Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 21
Fréttir 21ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Möguleikar íslenskra fyrirtækja eru miklir og sóknartækifærin mörg. Í aukablaði Viðskiptablaðsins verður fjallað um hvar þessir möguleikar liggja og hvaða áhrif það hefur á kjör okkar að velja íslenskt og versla við innlend fyrirtæki. Meðal efnis í blaðinu verður: Íslensk framleiðsla og sérstaða henn- ar á sviði matvara, landbúnaðar, sælgætis, fatahönnunar, húsgagna, snyrtivara og skartgripa. Ennfremur verður gerð ítarleg úttekt á út- flutningsmöguleikum forritunar- og ráðgjafarfyrirtækja. Hagfræðingur útskýrir hvenær það borgar sig að velja íslenskt. Fjallað verður um hvar styrkur okkar liggur í uppbyggingu efnahags og orðspors. – íslensk fyrirtæki eiga mikla möguleika Aukablað Viðskiptablaðs Morgunblaðsins 5. feb. Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir í síma 569-1134 / 692-1010 eða sigridurh@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir kl 16.00 mánudaginn 2. febrúar. Úr vörn í sókn ÞAÐ er fjármálakreppa um allan heim og í Hong Kong líka. Þar er þó á ferðinni önnur kreppa enn illvígari, svo mikil mengun, að fólk er farið að flýja borgina í stórum stíl. Fjármála- kreppan mun líða hjá en margir ótt- ast, að mengunin muni eyðileggja það efnahagslega stórveldi, sem Hong Kong hefur verið. Frá því á síðasta áratug hefur Hong Kong laðað til sín menntað fólk víðs vegar að úr heimi enda er borgin mikil fjármálamiðstöð og eins konar fordyri að Kína og þeim mögu- leikum, sem þar bjóðast. Þetta fólk er nú margt ýmist á förum eða farið og einnig þeir Kínverjar, sem það geta og eiga eitthvað undir sér. Vesturlandamenn, sem sest hafa að í Hong Kong, segja margir þá sögu, að þeir hafi ekki búið þar lengi áður en þeir fóru að þjást af sífelld- um hósta og astma. Þeir kvillar hurfu þó fljótlega eftir að fólkið forð- aði sér burt. Nýleg skoðanakönnun meðal borgarbúa, sem eru kínverskir að 97%, sýndi, að fimmtungurinn vildi flytjast burt vegna mengunarinnar. Áætlað er, að hún valdi dauða margra þúsunda manna árlega og reiknað hefur verið út, að hún hafi kostað borgina 1,6 milljarða dollara frá 2004. Mun koma illa niður á börnunum „Hong Kong er að kafna í eigin græðgi,“ sagði bandaríski banka- starfsmaðurinn Teena Goulet en hún forðaði sér burt þegar hún var bein- línis orðin hrædd við það eitt að draga andann. Anthony Hedley, pró- fessor í heilbrigðismálum við háskól- ann í Hong Kong, segir, að meng- unin eigi eftir að koma illa niður á þeim borgarbúum, sem nú eru á barnsaldri, en óþverrinn kemur að sjálfsögðu frá gífurlegri bílaumferð en þó fyrst og fremst frá kolakyntum raforkuverum og þúsundum leik- fanga-, vefnaðar- og raftækjaverk- smiðja í Guangdong-héraði, sem liggur að Hong Kong. Þessar verk- smiðjur eru hins vegar flestar í eigu fyrirtækja í Hong Kong. Hedley, sem hefur starfað í Hong Kong í 21 ár, er nú að fara þaðan enda kominn með slæman astma. Hann segir, að borgin sé eins og tímasprengja. Þegar hún springi muni það lýsa sér í skyndilegum fjöldaflótta og efnahagslegu hruni. svs@mbl.is Hong Kong Sjónarhornið er svipað á báðum myndhelmingum en annað er af borginni þegar ástandið er hvað best en hitt eins og það er miklu oftar. Hong Kong er að kafna í sinni eigin græðgi Mengunin orðin svo mikil að fólk er farið að flýja borgina