Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Í HAUST söfnuðu starfsmenn Skóg- ræktar ríkisins á Suður- og Vestur- landi 80 kg af full- hreinsuðu fræi. Íslensk skógrækt er nú orðin að stórum hluta sjálfri sér næg um fræ til ræktunar. Ætla má að 6-14 milljón tré fáist úr 47 kg af sitkagreni sem dugar í 2-4 þús- und hektara af sitkagreniskógi. Á Suðurlandi var safnað 61 kg en 19 kg fengust frá Vesturlandi. Fræi var safnað af 17 tegundum af sjö ætt- kvíslum, mestu af sitkagreni og ís- lensku birki segir á skogur.is. Að þessu sinni fengust um 3 kg af askfræi í Fljótshlíðinni. Fram til síð- ustu aldamóta sást ekki blóm eða fræ á íslenskum asktrjám og var talið að tegundin gæti ekki blómgast hér á landi. Eftir að hlýindakafli síðustu ára hófst hefur akur í Fljótshlíð tekið að blómgast og síðustu ár hafa trén verið hlaðin frjóu og góðu fræi. Það þykir því sæta tíðindum að ask- fræjum hafi verið safnað í haust. aij@mbl.is Nánast nóg af fræjum til skógræktar HEILDARAFLAVERÐMÆTI ís- lenskra fiskiskipa nam 79,7 milljörðum króna fyrstu tíu mánuði nýliðins árs. Á sama tíma árið áður, þ.e. janúar- október 2007, var verðmætið 68,9 milljarðar króna. Verðmætaaukningin er 15,6% á milli ára. Í október nam verðmæti aflans 9,3 milljörðum en var 6,1 milljarður í sama mánuði árið 2007. Í frétt frá Hagstofu Íslands um afla- brögð og verðmæti kemur fram að aflaverðmæti botnfisks frá janúar til október 2008 nam 56,6 milljörðum og jókst um 9,6% miðað við sama tímabil árið 2007. Verðmæti þorskafla var 26 milljarðar, verðmæti ýsu nam 12,8 milljörðum, verðmæti uppsjávarafla nam 17,1 milljarði sem er 35,2% aukn- ing miðað við fyrstu tíu mánuði ársins 2007. Verðmæti síldaraflans janúar til október nam tæpum 8 milljörðum. Loks má nefna að verðmæti makríls jókst einnig mikið á milli ára, nam 4,6 milljörðum samanborið við 1,6 milljarð fyrstu tíu mánuði ársins 2007. aij@mbl.is 80 milljarðar fyrir fiskinn         !""# $ %&! ' " *+   , + -. +  /.  0  + $ + 1  +  $ 2  +    (# )(# ( "( )(" ( )(# ( "(  "( Í GREIN um sýslumenn og fjár- nám í Morgunblaðinu í gær sagði að það væri ekki þeirra að gefa skuldurum frest. Taka ber fram að þegar um sýslumenn á landsbyggðinni er að ræða á það aðeins við um almenna kröfu- hafa, þ.e. banka og fyrirtæki. Sýslumenn úti á landi hafa heim- ild til að sýna meiri sveigjanleika í innheimtu opinberra gjalda, enda sjálfir innheimtumenn rík- issjóðs. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru langflest mál þeirra 370 einstaklinga á Suðurlandi sem fjallað var um tilkomin vegna almennra krafna. Árétting FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is EFTIR tæpa tvo mánuði hefst á ný djúpborun við Kröflu. Áætlað er að holan geti orðið allt að 4.500 metrar og er um tímamótaverkefni að ræða. Innlendir og erlendir aðilar standa að verkinu, sem þegar hefur vakið mikla athygli víða um heim. „Þetta verkefni er í rauninni ein- stakt á heimsmælikvarða,“ segir Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun Power, en það er LV sem skipuleggur og hefur umsjón með verkefninu á Kröflusvæðinu. „Þarna erum við að prófa að bora niður á þetta mikla dýpi í eldvirku svæði með það að markmiði að reyna að vinna vökva. Í vísindaskyni hefur verið borað undir virk eldfjöll, en það hefur