Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 23
Daglegt líf 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009
Valgeir Sigurðsson segir kveð-skap hafa verið sína „bölvun
og einustu huggun“ síðan hann
var krakki. Hann yrkir:
Sagt er að hugsjónin sé fyrir bí
í sífelldu hagsmunabrauki,
en ég er þó ráðherra, jafnt fyrir því
– og jafnaðarmaður að auki!
Hann orti um sölu Símans:
Sumir varla vatni héldu,
vitlausir af hrósinu,
þegar Bakkabræður seldu
beztu kúna úr fjósinu.
Þegar núverandi ríkisstjórn var
nýmynduð, kom Siv Friðleifs-
dóttir fram í Sjónvarpinu, sagði
að þetta væri frjálshyggjustjórn,
og flokkur hennar myndi berjast
af alefli gegn ríkisstjórninni! Val-
geiri varð að orði: „Heyr á en-
demi! Flokkurinn, sem árum sam-
an hefur tekið þátt í argvítugustu
frjálshyggjustjórn á Íslandi og
stutt öll hennar verstu verk, –
þykist hann nú ætla að grafa upp
sín gömlu og góðu stefnumál, fé-
lagshyggju, samvinnuhugsjón
o.s.frv? Jæja!“ Og til varð vísa um
flokkinn:
Ekki var hann illa skaptur,
ýmsum jafnvel nokkuð kær.
Reynir nú að æla aptur
öllu sem hann kyngdi í gær.
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Af hugsjón og
Bakkabræðrum
Fjarðarkaup
Gildir 22. jan. – 24. jan. verð nú verð
áður
mælie. verð
Hamborgarar 2 x 115 g m/
brauði.......................................
298 376 298 kr. pk.
Nauta T-bone ............................ 2498 2998 2498 kr. kg
Folaldagúllas ............................ 1098 1478 1098 kr. kg
Móa ferskur kjúklingur................ 698 998 698 kr. kg
Ísfugl kjúklingabringur ................ 1933 2975 1933 kr. kg
Ali helgarsteik ........................... 1139 1898 1139 kr. kg
Ali grísagúllas............................ 1315 1878 1315 kr. kg
Ali grísasnitsel ........................... 1315 1878 1315 kr. kg
Ali grísahnakki beinlaus ............. 1079 1798 1079 kr. kg
Hagkaup
Gildir 22. jan. – 25. jan. verð nú verð
áður
mælie. verð
Óðals svínalundir....................... 1239 2478 1239 kr. kg
Óðals svínakótilettur .................. 1127 1879 1127 kr. kg
Óðals svínagúllas ...................... 1127 1879 1127 kr. kg
Óðals svínahnakki ..................... 1079 1798 1079 kr. kg
Óðals svínarifjasteik................... 599 998 599 kr. kg
Holta læri m/legg, bbq............... 623 959 623 kr. kg
Íslandsnaut T-beinasteik ............ 2379 3398 2379 kr. kg
Jói Fel. pizzadeig ferskt............... 287 359 287 kr. stk.
Víking pilsner 0,5 l dós............... 99 129 99 kr. stk.
Heilsubrauð Hagkaups ............... 269 479 269 kr. stk.
Krónan
Gildir 22. jan. – 25. jan. verð nú verð
áður
mælie. verð
Ungnauta piparsteik .................. 2167 3095 2167 kr. kg
Ungnauta mínútusteik................ 2399 3198 2399 kr. kg
KEA hangikjöt soðið ................... 2548 2998 2548 kr. kg
Móa læri/leggir magnkaup ......... 569 949 569 kr. kg
Graskersbrauð........................... 299 399 299 kr. stk.
Goða súrsaðir hrútspungar ......... 2422 2849 2422 kr. kg
Goða lundabaggar súrir.............. 1549 1822 1549 kr. kg
Goða súr sviðasulta ................... 2123 2498 2123 kr. kg
Goða dúett súrir pungar/
sviðasulta .................................
2090 2459 2090 kr. kg
Goða þorramatur í fötu 1,2 kg..... 1999 2363 1999 kr. stk.
