Morgunblaðið - 22.01.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.01.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti húsgögn Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 80%afslætti valdar vörur með allt að borð FRÁ 1 6.780 leðu r sóf aset t 3+1 +1 220.0 00 stóla r FRÁ 6.359 ÞAÐ SEM af er janúarmánuði hafa um 350 þúsund gestir komið í versl- unarmiðstöðina Kringluna, rúm- lega prósenti fleiri en á sama tíma í fyrra. Svipaður fjöldi gesta sækir einnig Smáralindina og á sama tíma í fyrra. Sigurjón Örn Þórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, segir verslunarrekendur búa sig undir samdrátt. Hagrætt hafi verið við rekstur hússins og rekstrargjöld lækkað um 13% að nafnvirði milli ára. Húsið sé í fullri leigu en færri sækist nú eftir því að reka verslun í Kringlunni en síðustu ár. „Sem betur fer erum við það vel settir að ekkert rými er óútleigt, þótt ekki sé hafinn rekstur í þeim öllum.“ Sigurjón segir annan þunga í að- sókn verslunarmanna í húsið en hafi verið við eðlilegar aðstæður. „Bankar og fjármálastofnanir eru lokaðar fyrir fjármögnun í dag.“ Henning Freyr Henningsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir svipaða sögu og Sigurjón. Vegna ástandsins sé veittur 20% af- sláttur á leigunni. Henning segir töluverða ásókn í verslunarpláss. „Það er eins og þessir stóru kjarnar hafi meira aðdráttarafl þegar kreppir að.“ gag@mbl.is 350 þúsund gestir FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is SAUTJÁN til tuttugu tíma vaktir undir grjót-, skyr- og eggjakasti, fúk- yrðaflaumi og árásum. Þannig hljóm- ar lýsingin á vakt þeirra lögreglu- manna sem reynt hafa að halda aftur af mótmælendum undanfarna tvo daga. Í mörgum tilvikum er um fólk að ræða sem glímir við sömu erfið- leika og mótmælendur og einhverjir gera líklega sömu kröfur. Það er ekki auðvelt að vinna sem stuðpúði milli stjórnvalda og almennings, en ein- hver verður að sinna því starfi. Lögreglan hefur legið undir ámæli vegna of harðra viðbragða gegn mót- mælendum. Allmargir kvarta yfir piparúðanum sem lögreglumenn nota mikið, og aðrir yfir beitingu kylfa. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höf- uðborgarsvæðisins, tekur fram að lögreglan sé ekki í stríði við mótmæl- endur. „Við erum að sinna okkar verkefnum og þau verkefni eru til dæmis að grípa inn í ef menn beita of- beldi eða skemmdarverkum til að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi.“ Farið yfir allar aðgerðir Stefán tekur fram að farið sé yfir allar aðgerðir og reynt að læra af því sem betur megi fara. Ef upp komi að lögreglumaður hafi farið á svig við lög verði málið sent til ríkissaksóknara umsvifalaust. Hann hvetur einnig þá sem telja sig hafa verið beitta misrétti til að leita til saksóknarans. Stefán harmar það að mótmælandi hafi handleggsbrotnað. „Einn hand- leggsbrotinn er einum of mikið. En það er því miður erfitt við það að eiga þegar ástandið er orðið með þessum harða hætti, að tryggja að allt fari vel fram og enginn slasist.“ Lögregla höfuðborgarsvæðisins er fáliðuð, og mikið álag er á starfs- mönnum. