Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Voff Menn og málleysingjar gerðu hróp að stjórnvöldum í gær. Þessi íslenski fjárhundur virtist hafa tekið eindregna afstöðu gegn ríkisstjórninni. RAX Sigurbjörn Sveinsson | 21. janúar Áfall og uppörvun sunnudagsins . . . Í barnaskap mínum taldi ég að smábáta- útgerðum ætti að vera gert auðveldara að greiða fyrir kvóta en togskipa- útgerðum, þar sem sann- anlegur tilkostnaður við veiðarnar væri mun minni í smábátaút- gerðinni en með stóru skipunum. Áfallið kom með Silfri Egils þegar Ingólfur Arn- arson, doktor í sjávarútvegsfræðum, lýsti eignamynduninni í sjávarútvegi, hvernig kvótasamruni hefði leitt til falskrar verð- myndunar á kvóta og innihaldslausra efnahagsreikninga sjávarútvegsfyrirtækja og veðsetninga langt umfram raunveruleg verðmæti. Ingólfur lýsti sjávarútveginum sem pappírstígrisdýri eins og Mao for- maður hefði orðað það. Ég verð að við- urkenna að ég varð hálf lamaður eftir þennan þátt Silfursins. . . . Meira: sigurbjorns.blog.is Hjálmtýr V. Heiðdal | 21. janúar Salt í grautinn og pipar í augun Ég held að stjórnin falli brátt. Piparúðabirgðir lög- reglunnar eru á þrotum og fólkið fær minna salt í grautinn. Hvenær ætlar Geir að horfast í augu við þá staðreynd að það verða kosningar í vor – hvernig sem hann reynir að slá öllu á frest. Björn B vill „verja vald- stjórnina“ með fleiri löggum og piparúða. Og ef úðinn dugar ekki þá vill hann sterk- ari meðul. Hvað skyldi það vera? Meira: gorgeir.blog.is TILSKIPUN Evrópusam- bandsins um innlánatrygg- ingakerfi nr. 94/19/EB er hluti af íslensku lagakerfi. Hún er gerð hluti íslensks réttar með lögum nr. 98/1999 um inni- stæðutryggingar og trygg- ingakerfi fyrir fjárfesta. Ís- lensk lög ber að skýra til samræmis við lög Evrópusam- bandsins sem teljast hluti EES-samningsins, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. Í aðfararorðum tilskipunarinnar, 17. mgr., er fjallað um samræmda lágmarkstryggingu sem skal vera 20.000 evrur, þar segir: „Lágmarkstryggingin samkvæmt þessari tilskipun má ekki leiða til þess að of stór hluti innlána verði óvarinn, sem snertir bæði neyt- endavernd og stöðugleika fjármagnskerf- isins.“ Ljóst er að tilskipuninni er ekki ætlað að girða fyrir og tryggja heildartjón sem hlýst af bankahruni. Hluti innlána sé óvarinn þrátt fyrir lágmarksverndina. Með fullgildingu Ís- lands á EES-samningnum er íslenska ríkið skuldbundið að þjóðar- og landsrétti að upp- fylla skýr ákvæði tilskipunarinnar um lág- marksbótagreiðslur til þeirra sem tapa inn- lánum við bankahrun nema sérstök þjóðréttarsjónarmið á grundvelli neyðar- og sjálfsvarnarréttar heimili að ákvæðum hennar verði vikið til hliðar. Í dómi Evrópudómstólsins í máli C-222/02 Peter Paul o.fl. gegn þýska ríkinu reyndi á gildissvið og túlkun tilskipunarinnar um inni- stæðutryggingarnar. Mörgum álitaefnum er svarað í dóminum er lúta að réttarstöðu Ís- lands vegna Icesave-reikninganna. Í dóminum kemur fram að þýska ríkið (ís- lenska ríkið/breska ríkið) geti ekki orðið sér- staklega skaðabótaskylt þótt það yrði staðfest með dómi að vanræksla á fjármálaeftirliti hafi leitt til þess að ekki var hægt að greiða úr tryggingasjóðnum, að frátaldri lágmarks- tryggingunni sem ber að greiða (mgr. 49-51). Skýr greinarmunur er gerður á lágmarks- tryggingunni sem ber að greiða sem fast- ákveðnar lágmarksbætur og öðru sem