aðallega verið til að taka sýni og rannsaka kvikuna, jarðfræð- ina eða eitthvað slíkt. Ekki til að virkja þennan yfirmarkshitaða vökva, sem er markmiðið að hægt verði að gera í framtíðinni við Kröflu,“ segir Bjarni. Á síðasta ári var hafist handa við verkefnið er Saga, einn af minni bor- um Jarðborana, boraði niður á um 90 metra og var þvermál holunnar óvenju mikið eða um metri. Síðan tók borinn Jötunn við og boraði niður á um 800 metra. Reiknað er með að öfl- ugasti bor Jarðborana, Týr, verði notaður í þennan þriðja og síðasta áfanga djúpborana við Kröflu. Heild- arkostnaður við borun Kröfluhol- unnar er áætlaður um 20 milljónir dollara eða tæplega 1800 milljónir króna. Nægur tími til að huga að nýtingu orkunnar Að sögn Bjarna er alfarið horft á fyrstu holuna sem rannsóknarverk- efni og því sé ekki um það að ræða að orkunni hafi verið ráðstafað. „Menn leyfa sér ekki slíka bjartsýni við fyrstu holu,“ segir Bjarni. „Ef vel tekst til er nægur tími til að huga að því í framhaldinu, en þá er eftir að huga að vinnslutækninni og hvernig menn ætla að framleiða rafmagnið. Hitastigið er mun hærra og efna- samsetning kannski önnur en við eig- um að venjast.“ Djúpborunarverkefnið sam- anstendur af þremur borholum – auk Kröfluholunnar verður borað á Hengilssvæðinu og á Reykjanesi, væntanlega á báðum stöðum á næsta ári. Orkufyrirtækin þrjú, Lands- virkjun, Hitaveita Suðurnesja hf. og Orkuveita Reykjavíkur, munu láta bora hvert sína holu niður í um 3,5- 4,0 km dýpi. Síðan nær samstarf allra fyrirtækjanna þriggja, auk Orku- stofnunar, Alcoa og StatoilHydro, til vísindaþáttar verkefnisins en í þeim þætti felst dýpkun Kröfluholunnar í um 4,5 km dýpi, kjarnataka á bergi, prófanir á borholuvökva, blásturs- prófanir og tilraunaorkuver. Mesta rannsóknarátakið verður við Kröflu Litið er á Kröfluholuna sem aðal- vísindaholuna í verkefninu, þannig að mesta rannsóknarátakið verður við Kröflu. Um 80 rannsóknarhópar víðs vegar um heim fylgjast með fram- gangi verkefnisins í gegnum vefsíðu og hyggjast vinna úr þeim upplýs- ingum sem aflað verður. Búið er að fjármagna rannsókn- arstarfsemina þar, en nú er verið að fá fleiri aðila að seinni tveimur hol- unum. Meðal annars hefur verið leit- að til Evrópusambandsins. Einstakt verkefni Haldið verður áfram með djúpborunarverkefnið við Kröflu í marsmánuði Í HNOTSKURN »Í heild er áætlað að verjaum 3.500 milljónum króna til djúpborunar og tengdra rannsókna á næstu 3-4 árum. »Með djúpborunarverkefn-inu er gerð tilraun til að hefja nýjan kafla í nýtingu háhitasvæða. »Vonast er til að djúpuholurnar geti orðið allt að 5-10 sinnum öflugri en venju- legar háhitaholur, og gefið allt að 40-50 MW rafafl hver. »Slíkur árangur gæti leitttil aukinnar hagkvæmni á nýtingu háhitasvæða víða um heim. »Varað er við of mikillibjartsýni því allmörg ár munu líða þar til árangur af verkefninu kemur í ljós. »Auk innlendra aðila komaAlcoa og StatoilHydro að verkefninu og erlendir sjóðir. »Þekking og reynsla fráKröflu verður nýtt í seinni hluta verkefnisins, m.a. til að þróa áfram bor- og vinnslutækni. »Áætlað er að borað verðiá Hengilssvæðinu og Reykjanesi á árinu 2010. »Um 80 rannsóknarhóparvíðs vegar um heim fylgj- ast með framgangi verkefn- isins um vef.Ljósmynd/Gunnar Svanberg Skúlason Týr Einn