Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 52
Þeir illu hjá Cattelan Þar má m.a. sjá Grimmhildi, Hitler og Custer. Á LAUGARDAGINN verður opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Skák- list. Þar getur að líta sérhönnuð skákborð eftir marga kunnustu myndlistarmenn samtímans, þar á meðal Damien Hirst, Tracey Emin, Maurizio Cattelan og Chapman- bræður. Listamennirnir hafa allir skapað nothæf skákborð og taflmenn, en á afar persónulegan og metn- aðarfullan hátt. Á skákborði Cattel- an standa til að mynda „góðir“ tafl- menn gegn „illum“ – að mati listamannsins – mótaðir úr postu- líni. Á meðal þeirra illu eru Al Ca- pone, Raspútín, Donatella Versace, Pol Pot, Mata Hari, Custer hers- höfðingi, Neró og Stalín. Sigmund Freud er bæði með góðum og illum en kóngurinn og drottningin eru þau Adolf Hitler og Grimmhildur Grámann. Á sýningunni verða einnig verk eftir íslenska listamenn. | 43 Fjölbreytileg taflborð eftir kunna myndlistarmenn Morgunblaðið/Heiddi Bjartsýnn Jóhann Gunnar Jónsson horfir björtum augum til framtíðar. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ er í raun kraftaverk að ekki skyldi fara verr. Ég er þannig hepp- inn og þakklátur fyrir að vera á lífi og að hvorki hausinn né mænan skyldu skaddast. Því þetta hefði getað farið svo miklu verr,“ segir Jóhann Gunnar Jónsson, sem snemma í nóvember sem leið lenti í alvarlegu bílslysi á Hringbrautinni. Slysið varð með þeim hætti að bíll Jóhanns varð rafmagnslaus á miðjum veginum og var hann í miðjum klíðum að tengja startkapla við bíl annars ökumanns, sem boðist hafði til að að- stoða hann, þegar strætisvagn kom aðvífandi. Strætisvagnstjórinn varð kyrrstæðu bílanna ekki var í tíma og ók á þá með þeim afleiðingum að Jó- hann klemmdist milli bílanna og kast- aðist með þeim um 40 metra leið. Þrjóskur að eðlisfari Aðspurður segist Jóhann lítið muna eftir slysinu eða fyrstu dög- unum þar á eftir, enda hafi hann verið á sterkum verkjalyfjum. „Ég man eins og örmyndir. Ég vissi strax að lappirnar á mér væru í maski, en um leið virtist ég rólegur,“ segir Jóhann og tekur fram að hann muni eftir því að hafa hugsað að hann yrði bara að treysta heilbrigðisstarfsfólkinu sem myndi gera allt sem í þess valdi stæði til þess að hjálpa honum. Að sögn Jóhanns voru læknarnir ekki vissir um hversu hratt eða vel hann myndi ná sér og hvert notagildi vinstri fótar hans gæti orðið. Segist hann vera þrjóskur að eðlisfari og strax hafa sett sér það sem markmið að geta gengið áreynslulaust án hjálpartækja og einn daginn gengið á fjöll án þess að vera kvalinn. Segist hann líka eiga með sér draum um að ekki allt, þó auðvitað sé mikilvægt að eiga nóg í sig og á.“ Spurður um framtíðaráform sín segist Jóhann vera á leiðinni til Bandaríkjanna nú á vormánuðum ásamt Silju Þórðardóttur, kærustu sinni til margra ára. Vegna slyssins seinkaði þeim um nokkra mánuði í náminu, en þau eru bæði á lokaári í lyfjafræði og munu vinna meistara- verkefni sín við krabbameinsdeild National Institute of Health. „Ég er heppinn að vera á lífi“ Klemmdist milli tveggja bíla og kastaðist 40 m leið geta kannski stundað fótbolta einu sinni í viku með félögunum. Peningar eru ekki allt Að sögn Jóhanns er þakklæti hon- um efst í huga þegar hann lítur til baka, jafnt til læknanna sem björg- uðu fætinum og annars starfsfólks spítalans sem og kennaranna í lyfja- fræðideild HÍ, en þeir sýndu honum skilning og stuðning sem auðveldaði honum að halda sínu striki í náminu. „Það var líka ómetanlegt að eiga góða að, bæði fjölskylduna, vinina og kær- ustu sem er alveg einstök,“ segir Jó- hann og tekur fram að hann geti því ekki leyft sér annað en vera bjart- sýnn. „Svona slys breytir hugsunar- hætti manns. Hefði ég ekki lent í þessu væri ég örugglega með hugann að mestu leyti við kreppuna, en