Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 6
Vinna Nokkrir smiðir búa í Kjósinni. HREPPSNEFND Kjósarhrepps, þar sem 196 manns búa og nokkrir eru atvinnulausir, hefur þá stefnu að verja peningum á árinu til að örva atvinnustig. Sigurbjörn Hjaltason oddviti segir að ráðgerð- ar séu viðhaldsframkvæmdir við hreppsskrifstofu og félagsheimili, enda fólk úr byggingageiranum á meðal atvinnulausra. Þar að auki á hvorki að hækka gjöld né gjaldskrár, auk þess sem sett hefur verið upp virk vinnu- miðlun á heimasíðu hreppsins. Viðhald húsa og vinnumiðlun Morgunblaðið/Brynjar Gauti 6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is SVEITARFÉLÖG, stór og smá, glíma nú við vaxandi atvinnuleysi. Fjöldinn eykst dag frá degi og sveitarstjórnarmenn vita að þar með minnka tekjur hins opinbera, en ekki síður að iðjuleysi fylgja andleg og félagsleg vandamál sem valda vanlíðan og kostnaði í sam- félaginu. Hin stærri sveitarfélög á landinu bregðast hvert við ástandinu með sínu nefi. Í Reykjanesbæ er hlut- fall atvinnulausra hátt. Árni Sig- fússon bæjarstjóri segir samt margt gert til að bregðast við því, og hann reiknar með jákvæðri þró- un upp úr miðju árinu. „Áherslan á atvinnuuppbyggingu hefur verið mikil hjá okkur og við eigum von á því að það skili sér upp úr miðju ári,“ segir Árni og á þar helst við álversframkvæmdir við Helguvík. „Enn í dag er ekkert sem slær loku fyrir það.“ Þá er menntasamfélagið Keilir í sókn og mikil ásókn hefur verið að sögn Árna í háskólabrúna, námsleið fyrir fólk sem helst hefur úr lestinni í námi, en vill nú búa sig undir háskólanám. Þá tók einnig nýlega til starfa Virkjun – miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit, sem hjálpa á atvinnulausum að breyta áfallinu í tækifæri, auk þess að skipuleggja sjálfsstyrkingu, ráðgjöf og sér- fræðiþjónustu. Aðgerðahópar og fram- kvæmdir Um áramótin voru 60 atvinnu- lausir á Seltjarnarnesi. „Þetta eru 2,7% vinnufærra eins og staðan er núna,“ segir Jónmundur Guð- marsson bæjarstjóri. „Þegar það var mest árið 1995 voru um 80 á skrá. Við búum okkur undir að það nái því marki og fari jafnvel yfir það síðar á árinu.“ Fyrir bæjarráði liggur tillaga um stofnun faglegs aðgerðahóps sem fær það verkefni að greina ástandið í þaula, fylgjast með og gera tillögur til bæjar- stjórnar um viðbrögð við atvinnu- leysi og félagslegum vandamálum. „Bærinn er stærsti vinnuveitand- inn á Seltjarnarnesi. Ákvörðun bæjarstjórnar um að halda óbreytt- um rekstri og þjónustustigi út 2009, má kalla ákveðin viðbrögð við yfirvofandi atvinnuleysi.“ Í Garðabæ er atvinnuleysi minna, um 5% eða í kringum 250 manns. Þar verða störf hjá bænum varin út árið og umsömdum fram- kvæmdum haldið áfram, svo sem fimleikahúsi og öðrum áfanga Sjá- landsskóla. Gunnar Einarsson bæj- arstjóri segist ekki bjartsýnn á at- vinnumálin í bænum og sér fyrir sér að atvinnulausum fjölgi fram á haust. Þá segir hann að sérstakur viðbúnaður verði í vor, þegar skóla- fólk kemur á vinnumarkaðinn. Því verði þá mætt eftir þörfum. Þá eru í gangi viðræður um að setja á fót nýsköpunarmiðstöð í bænum og viðræður standa yfir um víðtækara samstarf bæjarins við Vinnu- málastofnun. Á Akureyri eru um 700 manns atvinnulausir, en 5,2% atvinnuleysi er á Norðausturlandi öllu. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri segir að bærinn muni skapa allt að 140 störf á árinu, m.a. með fram- lengingu framkvæmda. Þá er á nýrri fjárhagsáætlun afmörkuð upphæð, enn óútfærð, sem fer í sérlegar aðgerðir gegn atvinnu- leysi. Fyrir lok árs er reiknað með að aflþynnuverksmiðja með um 80 störfum verði orðin fullvirk, en það dregur úr niðursveiflunni á Ak- ureyri. Alltaf í atvinnumálunum Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir bæinn berjast gegn atvinnuleysinu rétt eins og mörg undanfarin ár, enda fyrirtæki lagt upp laupana síðustu árin. Í fyrra var meira að segja sérstakt at- vinnusköpunarátak, sem ekki gekk nógu vel. Þá er atvinnumálanefnd á Ísafirði og atvinnuþróunarfélag á Vestfjörðum. Allt þegar tilorðin úr- ræði frá fyrri árum. 2009 verði far- ið í viðhaldsátak á opinberum byggingum, til viðbótar við sam- gönguframkvæmdir á vegum rík- isins á Vestfjörðum. Þrátt fyrir allt sé svæðið enn tengt sjávarútvegi og gengi hans á árinu skipti miklu máli fyrir atvinnustigið. Allir reikna bæjarstjórarnir með því að atvinnumálin verði erfið á árinu. Mörg sveitarfélög hafa verið eftir á með fjárhagsáætlanir sínar, en nú þegar þær líta dagsins ljós er óútfært í mörgum þeirra af hvaða mætti og útsjónarsemi verður tekið á atvinnuleysinu. Atvinnuleysi Þess eðlis að þegar mest er knýjandi að leysa það eru stjórnvöld einmitt verst til þess fallin. Fólk þarf samt líka að muna að hjálpa sér sjálft. Eiga að hjálpa sínu fólki  Sveitarfélög eru mörg og ólík en stríða við sameiginlegt vandamál á þessu ári  Atvinnuleysið sækir á en forgangsröðun og hugmyndaauðgi skilar lausnum LÍTIL sveitarfélög hafa lítið bol- magn til að takast á við atvinnu- leysi og afleiðingar þess upp á eigin spýtur. Ekki síst ef fjárhagsstaða þeirra er slæm eins og víða á við núna. Hins vegar má segja að í litlum sveitarfélögum er atvinnu- leysi stundum spurning um eina til tíu manneskjur. Við þær aðstæður er þó svigrúm fyrir bæjaryfirvöld til að beita persónulegum lausnum fyrir hvern og einn ef til eru úrræði eða fjármagn. Mannaflsfrekar framkvæmdir þurfa hvorki að vera stórar né dýrar til að geta jafnvel útrýmt atvinnuleysinu. Í Akrahreppi í Skagafirði er eng- inn atvinnulaus sem stendur. Komi til þess stendur hugur hrepps- stjórnar þó til lagningar ljósleiðara um sveitina síðar á árinu, sem gæti þá komið sér vel. Lítil byggðarlög geta líka veitt hjálp Í ÁRSLOK 2007 var Sigríður Margrét Gísladóttir í grunnmenntaskóla á veg- um Símenntar, fyrir fólk sem ekki hafði lokið framhaldsnámi. Hún var þá atvinnulaus en var bent á þennan möguleika af starfsfólki Símenntar. Í framhaldinu ætlaði hún sér að sækja um vinnu, en þá vildi svo til að nið- ursveiflan, undanfari kreppunnar, byrjaði og vinnu var ekki auðvelt að fá. Sigríður ákvað samt að sitja ekki auð- um höndum heldur skráði sig í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja síðasta haust í undirbúningsnám, en er nú nýbyrjuð á sjúkraliðabraut við sama skóla. Þar að auki leggur hún stund á nám í höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð. „Ég er einstæð með tvö börn, svo þetta tekur alveg á. En þetta er skemmtilegt,“ segir hún. Það gangi ágætlega að skipuleggja heimilishald samhliða náminu. Fjárhagur- inn nær saman með aðstoð frá Reykjanesbæ. Fyrstu önn- ina í náminu, síðasta haust, fékk