Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda Association of Icelandic Film Producers SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði félagsins. Rétt til umsókna eiga sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur sem framleitt hafa kvikmyndir sem sýndar hafa verið í sjónvarpi á tímabilinu frá 1986 – 2007. Umsóknir berist fyrir 15. febrúar til: SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Túngötu 14, P.O. Box 5367, 125 Reykjavík eða með tölvupósti á sik@producers.is Nánari upplýsingar, reglur og umsóknareyðublöð eru á vefsíðu SÍK – www.producers.is Greiðslur úr IHM sjóði SÍK UNGIR jafnaðarmenn krefjast þess í ályktun að sitjandi ríkisstjórn boði til kosninga í vor. Hvorki Alþingi né ríkisstjórn hafi lýðræðislegt um- boð lengur til að taka þær erfiðu ákvarðanir sem þjóðin standi frammi fyrir. Ef hún geti ekki orðið við þeirri kröfu eigi Samfylkingin að slíta stjórnarsamstarfinu og fá stuðning Framsóknar og VG. Krefjast kosninga að Stjórnarráðinu, átti jarðarförin sinn þátt í því að hún hún hvatti til þess að fólkið færði sig. Hún hefði sagt þetta í gjallarhornið en það ekki heyrst. Tvískiptur hópur Eftir því sem leið á þennan seinni hálfleik mótmælanna mátti merkja nokkra breytingu á hópnum sem var orðinn tvískiptari en á þriðjudag. Nú voru ungmenni meira áberandi í framlínu mótmælanna, upp við röð um 60 lögreglumanna sem hafði stillt sér upp fyrir framan Alþingishúsið og ljóst að sum þeirra ætluðu sér verulega að reyna að þolrif lögregl- unnar. Eggjum var ekki lengur bara kastað í húsið heldur var kastað í lög- reglumennina sem létu slíkt ekki á sig fá. Nokkrum öflugum kínverjum var einnig kastað aftur fyrir röðina. Flestir mótmælendur voru þó frið- samir og líkt og á þriðjudag var mikil breidd í hópunum – þarna var fólk úr öllum þjóðfélagshópum. Góður bar- áttuandi hélst áfram í kringum trommuleikara sem börðu bumbur sínar og potta án afláts, en eldra fólk stóð margt frekar á Austurvelli. Kveikt var í bálköstum líkt og í fyrrakvöld og þó að lögregla slökkti í þeim við og við, sérstaklega ef þeir voru orðnir nokkuð voldugir, var óð- ar kveikt bál að nýju. Mótmælendum á Austurvelli fækkaði síðan skyndilega til muna laust fyrir kl. 20 er haldið var undir bumbuslætti að Þjóðleikhúsinu þar sem að Samfylkingarfélag Reykja- víkur fundaði. Enn var reistur bál- köstur og fóru mótmælin eftir sem áður að mestu friðsamlega fram þó að hópurinn sem þar safnaðist sam- an er leið á kvöldið væri síst minni en á Austurvelli kvöldið áður. Morgunblaið/RAX ælendur dreif að. „Fólk þarf að gá að sér í hæfi á Íslandi,“ sagði Geir um atvikið. Morgunblaðið/Júlíus Í skotlínu Nokkrir í hópi mótmælenda hentu flugeldum og kínverjum að lögreglumönnum sem stóðu vaktina við Alþingishúsið seinnipartinn í gær og í gærkvöldi. Eftir því sem leið á kvöldið urðu slík atvik algengari. ÁGÚST Ólafur Ágústsson, varafor- maður Samfylkingarinnar, telur nauðsynlegt að kosið verði til þings í vor. „Það er mín skoðun að ef við ætlum að lægja öldurnar í samfélag- inu og standa að trúverðugri upp- byggingu, þurfum við að boða til kosninga fyrr en áætlað var,“ segir hann ,,Við sjáum að reiðin er að magnast í samfélaginu, staðan er grafalvarleg og við eigum ekkert að óttast kosningar, heldur að fara í þá vinnu að undirbúa kosningar. Ég vona að allir flokkar þingsins geti sameinast um að fara þessa leið.“ Hann segir að ríkisstjórnin muni að sjálfsögðu starfa fram að kosningum ef til þeirra verður boðað og ekki skorta verkefni. Telur nauðsynlegt að kjósa í vor ,,FORSETI tilkynnti okkur að hann hefði ákveðið [í gærmorgun] að fella niður þingfund af ýmsum ástæðum sem best er að hann útskýri sjálfur,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, eftir fund flokksformanna með forseta Alþing- is í gær. Steingrímur hafði beðið um utandagskrárumræðu um atvinnu- ástandið sem átti að fara fram í gær en samkomulag varð um að í dag færi fram umræða um efnahags- og atvinnuhorfur. Spurður hvort hann teldi að stjórnarsamstarfinu væri að ljúka vildi Steingrímur ekki leggja dóm á það. ,,Það er auðvitað upp- lausn á stjórnarheimilinu. En það verður bara að koma í ljós til hvers það leiðir. Það horfir öll þjóðin upp á þá upplausn sem ríkir.