Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.01.2009, Blaðsíða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 ✝ Jenný Haralds-dóttir fæddist á Eskifirði í Suður- Múlasýslu hinn 9. október 1927. Hún lést 13. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Har- aldur Víglundsson tollvörður og lög- reglumaður á Seyð- isfirði, f. í Mjóafirði 9. júlí 1905, d. 21. októ- ber 1974, og Arn- björg Sverrisdóttir húsfreyja, f. í Nes- kaupstað 16. febrúar 1905, d. 4. nóvember 1987. Systkini Jennýjar eru 1) Svandís, f. 1. mars 1929; 2) Sverrir, f. 8. júlí 1930, d. 8. sept- ember 2008; 3) Sigrún, f. 5. ágúst 1933; og 4) Pálína, f. 2. mars 1942. Hinn 15. mars 1958 giftist Jenný Sigurgeiri Péturssyni skipstjóra frá Ófeigsfirði á Ströndum, f. 25. maí 1928, d. 23. júlí 2007. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson, f. í Ófeigsfirði 4. mars 1890, d. 21. sept- ember 1974, og Ingibjörg Ketils- dóttir, f. á Ísafirði 24. september 1889, d. 3. desember 1976. Sigurgeir og Jenný kynntust á Seyðisfirði en þaðan lá leiðin til Reykjavíkur. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau í Laug- arneshverfinu en árið 1968 fluttust þau í Holtagerðið í Kópa- vogi og bjuggu þar alla tíð síðan. Dóttir Jennýjar og Sig- urgeirs er Arndís Björg, f. 11. október 1960, maki Bára Kristín Kristinsdóttir, f. 21. janúar 1960. Jenný ólst upp á Seyðisfirði. Að loknum barna- og unglingaskóla fór Jenný til náms í Húsmæðraskól- ann að Laugalandi í Eyjafirði og út- skrifaðist þaðan árið 1947. Um tíma vann hún í apótekinu á Seyðisfirði. Að skólagöngu lokinni vann hún á símstöðinni á Seyðisfirði í 10 ár. Eftir að Jenný og Sigurgeir fluttu suður var hún að mestu heimavinn- andi. Útför Jennýjar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku hjartans mamma mín. Eftir miklar þjáningar og kvalir hefur þú fengið hvíldina. „Ég er Seyðfirðingur,“ sagði mamma ávallt með miklu stolti og í hennar huga lék enginn vafi á að Seyðisfjörður var fegurstur allra staða á Íslandi. Þaðan átti hún góðar og ljúfar minningar þar sem hún ólst upp með systkinum sínum fjórum og góðum vinahópi. Systur hennar þrjár eru á lífi en Sverrir bróðir hennar kær lést sl. haust. Foreldrar mínir voru mjög dugleg- ir að ferðast um landið og oft lá leiðin heim til Seyðisfjarðar á sumrin. Á ferðalögum var veiðistöng jafnan höfð með í för. Fyrst um sinn beitti pabbi henni en honum tókst svo rækilega að smita mömmu af veiðidellunni, eins og þau orðuðu það, að oftar en ekki átti hún frumkvæði að veiðiferðum- .Mamma mín fæddist tískudrottning og er ég þess fullviss að efhefði hún fæðst í dag hefði hún lært fatahönn- un, þó að sjálf segði hún alltaf að engu hefði hún viljað breyta í lífi sínu. Hún hafði unun af því að kaupa fatnað, fyr- ir sjálfa sig jafnt sem aðra, því gjaf- mild var hún. Pabbi var togaraskip- stjóri í mörg ár og sigldi stundum til útlanda og þá fór mamma gjarnan með. Þau nutu þessara ferða og mamma notaði tækifærið til að kaupa ýmislegt, sem þá fékkst ekki hér á landi. Á hverju ári fórum við fjögur, pabbi, mamma, Bára og ég í utan- landsferðir og þá var nú verslað. Allt- af var hún búin að gera lista yfir það sem hún vildi kaupa en auðvitað bætt- ist annað eins við. Við fórum líka fjög- ur saman í veiðiferð árlega og við eig- um yndislegar minningar úr þessum ferðum. Mamma fór vel með alla hluti og var mjög vandvirk og nákvæm í öllu. Hún sagði alltaf að það væri betra að sleppa verki en að gera það illa eða með hangandi hendi. Hún var einlæg og vildi öllum vel og svo ákveðin að ekki var hægt að tala hana ofan af því sem hún hafði ákveðið. Í veikindunum neitaði hún oft verkjalyfjum af því hún var á móti notkun þeirra. Það skyldi enginn ráðskast með hana, eins og hún sagði sjálf. Frá því að ég man eftir mér sagði hún við mig, „Þú getur allt, það er sama hvað þú tekur þér fyrir hendur – þú getur allt.