Sigríður fullar atvinnu- leysisbætur en hlutfall þeirra lækkar eftir því sem líður á námið. Þetta segir hún ákveðinn galla á kerfinu. Hins veg- ar nýtur hún aðstoðar frá Reykjanesbæ, sem færir tekjur hennar upp í skilgreind lágmarkskjör með styrkveitingu. Sigríður hrósar Virkjun, samstarfsverkefni fyrirtækja, sveitarfélaga á svæðinu og Vinnumálastofnunar, í hástert. Hún segir það mjög jákvætt framtak og býst við því að sækja þjónustu og ráðgjöf þangað. Mikilvægt að láta ekki deigan síga Aðspurð segir Sigríður það hafa verið ákveðið áfall að mæta í Fjölbrautaskólann síðasta haust, 26 ára gömul, og setjast á skólabekk með sér yngra fólki. Hún sér hins veg- ar ekki eftir því, auk þess sem á sjúkraliðabrautinni er ald- ursdreifingin breiðari. „Maður hefði orðið þunglyndur á því á endanum,“ segir hún þegar blaðamaður spyr hvernig það hefði verið að sitja kyrr og þiggja atvinnuleysisbæt- urnar. „Maður þarf á því að halda að gera eitthvað. Nýta tímann og finna sjálfan sig. Þetta eru ekki endalokin að missa vinnuna, heldur upphafið fyrir sumt fólk,“ segir hún. Hún hyggst klára námið sem hún er í og fá sér svo vinnu, annaðhvort við heilbrigðisstofnun eða opna eigin stofu við höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð. onundur@mbl.is Skellti sér í Fjölbraut  „Að missa vinnuna sína eru engin endalok heldur upphaf“  Nýtir tímann í tvenns konar nám á meðan vinna býðst ekki Sigríður Margrét Gísladóttir Hvílir lagaskylda á sveitar- félögum í atvinnumálum? Ekki er að minnsta kosti að finna í sveitarstjórnarlögum stafkrók um atvinnuleysi eða atvinnumál. Hins vegar finna sveitarstjórnir yfirleitt til ábyrgðar sinnar á því að vernda at- vinnustig. Lægra atvinnustig þýðir líka lægri útsvarstekjur til sveitar- stjórnar og meiri vanskil á gjöldum, svo þau hafa innbyggðan hvata til að grípa til aðgerða til að vernda at- vinnustigið og halda því uppi. Hvar er atvinnuleysi mest? Mest er það á höfuðborgarsvæðinu ef mið er tekið af fólksfjölda, 7.656 manns. Þar er meðaltalsatvinnuleys- ið rúmlega 5%. Hins vegar er hlut- fallið hæst á Suðurnesjum, þar sem 1.450 manns eru án vinnu, eða um 10%. Í sumum fámennum sveitar- félögum er atvinnuleysi ekkert. S&S HREPPSNEFNDIR ættu líka að hvetja fólk og fyrirtæki áfram í at- vinnumálum, að nýta sér þá mögu- leika sem í boði eru á almennum vinnumarkaði eða hjá ríkinu. Ásahreppur hefur 182 íbúa, en þar eru þrír skráðir atvinnulausir. Eydís Þorbjörg Indriðadóttir odd- viti segist hvetja það fólk til þess að nýta tímann í niðursveiflunni til að sækja sér menntun. Ekki síður að fyrirtæki semji við Vinnumála- stofnun um að ráða til sín fólk sem þiggur atvinnuleysisbætur. Í því geti líka falist tækifæri fyrir fyr- irtæki, þar sem þröngt er í búi. Hvatning til góðra verka hjálpar líka SAMKVÆMT vef Vinnumálastofn- unar voru 12.137 manns á atvinnu- leysisskrá á landinu seint í gærdag. Þeim hefur farið stigfjölgandi síð- ustu daga. Sem fyrr eru karlmenn í meirihluta atvinnulausra, 7.656 talsins, en konur 4.481. Skiptingin var í gær nákvæmlega sú sama á milli höfuðborgarsvæðis og lands- byggðarinnar. Atvinnulausir að nálgast 12.200 á landinu öllu Atvinnumál í brennidepli Hringdu í síma 569 1317 eða sendu póst á ritstjorn@mbl.is Þekkir þú til?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.