Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 HEIMILI og skóli – landssamtök foreldra og SAFT, í samstarfi við Símann, fóru nýverið af stað með fræðsluherferð um örugga netnotk- un barna. Kannanir SAFT gefa til kynna að 99% grunnskólabarna hafi netaðgang. Markmiðið með herferðinni er að vekja athygli foreldra og forráða- manna á þeim hættum sem leynast á netinu, og hvernig þær ber að varast. Jafnhliða hefur Síminn sett á markað Netvarann, sem er gott og öruggt hjálpartæki. Netvarinn er beintengdur við Websence sem er leiðandi í heim- inum í öryggi á netinu. Síminn býð- ur Netvarann endurgjaldslaust til viðskiptavina og er það fyrsta fjar- skiptafyrirtækið í heiminum sem kaupir leyfi handa öllum sínum við- skiptavinum. Einnig hafa Heimili og skóli boð- ist til að halda erindi um örugga netnotkun fyrir skólaráð og for- eldrafélög, þeim að kostn- aðarlausu, næstu vikurnar. andri@mbl.is Fræðsluherferð um örugga netnotkun grunnskólabarna hrundið af stað HVERFISRÁÐ Vesturbæjar veitti Melaskóla styrk til kaupa á eftirlits- myndavélum við skólann. Markmiðið með að setja upp eftirlitsmyndavél- arnar er að efla forvarnir gagnvart einelti, eignarspjöllum og óæskilegri umferð á skólalóðinni, segir í tilkynn- ingu. „Þessar vélar eru góð viðbót við það eftirlit sem starfsmenn skólans veita á skólalóðinni og er ætlað að bæta öryggi, vellíðan og samskipti barna á skólalóðinni,“ segir enn- fremur í tilkynningunni. Eftirlits- myndavélarnar eru í gangi allan sólarhringinn til að koma í veg fyrir eign- arspjöll eins og veggjakrot og rúðubrot. Eftirlitsmyndavélar við Melaskóla til að efla forvarnir gegn einelti og eignaspjöllum Við skólann Skólastjórinn og fulltrúar hverfaráðs Vesturbæjar. SENDIRÁÐ Japans og japönsk fræði við Háskóla Íslands standa að Japans-hátíð í hátíðarsal Há- skóla Íslands nk. laugardag kl. 13- 17. Gestum er boðið að upplifa jap- anska menningu af ýmsum toga. Sýningar verða á hefðbundnum japönskum teathöfnum, bragðað á japanskri matseld, lært að búa til origami og kennt að skrifa nafnið sitt á japönsku. Japanskar bar- dagaíþróttir verða sýndar á sviði, kynnt verður japönsk popptónlist, boðið verður upp á kennslu í jap- anska borðspilinu go, og áhuga- sömum leyft að prófa japanska tölvuleiki og spreyta sig í karókí. Japanshátíð í Háskóla Íslands Morgunblaðið/Kristinn VERSLUNIN Heilsuhúsið fagnar í ár 30 ára afmæli sínu. Staðið verð- ur fyrir fjölmörgum viðburðum á árinu í tilefni tímamótanna. Margt verður í boði á afmæl- isárinu. Hefst það nú í janúar með vörutilboðum og margvíslegri út- gáfustarfsemi. Sem dæmi má nefna að afmælisútgáfa Heilsufrétta verð- ur sérstaklega vegleg og verður blaðinu nú sem áður dreift inn á flest heimili landsins. Heilsuhúsið 30 ára BANDALAG háskólamanna lýsir andstöðu við þær fyrirætlanir stjórnvalda að skera niður í rík- isfjármálum sem bitna á börnum, ungmennum, fötluðu fólki, sjúk- lingum og öldruðum. Niðurskurður í ríkisþjónustu á að mati BHM allra síst að bitna á þeim sem minnst mega sín. Á tímum sem þessum ætti að vera forgangsmál að styrkja þjónustu við þá sem höllustum fæti standa. Mótmæla rangri forgangsröðun STARFSMANNAFÉLAG Heil- brigðisstofnunar Vestmannaeyja telur fyrirhugaða sameiningu við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi hafa verið vanhugsaða ákvörðun. Sérstaða Eyjamanna sé sú að þeir búi á eyju og er samgöngum þannig háttað að það tekur langan tíma að komast á Selfoss og ákvörðunin gæti því stefnt mannslífum í hættu. Vanhugsuð ákvörðun STUTT Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is TIL endurskoðunar er hjá fram- kvæmdastjórn Sjúkrahússins á Ak- ureyri (FSA) hvort mögulegt er að breyta framkvæmd sparnaðar frá því sem fyrirhugað var. Skv. nýlega samþykktum fjár- lögum þarf FSA að lækka útgjöld um 250-300 milljónir króna á árinu og þar af átti að spara 17,5 milljónir með því að leggja niður dagdeild geðdeildar í núverandi mynd og sameina hana göngudeild í haust. Forráðamenn Geðhjálpar fund- uðu í gær með framkvæmdastjórn