Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009
✝ Jason Jóhann Vil-hjálmsson fædd-
ist á Ísafirði 21. jan-
úar 1932. Hann lést á
Hjúkrunarheimilinu
Eir þriðjudaginn 13.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sesselja Sveinbjörns-
dóttir, f. á Botni í
Súgandafirði 11.
febrúar 1893, d. á
Ísafirði 10. desember
1950 og Vilhjálmur
Jónsson, f. á Höfða í
Grunnavíkurhreppi
25. maí 1888, d. í Reykjavík 24.
nóvember 1972. Systkini Jasonar
Jóhanns eru Guðmundína Kristín,
f. 1915, Guðfinna, f. 1917, látin,
Jón, f. 1918, látinn, Guðmundur
Friðjón, f. 1919, látinn, Guð-
mundur Friðrik, f. 1921, látinn, Jó-
Ómar, f. 1959, maki Rósa Valdi-
marsdóttir, f. 1955. Börn þeirra
eru Valdimar, f. 1982, maki Silja
Unnarsdóttir, f. 1982. Hrefna
María, f. 1983. Fannar Örn, f.
1986. 3) Anna Rósa, f. 1960, maki
Páll Sturluson, f. 1956. Dætur
þeira eru Guðbjörg, f. 1980, maki
Atli Rúnar Steinþórsson, f. 1980,
dóttir þeirra er Hera Sjöfn, f.
2007. Sjöfn, f. 1986.
Aðeins 18 ára gamall flutti Jas-
on Jóhann til Reykjavíkur og
stundaði þar fyrst ýmsa verka-
mannavinnu en hóf síðan nám í
Iðnskólanum í Reykjavík árið
1955 og lauk þar sveinsprófi í vél-
virkjun. Starfaði hann síðan bæði
í vélsmiðjunum Héðni og Hamri.
Hann starfaði einnig sem verk-
stjóri við jarðvegframkvæmdir
hjá verktakafyrirtækjunum Mið-
felli og Aðalbraut. Síðasti starfs-
vettvangur Jasonar Jóhanns var
Póst- og símamálastofnunin en
hann starfaði þar þangað til hann
fór á eftirlaun.
Útför Jasonar Jóhanns fer fram
frá Grafarvogkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
hanna, f. 1922, látin,
Ásgeir Þór, f. 1924,
látinn, Hansína Guð-
rún Elísabet, f. 1926,
Ólafur Sveinbjörn, f.
1928, Finnur, f. 1929,
látinn, Sumarliði
Páll, f. 1930, og
Matthías Sveinn, f.
1933 látinn.
Eiginkona Jasonar
Jóhanns er Anna
María Lárusdóttir, f.
1936. Þau giftu sig
30. ágúst 1958. For-
eldrar hennar voru
Sigríður Jónsdóttir, f. í Norður-
Götum í Mýrdal 4. mars 1895, látin
og Lárus Sigmundsson Knudsen, f.
í Hvolsseli í Saurbæjarhreppi í
Dalasýslu 25. október 1891, látinn.
Börn Jasonar Jóhanns og Önnu
Maríu eru: 1) Sigríður, f. 1957. 2)
Pabbi var barn síns tíma eins og
flestir aðrir karlmenn sem fæddir
eru á fjórða áratug síðustu aldar.
Hann fór í gegnum lífið án þess að
skipta um bleiu á barni. Uppeldi og
daglegur rekstur var í höndum
móður okkar, því vinnudagur pabba
eins og margra karla var langur, því
kaupið var lágt. Þegar hugurinn
reikar til baka finnst mér að pabbi
hafi verið öðruvísi en hinir pabbarn-
ir í stigaganginum á Grensásvegi.
Það heyrðist hátt í honum og fór
ekki framhjá neinum þegar pabbi
var á staðnum. Hann var hreinn og
beinn og kom til dyranna eins og
hann var klæddur.
Ég get talað fyrir hönd okkar
systkinanna, þegar ég segi að þú
kenndir okkur að þekkja muninn á
réttu og röngu, segja satt og láta
vita hvað við viljum. Þetta hefur
tekist; við systkinin höfum munninn
fyrir neðan nefið. Margar minning-
ar frá bernsku eru tengdar tjaldútil-
egum og áramótum þar sem þú ert
að skvetta olíu á áramótabrennuna
bak við blokkina. Þegar þú byrjaðir
að byggja sumarbústað í Haukadal í
Dalasýslu 1971 fóru flestar helgar í
það. Þú undir þér vel í Haukadaln-
um, ótal minningar eru um göngu-
ferðir, söng og dans. Enginn fór
svangur eða þyrstur frá þér. Þú
veittir vel og oft var grillað á grilli
sem var veglegt og sterklegt eins og
allt sem þú smíðaðir eða sauðst
saman. Það var sama hvað þú smíð-
aðir eða bjóst til, það fékk kannski
ekki fegurðarverðlaun, en dugði vel.
