Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Óháðar vígasveitir í 24 löndumheims notfæra sér ungmenni yngri en 18 ára til hernaðar, það gera einnig níu stjórnarherir. Meðal þessara landa er Austur- Kongó. Samkvæmt tölum Unicef eru allt að 30.000 barnahermenn í Austur-Kongó. Þá er rúmlega helm- ingur bardagamanna nokkurra víga- hópanna í austurhluta landsins börn, sum þeirra ekki eldri en tíu ára. Stúlkur líða sérstaklega fyrirvistina í vígahópum þar sem nauðganir eru algengar og þær gjarnan neyddar í hjónabönd með eldri mönnum. Stúlka frá Úganda segir svo frá: „Ég er tvítug. Árið 1992 var mér rænt og ég varði níu árum með LRA (Andspyrnuhreyfing Drottins í Úganda). Við þurftum oft að fara um langan veg og drepa þau börn sem reyndu að komast undan, með bareflum, sveðjum eða byssu- stingjum. Þegar ég var tíu ára var ég gerð að konu eins leiðtoganna. Við vorum oft látin ráðast á þorp. Ég var hrædd og ég kenndi í brjósti um fórnarlömbin en hefði ég neitað að fremja þessi voðaverk, hefðu þeir umsvifalaust drepið mig,“ segir stúlkan sem nú nýtur umönnunar hjálparsamtakanna World Vision. Staðreyndir Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is U ppreisnarmenn tóku mig þegar ég var 13 ára. Ég missti fjögur ár úr skóla. Þeir kenndu okkur að nota byssur. Þeir kenndu okkur líka að nauðga, stela og drepa. Ég notaði AK47 og tók þátt í mörgum bardögum. Þegar ég kom til baka í þorpið mitt var fólkið hrætt við okkur og hafnaði okkur.“ Svo lýsir fyrrver- andi barnahermaður frá Austur-Kongó reynslu sinni af nauðungarhernaði í hópi uppreisnar- manna. Mannréttindasamtök víða um heim hafa fagn- að fyrstu réttarhöldum sinnar tegundar sem hófust á vegum Alþjóðaglæpadómstólsins (ICC) í vikunni yfir stríðsherranum Thomas Lubanga Dyilo. „Þessi fyrstu réttarhöld ICC sýna á óvé- fengjanlegan hátt að notkun barna í vopnuðum bardögum er stríðsglæpur sem getur og mun verða leiddur til lykta á alþjóðlegum grundvelli,“ segir í yfirlýsingu frá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch. Oft nægir matur til að sannfæra börnin Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru allt að 250.000 börn notuð til hernaðar í um 15 löndum heims þó vissulega sé erfitt að henda reiður á slíkum tölum. Drengir og stúlkur sem eru tekin af uppreisnarhópum og stjórn- arherjum og misnotuð í stríði. Sum þeirra varla orðin tíu ára og of smágerð til að valda stórum byssum og of lítil til að þau skilji til hvers er ætlast af þeim. „Mikil fátækt verður til þess að mörg barnanna ganga sjálfviljug til liðs við vígahópana,“ segir Benjamin Bolele sem er frá Austur-Kongó en býr nú í Þýska- landi og hefur sérhæft sig í málefnum barnahermanna í heimalandi sínu. „Til að ganga til liðs við hópana nægir mörgum barnanna að vita að þau fái reglulega að borða,“ segir Bolele í við- tali við tímaritið Stern. „Í sigurgöngu sinni inn í Kinshasa hafði Kabila með sér fjölda barnahermanna frá Rúanda. Þessir barnahermenn höfðu mikil áhrif á götubörnin í milljónaborginni Kinshasa. Rú- öndsku barnahermennirnir sýndu vald með vopnum sínum og höfðu stundum nokkur fjárráð – það hafði mikil áhrif á sárfátæk götubörnin í Kinshasa. Þannig var hægt að safna saman fleiri og fleiri börnum. Stundum selja foreldrar meira að segja börnin sín til vígahópanna,“ segir Bo- lele. Meirihluta barnanna er þó rænt og þau skikk- uð til hlýðni með ofbeldi eða eiturlyfjum. „Sumir stríðsherra þvinga börnin meira að segja til að drepa ættingja sína eða nágranna til að gera þau háð hópnum og útiloka að þau geti snúið aftur heim,“ segir Bolele. Börn meðfærilegri en fullorðnir hermenn Sérfræðingar hafa efasemdir um að réttarhöldin yfir Thom- as Lubanga Dyilo skili þeim árangri að hjálpa fórnarlömb- unum, orsakir vandamálsins verði ekki upprættar þó svo að dómur falli. Samkvæmt barnaverndarsamtökunum Terre des Hommes elst fjöldi barna