Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 ✝ Vigfús Tómassonfæddist í Árbæj- arhjáleigu í Rang- árvallasýslu 30. októ- ber 1920. Hann lést á Landspítalanum 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tómas Halldórsson, f. 28. febrúar 1860, d. 24. júní 1935, og Vig- dís Vigfúsdóttir, f. 14. september 1875, d. 22. september 1933. Systkini Vig- fúsar voru: Vigdís, f. 8. júlí 1896, d. 28. febrúar 1897, Halldór, f. 14. mars 1898, d. 30. maí 1923, Kjartan, f. 11. desember 1899, d. 9. mars 1986, Elín, f. 14. nóvember 1901, d. 15. júlí 1990, Filipus, f. 23. maí 1903, d. 29. des- ember 1991, Arndís, f. 27. nóv- ember 1905, d. 29. september 1986, Sigurbjarni, f. 30. janúar 1908, d. 7. maí 1957, Guðlaug, f. 5. nóv- ember 1911, d. 21. september 1957, Klara, f. 3. nóvember 1913, d. 22. nóvember 1993, og Hjalti, f. 13. september 1916, d. 20. janúar 2006. Alice Hansen og Gunnar Örn Morthens. b) Orri Morthens, f. 1. janúar 1985, unnusta Margrét Írena Ágústsdóttir. Vigfús ólst upp á Árbæj- arhjáleigu til sex ára aldurs þegar fjölskyldan tók sig upp og flutti til Reykjavíkur. Vigdís móðir Vig- fúsar hafði fengið spönsku veik- ina eftir að hún átti Vigfús og var rúmliggjandi í 13 ár til dauða- dags. Kom það í hlut Elínar systur Vigfúsar að annast móður þeirra og ala Vigfús upp. Vigfús gat ekki gengið menntaveginn þar sem heimilisaðstæður leyfðu það ekki og hóf því störf hjá Sláturfélagi Suðurlands aðeins 14 ára gamall sem sendill í verslun Sláturfélas- ins á Sólvallagötu. Hjá Slát- urfélaginu starfaði Vigfús sleitu- laust í 53 ár eða til ársins 1987, þá sem sölustjóri og framleiðslu- stjóri á Skúlagötu 20, Reykjavík. Vigfús var hestamaður mikill og höfðu þau hjónin mikið yndi af því að skoða landið á hestbaki. Áhug- inn á hestamennskunni dvínaði aldrei þrátt fyrir háan aldur og fór hann í hesthúsið aðeins örfá- um dögum fyrir andlátið. Útför Vigfúsar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Vigfús kvæntist 21. nóvember 1953 Kristínu Valgerði Ellertsdóttur, f. 10. desember 1934. For- eldrar hennar voru Ellert Helgi Ket- ilsson, f. á Álfstöðum í Skeiðahreppi 17. júní 1913, d. 10. apríl 1973, og Guðmunda Híramía Sigurð- ardóttir, f. á Stein- hólum í Grunnavík- urhreppi 16. janúar 1902, d. 18. apríl 1969. Vigfús og Kristín eignuðust tvö börn: 1) Ellert, f. 10. júní 1955, kvæntur Jóhönnu Sigríði Njáls- dóttur, f. 6. janúar 1956, dætur þeirra a) Kristín Valgerður, f. 4. nóvember 1982, sambýlismaður Róbert Þórir Sigurðsson og sonur þeirra Kristófer Svavar. b) Elín Þóra, f. 11. ágúst 1990. 2) Elín, f. 28. maí 1958, maki Hinrik Mort- hens, f. 16. ágúst 1955, þau skildu. Synir þeirra a) Vigfús Morthens, f. 5. apríl 1979, kvæntur Inger Rut Hansen, börn þeirra Hrafnhildur Þó að við vissum að hverju stefndi var það samt áfall þegar pabbi til- kynnti okkur miðvikudaginn 7. jan- úar sl. að hann hefði tekið þá ákvörð- un að „segja upp í vélinni“. Hann hafði verið í nýrnavél þrisvar í viku, 5 klst. í senn í sex ár. Fyrir 88 ára gamlan mann var þetta mikið álag og þá daga sem hann var í vélinni var hann mjög máttfarinn. Það sem gerði útslagið í ákvörðun pabba var að hann var orðinn ósjálfbjarga bæði vegna nýrnasjúkdómsins og ekki síst vegna þess að á sl. ári fótbrotn- aði hann tvisvar sinnum. Hann fékk síðan þann úrskurð þriðjudaginn 