Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 22
22 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Arnaldur Bárðarson, prestur í Glerárkirkju, íhugaði að sækja um Laufásprestakall en hætti við. Þetta staðfesti hann í samtali við Morgunblaðið. Arnaldur þjónaði á sínum tíma á Hálsi í Fnjóskadal, þekkir því vel til á svæð- inu og segist hafa sterkar taugar til sóknar- barnanna austur í sveit.    Séra Arnald langaði að verða sveitaprestur aftur og var reyndar búinn að ganga frá um- sókn. En hann segist líka orðinn nokkuð rót- fastur í heimabænum, Akureyri, og segist hafa fundið fyrir miklum velvilja í sinn garð í Gler- árskókn þegar áhugi hans á Laufási spurðist út. Hvatningin hafi verið ólíkt meiri að vera en fara og niðurstaðan því verið sú, að vel athug- uðu máli, að vera kyrr.    Málefni Sjúkrahússins á Akureyri (FSA) voru rædd á fundi bæjarstjórnar í fyrradag að beiðni bæjarfulltrúa Vinstra grænna. Kristín Sigfúsdóttir, bæjarfulltrúi VG, var með tilbúna harðorða bókun, en síðan var samin önnur mildari sem samþykkt var samhljóða.    Bæjarstjórn lýsti yfir áhyggjum, í bókuninni, af afleiðingum skertrar þjónustu á sviði end- urhæfingar og öldrunarlækninga og á dag- deild geðdeildar og „áréttar mikilvægi þess að stofnanir ríkis og bæjar á sviði heilbrigðismála eigi með sér reglulegt og gott samráð“.    Jafnramt tók bæjarstjórn undir sjónarmið sem fram koma í bókunum félagsmálaráðs og samfélags- og mannréttindaráðs á dögunum en þar var lýst áhyggjum „af því langa rofi í geðheilbrigðisþjónustu sem verður með lokun dagdeildar geðdeildar Sjúkrahússins á Akur- eyri. Æskilegt hefði verið að samráð hefði ver- ið haft við Akureyrarbæ þar sem allstór hluti þjónustuþega nýtir einnig þjónustu bæjarins. Mikilvægt er að allt sé gert til að tryggja lág- marksþjónustu við umræddan hóp.“    Hópur fólks kom saman á Ráðhústorginu í fyrrakvöld, til að sýna mótmælendum á Aust- urvelli samstöðu. Trommur og pottlok voru barin, blásið í flautur og fólk tók lagið. Fundur var svo haldinn síðdegis í gær þar sem um 200 manns mættu.    Mjög góðar aðstæður eru nú til skíðaiðkunar í Hlíðarfjalli og ákveðið hefur verið að hafa ókeypis í allar skíðalyftur á svæðinu um næstu helgi, bæði á laugardag og sunnudag. Opið er frá klukkan tíu til fjögur, báða dagana.    Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir að aðstæður hafi gjörbreyst eftir að snjóframleiðsla hófst á svæðinu fyrir nokkrum árum. Sífellt fjölgar þeim dögum sem svæðið er opið; nú þegar hef- ur verið opið 61 dag frá því 1. nóvember.    Óvíst er um framtíð sjónvarpsstöðvarinnar N4 og raunveruleg hætta virðist á að stöðin hætti jafnvel útsendingum. Uppsagnir starfsmanna taka gildi um næstu mánaðamót.    Handboltinn byrjar að skoppa á ný í N1-deild karla í kvöld, eftir langt jólafrí. Akureyri tekur á móti liði Víkings í Íþróttahöllinni kl. 19.30 og það vekur athygli að ókeypis er á leikinn. KEA hefur ákveðið að bjóða öllum sem vilja að koma og horfa á.    Boðið verður upp á tónlistaratriði fyrir hand- boltaleikinn, eins og alltaf þegar Akureyri lék á heimavelli fyrir jól – og reyndar einnig í hálf- leik núna. Það er stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri sem treður upp, en hún þótti fara á kostum á jólatónleikum sem skólinn hélt ásamt Leikfélagi Akureyrar um daginn.    