Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 ÞORSTEINN Steingrímsson, eig- andi Barónsstígs 47, þar sem Heilsuverndarstöðin var til húsa, leitar að leigjendum í húsið. Rúmur mánuður er síðan samningurinn við Heilsuverndarstöðina rann út. „Ég reikna með að fjölbreytt starfsemi verði í húsinu, en vonast helst til þess að húsið leigist undir lækna- og heilbrigðisstarfsemi þar sem allar endurbætur á húsinu hafa miðast við að þar sé læknastarf- semi.“ Hann segir þó ekki útilokað að vera með skrifstofur í stórum og góðum sjúkrastofum. „Á tímum þrenginga verður að haga seglum eftir vindi.“ Rólega gangi að semja um endurleigu þessara 5.000 fer- metra, en þó séu þreifingar í gangi. „Allt þokast þetta í rétta átt.“ gag@mbl.is Vill gjarnan leigja læknum Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „VIÐ reynum alltaf að leysa málin með samningum við viðskiptavinina og teljum okkur sýna þeim sanngirni enda er það okkur hagur að við- skiptavinurinn geti greitt af bíln- um og staðið við sínar skuldbind- ingar. Þar fara hagsmunir SP og viðskiptavina saman. Því miður eru dæmi, örfá, þar sem lítill eða enginn vilji er á hinum endanum til að leysa vandamálin,“ segir Kjart- an Georg Kjartansson, fram- kvæmdastjóri SP-Fjármögnunar. Örfá hundruð bíla voru tekin til baka á síðasta ári með vörslusviptingu, en þrefalt fleiri en árið áður. „Ef fólk borgar ekki af láni sínu þá missir það bílinn fyrr eða síðar.“ Kjartan hefur unnið við fjár- mögnun bílaviðskipta frá 1987 og hefur rekið SP-Fjármögnun hf. í 14 ár. Hann þekkir bæði kreppu- og velmegunartíma í þessum við- skiptum en viðurkennir að erfiðleik- arnir nú séu þeir mestu sem hann hefur upplifað. Lánið yfir verðmæti bílsins Stór hluti bílaviðskipta hefur á síðustu árum verið fjármagnaður með kaupleigusamningum í erlend- um gjaldmiðlum. Lækkun á gengi ís- lensku krónunnar hefur skapað mörgum lántakendum erfiðleika því mánaðarlegar afborganir hafa tvö- faldast á skömmum tíma. Á sama tíma hefur markaðsverð bílanna lækkað, auk þess sem erfitt er að selja. Áhvílandi skuldir eru því í mörgum tilvikum orðnar mun hærri en markaðsverð bílanna, eins og sést á dæmum í meðfylgjandi töflu. Kjartan fullyrðir að fólk hafi ávallt átt kost á verðtryggðum lánum til jafns við myntkörfulán við bílakaup hjá SP-Fjármögnun og kannast ekki við að erlendu lánunum hafi verið ot- að að fólki. Lánin eru veitt fyrir milligöngu bílasala, bæði vegna not- aðra bíla og nýrra, og segir Kjartan eðlilegt, miðað við þankagang okkar Íslendinga, að fólk hafi tekið þann kostinn sem við útreikning á þeim tíma sýndi að það gæti leyft sér að kaupa heldur dýrari bíl. Því hafi er- lendu lánin gjarnan orðið fyrir val- inu. Fall krónunnar gerbreytti þess- um forsendum. Lengi var miðað við að veita ekki lán yfir 70 til 75% af kaupverði bíls en á síðustu árum hafa lánin farið allt upp í 80 til 90%. Kjartan viður- kennir að það hafi verið mistök að hækka lánshlutfallið. Samkeppnin á markaðnum hafi gert það ómögulegt að standa í ístaðinu. Það hefði dæmt fyrirtækið úr leik. Sama sé að segja um erlendu lánin. Markaðurinn hefði talið þau hagkvæmari og ekki hægt að skorast undan. Hins vegar hafi SP-Fjármögnun dregið mjög úr þeim á fyrrihluta síðasta árs, vegna aðstæðna við fjármögnun bílalána. Bíllinn er eign lánveitandans Sú breyting sem varð á fjár- mögnun bílalána þegar svokallaðir bílasamningar tóku við af skulda- bréfalánum, var að sögn Kjartans forsendan