6. janúar að ekkert annað lægi fyrir en fara á hjúkrunarheimili. Það kom ekki til greina af hans hálfu og því tók hann þessa ákvörðun sáttur. Auðvitað er erfitt að fá slíkar fréttir vitandi það að hann myndi ekki lifa nema nokkra daga, en við virtum ákvörðun hans og skiljum hana. Pabbi var alltaf mjög atorku- samur og féll aldrei verk úr hendi. Hafði gaman af útiveru og hesta- mennsku. Þegar farfuglarnir voru að koma á vorin gat hann setið úti í sveitinni og hlustað á fuglasönginn og gleymt sér. Pabbi var einstakur maður, skapmikill en traustur og alltaf reiðubúinn til að hjálpa. Gjaf- mildin mikil á alla aðra en hann sjálf- an. Það eru forréttindi að ná að kynnast foreldrum sínum vel og njóta samverustunda með þeim og þökkum við fjölskyldan fyrir þau yndislegu ár sem við áttum sam- verustundir með pabba. Daginn eftir ákvörðun hans að hætta í vélinni fórum við með pabba austur í Rangárvallasýslu þar sem fjölskyldan er með aðstöðu til að stunda hestamennsku og héldum fyrir hann reiðsýningu, fórum yfir ættir og skoðuðum ungviðið sem hann á og hefur ræktað. Ánægjan og gleðin sem skein úr andlitinu á gamla manninum þennan dag mun aldrei líða okkur úr minni. Eftir um klukkutíma í hesthúsinu spurðum við hann hvort hann vildi sjá eitthvað meira, hann leit á okkur og sagði sposkur, „Ég fer nú ekki í Fossvog- inn fyrr en ég hef séð fleiri gæð- inga“. Enduðum við síðan daginn með því að kíkja á fæðingarstaðinn hans og borða góðan mat með útsýni yfir Rangárbakka þar sem hann hafði margsinnis riðið um á yfir- ferðatölti. Næstu dagar á spítalanum voru erfiðir fyrir okkur fjölskylduna en hann var ánægður og leið vel. Á meðan hann hélt meðvitund, fram á sunnudaginn 11. janúar, var mikill gestagangur fjölskyldu og vina. Rifj- aðir voru upp gamlir og góðir tímar og lék sá gamli á als oddi. Það voru erfiðir fjórir dagar frá því hann missti meðvitund þar til hann lést. Hann var aldrei einn þennan tíma og héldum við í hendurnar á honum þegar hann dró síðasta andann. Móðir okkar vék ekki frá honum þessa rúmu viku og fékk að sofa inni á stofunni hjá honum. Viljum við þakka starfsfólki á deild 13 E á Landspítalanum og skilunardeild fyrir hvað það var elskulegt við pabba og fyrir það óeigingjarna og ómetanlega starf sem það vinnur. Blessuð sé minning þín, elsku pabbi. Þín er sárt saknað en við segj- um eins og þú sagðir oft, „Maður með þessa byggingu“ fær örugglega að fást við girðingavinnu og útreiðar hjá Lykla-Pétri. Ellert og Elín. Tengdafaðir minn Fúsi var ein- stakur maður. Hann var umhyggju- samur, traustur og góður maður. Áhugamál hans voru mörg, hann var víðlesinn og oft leituðu dætur mínar til afa ef svör þurfti við spurningum um bókmenntir, landafræði, ljóð og fleira. Hann kunni ógrynni af revíum frá því að hann var ungur og það var alltaf jafngaman að hlusta á hann flytja þær. Hann var hestamaður mikill, stundaði hestamennsku í yfir 40 ár. Tengdaforeldrar mínir ferðuðust um landið á hestum á sumrin í mörg ár. Þau eru orðið mörg árin sem við áttum saman í hestamennskunni. Fúsi gaf mér fyrsta hestinn minn, hann Vin, og vandaði hann vel valið á þeim hesti. Það voru góðar stundir sem við Elli ásamt dætrum okkar áttum með Fúsa austur í sveitum á sumrin í mörg ár. Þar var alltaf nóg að gera hjá þeim feðgum. Útreiðarn- ar um sveitina eru eftirminnilegar – Fúsi á hestunum sínum Skara eða Blíðu glæsilegur í hnakknum og gleðin skein í augum hans, þegar heim í bústað var komið tóku við kvöldvökur sem sonardætur hans sáu um. Það voru bakaðar drullu- kökur og afa boðið í kaffi. Þar var sungið og afi hlustaði og það brást ekki að hann borgaði alltaf fyrir sig með kossi og 50 kr. Fúsi var orðin áttræður þegar hann fór á hestbak í síðasta sinn en hann fylgdi okkur í bíl margar ferðir eftir það. Það æðruleysi sem tengda- faðir minn sýndi síðustu dagana í lífi sínu er lýsandi dæmi fyrir hvernig maður hann var, sterkur og yfirveg- aður hjálpaði hann okkur með glettni sinni og ástúð að takast á við þessa erfiðu daga. Elsku Fúsi Það voru forréttindi að fylgja þér í lífinu í 33 ár, ég elska þig og minning þín mun lifa björt í hjarta mínu um ókomna tíð. Hvíldu í friði. Jóhanna Sigríður Njálsdóttir. Þegar setja skal saman texta til minningar um Vigfús Tómasson eða „tengdó“ eins og hann kallaði sjálfan sig þegar við ræddum saman er erf- itt um vik. Ekki af því að skorti orð, staðreyndir, lýsingar eða minnis- stæð atvik. Þvert á móti. Af svo miklu er að taka að erfitt er að skera niður í stutta minningargrein. Þegar ég kynntist Fúsa fyrir góðum 30 ár- um var hann sölustjóri hjá Slátur- félaginu þar sem hann starfaði í meira en 50 ár. Byrjaði daginn eld- snemma morguns eða að næturlagi myndi fólk sennilega kalla það í dag og læsti í lok dags nær komið var kvöld. Þá skaust hann heim og skipti um föt til að fara í hesthúsið. Þar mokaði hann flórinn, gaf hestunum og kembdi, hrærði í þá mjöl og gerði það sem þurfti að gera. Beislaði fola og fór nokkra hringi í gerðinu ef hann var að temja. Hvað sem það var. Fúsi var fyrsti „smiðspípulagn- ingamúrararafvirkjasölustjóra- tamningamaðurinn“ sem ég kynnt- ist. Kannski sá eini. Hann var altmuligmaður í þriðja veldi og þús- undþjalasmiður. En þrátt fyrir langan dag fann hann tíma til að skutla barnabörn- unum í sund eða leiðbeina og aðstoða börn og tengdabörn. Hvort heldur losa þurfti stíflu, skipta um klósett, já eða byggja hús. Þá var öllum boð- ið að flytja í Rauðagerðið á meðan því ófært var að borga leigu. „Betra væri að kaupa þá eldhúsinnréttingu fyrir peninginn“ sögðu hann og Stína. Þegar við Elín byggðum húsið í Ljósumýrinni þá vantaði upp á og bauðst Fúsi til að koma með okkur til að semja um lán hjá bankanum. Bankinn bauðst til að lána honum hinsvegar. Fauk svo í Fúsa að ég hélt að byggingin við Laugaveg 77 myndi ekki standa af sér storminn. Hann tilkynnti bankastjóranum að hann ætti nóga peninga og þyrfti ekki lán. Hann hefði komið til að að- stoða okkur við samningagerðina. Hann ætlaði ekki að geyma sína pen- inga hinsvegar í banka sem ekki réði við að lána ungu fólki fé til að byggja þak yfir höfuðið. Þetta tilkynnti hann stjóranum og lét ekki þar við sitja heldur tók út alla sína peninga. Bauð hann okkur síðan lán sem skyldi bera sömu vexti og bankinn hafði heimtað. Fannst okkur þetta góður díll og var gengið frá þessu. Kom svo að fyrsta gjalddaga og var farið að reikna út vaxtabyrðina. Hún var x krónur og allir sammála. Dró þá Fúsi upp veskið og greiddi okkur vextina. Svona var Fúsi. Snobb þoldi hann ekki. Hafði óbeit á fyrirbærinu. Betra þótti honum líka að gera hlutina strax. Fyrr helst ef hægt var. Hann eyddi ekki miklu í sjálfan sig