Morgunblaðið - 01.02.2009, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.02.2009, Qupperneq 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is G öran Persson, fyrrverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar, taldi sig vera að ráða okkur Íslendingum heilt þegar hann fyrir skemmstu var í heimsókn hér á Íslandi og réð okkur sterklega frá því að efna til kosninga núna, beint ofan í hrun íslenska bankakerfisins. Hann benti á að stjórnmálaleg óvissa og kosningabarátta í bankakrísu myndi ekki gera neitt annað en dýpka og lengja þá efnahags- kreppu sem gjörvöll þjóðin á við að stríða um þess- ar mundir, auka atvinnuleysi og gera skuldastöðu heimila og fyrirtækja enn verri en nú er. Persson var vitanlega að vísa til þess sem gerðist í Finn- landi snemma á síðasta áratug og reynslu Finna af því að efna til kosninga, í miðri bankakrísu. Í samtölum við menn úr atvinnulífinu, banka- geiranum (nýju ríkisbönkunum), ýmiss konar fyrir- tækjarekstri og stjórnmálamenn undanfarna daga, hefur ýmislegt borið á góma, sem rennir stoðum undir þá skoðun að Persson hafi haft á réttu að standa, en eins og kom fram um síðustu helgi og á mánudag, þá brast grundvöllur fyrir stjórnarsam- starfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, þótt söguskýringar forsvarsmanna flokkanna á ástæð- um þess hafi verið mjög ólíkar. Átti tækifæri sem ekki var nýtt „Hvers vegna í ósköpunum steig Geir H. Haarde forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ekki fram og talaði við þjóð sína á meðan hann enn hafði tækifæri til þess? Hann gat fram undir miðjan mánuð náð sambandi við þjóðina, bara ef hann hefði borið sig eftir því,“ sagði athafnamaður úr röðum stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Hann, eins og svo margir viðmælenda minna, sögðu að Geir hefði getað haft þannig rök fyrir máli sínu, að þjóðin hefði látið sannfærast, hvort sem þær skoðanir eru svo byggðar á raunsæi eða ósk- hyggju. Rökin sem þeir segja að forsætisráðherra hafi átt að beita voru þessi: Fjöldi atvinnulausra á Íslandi er kominn yfir 13 þúsund manns. Við verð- um að fá svigrúm til þess að koma bönkunum, þ.e. Nýja Kaupþingi, Nýja Landsbanka og Nýja Glitni þannig í gang, að þeir geti farið að styðja við ís- lenskt atvinnulíf; veita eðlilega bankafyrirgreiðslu og lán, til þess að koma í veg fyrir að enn fleiri fyr- irtæki verði gjaldþrota, enn fleiri missi atvinnuna, enn fleiri heimili verði gjaldþrota. Gefið okkur svig- rúm í nokkra mánuði og við göngum til kosninga þegar næsta haust. Ef við efnum til þingkosninga í miðri bankakrísu og við gæti tekið stjórnarkreppa, þá getur tala at- vinnulausra þess vegna tvöfaldast á þessu ári og þeir svartsýnustu segja þrefaldast. „Hvar stöndum við að ári ef ekki tekst að koma þessum þremur ríkisbönkum í starfhæft ástand? Hvernig verður það fyrir íslensku þjóðina ef hún stendur frammi fyrir því að yfir þrjátíu þúsund vinnufærra manna eru atvinnulaus,“ spyr banka- maður. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að með óstarfhæft bankakerfi á Íslandi og ofurhátt vaxtastig erum við með óstarfhæft atvinnulíf í land- inu. Atvinnulíf sem smám saman fjarar út og deyr. Varla vilja menn það,“ segir hann. Bankaráðsmaður í einum nýju bankanna segir að menn hafi ekki gert sér nokkra grein fyrir því við hvers konar búi þeir voru að taka þegar ný bankaráð og nýir bankastjórar tóku við í haust. Vandamálin séu svo stór og mörg að menn sjái engan veg- inn fyrir endann á því hvernig þeir eigi að vinna sig í gegnum haugana. Í bönk- unum fást þær upplýsingar að það sé kannski ofsagt að segja að bankarnir séu ekki starfhæfir, en vissulega séu vanda- málin mikil og stór. Ljóst sé að eignarhald margra stærri fyrirtækja í landinu, sem átt hafa við fjárhagsörðugleika og gífurlega skuld- setningu að stríða, muni í auknum mæli færast á hendur bankanna og þar með ábyrgð á daglegum rekstri. Jafnframt séu bankarnir í óðaönn að undirbúa fyrirgreiðslu og stuðning við önnur fyrirtæki, millistór og smærri, sem eigi sér