út af stendur sem ber ekki að greiða á grundvelli skaðabótasjónarmiða Evrópuréttar vegna skorts á fjármálaeftirliti skv. til- skipuninni (30, 31, 41., og 45., 46. mgr.). Dómurinn staðfestir að að- ildarríki geti haft gildandi mismun- andi tryggingavernd í innanlands- löggjöf, milli landa, þrátt fyrir tilskipunina og er vísað í ákvæði 3. mgr. 7. gr. tilskipunarinnar því til stuðnings (27. mgr.). Opinberlega hefur komið fram af hálfu Breta í fréttum sem fór víða í heimsfréttum að ástæða fyrir beit- ingu hryðjuverkalaganna gagnvart Landsbanka og Kaupþingi hafi ver- ið hræðsla þeirra við að Ísland gæti ekki staðið við skuldbindingar skv. tilskip- uninni, þjóðin væri gjaldþrota. Þessi rök standast ekki. Um það vitnar úttekt Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins á efnahagslegri stöðu Ís- lands til framtíðar sem talin er öfundsverð. Bretar héldu því fram að fjármagnsflutningar milli landa myndu koma í veg fyrir að breskir innlánseigendur fengju greitt. Þessu hefur verið neitað og það borið til baka af stjórn- völdum sem tilhæfulausar fullyrðingar. Stjórnvöld hafa sinnt þeirri skyldu sinni að fullgilda tilskipunina – hún gildir sem lands- réttur hér á landi í formi landslaga og borg- arar og lögaðilar erlendis geta byggt rétt á henni skv. lögum um innistæðutryggingar, sbr. og 6. mgr. 7. gr. tilskipunarinnar. Þegar horft er til atvika málsins sýnast aðgerðir Breta hafa verið vandlega undirbúnar og þaul- skipulagðar með nokkrum fyrirvara. Um það vitna ýmsir atburðir í aðdraganda hrunsins og tímaröð þeirra. Réttarstaða Íslands verður ekki borin sam- an við stöðuna í Bandaríkjunum eftir fall bandaríska bankans Lehmans Brothers og það tjón sem af því leiddi þar sem Bandaríkin eru ekki samningsaðilar að umræddri til- skipun Ekki verður annað séð en að þvingun Breta og Hollendinga með stuðningi Evrópusam- bandslandanna sem fól í sér grófa þvingun gagnvart Íslandi hjá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum feli í sér sjálfstætt brot á ýmsum grundvallarþjóðréttarskuldbindingum, þ.e., sjálfstæðis- og sjálfsvarnarrétti landsins sem eru hvorutveggja meginþættir fullveldisréttar þjóðarinnar að þjóðarrétti (Gunnar G. Schram, Ágrip af Þjóðarrétti, 1986, bls. 91.) Hér kemur einnig til álita brot á friðhelgi ríkja. Þjóðríki eru almennt jöfn og sjálfstæð og njóta friðhelgi frá beitingu valds annarra ríkja, þ.m.t. dómsvaldi, „State immunity“ (Int- ernational Law, 2005, Rebecca M.M. Wallace, bls. 131). Þar að auki hefur málflutningur landanna á tímabili verið rangur um það hverjar skyldur við bærum að þjóðarrétti á grundvelli tilskipunarinnar. Holland og Bret- land héldu því fram á tímabili fram að Íslend- ingar bæru ábyrgð á öllum innistæðum Ice- save-reikninga sem er rangt eins og fyrr greinir. Sama gildir um þvingun og neitun landanna um að bera ágreining um greiðslur skv. tilskipuninni að þjóðarrétti undir dóm- stóla þar sem um heildarhrun alls fjár- málakerfis landsins var að ræða. Evrópusam- bandslöndin héldu því fram að slíkt ógnaði fjármálastöðugleika í álfunni. Þau rök Evr- ópusambandslandanna eru léttvæg. Lág- markstryggingin tekur aðeins til hluta innlána og einföld yfirlýsing landanna um að greiða lágmarksfjárhæðina kemur í veg fyrir að fjár- málastöðugleika sé ógnað af þessum sökum. Umfang innlána íslenskra lánastofnana er- lendis er óverulegt í samanburði við umfang