en naut þess að hjálpa öðrum og var rausnarlegur í þeim efnum. Í veikindum sínum og bar- áttu sinni við þau sýndi Fúsi þá reisn sem hann einkenndi. Sá sem berst árum saman við óvinnandi veikindi markast af þeim en á sinni banalegu var hann hrókur alls fagnaðar og húmornum sem honum var í blóð borinn hélt hann allt þar til hann missti meðvitund. Þótt Fúsi sé látinn mun hann lifa í afkomendum sínum sem sýna þess sterk merki að vera náskyldir þessum merka manni sem við nú syrgjum. Hinrik Morthens. Vigfús Tómasson ljúf minning um góða eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu. Ömmubarnið Ásdís sagði inni á sjúkrastofunni, þegar Anna var dá- in: Núna er amma hérna rétt fyrir ofan okkur og fylgist með okkur. Þannig verður það; við sjáum hana ekki aftur en hún verður alltaf með okkur. Ólafur K. Ólafsson. Ég var ekki nema sautján ára þegar ég kynntist Önnu Georgsdóttur og skömmu síðar var hún orðin amma Ásdísar dóttur minnar. Við Kjarri, sonur hennar, eignuðumst Ásdísi þegar ég var enn í menntaskóla og þá voru góð ráð dýr því ekki var hægt að halda áfram námi nema fá góða pössun. Og þar greip Anna inn í þegar barnið var ekki nema hálfs mán- aðar gamalt og í því fólst mikil gæfa fyrir okkur öll. Ekki hefði ég getað fengið betri manneskju til að gæta Ásdísar litlu. Anna Georgsdóttir var yndisleg í alla staði, heilsteyptur persónuleiki, frábær húsmóðir og með skemmti- legan lúmskan húmor. Anna og Gunnar voru ákaflega samstillt hjón og alltaf var gott að koma í Bauganes 27 og njóta sam- verustunda með þeim. Þau voru ein af þessum gjöfum lífsins sem skipta okkur hin svo miklu máli. Nú kveð ég þig, Anna mín, með þakklæti og ást. Þín mun ég minn- ast svo lengi sem ég lifi. Gunnari og allri fjölskyldunni votta ég mína dýpstu samúð. Petrína Sæunn. Þegar ég var að alast upp var amma í Skerjó fasti punkturinn í tilveru minni. Hún tók alltaf upp hanskann fyrir mig og passaði upp á að ég yrði ekki útundan. Mér leið svo vel hjá ömmu og afa í Skerjó. Þar var líka regla á hlutunum, það var t.d. hægt að ganga að því vísu að maður fengi „Laugásgott“ með fyrri mynd Sjónvarpsins á laug- ardagskvöldum, að það væri farið í göngutúr með Glóa strax eftir frétt- ir og að farnar yrðu nokkrar ferðir á ári í Þjórsárdalinn sem ég fékk alltaf að fara með í. Ég var alltaf velkomin til ömmu og afa, hjá þeim átti ég alltaf at- hvarf. Þegar ég flutti árlega á milli landshluta var gott að koma heim í Skerjó og finna að þar hafði ekkert breyst. En nú hefur allt breyst. Amma mín er dáin. Það er ólýs- anleg sorg í hjarta mínu og tárin flæða yfir lyklaborðið. Þótt ég viti að amma er orðin engill og að hún er á heimsins besta stað hjá sjálfum Guði minnkar það ekki söknuðinn. Elsku amma mín mér þykir svo vænt um þig, þú varst mér svo miklu meira en venjuleg amma. Þið afi eigið stóran hluta af hjarta mínu – sá hluti verður alltaf ykkar – það er eitthvað sem breytist aldrei. Ásdís. Ég get ekki stillt mig um að minnast vinkonu minnar Önnu G., sem hún var kölluð seinni árin. Í mínum huga var hún bara Anna. Við ólumst upp saman á Reynistað í Skerjafirði, sem nú er kennt við Skildinganes, enda stendur það hús á Skildinganesi. Ég ólst þar upp frá fæðingu, en Anna kom þangað þriggja ára gömul, þegar faðir hennar sem var bóndi leigði jörðina Reynistað af föður mínum. Við