Nóatún
Gildir 22. jan. – 25. jan. verð nú verð
áður
mælie. verð
Goða þorrabakki........................ 1258 1398 1258 kr. kg
Súr lifrarpylsa............................ 1168 1298 1168 kr. kg
Súr blóðmör .............................. 1168 1298 1168 kr. kg
Súr lundabaggi.......................... 1118 1398 1118 kr. kg
Súrir bringukollar ....................... 839 1198 839 kr. kg
KEA hangikjöt soðið ................... 2398 2998 2398 kr. kg
Soðin svið ................................. 798 879 798 kr. kg
Lambafile með fiturönd .............. 2998 3998 2998 kr. kg
Grísakótilettur............................ 998 1498 998 kr. kg
Myllu jöklabrauð........................ 199 246 199 kr. stk.
Þín verslun
Gildir 22. jan. – 28. jan. verð nú verð
áður
mælie. verð
Kristall Plús 6 pk ávaxtabragð ..... 698 839 117 kr. stk.
Homeblest 300 g ...................... 165 195 550 kr. kg
Nesquik áfylling 500 g ............... 329 439 658 kr. kg
Hatting Filone Bianco 250 g ....... 335 419 1340 kr. kg
Ota Solgryn haframjöl 500 g....... 219 269 438 kr. kg
Build Up Vanilla 152 g ............... 498 665 3277 kr. kg
Nóa karamellusprengjur 150 g ... 149 198 994 kr. kg
Hunts tómatsósa 680 g ............. 245 298 361 kr. kg
La Choy Soy Sauce 148 ml......... 249 298 1683 kr. kg
Helgartilboðin
Þorramaturinn á tilboði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SÉRFRÆÐINGAR hafa lengi hald-
ið því fram að foreldrar, aðallega
mæður, upplifi margir hverjir þung-
lyndi og tilgangsleysi eftir að börnin
eru flogin úr hreiðrinu.
En nú er talið að þetta sé á mis-
skilningi byggt. Þótt margir sakni
barna sinna eru aðrir sem njóta auk-
ins frelsis. Þá segir ný rannsókn sér-
fræðinga við Berkeley-háskóla að
hjónabönd batni eftir að börnin fari
að heiman þvert á viðteknar hug-
myndir um að hjón uppgötvi mörg
hver á þessum tímapunkti að þau
eigi fátt sameiginlegt
„Það er ekki þannig að foreldrarn-
ir séu óhamingjusamir með börnin
heima heldur að þeir verði enn
ánægðari þegar afkvæmin fara,“
segir Sara Melissa Gorchoff, einn
rannsakenda.
Ánægðari án barnanna
Morgunblaðið/Þorkell
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Undirbúningur hjónannaSigurjóns Péturssonarog Þóru HrannarNjálsdóttur fyrir
lengstu og erfiðustu vélsleða-
keppni í heimi er nú á lokastigi.
Keppendur verða að koma til
Alaska um viku fyrir keppnina,
m.a. svo hægt verði að athuga
hvort búnaður þeirra uppfylli ör-
yggiskröfur.
Sigurjón og Þóra Hrönn fljúga á
mánudag með Icelandair til New
York og áfram sama dag til
Seattle á vesturströnd Bandaríkj-
anna. Morguninn eftir fljúga þau
til Anchorage, en flugið þangað
tekur þrjár klukkustundir og
fjörutíu mínútur. Þau eiga að baki
nokkrar ferðir til Alaska og segir
Sigurjón að Alaska sé ekki aðeins
landfræðilega fjarlægt öðrum ríkj-
um Bandaríkjanna heldur sé
þankagangur heimamanna einnig
ólíkur því sem sunnar gerist í
ríkjasambandinu.
„Það er mjög langt frá Alaska
til höfuðborgarinnar Washington í
öllu tilliti,“ sagði Sigurjón. „Þarna
býr þjóð sem þarf að reiða sig á
mátt sinn og megin. Margir búa í
dreifbýli við einangrun og í nánum
tengslum við náttúruna. Alaska-
menn tala gjarnan um sig og svo
„hina“ – þá sem búa í hinum 48
ríkjum Bandaríkjanna á megin-
landi N-Ameríku.“
Sigurjón segir Alaskabúa, eink-
um í dreifbýli, mjög gestrisna og
góða heim að sækja. „Gestrisni
þeirra er lík gömlu íslensku gest-
risninni. Það þykir sjálfsagt að
veita gestum húsaskjól og góðan
beina, því þú veist aldrei hvenær
þú þarft sjálfur á gestrisni ann-
arra að halda.“
Strangar öryggiskröfur
Keppnin snýst fyrst og fremst
um að komast á leiðarenda. Þátt-
takendur í atvinnumannaflokki
keppast um að koma fyrstir í
mark. Engu að síður ríkir gagn-
kvæm hjálpsemi milli keppnisliða.