fyrir því að talið var óhætt að hækka lánshlutfallið. Inn- heimtuferlið tekur skemmri tíma í bílasamningi en þegar bíll er veð fyrir skuldabréfaláni enda er bíla- samningur í raun kaupleigusamn- ingur. Lánveitandinn kaupir bílinn en veitir viðskiptavininum ótak- markaðan afnotarétt af honum með ákveðnum skilyrðum. Kjartan segir að ef viðskiptavin- urinn standi ekki í skilum sé ítrekað haft samband við hann og reynt að fá hann til að standa í skilum, bæði á vegum fyrirtækisins sjálfs og hjá innheimtufyrirtæki. Viðskiptavin- urinn hafi einnig möguleika á að koma málum í lag þegar málið sé komið í innheimtu hjá lögfræðingi og farið er fram á vörslusviptingu. Meira að segja þegar búið sé að sækja bílinn eigi viðskiptavinurinn kost á að koma láninu í skil og fá bíl- inn til baka. Flestir standa í skilum, þótt hart sé í ári. Kjartan segir að þrefalt fleiri bílar hafi verið teknir til baka með vörsluskiptingu á nýliðnu ári en á árinu á undan. Hann gefur ekki upp nákvæmar tölur um fjöldann, nefnir að örfá hundruð bíla sem SP hefur fjármagnað fari þetta ferli til enda. Þessa stundina er fyrirtækið með 24 óselda bíla eftir vörslusvipt- ingu. Kjartan vekur athygli á því að þetta sé enn lítið brot af þeim mikla fjölda bíla sem SP hafi fjármagnað. Hugað að framhaldinu SP-Fjármögnun reið á vaðið með frystingu afborgana á bílasamn- ingum. Það býður viðskiptavinum sínum að greiða vexti af lánunum en fresta afborgunum af höfuðstólnum í fjóra mánuði. Þetta getur fólk gert án mikillar fyrirhafnar og sér að kostnaðarlausu. Um sjö þúsund bíl- eigendur hafa nýtt þetta eða tæp- lega helmingur þeirra fimmtán þús- und sem gert hafa bílasamninga við fyrirtækið. Þegar bætt hefur verið við rekstrarleigubílum er SP- Fjármögnun raunverulegur eigandi um 25 þúsund bíla. Er það svipað og tvö eða þrjú önnur fjármögn- unarfyrirtæki. Þessu aðlögunartímabili er að ljúka hjá þeim sem fyrstir sömdu og að óbreyttu hækkar afborgunin í fyrra horf 1. mars. Kjartan segir að þar sem ástandið sé óbreytt, krón- an hafi ekki jafnað sig, sé verið að huga að því hvernig hægt sé að koma til móts við viðskiptavinina áfram, til að fleyta þeim yfir erf- iðleikana til lengri tíma. Þetta úr- ræði verður kynnt á næstu dögum eða vikum. Beggja hagur að semja  SP-Fjármögnun tók til sín þrefalt fleiri bíla á síðasta ári en á árinu á undan  Framkvæmdastjórinn segir alltaf reynt að leysa málin með samningum                        !  !"! # #$%&   """               !"! # '!%! # ()%! "             Kjartan Georg Gunnarsson Verðmat Bílgreinasambandsins, sem byggist á upplýsingum um raunverð í bílaviðskiptum, er lagt til grundvallar við mat á bíl sem SP-Fjármögnun tekur til sín frá kaupendum með vörslusviptingu. Kjartan Gunnarsson vekur athygli á því að komið hafi í ljós að þetta mat sé frekar of hátt en of lágt, eins og þeir sem selt hafa bíl þekki. Eins og staðan er núna geti einnig tekið langan tíma að selja bílinn. SP-Fjármögnun lætur Frumherja meta ástand bílsins og þar með kostnað við að koma honum í lag. Áætlaður viðgerðarkostnaður er dreg- inn frá matsverðinu, við uppgjör við viðskiptavininn. Einnig eru dregin frá 15% afföll sem eiga að standa undir fjármagnskostnaði, tryggingum, geymslu bílsins og sölu. Kjartan segir að bílarnir sem teknir eru til baka séu í misjöfnu ástandi og margir séu illa umgengnir og illa farnir. „SP hagnast ekki á því að taka þá til baka. Hagsmunir SP felast í því að leysa málin í