urð- um strax vinkonur. Við lékum okk- ur saman. Oft rifumst við, en það stóð ekki lengi. Við hlógum oft svo tárin runnu niður kinnarnar og jafnvel pissuðum í okkur af hlátri. Við lékum okkur í hlöðunni og fjós- inu og gættum hænsnanna á sumr- in. Hennar hænsni voru alla vega á litinn, okkar hænsni voru öll hvít. Ég öfundaði hana af fallega han- anum hennar. Í húsinu heima hjá mér var bara pabbi og mamma og Laura systir og vinnukona, en húsið hjá Georg var alltaf fullt af fólki. Ólöf, mamma Georgs gekk á túnin og kallaði í matinn þegar fólk var að heyja, en aldrei sleppti hún prjónunum. Hall- dóra, mamma Margrétar mömmu Önnu sat alltaf uppi á lofti og kembdi og spann og kenndi okkur Önnu að kemba. Fleira fólk var í húsinu, Anna systir Georgs og fjöl- skylda, Jón bróðir Margrétar og fjölskylda og Gunna með ömmu Jónu, sem við kölluðum seinni árin eftir að Jóna tók að sér að passa börn, en þá voru þau flutt í Reyni- velli, en svo hét húsið sem Georg byggði eftir að þau fluttu frá Reyni- stað. Við Anna gátum aldrei af hvor annarri litið, og þegar við fórum í M.R. héldum við alltaf sambandi þó við værum ekki í sama bekk. Við eignuðumst börn á svipuðum tíma og þá urðu börnin okkar vinir og eru enn. Daddi bróðir Önnu var líka mikill vinur minn. Ekki flutti Anna úr Skerjafirði þó að hún færi frá Reynistað svo að við erum því og verðum sannir Skerfirðingar. Hverfisfélag Skerfirðinga heitir Prýðifélagið Skjöldur og hefur Margrét dóttir Önnu verið formað- ur þess. Allir Skerfirðingar bæði ungir og gamlir hafa notið þess m.a. að hittast á sumargrilli og gamlárskvöldsbrennu. Blessuð sé minning minnar æskuvinkonu Önnu. Kristín Claessen. Anna Georgsdóttir Mig langar til að festa fáein orð á blað þegar ég hugsa með söknuði og virðingu um vinkonu mína, Fríðu Valdimarsdóttur, sem lést hinn 12. desember síðastliðinn. Nærri 60 ár eru liðin síðan við kynntumst, báðar ungar að árum og það samband rofn- aði aldrei né bar skugga á. Og ég hugsa ævinlega til hennar með þakk- læti og minnist allra okkar samveru- stunda. Við fjölskyldan nutum alltaf mikillar hlýju og gestrisni þeirra hjóna, Fríðu og Ólafs, bæði á heimili þeirra og utan. Fríða var sérstaklega hlý og elskuleg persóna, sem margir nutu, sem sást best á vinahópnum. Fríða Valdimarsdóttir ✝ Fríða Valdimars-dóttir fæddist á Krossi á Barðaströnd 15. ágúst 1931. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 12. desem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 18. desember. Maður gleymir ekki samfundum með félagi Barðstrendinga og öll- um þeim hópi fólks sem safnaðist í kringum Fríðu, bæði hennar stóra fjölskylda og vinafólk. Alltaf vildi hún greiða götu ann- arra og aldrei breyttist það þó margar og þungar byrðar væru á hana lagðar. Svo liðu árin og aðstæður breyttust en sem betur fór kynntist Fríða mjög góðum manni, Erni H. Sigfús- syni, og milli þeirra ríkti mikil vænt- umþykja og traust. Seinni árin tókum við símann meira í okkar þjónustu til samskipta og nutum þess oft að rifja upp gömul kynni. Eftir þessar mjög svo erfiðu stundir síðustu vikur eftir að maður hennar féll frá veit ég að Fríða var sátt við að fá hvíldina og ganga á vit ljóssins. Guð blessi hana. Ég sendi aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarkey Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.