“ Upplausn á ríkis- stjórnarheimilinu STURLA Böðvarsson, forseti Alþingis, segir að ákveðið hafi verið að fella niður þingfund í gær vegna viðgerða og hreinsunar á Alþingishúsinu eftir mótmælin á mánudag og í fyrrinótt. Honum hafi líka þótt ástæða til að gefa þingmönnum tóm til að undirbúa sig fyrir þing- umræðuna sem fram fer í dag um efnahagsmál. Hún hefst á því að forsætisráðherra gefur skýrslu um efna- hagsmál og stöðu atvinnumála og er gert ráð fyrir langri umræðu. Sturla átti fund með formönnum þingflokka í gær- morgun og eftir hádegi fundaði hann í þinghúsinu með forystumönnum allra flokka. Sturla sagði að forystumenn flokkanna hefðu verið sáttir við þá ákvörðun að fella niður þingfund. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í gær að þingið væri ekki á neinum flótta vegna mótmælanna þó ákveðið hefði verið að fella niður þingfund í gær. „Það var samkomulag milli þingflokkanna að halda ekki neina fundi [í gær] en undirbúa þeim mun betur um- ræðu sem ég mun hefja í fyrramálið um efnahags- og atvinnumál.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, sagði að sér sýndist augljóst að mótmælin ættu stóran þátt í því að þingfundur féll niður. Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samfylkingarinnar, sagðist ekki hafa heyrt neinn ágreining flokkanna um að fella niður þingfund. Sturla sagði í gærdag að ekki væri búið að meta skemmdir á þinghúsinu og í Alþingisgarðinum vegna mótmælanna. „Það eru töluverðar skemmdir á glugg- um, á hurðum og í garðinum.“ Spurður hvort þingpallarnir yrðu opnaðir á ný sagði Sturla að tekin yrði ákvörðun um það í ljósi aðstæðna hverju sinni. ,,Með upplýsingatækninni er þingið háð í heyranda hljóði í gegnum netið og beinar sjónvarps- útsendingar. Það er mjög greiður aðgangur að þeim umræðum sem fara fram hér á þinginu og það er því ekki vandamál að mínu mati hvort 25 eða 30 manns komast á þingpallana eða ekki.“ omfr@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Samráð Forseti Alþingis og forystumenn flokkanna ræddu stöðuna á Alþingi í gær. Þingfundur hefst í dag kl 10:30. Þingfundur felldur niður UM 200 manns komu saman á Ráð- hústorgi á Akureyri síðdegis í gær og ögn færri eftir kl. 22 í gærkvöld, þar sem sungið var, trommur og fleira barið, blásið í dómaraflautur og ökumenn bíla í grenndinni lágu á flautunni; undir var svo annað veifið kyrjað „Vanhæf ríkisstjórn“ eða „Út með ruslið“. Kveiktur var töluverður eldur á miðju torginu laust fyrir klukkan 23 í gærkvöld og flugeldar sprengdir en allt fór í sjálfu sér friðsamlega fram. Lögreglubílar óku hjá annað veifið en enginn steig út. Svipað var uppi á ten- ingnum á Ráðhústorgi í fyrrakvöld. Á Egilsstöðum kom einnig saman hópur undir kvöld í gær, þar sem fólk mætti með potta, pönnur og annað slagverk og þar var einnig kveikt í litlum bálkesti. Mótmælendur á Akureyri og Egilsstöðum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Rauður loginn brann Kveikt var í vörubrettum og grenitrjám á miðju Ráð- hústorginu í gærkvöldi og síðan var umhverfið lýst upp með forláta blysi. RADDIR fólksins sendu frá sér yf- irlýsingu þar sem segir m.a. að samtökin leggi áherslu á frið- samleg mótmæli og harma að „sak- lausir sjónarvottar hafi orðið fyrir barðinu á tilviljanakenndri vald- beitingu lögreglunnar. Á sama hátt er ljóst að hlutverk lögreglunnar er ekki öfundsvert við þessar að- stæður.“ Raddir fólksins hafi vikum saman reynt að ná eyrum ráða- manna en þeir ekki hlustað. Friðsöm mótmæli Fjölmörg myndskeið um mótmælin á Austurvelli mbl.is | Sjónvarp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.