raunverulegan rekstrargrundvöll, með þeim hætti að þau geti starfað áfram. Bankamenn benda á að ef krónan styrkist umtalsvert á næstunni, muni það auðvelda mörgum fyrirtækjum og ein- staklingum að takast á við greiðslubyrðina, en ekki gætir ýkja mikillar bjartsýni á að slík styrking krónunnar sé í sjónmáli, þótt vissulega sé til bóta sú styrking krónunnar sem orðið hefur undanfarnar tvær vikur. Bankamenn segjast hafa skilning á reiði for- svarsmanna í atvinnulífinu og almennings gagnvart því hvað hægt miði, en því miður sé það svo, að efnahagsástandið sé mjög erfitt og gjaldeyrishöft og allt of háir vextir geri bara illt verra. Rokið hafi verið í það verkefni með miklum hraða að stofna nýja banka, ákveða grófa skiptingu á milli gömlu bankanna og þeirra nýju, sem enn eigi eftir að ljúka. Allt þetta geri það að verkum að nýju bankarnir hafi ekki einu sinni sjálfstæðan efnahagsreikning enn sem komið er, sem augljóslega geri allt ákvarð- anaferli erfiðara og óskýrara. Erfitt sé að segja til um hvenær nýju bankarnir fái sjálfstæðan efna- hagsreikning, þótt samkvæmt samningum við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn eigi eignamati gömlu bank- anna að vera lokið í febrúarmánuði og sömuleiðis endurfjármögnun nýju bankanna, sem enn hafi ekki átt sér stað. Ljóst sé orðið að þetta náist ekki fyrr en í fyrsta lagi í aprílmánuði. Framvindan sé komin undir samningum við erlenda lánardrottna, hvort þeir eru reiðubúnir til þess að breyta ákveðnu hlutfalli skulda í hlutafé, á hvaða kjörum o.s.frv. Mjög mörgum spurningum sé enn ósvarað í þessum efnum, en að sama skapi sé ljóst, að þeim mun fyrr sem tekst að skera alveg á milli gömlu og nýju bankanna og endurfjármagna þá nýju, þeim mun meiri líkur séu á því að nýju bankarnir geti farið að starfa á eðlilegan hátt. Frekari sameining banka Það sé í raun lífsspursmál að ná að endur- gangsetja nýju bankana sem fyrst, getuleysi þeirra í dag sé hægt og bítandi farið að skaða allt atvinnu- líf á Íslandi, ekki síst lífvænleg fyrirtæki í sam- keppnisiðnaði og útflutningi, sem geti einfaldlega ekki fjármagnað verkefni sín. Bankamenn virðast sammála því að hér muni ekki starfa þrír ríkisbankar til frambúðar. Samein- ing banka og sparisjóða hljóti brátt að verða á dag- skrá á nýjan leik. Ákveðins samhljóms gætir í máli viðmælenda hvað varðar nánustu framtíð íslensks efnahags- og atvinnulífs, en í þeim efnum virðast flestir hafa trú á að undirstöðuatvinnugrein okkar sem var, þ.e. sjávarútvegur, muni vega þungt á næstu misserum og árum. Sömuleiðis virðast margir vilja veðja á efl- ingu ferðaþjónustu, einkum nú, þegar krónan er jafnveik og raun ber vitni. Viðmælendur hafa áhyggjur af því hvaða stefnu ný vinstri ríkisstjórn taki í bankamálum. Þeir óttast að ný stjórn muni stjórna bönkunum með tilskip- unum að hætti gömlu ríkisbankanna, sem væri aft- urhvarf til fortíðar. Þá virðast viðmælendur vera sammála um að stærsta verkefnið framundan sé að endurbyggja traust á milli fólksins í landinu og fjármálastofnana. Ýmislegt eigi að geta hjálpað til við þá endur- uppbyggingu. Þótt menn reyni að vera jákvæðir gagnvart nánustu framtíð, væri fráleitt að halda því fram að umtalsverðrar bjartsýni gæti. „Við eigum bara svo mörg verk óunnin, til þess að við getum farið að horfa bjartsýnum augum til framtíðar. Takist okkur vel til í því að hrinda í framkvæmd þeirri aðgerðaáætlun sem við nú erum með í vinnslu, getum við kannski farið leyfa okkur ein- hvern vísi að bjartsýni,“ segir viðmælandi.  