáttir Stefán Frey Stefánsson,
Guðjón Jónsson og Þorsteinn Orri
Magnússon með vörur frá Canon
sem þeir fengu í verðlaun.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2009
“HRÖÐ, F
LOTT OG
FYNDIN
GAMAN
MYND.”
“...STÓRS
KEMMTI
LEG GLÆ
PAMYND
OG AÐD
ÁENDUR
RITCHIES
GETA TE
KIÐ GLE
ÐI SÍNA Á
NÝ.”
L.I.B. - TO
PP5.IS
HVAÐ EF ÆVINTÝRI OG DRAUMAR
ÞÍNIR MYNDU RÆTAST
ADAM SANDLER ER STÓRKOSTLEGUR
Í ÞESSARI FRÁBÆRU GAMANMYND
BYGGT Á SÖNNUMATBURÐUM
Frá Clint Eastwood,
óskarsverðlauna-
leikstjóra Mystic River,
Million Dollar Baby og
Unforgiven.
Tilnefnd til 2
Golden Globe verðlauna
AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELLFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
“JIM CARREY KEMUR LOKS INN Í GRÍNIÐ AFTUR
EFTIR FULLLANGA FJARVERU, OG HANN VELDUR
ALLS EKKI VONBRIGÐUM!”
TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
V.J.V TOPP5.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
„HEILLANDI, FULLORÐINS ÞRILLER,
MEÐ ÓTVÍRÆÐRI ÓSKARSFRAMMISTÖÐU
FRÁANGELINU JOLIE.“
- EMPIRE
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
BEDTIME STORIES kl. 8 LEYFÐ
ROCKNROLLA kl. 10 B.i. 16 ára
CHANGELING kl. 10 B.i. 7 ára
YES MAN kl. 8 B.i. 7 ára
BEDTIME STORIES kl. 5:50 - 8D - 10:20 LEYFÐ DIGITAL
ROCKNROLLA kl. 8 - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL
ROCKNROLLA kl. 5:30 - 10:20 B.i. 16 ára LÚXUS VIP
YES MAN kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára
YES MAN kl. 8 LÚXUS VIP
CHANGELING kl. 5:30 - 8:30 B.i. 16 ára
BOLT m/ísl. tali kl. 5:503D LEYFÐ
THE SPIRIT kl. 10:20 B.i. 12 ára
TWILIGHT kl. 8 B.i. 12 ára
CITY OF EMBER kl. 5:50 B.i. 7 ára
BEDTIME STORIES kl. 6D - 8:10D - 10:20D LEYFÐ
ROCKNROLLA kl. 8D - 10:20D B.i. 16 ára
YES MAN kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 7 ára
BOLT m/ísl. tali kl. 63D LEYFÐ
BEDTIME STORIES kl. 8 LEYFÐ
THE SPIRIT kl. 10:10 B.i. 12 ára
SÓLSKINSDRENGUR m/ísl. tali kl. 8 LEYFÐ
TWILIGHT kl. 10:10 B.i. 12 ára
BEDTIME STORIES kl. 8 LEYFÐ
THE SPIRIT kl. 10:10 B.i. 7 ára
SÓLSKINSDRENGURINN kl. 8 LEYFÐ
FOUR CHRISTMASES kl. 10:10 B.i. 7 ára
ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSSIKEFLAVÍK
EMPIRE
SAMbio.is
Reykjavík • Akureyri • Keflavík • Selfoss
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
FILMCRITIC.COM
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
L.I.B. – FRÉTTABLAÐIÐ
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU T
ALI
BANDARÍKJAMAÐURINN Tim
Dyk og Jeong Heon frá Suður-Kóreu
kynntust á námskeiði um hvernig á
að beita ljósmyndun til að vekja at-
hygli á óréttlætinu í heiminum. Þeir
félagar komu hingað til lands í mán-
uðinum til að kynna bókina Sex+Mo-
ney: A Global Search for Human
Worth (Kynlíf+Peningar: Leit að
virði mannlífs) sem þeir unnu ásamt
bekkjarfélögum sínum á námskeið-
inu. Hluti af því var að ferðast um
heiminn og kynna sér málefni á borð
við mansal og kynlífsþrælkun sem
þeir skrásettu í formi ljósmynda og
frásagna.