slysið undirstrikaði hvað skiptir höfuðmáli í lífinu en það er að vera við góða heilsu og eiga góða að. Peningar eru Jóhann ökklabrotnaði á báð- um fótum í bílslysinu, auk þess sem sköflungur og sperrileggur vinstri fótar kubbuðust í sundur. Kross- band í vinstra fæti slitnaði auk þess sem liðbönd við ökkla á hægra fæti fóru í sundur. Slagæð fór í sundur við ökklann á vinstra fæti og töldu læknar um tíma að Jó- hann myndi missa vinstri fót- inn vegna hinna alvarlegu áverka, en fljótlega kom í ljós að hann myndi halda fætinum. „Ég er farinn að ganga með hækjur og vonast til þess að geta gengið án þeirra eftir einhverjar vikur,“ segir Jó- hann. Hann er enn tilfinn- ingalaus í il vinstri fótar vegna taugaskaða sem hann varð fyrir í slysinu, en ekki verður ljóst hvort sá taugaskaði gengur til baka fyrr en að nokkrum mánuðum liðnum. Að sögn Jóhanns þakka læknarnir góðan bata hans því m.a. í hversu góðu líkamlegu formi hann var fyrir slysið, en Jóhann hefur æft boltaíþróttir frá ungaaldri, nú síðast með fyrstu deildar handknattleiks- liði Hauka. Um tíma var vinstri fóturinn í hættu FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 22. DAGUR ÁRSINS 2009 4 5"( / ",  67889:; (<=:8;>?(@A>6 B9>96967889:; 6C>(B"B:D>9 >7:(B"B:D>9 (E>(B"B:D>9 (3;((>$"F:9>B; G9@9>(B<"G=> (6: =3:9 .=H98?=>?;-3;H(B;@<937?"I:C>? J J J J  J J  J ? ! #!""$" " J  J J  J J .B'2 ( J J J  J J Heitast 5°C | Kaldast -1°C  NA 15-23 m/s (stormur), hvassast við SA-ströndina og á Vestfjörðum. Rigning eða slydda víða um land. »10 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SKOÐANIR» Staksteinar: Lýðræðisrónarnir Forystugreinar: Aðgerðir - fljótt Pistill: Fegurð augnabliksins Ljósvakinn: Myndrænir mótmælendur Stjórnendur fá enga bónusa vegna … Vilja skaðabætur vegna Glitnis Reiðufé Kaupþings flaug út Vextir gætu orðið 150 milljarðar kr. VIÐSKIPTI» Fimmtíu stutt- myndir og mynd- bönd á Alþjóðlegri stuttmyndahátíð í Grundarfirði í lok febrúar. »46 KVIKMYNDIR» Hátíð stuttmynda TÓNLIST» Leone Tinganelli hélt að þetta væri djók. »48 Hörðustu Eurovisi- on-aðdáendurnir völdu Euroband Regínu Óskar og Friðriks Ómars besta bandið. »44 TÓNLIST» Sigruðu eftir allt saman FÓLK» Tom Cruise er ekki hat- aður í Þýskalandi. »45 SJÓNVARP» Svava í 17 í miðjum mótmælum. »44 Menning VEÐUR» 1. Mótmælendur umkringdu Geir 2. „Þið eruð öll rekin“ 3. Geir taldi sér ógnað 4. Fundað með flokksformönnum  Íslenska krónan styrktist um 0,16% »MEST LESIÐ Á mbl.is Skoðanir fólksins ’Við sjálfstæðismenn skulum hefjatiltektina á landsfundi nú í lok jan-úar. Ég skora á landsfundarfulltrúa aðvelja ekki Geir H. Haarde til áframhald-andi forystu. » 26 STEINÞÓR JÓNSSON ’ Er óhugsandi að evrulöndin getiþvert á móti verið hreykin af því aðmynt þeirra sé svo í hávegum höfð aðþjóð, sem oftast spyr sig fyrst hvað húngetur grætt á samstarfi við aðrar þjóðir, skuli vera þess reiðubúin að taka upp evru, og það á eigin kostnað? » 27 ÁRNI ÁRNASON ’Íslendingar eru lítil þjóð sem bygg-ir tilvist sína á lýðræði og mann-réttindum. Henni ber því að láta röddsína heyrast, hvar og hvenær sem þaðgetur orðið að liði til að stöðva blóðbað og mannréttindabrot eins og þau, sem nú eiga sér stað á Gaza. » 27 AUÐÓLFUR GUNNARSSON ’Það að hafa unga fólkið innan-borðs er mikill styrkur þeim skoð-unum og hugmyndum sem þurfa aðkoma fram hverju sinni.Því er mikilvægt fyrir ráðamenn og aðra að horfa til þess að hafa æsku landsins með í ráðum þegar uppbygging eftir umrótið fer fram. » 28 JÓN ÞORSTEINN SIGURÐSSON ’Að sjálfsögðu vil ég leggja mitt afmörkum til að þjóð mín megi rísaupp úr rústum. En þessar rústir erubúnar til af fólki. Þær eru ekki nátt-úruhamfarir. » 28 MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR Leikfélagi Akureyrar Falið fylgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.