góðri sátt við við- skiptavini okkar, ef þeir lenda í vanda,“ segir Kjartan. Matið frekar of hátt en of lágt MEIRIHLUTI kjósenda getur krafist þess að efnt verði til kosn- inga, samkvæmt frumvarpi sem tíu þingmenn Samfylkingarinnar ætla að leggja fram á Alþingi. Er í frum- varpinu gert ráð fyrir að minnst helmingur þess fjölda sem kaus í síð- ustu almennu alþingiskosningum geti farið fram á slíkt. Þá er lagt til að hið sama gildi um almennar sveit- arstjórnarkosningar. Tilgangur frumvarpsins er, að því að segir í greinargerð, að stuðla að lýðræðislegri stjórnarháttum. Stjórnvöldum verði þannig veitt að- hald með því að vita af því að kjós- endur geti, nái þeir samstöðu um það, farið fram á kosningar. Fyrsti flutningsmaður frumvarps- ins er Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Meirihluti geti krafist kosninga STRAX í býtið í gærmorgun hófust hreinsunarstörf við alþingishúsið eftir mótmælaöldu þriðjudagsins. Hreinsa þurfti veggi og glugga sem mótmæl- endur höfðu látið dynja á matvæli og ýmislegt lauslegt. Nokkrar rúður voru brotnar og skipt um þær. Morgunblaðið/Ómar Alþingishúsið þrifið TÆPLEGA 70% Íslendinga telja að efnahagsástandið muni versna hér á landi á næstu mánuðum. Á heims- vísu er hlutfallið tæp 50%. Þetta er meðal niðurstaðna úr könnun um áhrif fjármálakreppunnar á almenn- ing sem framkvæmd var í sautján löndum. Capacent Gallup sá um könnunina á Íslandi. Bretar eru einna svartsýnastir um horfur í efnahagsmálum en 78% þeirra telja að ástandið muni versna næstu þrjá mánuði. Helmingur Íslendinga taldi að tekjur fjölskyldu þeirra myndu lækka á næstu 12 mánuðum og voru þeir, ásamt Kóreumönnum, svart- sýnastir hvað þetta atriði varðaði. Einnig var spurt hvort nú væri góð- ur tími eða slæmur til að festa kaup á húsnæði. 66% Íslendinga töldu að nú væri slæmur tími til þess en hlut- fallið á heimsvísu var 43%. Þá voru Íslendingar einna svart- sýnastir hvað varðaði traust á rík- isstjórn til að ná stjórn á efnahags- vandanum og traust til þess að bankarnir nái stöðugleika. Könnunin var framkvæmd með netkönnun dagana 4.-9. desember sl. Úrtakið var 1.129 manns og svar- hlutfallið 55%. Íslendingar með þeim svartsýnustu Viðhorf til fjármálakreppunnar kannað ÖRYRKJABANDALAG Íslands hyggst láta lögmenn sína kanna lagalegan rétt félagsmanna sinna gangi ríkis- stjórnin gegn lög- um um verðbæt- ur á greiðslur almannatrygg- inga til yfirgnæf- andi meirihluta elli- og örorkulíf- eyrisþega. „Það er ekkert ósk- astaða okkar að vera með fullt af málum fyrir dóm- stólum en þetta mál verður alvarlega skoðað,“ segir Halldór Sævar Guð- bergsson, formaður Öryrkjabanda- lagsins. Ákvæðið um að bætur al- mannatrygginga ættu aldrei að hækka minna en neysluvísitalan hefði verið þeirra varnagli ef skapast myndi ástand eins og það sem nú er í þjóðfélaginu. „Þess vegna olli það talsverðum vonbrigðum að það voru bara um 4.000 öryrkjar sem fengu fullar verðbætur upp á 19,6% á með- an um 30.000 manns fengu ekki nema 9,6% verðbætur. Við förum fram á að menn endurskoði þetta.“ Í ályktun sem aðalstjórn Öryrkja- bandalagsins sendir frá sér mótmæl- ir hún „þessari aðför að lífeyris- þegum og langveikum harðlega og fer fram á að stjórnvöld grípi til ann- arra og réttlátari aðgerða í þeim efnahagsvanda sem við er að glíma“. annaei@mbl.is Kanna lagalegan rétt sinn ÖBÍ telur stjórn- völd brjóta lög Halldór Sævar Guðbergsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.