af nýju borum Jarðborana mun bora djúpu holuna við Kröflu. „ÞAÐ eru sumir nemendur mjög illa staddir. Þeir eiga ekki fyrir skólagjöldunum sem þarf að greiða núna í janúar vegna þess að þeir fá ekki lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna í kjölfar breyttra reglna sjóðsins. Þeir fá held- ur ekki frekari lánsheimild hjá sínum banka,“ segir Gróa Björg Baldvinsdóttir, varafor- maður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík, HR. Nemendur sem eru í svokölluðu HMV-námi, háskólanámi með vinnu, við viðskiptadeild HR fá ekki greiðslu frá Lánasjóði íslenskra náms- manna, LÍN, nú í janúar hafi þeir ekki lokið 20 einingum á haustönn. Í nýjum reglum sjóðsins, svokölluðum ECTS-reglum sem eru evrópskir staðlar og tóku gildi um mitt síðasta ár, segir að ekkert lán sé afgreitt fyrr en 20 einingum hafi verið lokið. HMV-nemendurnir stunda nám sitt á vorin, sumrin og haustin og er fullt nám á önn 18 ein- ingar. „Nemendurnir geta fært áfanga af sum- arönn yfir á hinar annirnar til þess að vera með 20 einingar á önn. Það er ekkert vandamál,“ segir Jóhann Hlíðar Harðarson, upplýsinga- fulltrúi Háskólans í Reykjavík. Gróa bendir á að það sé ekki fyrr en í vor sem nemendur geti verið búnir að bæta ein- ingum af komandi sumarönn við vorönnina. „Það verður erfitt í þessu árferði að brúa bilið þangað til. Við ætlum að skoða þetta mál til þess að kanna hvað hægt sé að gera með hags- muni nemenda að leiðarljósi. Þetta var ekki vandamál áður en reglunum var breytt.“ Hlöðver Bergmundsson, deildarstjóri hjá LÍN, segir reglurnar skýrar. „Við verðum að bíða eftir því að fleiri einingar skili sér í hús hjá þessum nemendum. Þá verður þetta greitt.“ ingibjorg@mbl.is Illa staddir vegna breyttra reglna LÍN Nemendur Háskólans í Reykjavík fá sumir hverjir ekki námslán Morgunblaðið/Árni Sæberg HR Skólagjöldin hjá Háskólanum í Reykjavík eru 137 þúsund krónur á önn fyrir fullt nám. Alcoa er aðili að íslenska djúp- borunarverkefninu. Bjarni Páls- son, verkfræðingur hjá LV, var spurður hvort það tengdist áhuga fyrirtækisins á orkufrekum iðnaði á Norðausturlandi. Hann sagði að forystumenn Alcoa væru vissu- lega áhugasamir um þetta verk- efni. Bæði út af orkuöflun á Ís- landi og ekki síður víða annars staðar í heiminum. Sama væri að segja um Statoil- Hydro, sem stefnir að því að út- víkka sína starfsemi til fram- leiðslu á raforku úr endurnýjan- legum orkugjöfum. Verkefnið væri einstakt og ef vel gengi sæju menn fyrir sér að tæknina og þekkinguna mætti nota víða um heim. Aðilar að verkefninu eru Lands- virkjun, Hitaveita Suðurnesja hf., Orkuveita Reykjavíkur, Orkustofn- un, Alcoa og StatoilHydro ASA en einnig hafa fengist styrkir til verksins frá erlendum vísinda- sjóðum. Þar á meðal er styrkur að upphæð 3,1 milljón Banda- ríkjadala frá Rannsóknarsjóði Bandaríkjanna (NSF) og 1,7 millj- ónir dala frá Alþjóðlegum rann- sóknarsjóði landborana (ICDP). Undirbúningur framkvæmdanna hefur að mestu verið unninn af sérfræðingum hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) og verk- fræðistofunni Mannviti, en einnig hefur verið leitað í reynslubanka fjölda sérfræðinga á Íslandi og víða um heim, t.d. ENEL á Ítalíu. Tækni og þekking gæti nýst víða um heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.