FSA, einnig með starfsfólki og gest- um á dagdeildinni og loks með Sig- rúnu Björk Jakobsdóttur bæjar- stjóra. „Þeir sögðu okkur að það væri verið að fara yfir málið aftur og frétta væri að vænta fljótlega – jafn- vel í þessari viku. En því var ekki lofað að hætt yrði við að leggja niður dagdeildina og síðan sameininguna,“ sagði Sigursteinn Másson, varafor- maður Geðhjálpar, þegar hann ræddi við blaðamenn um fundinn með framkvæmdastjórn FSA. Sigursteinn sagði að hann og Svanur Kristjánsson, formaður Geð- hjálpar, hefðu lagt mikla áherslu á það, á fundinum með stjórnendum FSA, að ekki yrði rof á þjónustunni við þá sem áttu að fá pláss á dag- deildinni í febrúar. „Við trúum því ekki að þetta verði niðurstaðan fyrr en við tökum á því,“ sagði Svanur. Þeir Sigursteinn sögðu ríkan vilja hjá bæjaryfirvöldum að vinna að lausn málsins og Svanur sagði að- komu bæjarins mikilvæga í því skyni að reynt yrði að koma í veg fyrir það slys sem yrði ef þessi hluti þjónust- unnar félli niður. Spara átti 17,5 milljónir kr. með því að leggja niður dagdeildina í nú- verandi mynd en Sigursteinn fullyrti að sá sparnaður næðist ekki á þessu ári, m.a. vegna kjarasamninga. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ákveðnir Svanur Kristjánsson formaður og Sigursteinn Másson varaformaður Geðhjálpar á Akureyri í gærdag. Ekki rjúfa þjónustuna  „Trúum þessu ekki fyrr en við tökum á því“  Stjórn FSA kannar hvort hægt verður að breyta framkvæmd sparnaðar Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is SKULDARAR eiga að fá innheimtu- viðvörun sem ekki má kosta meira en 900 krónur áður en innheimta á gjald- föllnum reikningum hefst. Þetta er samkvæmt nýrri reglugerð sem Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra undirritaði í gær og tekur gildi 1. febrúar. Ekkert hámark hefur verið á upphæðinni sem rukka má við inn- heimtuaðgerðir fram að þessu, en reglugerðin er sett í samræmi við ný innheimtulög sem tóku gildi um ára- mótin. Reglugerðin á við innheimtuað- gerðir áður en krafa fer í lögfræðiinn- heimtu. Samkvæmt henni má rukka mismunandi gjöld eftir höfuðstól kröfunnar, en þó ekki meira en 1.230 kr. fyrir lágar kröfur, en allt að 5.500 kr. fyrir hærri kröfur. Fullháar fjárhæðir Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, fagnar því að reglugerðin taki svo fljótt gildi og að hún nái einnig til lögmanna sem stunda milliinnheimtu. Hann fagnar því einnig að skýrt sé kveðið á um að óheimilt sé að rukka vanskilagjöld og að hlutfallskostnað- ur sé óheimill. „Mér finnst hins vegar fjárhæðirnar sem nefndar eru fullhá- ar miðað við þær sem voru í drögum. Krafa upp á 6.500 krónur getur leitt af sér hátt í 13 þúsund króna kostnað. En sé dæmi tekið um 45 þúsund króna kröfu getur kostnaður við inn- heimtu numið 18 þúsund krónum. Þetta eru fullháar fjárhæðir.“ Sigurður Arnar Jónsson, forstjóri Intrum, segir starfsmenn hræðast að missa vinnuna vegna fimmtungs tekjuskerðingar sem fyrirtækið verði nú fyrir. „Hér verða hins vegar ekki hópuppsagnir.“ Fyrirtækið vilji halda uppi þjónustustigi sínu. Hann er þokkalega sáttur. „Upphæðirnar eru tiltölulega raunsæjar og ljóst að neyt- endur fá ákveðna vernd. Ég vil þó meina að verndin sé heldur öryggis- ventill en að verið sé að koma böndum á eitthvert okur innheimtufyrirtækja. Breytingin er ekki það veruleg.“ Borga minna fyrir innheimtu skulda  Skuldarar fá nú viðvörun áður en gjaldfallnir reikningar eru innheimtir  Tekjur Intrum skerðast um fimmtung Morgunblaðið/Golli Fjárskortur? Ekki er ódýrt að skulda þótt hámark hafi verið sett á inn- heimtugjöld vegna vanskilakrafna einstaklinga. Í HNOTSKURN »Neytendasamtökin fagnareglugerðinni á heimasíðu sinni en finnst að með því að leyfa innheimtu á ítrekunum í milliinnheimtubréfi verði kostnaður fljótur að hlaðast upp. »Samtökin segja að í fyrridrögum að reglugerðinni hafi upphæð ítrekananna ver- ið lægri og því hafi reglugerð- in að þessu leyti komið á óvart. Heimasíðan: www.ns.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.