Pabbi var vélvirki að mennt og
kunni að beita sleggju. Starfið var
líkamlega erfitt og óþrifalegt. Hann
vann í járnsmiðjum við log- og raf-
suðu og í skipum að gera við vélar.
Þótt vinnan væri óþrifaleg var hann
mikið snyrtimenni. Fór aldrei út úr
húsi á morgnana nema nýrakaður
og ilmandi af rakspíra. Pabbi hafði
gaman af að dansa og spila á spil,
sérstaklega brids, og var frábær í
hvoru tveggja. Mamma og hann
voru í dansi í mörg ár. Hann kenndi
okkur allt frá ólsen-ólsen til brids
þó hann væri ekki sá þolinmóðasti.
Svo að mörgum sjónvarpslausum
fimmtudagskvöldum var varið í
spilamennsku.
Þú gast verið þrjóskur og þver og
sögðum við að þetta væri Vest-
fjarðaþrjóskunni að kenna. Við vor-
um síðust í blokkinni að fá sjónvarp,
því þú vildir það ekki og þú vildir
ekki fara til útlanda lengi vel, af því
þú hafðir ekkert þangað að sækja.
Með árunum fór pabbi að taka þátt í
heimilishaldinu, því móðir okkar fór
að vinna utan heimilis. Þú varðst
mýkri með árunum og í hvert skipti
sem ég hitti þig eða talaði við þig í
síma spurðir þú hvernig fólkið mitt
hefði það og hvort öllum liði ekki
vel. Pabbi var hraustur alla sína
starfsævi. Hann fékk fyrsta heila-
blóðfallið nýkominn á eftirlaun, og
varð aldrei samur aftur. Síðar urðu
fleiri áföll og heilsunni smáhrakaði,
en hann komst í vistun á hjúkr-
unarheimilinu Eir.
Þetta var erfitt fyrir mann sem
var hraustmenni og vildi alltaf hafa
eitthvað fyrir stafni. Fyrir okkur
systkinin er sárt að hafa séð pabba
fara svona og þá sérstaklega fyrir
móður okkar sem horfir á eftir
maka sínum til rúmlega 50 ára. Hún
annaðist pabba af alúð bæði heima
og á Eir, en hún fór til hans nær
daglega. Pabbi var orðinn mjög
veikur og vildi fara. Þess vegna var
það líkn þegar kallið kom. Að leið-
arlokum vil ég þakka þér fyrir allt,
elsku pabbi. Hvíl þú í friði.
Þín dóttir,
Anna Rósa.
Það var nokkrum dögum eftir að
við Rósa kynntumst að ég var fyrir
utan blokkina við Grensásveginn.
Hafði hringt bjöllunni og ákveðið að
bíða hennar niðri. Eftir skamma
stund komu hjón út um dyrnar og
maðurinn tók stefnuna rakleiðis í
áttina að mér, opnaði dyrnar á bíln-
um og heilsaði. „Ert þú strákurinn
sem Rósa er að slá sér upp með?“
Ég játti því. „Já, ég er pabb’ennar:
Jason Jóhann Vilhjálmsson. Þú
kemur kannski upp næst?“ Svona
var Jason. Hann var ekkert að tví-
nóna við hlutina.
Okkur varð fljótlega vel til vina
og og var ávallt gott að koma í
heimsókn á Grensásveginn. Þau
Anna höfðu komið sér upp sumar-
húsi í Haukadal í Dalasýslu nokkr-
um árum áður en við Rósa kynnt-
umst. Bústaðinn höfðu þau að mestu
byggt sjálf með miklum dugnaði og
nutu aðstoðar vina sinna og bænda í
sveitinni. Mestallt efnið var flutt á
vögnum dregnum af traktor inn að
bústað. Ekkert rennandi vatn var
að Jasonarstöðum né rafmagn og
því síður hitaveita. Vatnið var borið
í fötum úr uppsprettu skammt frá
en rennandi vatn kom nokkrum ár-
um síðar og losaði þau við vatns-
burðinn. Það var langt í næsta bæ
og þarna var ávallt gott að koma og
njóta kyrrðarinnar og grillið hans
Jóa klikkaði ekki. Í þessum fjallasal
nutum við samvistanna með fjöl-
skyldunni ýmist við leik eða störf og
sóttu dætur okkar mjög í að fara í
heimsókn í bústaðinn þeirra á sumr-
in.