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra segir að flýta beri ráðn- ingu lögreglumanna en auglýst var eftir 22 slíkum fyrir áramót. Stefán segist ekki geta sagt til um hvenær ráðið verður í stöðurnar en verið sé að fara yfir málin. Spurður hvort hægt sé að fjölga í lögregluliðinu tímabundið, s.s. með því að kalla til björgunarsveitir, en heim- ild er fyrir því í lögreglulögum, segir Stefán ekkert útilokað en ástandið sé ekki komið á það stig að á slíkri aðstoð þurfi að halda. Hann segir hvern dag verða tekinn fyrir sig og lögregla sé tilbúin í öll þau verkefni sem komi upp. Snorri Magnússon, formaður Landssmataka lögreglumanna, segir menn standa vaktir á hálftómum batteríum á meðan svo fáliðað er. Hann tekur þó fram að hljóðið í mannskapnum sé gott og samheldni mikil. „En það má ekki gleyma því að ástand okkar lögreglumanna, bæði fjárhagslega og á annan hátt, er ekki öðruvísi en hins almenna borgara. Í lögreglunni er margt ungt fólk sem er að koma sér upp fjölskyldu og hús- næði. Lánafyrirkomulag hjá þeim er ekkert frábrugðið því sem gerist hjá öðrum.“ Réttmæt reiði almennings Lögreglumenn eru félagsmenn í BSRB. Formaður þess, Ögmundur Jónasson, segir að í heildina hafi lög- reglumenn sýnt yfirvegun og sinnt starfi sínu af stillingu. Hann hefur þó áhyggjur af fámenni þeirra, enda hef- ur hann oft varað við niðurskurði í lög- gæslu. Ögmundur segir að forðast eigi að alhæfa um lögregluna, þar séu menn jafn misjafnir og þeir séu margir. En þegar á reyni geti mönnum orðið á, og það sé ekki afsakanlegt. Enda séu miklar kröfur gerðar til lögreglunnar. Hann segir eðlilegt að fólk mótmæli enda brenni í fólki réttmæt reiði. En reiði þess eigi að beinast að réttum að- ilum, stjórnvöldum, ekki lögreglu. Í heildina má segja að lög- reglumenn hafi staðið sig vel gegn óstýrilátum mótmælendum. Þeir hafa verið yfirvegaðir og leyft ýmislegu yf- ir sig að ganga áður en gripið var til aðgerða. Eflaust eru þeir þó ósam- mála sem urðu fyrir piparúða eða höggi. Morgunblaðið/Golli Slettur Mótmælendur létu lögreglumenn óspart finna fyrir því og slettu á þá skyri og köstuðu í þá eggjum. Ekki öfundsverðir  Reiði almennings á ekki að beinast að lögreglumönnum  Álag mikið á lögreglunni og dæmi um 20 tíma vaktir MARGIR mótmælenda voru ósáttir við aðgerðir lögreglunnar í Alþingis- garðinum á þriðjudag. Þá var garðurinn ruddur með tilheyrandi gusum af piparúða. Einnig hefur meðferð á handteknum einstaklingum verið gagn- rýnd. Stefán Eiríksson segir að fyrst hafi fólki verið ýtt frá Alþingishúsinu, en þar sem rúður hafi verið brotnar var ákveðið að rýma. „Talin var stór- hætta á því að fólk færi í gegnum glerveggina á skálanum. Hægt og bítandi reyndum við því að ýta fólkinu lengra frá því að grjótkastinu linnti ekki.“ Varðandi hina handteknu segir Stefán að lögregla hafi þurft að verja þá fyrir grjótkasti. „Við neyddumst því til að fara með það inn í þinghúsið til að tryggja öryggi þeirra.“ Brugðust við grjótkasti FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÞRÁTT fyrir að slagorð mótmæl- enda, „vanhæf ríkisstjórn“, hafi hljómað ótt og títt í eyrum stjórn- arþingmanna hafa sjálfstæðismenn ekki hug á því að slíta stjórnarsam- starfinu. Vilji til þess er hins vegar mikill innan raða Samfylkingarinnar og hefur farið vaxandi síðustu tvo daga, eftir að mótmæli við Austurvöll og fyrir framan stjórnarráðið tóku að harðna. Það mátti heyra það á þing- mönnum sem Morgunblaðið ræddi við í gærkvöldi að þau miklu mótmæli sem staðið hafa undanfarna tvo daga, hafa virkilega hreyft við þingmönn- um. Þeir „skynja betur reiði fólks“, sagði einn stjórnarþingmanna. Mikil mótmæli Þunginn í mótmælunum náði há- marki um miðjan dag í gær þegar stór hópur fólks, um þúsund manns, safnaðist saman fyrir framan stjórn- arráðið og mótmælti kröftuglega. Eftir að Geir H. Haarde forsætisráð- herra settist upp í bíl sinn