Ef einhver lendir í ógöngum reyna
hinir að hjálpa.
Miklar kröfur eru gerðar til
búnaðar keppenda. Þóra Hrönn og
Sigurjón munu nota talsvert af
búnaði sem þau hafa fengið hjá
styrktaraðilum hér á landi. Þau
verða í úlpum og jökkum frá 66°N,
stoðtækjafyrirtækið Össur hefur
útbúið varnarspelkur og brynjur
úr koltrefjaefnum og títani sem
verja m.a. ganglimi fyrir höggum.
Stormur hefur útvegað þeim skjól-
fatnað og þau munu nota leið-
sögutæki frá Garmin-umboðinu.
Vestur í Alaska bíða m.a. heim-
skautasvefnpokar, hlý nærföt,
sokkar og hlífðarföt. Þessu verður
öllu vakúmpakkað til að minnka
fyrirferðina. Þetta er neyðarbún-
aður til að hafa á sleðunum ef ske
kynni að þau blotnuðu eða þyrftu
að búa um sig í óbyggðum. Þá
verða þau með tjöld á sleðunum og
mat til tveggja daga. Einnig neyð-
arblys, áttavita, landakort, sjúkra-
kassa o.fl. Vélsleðarnir eru sér-
búnir bandarískir keppnissleðar af
gerðinni Arctic Cat F6 Sno Pro.
Fjaðrabúnaður sleðanna er sér-
staklega styrktur fyrir keppnina.
„Allir keppendur þurfa að mæta
með sleðana sína og allan búnað í
bænum Wasilla hinn 31. janúar.
Keppnin hefst þarna í heimabæ
Söruh Palin, sem var varafor-
setaefni repúblikana, en Todd
maður hennar hefur oft tekið þátt
í keppninni og sigrað fjórum sinn-
um,“ sagði Sigurjón. Eftirlitsmenn
fara gaumgæfilega yfir allan bún-
að, sérstaklega öryggisbúnað. Um
kvöldið er svo dregið um rásröð. Í
liði með Sigurjóni og Þóru Hrönn
eru tveir Alaskamenn, bræðurnir
Will og Wally Smith. Lið þeirra er
kallað Iceland-Alaska Snowmach-
ine Team og hefur fengið liðsnúm-
erið 40. Næstu dagar fara í æf-
ingakeyrslur og sagði Sigurjón að
þau ætluðu að aka fyrstu dagleið-
ina frá Wasilla að minnsta kosti
tvisvar sinnum fram og aftur. Þá
er ekið eftir ánum Yentna og
Skwentna sem báðar eru á ís. Síð-
an liggur leiðin um opnar sífrera-
sléttur og þéttvaxna skóga Alaska
til bæjanna Nome við Barentshaf
og Fairbanks inni í landi þar sem
keppninni lýkur.
Keppendur eru skráðir fjórum
sinnum á dag. Fyrst við rásmark
dagsins, síðan á tveimur við-
komustöðum þar sem geymdar eru
bensínbirgðir og svo á áfangastað.
Á sleðunum er sjálfvirkur stað-
setningarbúnaður og verður hægt
að fylgjast með framvindu ís-
lensku keppendanna á heimasíðu
þeirra: www.icelandalaska.com.
Undirbúningur á lokastigi
Ljósmynd/Sigurjón Pétursson
Vélsleðakappar Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir eru að leggja lokahönd á undirbúning þátttöku í
lengstu og erfiðustu vélsleðakeppni í heimi. Myndin var tekin í undirbúningsferð í Dawson City í 32°C frosti.
Strangar kröfur eru gerðar til útbúnaðar keppenda í Iron Dog-vélsleðakeppninni í Alaska Kepp-
endur verða að vera viðbúnir því að þurfa að slá upp tjöldum og gista í fimbulkulda óbyggða Alaska
Í HNOTSKURN
»The Tesoro Iron Dog Racehefst í Alaska 8. febrúar
næstkomandi. Eknir eru 3.172
km um óbyggðir Alaska á níu
dögum. Oft er -30° til -45°C
frost á þessum slóðum.
»Þrjár konur taka þátt íkeppninni, ein þeirra er
Þóra Hrönn Njálsdóttir. Hinar
eru Alaskabúar.
Lengsta og erfiðasta vél-
sleðakeppni í heimi hefst
6. febrúar. Meðal kepp-
enda eru íslensku hjónin
Sigurjón Pétursson og
Þóra Hrönn Njálsdóttir.