Dýrleif Bjarnadóttir píanókennari lauk störf- um við Tónlistarskólann á Akureyri á dög- unum og hafði þá starfað við skólann í 44 ár. „Tónlistarskólinn á Akureyri hefur notið góðs af frábæru frumkvæði Dýrleifar í gegn um tíð- ina og kann starfsfólk skólans henni mikla þökk fyrir frábært samstarf síðustu áratug- ina,“ segir á heimasíðunni.    Ég trúi bara ekki að þetta sé satt, segir menntaskólakennarinn Sverrir Páll Erlends- son á bloggsíðu sinni um það að bæjarfélagið ætli að spara með því að hætta að hita upp og lýsa sparkvellina við grunnskóla bæjarins.    Sverrir Páll segir að í ljósi slæms ástands í þjóðfélaginu sé talað um nauðsyn þess að gefa fólki kost á heilbrigðum viðfangsefnum eins og námi og líkamsrækt en nú sé komið í veg fyrir að fólk geti nýtt sér íþróttaaðstöðuna við skólana. Það finnst honum skrýtið.    Sundlaugin á Þelamörk hefur verið opnuð á ný eftir miklar endurbætur með nýju gufubaði, pottum og tilheyrandi. Best að dusta rykið af heitapottsskýlunni …    Leikararnir Halli og Gói troða upp á Græna hattinum á laugardagskvöldið og flytja end- urbætta útgáfu á dagskránni Lögin úr leikhús- inu. Með þeim leika sem fyrr Ingvi Rafn Ingvason, Hallgrímur Ingvason, Stefán Ing- ólfsson og Arnór Vilbergsson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Myndarleg Jónas Viðar myndlistarmaður mætti með flott skilti á fundinn á Ráðhústorgi í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Davíð Oddsson og Geir Hilmar Haarde voru með í för. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Þ að er tilviljun að ég er hér. Þegar ég sá starfið hjá Vör auglýst í byrjun árs 2006 var ég hér heima á milli starfa í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það sótti ég um. Það lýsir mér svolítið að ég hef áhuga á mörgum rannsókn- arsviðum innan líffræðinnar og hef gjarnan gripið gæsina þegar hún hefur gefist,“ segir Erla Björk Örn- ólfsdóttir, forstöðumaður Varar sjávarrannsóknaseturs við Breiða- fjörð. Sjávarrannsóknasetrið er með að- setur í Ólafsvík og hefur verið að byggjast upp hægt og bítandi. Þar eru nú fimm starfsmenn, auk Erlu; sjávarútvegsfræðingur, tveir mast- ersnemar í líffræði við Háskóla Ís- lands og tveir rannsóknarmenn. Erla gerir sér vonir um að sá sjöundi bætist við á þessu ári. Vör er alger- lega fjármögnuð með rannsókna- styrkjum og öðrum styrkjum frá fyrirtækjum og ríkinu og hefur orðið ágætlega ágengt í starfi sínu. „Starf mitt hér er mjög fjölbreytt. Þegar ég lít í baksýnisspegilinn sé ég að það hefur verið einstakt tæki- færi fyrir mig, að fá þetta starf,“ segir hún. Skilja samhengi hlutanna Frá upphafi hafa Erla Björk og samstarfsfólk hennar hjá Vör lagt alla sína krafta í að rannsaka vist- kerfi Breiðafjarðar frá grunni, það er að segja svifþörungana og eðlis- og efnafræðilegt umhverfi þeirra. Efnamælingar á sjó eru unnar í samstarfi við Sólveigu Ólafsdóttur hjá Hafrannsóknastofnuninni. Síðan hefur dýrasvif bæst við. „Þetta er grunnurinn fyrir rannsóknum sem tengjast nýtingu sjávarfangs á arð- bæran hátt. Það er lokatakmarkið,“ segir Erla og skýrir þetta nánar: „Við erum að byrja frá grunni vegna þess að þekking á svifþör- ungum og dýrasvifi í Breiðafirði er takmörkuð. Mér fannst því skyn- samlegast að byrja á því. Síðan má prjóna aðra hluti við. Ég tel að stefna eigi að því að þekkja fæðuvef- inn í Breiðafirði í heild sinni. Það má til dæmis gera með því að setja upp tölvulíkan þar sem allir lykilþættir lífríkisins eru settir inn, hver étur hvern og svo framvegis. Þegar lík- anið er fullgert má svo taka út ein- staka þætti og skilja samhengi hlut- anna. Þá má reyna að svara spurningum um það hvað ræður því