„Ferðalag okkar hófst í Suður-
Afríku í september 2007 og stóð fram
í júní 2008,“ segir Tim sem heimsótti
fjórtán lönd á þessum tíma en Jeong
sótti átján lönd heim. Þegar ferðalag-
inu var lokið hittist bekkurinn aftur á
Hawaii og bar saman bækur sínar.
Niðurstaðan var að undirstaða alls
óréttlætis í heiminum væri kynlíf og
peningar og gáfu þau bókina út í kjöl-
farið, í henni fléttast ferðalag þeirra
saman með sögum og ljósmyndum.
Nú skipta þau sér niður á heiminn til
að kynna bókina og fengu Tim og
Jeong það hlutverk að fara um gjör-
valla Skandinavíu.
„Tilgangurinn með ferðalaginu í
upphafi var að sjá hvað er að gerast í
heiminum og nú erum við á öðru
ferðalagi til að fræða fólk um það sem
við sáum og berjast fyrir betri heimi,“
segir Tim sem hefur orðið.
Misnotkun fyrir smápeninga
„Þegar við í bekknum litum á allar
ferðasögurnar okkar og ljósmynd-
irnar vissum við að við yrðum að
koma fram opinberlega til að ræða
réttlæti,“ segir Tim en sögurnar
höfðu þau beint frá innfæddum sem
þau hittu á ferðalagi sínu. „Þetta eru
ólíkar sögur og málefni en eiga það
sameiginlegt að tengjast misnotkun á
kynlífi og peningum. Algengt þema
sem kannski lítur ólíkt út í hverju
landi en á sér stað alls staðar í heim-
inum,“ segir Tim og fræðir blaða-
mann um að það kosti aðeins 0,5 doll-
ara að kaupa kynlíf með eþíópísku
barni, 20 dollara í Taílandi og 70 doll-
ara í Amsterdam. „Í okkar heimi eru
börn keypt og seld og konur misnot-
aðar fyrir smápeninga. Hinir sak-
lausu þjást og þess vegna viljum við
leita leiða til að hjálpa þeim,“ segir
Tim. „Þetta er líka að gerast alls stað-
ar í heiminum, það er barnaþrælkun,
mansal, vændi alls staðar en í mis-
jöfnum myndum. T.d. er allt klám á
netinu hluti af þessu, í hvert skipti
sem einhver klikkar á klám á netinu
er hann að ýta undir eftirspurnina
eftir því að einhver sé misnotaður,
sakleysingjar notaðir sem féþúfa.
20% af klámi á netinu er barnaklám,“
segir Tim alvarlegur og bætir við að
máttur breytinganna liggi hjá fólk-
inu.
Meira en græðgi og eigingirni
Þeim félögum hefur verið vel tekið
hér á landi. „Eins og efnahags-
ástandið er hér eru margir að hugsa
um hvernig hægt er að breyta fram-
tíðinni. Það er gaman að tala við ungt
fólk og sýna fram á að það er meira í
heiminum en græðgi og eigingirni,
sem hefur sært svo marga hér. Við
getum gert margt annað við líf okkar
en hugsa um peninga,“ segir Tim og
bætir við að það sem ein kynslóð leyf-
ir muni næsta kynslóð fordæma.
Morgunblaðið/Kristinn
Réttlæti Jeong Heon og Tim Dyk í
Hinu Húsinu í gærkvöldi þar sem
þeir voru með ljósmyndasýningu og
fluttu fyrirlestur.
Máttur breyt-
inganna liggur
hjá fólkinu
Óréttlæti má rekja til kynlífs og peninga
www.photogenx.net/sex-
andmoney
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is