Hin seinni ár er mér það minn-
isstæðast þegar við ákváðum að
fljúga utan og fara á fótboltaleik og
fengum Odd vin minn til að skella
sér með. Jói hafði ekki séð leik er-
lendis en hins vegar fylgst með
enska boltanum í sjónvarpinu til
margra ára. Hann hafði áhyggjur af
því að vera dragbítur á okkur yngri
mennina en hann stóð okkur fylli-
lega á sporði og sló hvergi af alla
ferðina. Þetta reyndist mikil ævin-
týraferð og frábær skemmtun, þar
sem við fórum á leik í London og
svo með lest til Birmingham og
sáum annan á Villa Park. Þar vor-
um við varir um okkur og ætluðum
ekki að láta komast upp að við vor-
um ekki heitir fylgismenn heima-
liðsins og þaðan af síður að við
hvettum andstæðinginn til dáða.
Eitt skiptið gleymdi þó Jói sér, stóð
upp og fagnaði ógurlega þegar Villa
fékk á sig mark. Við Oddur hins
vegar rifum hann niður í sætið í
skyndi og báðum hann í guðanna
bænum að hafa stjórn á sér þar sem
það væru eintómir heimamenn allt í
kring. Hann lét þetta samt ekkert á
sig fá og naut skemmtunarinnar
áfram. Í þessari ferð var það m.a.
skilyrði að á morgnana væri það
fyrsta verk að fá sér eitt staup af
koníaki til að koma meltingunni af
stað eins og Jói kallaði það. Einn af
hápunktum ferðarinnar var svo þeg-
ar við sáum sýningu um ævi Buddy
Holly. Hún var þannig byggð upp
að eftir hlé var áhorfandinn kominn
á tónleika með goðinu og í lokin
spruttu upp dansarar og drógu leik-
húsgesti í tjútt fyrir framan sviðið.
Það þurfti ekki að hvetja Jóa sem
spratt upp úr sætinu og tjúttaði sem
aldrei fyrr og ljómaði allur þegar
hann sneri aftur til sætis.
Þakka þér fyrir allar góðu stund-
irnar, elsku tengdapabbi. Síðustu
árin hafa verið þér erfið í veikind-
unum, en nú hefurðu loksins fengið
hvíldina.
Hvíl í friði.
Páll Sturluson.
Með söknuði og eftirsjá kveðjum
við systur afa okkar í hinsta sinn.
Afi Jói, eins og við kölluðum hann,
hafði mjög gaman af tónlist og dansi
og eitt það fyrsta sem kemur upp í
hugann er afi á pallinum í Hauka-
dal. Þar dansaði hann og söng og
bauð okkur óspart upp í dans.
Stundum vorum við of feimnar eða
of mikið á gelgjunni til að við fengj-
umst til að dansa en það stoppaði
hann ekki, hann fann þá einhverja
aðra leið til að stríða eða leika við
okkur.
Flestar minningar okkar um afa
tengjast einmitt Haukadalnum og
Grensásveginum þar sem hann og
amma áttu heima í yfir fjörutíu ár. Í
hverri heimsókn var alltaf séð til
þess að við værum pakksaddar því
að það var afa hjartans mál að gest-
ir hans og ömmu fengju alltaf
nægju sína í mat og drykk. Þegar
við vorum litlar var líka hægt að
treysta á að hann gaukaði til okkar
einhverju smáræði til að setja í
baukana okkar, stundum var erfitt
að vera eldri og þurfa að skipta
jafnt með litlu systur en það var
alltaf séð til þess að rétt væri deilt.
Vegna aldursmunar okkar systra
eru minningarnar mismargar en
mjög líkar. Við ýmist slógum og
rökuðum í Haukadalnum, löguðum
veginn sem oft var slæmur, fórum í
göngutúra upp að fossi eða lékum
okkur í Grjótahúsinu. Þangað kom
afi stundum og þegar við fengum
gesti þangað þá héldum við veislur
að barna sið.