annarrar bankastarfsemi álfunnar. Ísland hef- ur aukið vægi skuldbindinga sinna skv. tilskip- uninni með því að færa eignir bankanna fram- ar í kröfuröð með neyðarlögunum. Hefur íslenska ríkið frjálst val um það í Evrópu- bandalagsrétti hvaða leið það fer til þess að tryggja lágmarksverndina (neytendavernd) og fjármálastöðugleika þar sem um lögleiðingu tilskipunar er að ræða (Wyatt & Dashwood’s, European Community Law, 1992, bls. 70). Atburðirnir hér á landi á haustmánuðum af- hjúpa galla tilskipunarinnar þar sem í ljós hef- ur komið að hún virðist ekki veita sérstakan afslátt af skyldu til greiðslu lágmarksins við þær afbrigðilegu aðstæður sem sköpuðust þegar um heildarhrun alls fjármálakerfis landsins er að ræða. Íslenska ríkið gat ekki stutt við fjármálastöðugleika og neyt- endavernd í Evrópu við þessar aðstæður nema grípa til sértækra aðgerða með neyðarlögum vegna umfangs skuldbindinga þess við efna- hag íslenska ríkisins. Það jók enn á vandann og óvissu um fjármálastöðugleika í Evrópu þegar bakstuðningur erlendra seðlabanka annarra ríkja reyndist ekki fyrir hendi þrátt fyrir að meginhluti starfsemi viðskiptabank- anna færi fram í Evrópu. Full þörf var fyrir þessari breytingu á réttarstöðu innlánseig- enda, til þess að tryggja að tilgangur tilskip- unarinnar næði fram að ganga. Tjón á orðspori Íslands og afleitt tjón vegna falls Kaupþings banka er margfalt meira en áætlað tap vegna skuldbindinga út af Icesave- reikningum. Þá er tjón íslenskra fyrirtækja verulegt vegna skaða á orðspori sem Bretar bera stærstan þátt í að eyðileggja á erlendum vettvangi. Fleiri álitamál koma hér til skoð- unar sem styrkja málstað landsins í málinu. Aðgerðirnar eru líklega brot á bandalagsrétti og EES-rétti, sbr. 3., 40. og 112., gr. EES- samningsins. Þá koma til álita brot á Mann- réttindasáttmála Evrópu, sbr. 1. gr. I samn- ingsviðauka um vernd eignaréttar sem laga- gildi hefur hér á landi sem Bretar og Hollendingar eru bundnir af. Frysting eigna Landsbankans er til þess fallin að auka enn á tjónið og þar með greiðsluskyldu íslenska rík- isins. Ljóst er að bæði umfang aðgerða Breta og málatilbúnaðurinn allur er í engu samræmi við tilefnið. Er það bæði eðlileg og sanngjörn krafa að þeirri sérstöku tjónsaukningu sem af því hefur hlotist verði strax skuldajafnað við kröfu Breta og Hollendinga, einkum Breta, þegar og ef samið verður um þessi mál við þessar þjóðir. Nauðsynlegt er fyrir orðspor Íslendinga og íslenskra fyrirtækja að málstað Íslendinga sé til haga haldið í nánustu framtíð í máli þessu og að stjórnvöld semji ekki um að falla frá þeim rétti að fá dómstóla, breska og/eða al- þjóðlega, til þess að fjalla um málið, undir refsivaxtaþvingun Breta og dæma þá atburða- rás sem hér átti sér stað á haustmánuðum og bæta þann skaða sem felst í meintum brotum á alþjóðlegum skuldbindingum gagnvart Ís- lendingum og íslenskum fyrirtækjum. Eftir Magnús Inga Erlingsson »Nauðsynlegt er fyrir orð- spor Íslendinga og ís- lenskra fyrirtækja að málstað Íslendinga sé til haga haldið í nánustu framtíð í máli þessu og að stjórnvöld semji ekki um að falla frá þeim rétti að fá dómstóla, breska og/eða al- þjóðlega, til þess að fjalla um málið …Magnús Ingi Erlingsson Réttarstaða Íslands vegna Icesave – frysting Breta á íslensku fjármálalífi Höfundur er héraðsdómslögmaður. BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.