“ Betra veganesti er ekki hægt að fá. Hún hafði enga trú á að stýra með skipunum, en í staðinn leiðbeindi hún mér mildilega. Mamma lærði sem barn á píanó og hélt þeirri kunnáttu alla tíð við. Hún var mjög lagvís og með fallega söngrödd og þótti því mest til um samkomur þar sem mikið var sungið, en henni var illa við ef áfengi var haft um hönd enda bragðaði hún það aldrei sjálf. Fyrir nokkrum árum greindust mamma og pabbi með krabbamein með mánaðar millibili. Í mömmu til- felli var engin meðferð fyrir hendi og því ákvað hún að láta sem ekkert væri og talaði aldrei um meinið. Hún stóð sterk við hlið pabba í veikindum hans. Þegar hann loks laut í lægra haldi, í júlí 2007, missti hún ástina í lífi sínu. Þá dró strax mjög af henni og lífsvilj- inn dvínaði hratt. Minningin um yndislega móður er öllu sterkari og ég á eftir að sakna þín mikið. Guð blessi þig og varðveiti. Þín dóttir, Addý (Arndís Björg). Jennýju Haraldsdóttur sá ég fyrst þegar ég kom á heimili hennar og Sig- urgeirs með einkadóttur þeirra, Addý. Jenný tók 17 ára vinkonu dótt- urinnar með kostum og kynjum. Jenný var heimavinnandi og sinnti þar hverju smáatriði af mikilli alúð. Einkadóttirin Addý var henni alltaf ofarlega í huga. Ég minnist þess að mér fannst dálítið skondið hvað hún gætti þess vel að Addý hefði með sér nestispeninga og skipti þá engu þótt dóttirin væri langt komin í mennta- skóla. Hún átti ekki að verða svöng í þeirri för sinni að heiman, ef Jenný fengi einhverju ráðið. Það er áreiðanlega leitun að ólíkari mæðgum en þeim Addý og Jennýju, hvort heldur er í útliti eða skapferli. Addý sækir þar í föðurfólkið sitt af Ströndum, en hún erfði frá móður sinni ást á Seyðisfirði og órofa tryggð við fjölskyldu og vini. Ólæknandi veiðidellan, sem leggst af miklum þunga á dótturina, reyndist líka ekki eingöngu komin af Ströndum, því Jenný var jafnfriðlaus og Sigurgeir að komast í veiðistöngina sína á vorin. Í veikindum Jennýjar launaði Addý móður sinni gott atlætið í bernsku. Hún var vakin og sofin yfir velferð móður sinnar, óþreytandi að leita álits lækna og hjúkrunarfólks og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að létta móður sinni illvíg veikindin. Þar kom í ljós, að Jenný hafði alið góða dóttur, sem endurgalt henni alla ástina þegar á reyndi. Varla hefði Jenný Haralds- dóttir getað óskað sér betri eftir- mæla. Bára gekk þétt við hlið Addýj- ar í hverju skrefi og reyndist Jennýju sú tengdadóttir sem hún átti skilið. Við Hanna Katrín og dæturnar vottum vinkonum okkar og guðmæðr- um þeirra, Addý og Báru, innilegustu samúð okkar. Ragnhildur. Jenný Haraldsdóttir an svo og góðar stundi á liðnum ár- um. Hugur hennar eins og flestra dvaldi oft við æskustöðvarnar. Á kveðjustundu sendi ég og fjölskylda mín Hallarfólkinu, sem ég kalla, svo og öðrum ástvinum hinnar látnu, innilegar samúðarkveðjur. Jón Þ. Eggertsson. Þær eru svo margar minningarn- ar sem ég á, minningarnar úr Boga- hlíðinni þegar ég kom í heimsókn til ykkar systkinanna. Sat ég þá löngum stundum inni í stofu og lék mér með dúkkurnar sem geymdar voru í glerskápnum í herberginu þínu. Stundum fór ég í gegnum fata- skápinn þinn og mátaði öll gömlu fötin frá þínum yngri árum og setti þá á mig hárkollu og hélt tískusýn- ingu. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman og aldrei fannst mér leiðinlegt að heimsækja Bogahlíðina. Ég gæti haldið áfram endalaust því minningarnar eru svo margar og kærar og munu veita mér huggun í sorginni og koma til með að ylja mér um ókomin ár. Elsku Sigga frænka, það er svo erfitt að kveðja en ég er þakklát fyrir allt, ég er þér sérstaklega þakklát fyrir að hafa gengið mér í ömmustað eftir andlát Ellu ömmu, fyrir að hafa sýnt mér alla þessa væntumþykju. Þú munt ætíð lifa í hjarta mínu, hvíldu í friði yndislega frænka mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þín Elínborg Jónsdóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SESSELJA GUÐJÓNSDÓTTIR, áður Lyngheiði 9, Selfossi, sem lést þriðjudaginn 13. janúar, verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn 23. janúar kl. 13.30. Bragi Bjarnason, Sigrún Ásgeirsdóttir, Halldóra M. Bjarnadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN SIGURBJÖRT SÆMUNDSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 62, Kópavogi, sem lést 10. janúar, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 23. janúar kl. 14:00. Innilegar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeilda Landspítalans og Karitaskvenna, fyrir yndislega umönnun og hlýhug. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu Karitas s. 770-6050 og 551-5606. Grímur Guðmundsson, Jón Elvar, Sigríður Markúsdóttir, Guðmundur Grímsson, Hrafnhildur Proppé, Finnur Grímsson, Þórunn Hafsteinsdóttir, Elín Grímsdóttir, Jón Bjarni Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, mágur og frændi, FRIÐRIK BÖÐVARSSON bóndi, Stóra-Ósi, verður jarðsunginn frá Melstaðarkirkju laugar- daginn 24. janúar kl. 14.00. Þórunn Guðfinna Sveinsdóttir, Böðvar, Guðmundur Grétar og Sveinn Óli Friðrikssynir. Guðfinna Jónsdóttir, Jón Böðvarsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Katla, Guðfinna, Ingibjörg og Guðmundur Hólmar Jónsbörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlíð, áður til heimilis í Stafholti 14, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Hlíð. Þórður Snæbjörnsson, Snæbjörn Þórðarson, Liv Gunnhildur Stefánsdóttir, Helga Kristrún Þórðardóttir, Karl Jónsson, Haukur Þórðarson, Kristbjörg Jónsdóttir, Örn Þórðarson, Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Hrafn Þórðarson, Ragnheiður Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, HULDA LILJA ÍVARSDÓTTIR, Jörfagrund 20, Kjalarnesi, lést á Kvennadeild Landspítalans miðvikudaginn 14. janúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 23. janúar kl. 13.00. Kristinn Guðmundsson, Brynja Rut Kristinsdóttir, Ívar Orri Kristinsson, Sigrún Kjærnested, Ívar Magnússon, Lárus K. Ívarsson, Einar Ívarsson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SUMARLIÐADÓTTIR, Heiðarhorni 6, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 23. janúar kl. 14.00. ATH! Dagsetning útfarar var röng í fyrri auglýsingu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélag Suðurnesja. Leifur S. Einarsson, Oddný Guðbjörg Leifsdóttir, Björn Ólafsson, Leifur Gunnar Leifsson, Brynja Hjaltadóttir, Bryndís María Leifsdóttir, Friðrik Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir og stjúpmóðir okkar, JÓNEA SAMSONARDÓTTIR, Háaleitisbraut 117, Reykjavík, sem andaðist föstudaginn 16. janúar, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu eru vinsamlega beðnir að láta Umhyggju, félag lang- veikra barna, njóta þess. Reikningur: 0101-15-371020, kt. 581201-2140. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Börn hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.