gerðu mót- mælendur harða hríð að ráðherra, grýttu bíl hans og hrópuðu að honum. „Mér brá við þetta, og þetta var ekki skemmtileg reynsla,“ sagði Geir í samtali við blaðamenn í Valhöll um atvikið þegar fundur þingflokksins stóð yfir seinni partinn í gær. Á þeim fundi ræddu þingmenn flokksins um stöðu landsmála, vax- andi ólgu meðal almennings og mál sem unnið er að á vegum ríkisstjórn- arinnar vegna efnahagshrunsins. Geir hafði þá þegar rætt við Ingi- björgu Sólrúnu, formann Samfylk- ingarinnar, sem fullvissaði hann um að samstarfið væri ekki í hættu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lýstu þingmenn Sjálfstæð- isflokksins óánægju sinni með „ístöðuleysi“ þingmanna Samfylking- arinnar. Voru margir óánægðir með að ríkisstjórnarsamstarfinu væri ógnað á viðkvæmasta tíma fyrir stjórnvöld, þegar verið væri að reyna að bjarga fyrirtækjum frá gjaldþroti. Samstaða aðalatriðið Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru margir þingmanna Sjálfstæðisflokksins á því að krafan um að kosningar færu fram síðar á þessu ári væri ekki endilega ósann- gjörn. Hins vegar skipti miklu máli að stjórnarflokkarnir sýndu samstöðu. Á þingflokksfundi Samfylking- arinnar, sem fór fram á sama tíma, var annað uppi á teningnum. Þar voru þingmenn sammála um að staða í landsmálum, og einkum sá mikli órói sem mótmælin endurspegla, væri „mikið áhyggjuefni“. Margir þing- menn, ekki færri en tíu að því er einn þingmanna greindi frá, voru á því að kosningar á fyrri hluta þessa árs væru óhjákvæmilegar. Ekki væri hægt að horfa framhjá því að óánægj- an meðal almennings væri víðtæk og ekki einskorðuð við eina stjórn- málastefnu frekar en aðra. Almenn- ingur væri einfaldlega búinn að fá nóg af „ástandinu“ sem hrun bank- anna hefði framkallað. Þá höfðu margir einnig áhyggjur af því að stað- an ætti eftir að versna enn eftir því sem atvinnuleysi myndi aukast, en því er spáð að það muni ná hámarki á vormánuðum og verða þá um tíu pró- sent. Eftir því sem leið á daginn í gær varð þingmönnum Samfylking- arinnar betur og betur ljóst að marg- ir fylgismanna flokksins vildu kosn- ingar sem allra fyrst. Spennan fyrir landsfund Sjálfstæð- isflokksins, sem fram fer í lok mán- aðarins, er nú ekki aðeins bundin við niðurstöður fundarins heldu ekki síð- ur hvort ríkisstjórnin „lifir fram að fundinum“ eins og einn viðmælenda komst að orði. Miðað við þá spennu sem magnast hefur upp undanfarna daga er ljóst að stjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Stjórnarsam- starfið hangir á bláþræði Sjálfstæðismenn óánægðir með „ístöðu- leysi“ þingmanna Samfylkingarinnar Morgunblaðið/Ómar Orrahríð Geir H. Haarde ræðir við fréttamenn í Valhöll í gær. Í HNOTSKURN »Þingflokkur Framsóknar-flokksins ályktaði um það í gær að flokkurinn væri tilbú- inn að verja ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar falli. »Sjálfstæðisflokkurinn ogSamfylkingin hafa ríkan meirihluta á þingi, 43 þing- menn af 63. Þrátt fyrir það hefur þrýstingur á stjórnarslit aukist mikið undanfarið, ekki síst innan frá. LÖGREGLAN á höfuðborgar- svæðinu leitaði í gærkvöldi að manni sem rændi verslun Lyfju við Lágmúla um áttaleyt- ið. Ræninginn, sem huldi andlit sitt, hótaði starfsfólki með egg- vopni. Að sögn lögreglu komst ræninginn undan, en hann tók eitthvað af lyfjum með sér. Engan sakaði í ráninu að sögn lögreglu, en maðurinn var ekki enn fundinn þegar blaðið fór í prentun. Vopnað rán í Lyfju

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.