upp á stríðsátakasvæð- um. Reynslan sé sú að því lengur sem stríð vari þeim mun fleiri börnum sé smalað til hernaðar og að eftir því sem börnunum fjölgi lækki jafnframt meðalaldur þeirra. Þá veljist börn oftar til hern- aðar þar sem þau séu með- færilegri en fullorðnir her- menn, þar sem þau séu hörð af sér, skipti sjaldan skapi og búi síður yfir siðferðisvitund. Börn í fremstu víglínu  Fyrstu réttarhöld Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag hófust yfir Thomas Lubanga í vikunni en hann er ákærður fyrir að hafa notað hundruð barna í vopnuðum átökum í A-Kongó Austur-Kongó Saga landsins er mörkuð af of- beldi og skærum. Réttarhöldin yfir Lubanga eru fyrstu réttarhöld Alþjóðaglæpa- dómstólsins sem var stofnaður árið 2002. „Her Lubanga safnaði, þjálfaði og notaði hundruð ungra barna til að drepa, ræna og nauðga. Glæpir Lubanga setja enn mark sitt á börnin. Þau geta ekki gleymt því sem þau upplifðu, sáu, gerðu,“ sagði Luis Moreno-Ocampo að- alsaksóknari við upphaf málaferl- anna yfir Lubanga Dyilo hjá Al- þjóðaglæpadómstólnum. Lubanga er fyrrverandi leiðtogi Samtaka kongóskra föðurlandsvina (UCP) sem starfa í Ituri-héraði í Austur-Kongó. Hann er ákærður fyrir að nota börn undir 15 ára aldri í bardögum í borgarastyrjöldinni í Austur-Kongó á milli september 2002 og ágúst 2003. Hann hafi haft umsjón með því að stúlkum og drengjum væri rænt á skipulagðan hátt og sett með valdi undir stjórn vígasveita. Lubanga hefur neitað sök en búist er við að málaferlin standi yfir í marga mánuði. Ávöxtur sex ára vinnu Mikilvægt þykir að þessi fyrstu réttarhöld Alþjóðaglæpadómstóls- ins takist vel þar sem þau setja for- dæmi fyrir það sem koma skal. Réttarhöldin eru ávöxtur sex ára vinnu aðalsaksóknara dómstólsins, Luis Moreno-Ocampo. Hann hefur sett á fót rannsóknir á fjórum Afr- íkudeilum, þ.á m. í Darfúr þar sem hann hyggst í fyrsta sinn stefna sitjandi valdhafa ríkis, Omar Hass- an al-Bashir, fyrir stríðsglæpi. Málsóknin á hendur Lubanga hefur verið hlaðin erfiðleikum og á síðasta ári þurfti að fresta rétt- arhöldunum um hálft ár. Litlu mun- aði að dómstóllinn léti Lubanga lausan úr haldi þar sem áhöld voru um hvort hann fengi sanngjarna málsmeðferð. Dómararnir settu út á að sum sönnunargagnanna sem voru sak- sóknurum í vil hefðu verið fengin gegn þagnareiði. Vandamálið leyst- ist þegar Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sem lagt höfðu fram sönn- unargögn afléttu trúnaðarskil- yrðum. Lubanga var færður í varðhald á vegum dómstólsins í mars árið 2006 og í janúar 2007 ákváðu dóm- arar réttarins að næg sönn- unargögn væru fyrir hendi til að hægt væri að rétta. Prófsteinn sem fylgst verður með Alþjóðaglæpadómstóllinn (Int-ernational Criminal Court, ICC) var stofnaður árið 2002. Hann er dómstóll sem er ætlað að lögsækja einstaklinga fyrir þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu eða stríðsglæpi. 108 ríki eiga aðild að dómstólnum og 40 önnur hafa undirritað en ekki samþykkt lagaboð hans. Nokkur ríki eru gagnrýnin á starfsemi dóm- stólsins og hafa ekki gengið til að- ildar, þ. á m. Kína, Rússland, Indland og Bandaríkin. Dómstóllinn er ætl- aður sem viðbót við þjóðardómstóla aðildarríkjanna og er ætlað að grípa inn í þegar þjóðardómstólar geta eða vilja ekki rannsaka slíka glæpi. Fyrsti dagur réttarhalda ICC yfirThomas Lubanga einkenndist af ringulreið og að lokum fór svo að í yfirheyrslum á miðvikudag dró fyrsta vitnið framburð sinn til baka. Vitnið sagðist ekki hafa verið barna- hermaður og að mannúðarsamtök hefðu lagt honum orð í munn. Dómarar meta það svo að vitnið hafi verið hrætt frammi fyrir fullum réttarsalnum. Að lokum var ákveðið að yfirheyra manninn fyrir lokuðum dyrum til að gæta persónuverndar. Reuters Lubanga Leiðtogi UPC ræðir við íbúa þorps nokkurs í A-Kongó í júní árið 2003. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.