Þegar afi hóf störf á Pósti og síma
fór hann gjarnan austur fyrir fjall
og á sumrin þegar skóla lauk bauð
hann mér eldri systurinni stundum
með. Þessar ferðir voru okkur báð-
um mjög minnisstæðar og við mátt-
um varla koma saman í seinni tíð án
þess að minnast kjötbollana og
rjómasósunnar á Selfossi. Þessar
ferðir eru ómetanlegar í dag sem og
ferðirnar í Haukadalinn því að þær
gáfu okkur tækifæri til kynnast
hvort öðru á allt annan hátt en í
boðum eða hefðbundnum heimsókn-
um. Við spjölluðum um allt mögu-
legt, en sögur að vestan úr hans
æsku voru mjög algengar. Við átt-
um líka eitt sameiginlegt einkenni
en það er óþolinmæði, við vildum
skipuleggja jólin ekki seinna en
daginn eftir páska. Síðustu ár hafa
veikindi sett mark sitt á afa og það
var stundum erfitt að horfa á hann
og hugsa til þess hversu sterkur og
fullur af lífi hann var. Hann kom að
byggingu álversins í Straumsvík og
Járnblendinu á Grundartanga og
honum fannst mikið til þess koma
að Sjöfn litla barnabarnið ynni á
lyftara í álveri. Hann nefndi þetta
og spurði okkur systur út í þetta í
nánast hvert skipti sem við hittumst
síðastliðið ár. Afmælisdagur hans og
afmælisdagur langafabarnsins Heru
Sjafnar eru hvor á eftir öðrum og
þess verður gætt að hún fái að
kynnast honum í gegnum sögur og
myndir og örugglega með bíltúr í
Haukadalinn.
Afi, við vitum að þú ert kominn á
annan stað en við geymum þig
ávallt í minningum okkar og hjört-
um. Hvíl í friði.
Þín barnabörn,
Guðbjörg Pálsdóttir
og Sjöfn Pálsdóttir.
Jason Jóhann
Vilhjálmsson
✝ Hulda Sigurjóns-dóttir, Hlað-
hömrum í Mos-
fellsbæ, fæddist á
Sogni í Kjós 1. nóv-
ember 1927. Hún lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 16. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Sigurjón
Ingvarsson og Gróa
Guðlaugsdóttir.
Hulda var yngst
þriggja systkina, hin
eru Eiríkur, f. 1916,
og Ragnhildur, f. 1917, d. 11. októ-
ber 2006, fósturdóttir hennar er
Þorbjörg J. Gunnarsdóttir, f. 1961,
gift Kristni Tómassyni og er börn-
um Huldu sem systir.
Hulda giftist 1. nóvember 1947
Karli Andréssyni frá Hálsi í Kjós, f.
á Bæ í Kjós 19. júní 1914, d. 17.
september 1991. Börn þeirra eru;
Gestur, f. 1948, sambýliskona Ás-
hildur Emilsdóttir, Sigurjón, f.
1950, kvæntur Valgerði Jóns-
dóttur, Ragnar, f. 1953, d. 19. des-
ember 2000, Gróa, f.
1959, gift Lárusi E.
Eiríkssyni, Andrés, f.
1961, kvæntur Mín-
ervu Jónsdóttur, Sól-
veig, f. 1965, gift Hen-
rik Lynge og Ævar
Karlsson, f. 1971,
kvæntur Ingu Dís
Hafsteinsdóttur.
Barnabörnin eru 21
talsins og lang-
ömmubörnin 12.
Hulda og Karl hófu
búskap að Hálsi í Kjós
1948. Þaðan fluttu
þau að Eyrarkoti í Kjós 1966 þar
sem þau sáu um Póst- og símstöð-
ina þar til hún var lögð niður 1982.
Þá fluttu þau í Mosfellsbæ og
bjuggu þar upp frá því. Eftir að
þau fluttu í Mosfellsbæinn starfaði
Hulda um nokkurra ára skeið í
þvottahúsi Reykjalundar. Síðustu
þrjú árin bjó hún í Hlaðhömrum
Mosfellsbæ.
Útför Huldu fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Mig langar að minnast hennar
Huldu ömmu í nokkrum orðum.
Amma og afi voru rík af börnum
og barnabörnum og var það mjög
eftirsóknarvert hjá okkur barna-
börnunum að fá að gista hjá þeim í
Eyrarkoti og síðar í Hagalandinu.