Tala atvinnulausra getur tvöfaldast á þessu ári og þeir svartsýnustu segja þrefaldast  Frekari sameining banka og sparisjóða hlýtur brátt að verða á dagskrá á nýjan leik Getuleysi bankanna Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings ritaði starfsmönnum bankans bréf þann 21. janúar sl. þar sem segir m.a.: „Í tilefni þess að stjórn bankans hefur framlengt starfssamning minn til loka árs vil ég gera ykkur grein fyrir nokkrum verkum sem unnið er að í bankanum og hvernig þeim miðar. Við í Nýja Kaupþingi höfum það að mark- miði að vera leiðandi í því umbreytingaferli sem nú á sér stað á íslenskum fjármálamark- aði. Til að það heppnist þurfum við að end- urvinna það traust viðskiptavina og almenn- ings alls sem tapaðist í bankahruninu.... Áhugi á starfsemi bankans og umræða um hann felur líka í sér vænt- ingar almennings um að tekin verði forysta í því að byggja hér upp traust bankakerfi. Í því felst okk- ar tækifæri. Til að nýta okkur það tækifæri höf- um við tekið eftirtalin skref: Stjórn bankans hefur ráðið Capacent til að leiða vinnu við nýja stefnumótun bank- ans. Nokkur fjöldi starfsfólks kemur nú þeg- ar að þeirri vinnu og má búast við að enn fleiri verði kölluð til starfa eða ráðagerða í þeirri vinnu á næstu vikum. Byrjað er að auglýsa störf sem hafa losn- að að undanförnu. Nýtt stjórnendateymi bankans er í mótun. Á næstu dögum mun stjórnin ráða um- boðsmann viðskiptavina sem mun tryggja enn frekar gagnsæi í starfsemi bankans og jafnræði á meðal viðskiptavina. Í lok síðasta árs setti bankinn sér starfs- reglur um úrlausn stórra lánamála. Þessar reglur verða útfærðar enn frekar í samstarfi við umboðsmann viðskiptavina. Bankinn hefur sett á laggir fasteignafélag, Landfestar, sem mun eiga og reka atvinnu- húsnæði sem bankinn leysir til sín. Stjórn fé- lagsins er skipuð utanaðkomandi ein- staklingum til að skapa enn frekara traust. Sams konar fyrirkomulag verður viðhaft varðandi starfandi fyrirtæki sem bankinn mun eignast á næstunni. Til stendur að bankinn eignist Sparisjóð Mýrasýslu (SPM) og þar með einnig Spari- sjóð Siglufjarðar og Sparisjóð Ólafsfjarðar. Kaupsamningur er háður tilteknum ráðstöf- unum af hálfu kröfuhafa SPM sem enn er ólokið.“ Þurfum að endurvinna traust Finnur Sveinbjörnsson Atvinnurekandi til áratuga lýsir bankahruninu svo: „Hundrað ára uppbygging at- vinnulífs þessarar þjóðar var bara eyðilögð á mjög skömmum tíma af örfáum mönnum. Rótgróin fyrirtæki, með 60, 70, 80, jafnvel 90 ára rekstrarsögu, eru nú mörg hver á vonarvöl, rjúkandi rústir, greiðslustöðvun og gjald- þrot blasa við og hér mun bara harðna á dalnum. Vissulega hafa mörg þessara rótgrónu fyrirtækja gengið í gegnum margt misjafnt á langri vegferð, góða tíma og erfiða, en aldrei nokkurn tíma neitt í lík- ingu við þessi ósköp. Það er auðvitað grátlegt að þetta skuli hafa gerst og að við skulum hafa leyft þessum mönnum að fara svona með Ísland. Ég var einn fjölmargra sem trúðu því einlæglega, svona á ár- unum 2001 til 2003, að nú væru í uppsiglingu hjá okkur Íslendingum nýir og betri tímar. Tími hins nýja Íslands væri kominn, þar sem ákveðin kynslóðaskipti ættu sér stað og ungir og vel menntaðir menn tækju við fyrirtækjum í stórum stíl af sér eldri mönnum, bönkum og stórfyrirtækjum. Þessir sömu ungu menn hafa nú keyrt okkur öll lóðbeint til helvítis og við vitum ekki okkar rjúkandi ráð. Vitanlega sé ég það núna og hef raunar gert mér grein fyrir því um allnokkurt skeið, að þessir sömu ungu menn kærðu sig ekki um að hafa nálægt sér neina sem bjuggu yfir mikilli reynslu og þekkingu, slíkt var þeirra sjálfstraust, sem ég vil raunar kalla sjálfumgleði.“ Hundrað ára uppbygging eyðilögð Nýju ríkisbankanna þriggja bíða mörg stór og brýn verkefni á næstu vikum og mánuðum. Meðal þeirra helstu eru þessi:  Að endurreisa traust almenn- ings á íslensku bönkunum.  Að skilja endanlega á milli gömlu og nýju bankanna með eigna- og skuldamati þeirra gömlu, eins og um var samið við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn.  Að nýju bankarnir þrír komi sér upp sjálfstæðum efnahagsreikn- ingi.  Að endurfjármögnun nýju bank- anna verði lokið eins og um var samið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Að tryggja lánsfé til fyrirtækja í góðum rekstri, þannig að hægt verði að ráðast í ný verkefni og halda áfram með eldri verkefni.  Að yfirtaka þegar gjaldþrota stórfyrirtæki, fjárfestingarfélög og eignarhaldsfélög og tryggja áfram rekstur lífvænlegra rekstrarein- inga þeirra og selja. Brýnustu verkefnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.