hvaða tegundir eru hér, hversu mik- ið af þeim og hvernig skynsamlegast er að nýta þær. Ég verð sátt ef ég næ þessu,“ segir Erla Björk. Grunnrannsóknir af þessu tagi taka langan tíma því að breytileiki lífríkis og umhverfis er mikill frá ári til árs, eins og best sést í veðurfari. Vör er á sínu þriðja rannsóknarári. „Heimamenn göptu þegar ég sagði þeim að í mínum huga væru lang- tímarannsóknir tveggja til þriggja áratuga vinna,“ segir hún. Á þessu ári kynna starfsmenn Varar raunar frumniðurstöður fyrstu rannsókna- verkefna sinna. Samhliða grunnrannsóknunum vinnur Vör að þjónustu við fyrir- tæki. Helsta verkefnið á því sviði er rannsókn á beitukóngi í Breiðafirði. Ýtir undir áhuga á náttúrunni Vör var stofnuð af sveitarfélögum, fyrirtækjum og samtökum sjávar- útvegsins, ekki síst í Snæfellsbæ og Grundarfirði, og Háskóla Íslands. „Það skiptir máli að hafa þekking- arsetur á landsbyggðinni, meðal annars vegna þess að þar er vís- indafólkið nær rannsóknarefninu, við fáum aðra sýn á verkefnið. Það er líka kostur að við sem vinnum í litlum þekkingarsetrum á lands- byggðinni þurfum að leita samstarfs við aðrar stofnanir um ýmsa hluti og erum þess vegna meðvituð um smæð okkar. Staðsetningin skiptir einnig máli fyrir fólkið á stöðunum. Ég hef og ætla að vinna þannig að það sé auðveldara fyrir fólk á Vest- urlandi að nálgast upplýsingar og komast í tæri við sjóinn. Ég vil miðla þeirri þekkingu um náttúruna sem ég hef aflað mér. Grúsk er skemmti- legt. Ég vil ýta undir áhuga barna og unglinga á náttúrunni,“ segir Erla. Tvíeflist við viðurkenningar Vör fékk viðurkenningu sem frumkvöðull ársins á Vesturlandi 2007 og Erla Björk var valin Vest- lendingur ársins 2008 af héraðs- fréttablaðinu Skessuhorni. Hún reynir ekkert að fela það að henni þykja viðurkenningar úr samfélag- inu á Vesturlandi góðar. „Þetta er klapp á öxlina og það er gaman að vita af því að einhverjir hafa tekið eftir því sem við erum að gera og telja það þess vert að vekja á því at- hygli. Ég er svo hégómleg að ég tvíeflist við þetta, biddu fyrir þér. Ég verð að gera enn betur en áður til að sýna að ég er þessarar viðurkenningar verð. Það hafa margir samglaðst mér en skemmtilegastar eru kveðjur frá skólasystkinum mínum úr barna- skóla í Borgarfirði. Ein skólasystir sagði að gaman væri að sjá að ég hefði farið í langskólanám og komið til baka. Ég vil gjarnan láta nota mig sem slíka grýlu, ef það verður til þess að fleiri sjái að það er einhvers virði að fara í nám,“ segir Erla Björk Örnólfsdóttir. Reynir að skilja fæðuvefinn  Vör sjávarrannsóknasetur vinnur að grunnrannsóknum á lífríki Breiðafjarðar  Erla Björk Örnólfsdóttir forstöðumaður kynnir fyrstu niðurstöður í ár  Aðrir þættir verða prjónaðir við Morgunblaðið/RAX Rannsóknir Erla Björk Örnólfsdóttir heldur sínu striki við uppbyggingu rannsókna á lífríki Breiðafjarðar. Mark- miðið er að kortleggja fæðuvef fjarðarins og byggja skynsamlega nýtingu auðlindarinnar á þeim upplýsingum. Í HNOTSKURN »Erla Björk Örnólfsdóttirer 42 ára, fædd og alin upp í Borgarfirði. »Hún lauk mastersprófi ílíffræði frá Háskóla Ís- lands árið 1994 og dokt- orsprófi í sjárvarlíffræði frá Texas A&M University í Bandaríkjunum árið 2002. »Erla Björk hefur verið for-stöðumaður Varar sjáv- arrannsóknaseturs frá stofn- un, 2006. Áður starfaði hún í Bandaríkjunum við rann- sóknir á samfélögum svifþör- unga og veira er þá sýkja. Þá starfaði hún um tíma á Veiði- málastofnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.