með alvarlegum afleiðingum fyrir efnahagslífið Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÍSRAELAR luku í gær brottflutn- ingi herja sinna frá Gaza-spildunni en ekki fóru hermennirnir langt með vígtól sín, þeir hafa sett upp bæki- stöðvar rétt utan við landamærin. Herinn hefur hafið rannsókn í tilefni af ásökunum alþjóðlegra mannrétt- indasamtaka um að Ísraelar hafi beitt með ólöglegum hætti fosfór- sprengjum í 22 daga árásum sínum á Gaza. Um 1.300 manns féllu í átökunum, nær eingöngu Palestínumenn. Ha- mas segir að þorri hinna föllnu hafi verið óbreyttir borgarar en Ísraelar fullyrða að um 500 þeirra hafi verið vígamenn úr röðum Hamas og fleiri herskárra samtaka á svæðinu. Ha- mas skipaði liðsmönnum vopnaðra lögreglusveita sinna strax í upphafi árásanna að afklæðast einkennis- búningum. Talsmaður heryfirvalda í Tel Aviv sagði að alþjóðalög bönnuðu ekki notkun á hvítum fosfór í sprengjur sem hefðu það hlutverk að lýsa upp vígvöll eða mynda reykjarmökk til að gera fjandmanninum erfitt að sjá hvað væri að gerast. Sagði hann Ísr- aela eingöngu nota löglegar fosfór- sprengjur. Mannréttindasamtök benda á að ekki megi nota sprengj- urnar gegn óbreyttum borgurum en lendi fosfórinn á holdi getur hann brennt það mjög illa. Blaðið Haaretz í Ísrael segir að herinn sé að láta kanna hvort „vara- liðssveit hafi notað fosfórsprengjur á rangan hátt í bardögum á Gaza“. Ísraelar rannsaka hvort fosfór hafi verið misbeitt ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Hol- landi hefur skipað saksóknurum að lögsækja hægri-þingmanninn Geert Wilders fyrir um- mæli hans gegn íslam. Wilders er leiðtogi Frelsis- flokksins. Hann gerði í fyrra um- deilda kvikmynd þar sem hann sagði íslam boða ofbeldi og líkti Kóraninum við Mein Kampf, rit Adolfs Hitlers. Wilders verður ákærður fyrir að hafa æst til kynþáttahaturs en hundruð þúsunda múslíma frá Norður-Afríku búa í Hollandi. Talið er að réttarhöldin muni vekja mikla athygli og beina athyglinni að breyttri afstöðu gagnvart íslam meðal margra Hollendinga, segir í frétt The Guardian. Löng hefð er fyrir miklu umburð- arlyndi í Hollandi gagnvart ólíkum skoðunum og trúflokkum. En eftir morð öfgafulls múslíma á kvik- myndagerðarmanninum Theo van Gogh 2004 hefur andúð á íslam aukist mjög. Van Gogh hafði gert myndina Undirgefni þar sem hann gagnrýndi harkalega Kóraninn fyr- ir að ala á kvennakúgun og kven- fyrirlitningu. Vildi láta banna Kóraninn Wilders gerði einnig mynd í fyrra og nefnist hún Fitna og var Kór- aninn þar sagður vera stefnuskrá ofbeldis. Sýnd voru myndskeið er tengdust árásunum á Tvíbura- turnana í New York en á milli voru lesnar tilvitnanir í Kóraninn. Árið áður hafði Wilders hvatt til að bók- in yrði bönnuð eins og rit Hitlers. Áfrýjunardómstóllinn sagði að myndin, blaðagreinar Wilders og viðtöl við hann einkenndust af „ein- hliða alhæfingum sem segja má að jafngildi því að æsa til haturs“. Sneri hann við úrskurði ríkis- aksóknara frá því í fyrra sem sagði þá að ummæli og verk Wilders væru sársaukafull fyrir múslíma en ekki væri um afbrot að ræða. Sögðu dómararnir þrír að þeir hefðu haft í huga tjáningarfrelsi Wilders en álitu að hann hefði farið út fyrir það svigrúm sem stjórnmálamenn hefðu í þeim efnum. kjon@mbl.is Ákæra Wilders vegna árása hans á íslam Geert Wilders

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.