Þar sem að yngsta barn þeirra
hjóna var á svipuðu reki og elstu
barnabörnin, skorti okkur ekki
leikfélaga og var ýmislegt brallað
með Ævari í sveitinni. Amma lét
okkur ekki komast upp með neina
matvendni og lærði ég meðal ann-
ars að borða kartöflur og kjötsúpu
í hennar húsum.
Amma var mikil hannyrðakona
og var alltaf með eitthvað í hönd-
unum. Eigum við öll marga góða
og fallega hluti sem bera gott vitni
um hagleik hennar.
Maður fór aldrei svangur frá
henni ömmu og fannst manni hún
ekki hafa mikið fyrir því að kalla
fram veisluborð. Ein af hennar
sérgreinum voru flatkökur sem
voru ómissandi í jólahaldi fjöl-
skyldunnar. Það var svo fyrir
nokkrum árum að við ákváðum
nokkur í fjölskyldunni að fá ömmu
til að kenna okkur flatkökubakst-
ur. Það þurfti nú að byrja á því að
færa magntölur til bókar því að
amma var nú bara vön að slumpa á
magnið af gömlum vana. Við tókum
því það sem hún skellti í skálina og
vigtuðum. Eftir þetta höfum við
hist fyrir jólin og bakað flatkökur
líkt og sumir koma saman við
laufabrauðsgerð. Þetta hafa ávallt
verið skemmtileg kvöld og tók
amma þátt í þeim svona framan af.
Hún lét okkur þá um baksturinn
en sat hjá okkur, spjallaði og hló,
milli þess sem hún skammtaði í
poka.
Amma fylgdist alltaf vel sínum
afkomendum alveg fram á síðustu
viku. Hún átti góð jól þrátt fyrir
spítalavist í byrjun jólahalds. Okk-
ur Sigurborgu þótti afskaplega
vænt um það að hún skyldi ná að
heimsækja okkur í nýja húsið, á af-
mælisdegi Ólafs Jóhanns.
Minning hennar á eftir að ylja
okkur um ókomna tíð.
Andri Þór.
Þegar ég fékk að fara mitt fyrsta
sumar, af átta, í sveit til Ingibjarg-
ar frænku minnar að Neðra-Hálsi í
Kjós, opnaðist nýr heimur fyrir
mér. Heimur stórfjölskyldunnar.
Þar var Ólöf Gestsdóttir ættar-
höfðinginn og amma allra
barnanna á bæjunum. Ég hafði
aldrei átt hvorki ömmu né afa á lífi
og bjó með foreldrum mínum og
tveimur systkinum í Reykjavík.
Á Hálsbæjunum bjuggu þrír
bræður. Þeir Gísli og Oddur ásamt
eiginkonum sínum, systrunum
Ingibjörgu og Elínu frá Gemlufalli
í Dýrafirði. Þeir bjuggu félagsbúi
og Karl ásamt sinni konu Huldu
frá Sogni í Kjós. Hann vann útífrá
við húsasmíðar. Allar fjölskyldurn-
ar áttu ung börn. Þrjú til fjögur
hver. Sú tala átti eftir að hækka á
hverjum bæ.
Andrés bróðir þeirra eignaðist
sumarbústað nærri bæjunum.
Ekki varð hann neinn eftirbátur
bræðranna í að stækka sína fjöl-
skyldu. Þarna urðu einhverjum ár-
um síðar yfir 20 börn undir ferm-
ingu, í leik og starfi.
Það var stundum, þegar ég átti
frístund eða bara lét mig hverfa,
að ég skauzt í heimsókn yfir að
Hálsi til Huldu. Alltaf bankaði
maður og var boðið kurteislega að
koma inn. Mér var svo boðið sæti
við eldhúsborðið. Lagt var á borð
fyrir einn og boðið mjólk, brauð og
kaka. Þetta var eitthvað svo nota-
legt. Ég aðstoðaði hinum megin við
heimilisstörfin. Skreppa svo yfir-
um og láta stjana við sig. Það var
toppurinn á tilverunni.
Svona var viðmótið alla tíð. Á
Hálsi, í Eyrarkoti og í Mosfells-
bænum. Nú síðast, rétt fyrir jólin
að Hlaðhömrum. Þá var hún löngu
orðin ættmóðir margra afkomenda
og ættarhöfðingi eins og tengda-
móðir hennar Ólöf var forðum.
Ég kveð Huldu með þakklæti og
virðingu og sendi fjölskyldu henn-
ar samúðarkveðjur.
Hrafnhildur.
Hulda Sigurjónsdóttir