Morgunblaðið - 01.02.2009, Síða 17

Morgunblaðið - 01.02.2009, Síða 17
‘‘KANNSKI ÞURFUM VIÐAÐ HRYNJA SVONA NIÐ-UR TIL AÐ GETA RÓTAÐOFAN Í BOTNINUM OG VIRKILEGA FENGIÐ UM- BREYTINGU OG ÞAR ÆTTUM VIÐ AÐ BYRJA Á BÖRNUNUM. „Byggingin stendur voldug eftir en innihaldið er hrunið,“ segir hún og segist hugsa meira um hluti sem þessa eftir því sem hún eld- ist.„Ungt fólk myndi aðeins hagn- ast á því að finna fyrr þetta innra verðgildi. Ég vildi óska þess að ég hefði fundið þennan innri styrk fyrr og finnst vanta í samfélagið þessa eflingu. Allt sem skiptir mestu máli í lífinu býr innra með þér,“ segir hún og heldur því fram að fólk reyni of oft að lifa lífinu utan frá, í gegnum ytri gildi. „Kirkjan var með innri gildin en hún er orðin veikari. Hvað hefur komið í staðinn? Peningar? Vinna? Við þurfum að finna þessi innri gildi.“ Tók ábyrgð á fæðingunni Áhuginn á meðgöngujóga kom til í Bandaríkjunum. „Ég var að byrja að vinna sem jógakennari þegar ég varð svona skelfilega lasin á meðgöngu,“ segir Auður sem flutti vestur um haf ásamt börnum og eiginmanni, Hákoni Leifssyni, hljómsveitar- og kór- stjóra með meiru. Lítið varð úr kennslunni á þess- um tímapunkti því hún var rúm- liggjandi vegna flökurleika. „Þeg- ar ég loks náði að rísa upp byrjaði ég í tímum í meðgöngujóga. Ég var með stórkostlegan kennara, sem var bæði menntaður sem hjúkrunarfræðingur og jógakenn- ari, sem veitti mér mjög mikinn innblástur,“ segir Auður sem þarna var barnshafandi að sínu þriðja barni. Þetta var árið 2000 en fyrir átti hún börn fædd 1987 og 1990. „Til viðbótar átti ég al- veg frábæra jógafæðingu. Fæð- ingarnar þrjár voru í raun svip- aðar en þó ég hafi verið dansari og meðvituð um líkamann var enginn búinn að segja mér í fyrstu tveimur fæðingunum að ég gæti gert eitthvað. Reynslan af fæðingunni eftir jógað var allt önnur, þá hafði ég eitthvað um þetta að segja, tók ábyrgð á fæð- ingunni og hún varð hvílík reynsla fyrir bragðið.“ Auður fór síðan í mömmujóga með litla strákinn sinn og fannst þetta góð lífsreynsla og vildi því byrja með eitthvað sambærilegt hérlendis. „Andlega hliðin er svo mik- ilvæg, að við tökum ábyrgð á okk- ar eigin lífi, að við tökumst á við þetta nýja verkefni heilshugar og lærum af þessari reynslu og verð- um nýjar í gegnum börnin,“ segir hún en henni finnst mikilvægt að „endurskoða grunngildin í gegn- um börnin“. Kennsludiskur í vinnslu Auður hefur ekki tölu á hversu margar barnshafandi konur hafa sótt námskeið hjá henni en ljóst er að þær eru fjölmargar. Hún heyrir að jógað virkar og kon- urnar eru þakklátar. „Það er svo gaman að því að kona sem er að eiga sitt fyrsta barn geti orðið fæðingargyðja. Ég er núna komin með átta ára reynslu og kenni því með nokkurri fullvissu,“ segir Auður, sem fær sendar fæðing- arsögur frá konunum. „Það hjálp- ar mér í kennslunni að fá að heyra sögurnar, þannig kemur reynsla kvennanna aftur inn.“ Það gleður áreiðanlega margar konur að heyra að Auður er nú með kennsludisk í mömmujóga í vinnslu, svo það verður einnig hægt að stunda jógað heima. Hún segir nálgunina öðruvísi í mömmujóga en þar skipti þol- inmæði og æðruleysi ekki síst máli. Fyrir þær konur sem stunda mömmujóga hefur það líka heil- mikið félagslegt gildi og hefur sprottið margur vinskapurinn upp úr þeim tímum. En hvernig finnst Auði staðan hjá óléttum konum Íslands í dag? „Ég veit að nuddarinn okkar fær alltof mikið til sín af kvíðnum kon- um sem búa við of mikið álag. Þær ætla að gera allt, bæði nám og vinnu, eignast börn og hús,“ segir Auður, sem til dæmis vildi gjarnan sjá fólk eyða meiri tíma með börnunum sínum. Fæðingarorlof er eitt af því sem henni finnst þurfa að endur- skoða. „Þetta er kannski ekki tíminn núna fyrir svona kröfur en mér finnst að konur eigi að hætta að vinna eftir átta mánaða meðgöngu, rétt eins og annars staðar á Norðurlöndum. Það ætti að vera skylda og konan ætti að fá tækifæri til að hreiðra um sig, hlúa að barninu og fjölskyldunni. Kannski þurfum við að hrynja svona niður til að geta rótað of- an í botninum og virkilega fengið umbreytingu og þar ættum við að byrja á börnunum.“ Aðferð til að standa saman Auður bendir á að þessa dag- ana sé mikið talað um að standa saman. „Við þurfum þá að hafa einhverja aðferð til að standa saman. Nú fer að reyna á taug- arnar hjá öllum fjölskyldum og við þurfum að hafa leiðir til að standa saman,“ segir hún en jóga getur verið ein leið til þess. Hún segir mikilvægt að fólk rækti sjálft sig eftir skipulögðum leiðum og fari til dæmis í sund, göngutúra eða hugleiði. „Þú þarft að styrkja fjallið innra með þér til að þrauka. Innra gildismat og innri sjálfsvirðing skiptir miklu máli, annars getur fólk týnt sjálfu sér. Það er mikilvægt að styrkja þetta innra og velja sjálfur hvað maður þiggur í lífinu og hvernig maður forgangsraðar tíma sínum.“ Hún segir að þessi mikli hraði sem einkenndi góðærið hjá bönk- unum hafi smitað út frá sér. „Við sveifluðumst með en undir niðri vantaði eitthvað. Þess vegna held ég að við eigum að fara alveg nið- ur í meðgönguna og börnin og byrja þaðan að læra upp á nýtt að lifa.“ Hún segir að við ættum „að horfa á börnin okkar sem meistarana, ekki bankastjórana. Við ættum að horfa á þau anda og slaka. Það er enginn ham- ingjusamur nema hann kunni að slaka á. Það er mikil áskorun í þessum hraða að gera það. Við skulum horfa á hvernig börnin okkar lifa í núinu. Þau geta verið jógameistararnir okkar.“ Auður er einmitt sem stendur á kafi í undirbúningsvinnu fyrir krakkajóga, sem hún hefur áhuga á að bjóða upp á í stöðinni. Auður segist sjálf alltaf vera að læra eitthvað nýtt. „Ég er ennþá að læra sem foreldri. Jóga kennir okkur að leiðin er takmarkið. Ég er einn af þessum nemendum.“ 17 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Þykkni í nýjum handhægum umbúðum Nú er gamla góða Egils Þykknið komið í nýjar, glæsilegar og handhægar umbúðir. Bjóddu þér og þínum upp á bragðgóðan djús. Úr 1 lítra fást 8 lítrar af blönduðum drykk. P L Á N E T A N

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.