Morgunblaðið - 01.02.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.02.2009, Qupperneq 22
22 Kvikmyndir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Eftir Sæbjörn Valdimarsson F ebrúar boðar Ósk- arsverðlaunin og ófáar ís- lenskar frumsýningar á „litlu“ og forvitnilegu myndunum sem eru til- nefndar og reynast oftar en ekki happadrjúgar perlur. Þannig hefur það gengið fyrir sig undanfarin ár, sérdeildir kvikmyndaveranna hafa sópað að sér tilnefningum og verð- launum en „stórmyndirnar“ borið skarðan hlut frá borði. Flest bendir til að svipuð hlið verði upp á ten- ingnum í ár. Þessar hæglátu gæða- myndir eru undantekningarlítið frumsýndar á öðrum árstímum, einkum í kringum langar fríhelgar og stórhátíðir, erlendis og hér heima. Núna um helgina og þá næstu munum við m.a. njóta góðs af fjöl- breyttum og áhugaverðum verkum leikstjóranna Gus Van Sant (Milk), Woodys Allen (Vicky Cristina Barce- lona), David Fincher (The Curious Case of Benjamin Button), John Pat- rick Shanley (Doubt) og Bryans Sin- ger (Valkyrie). Flestar þeirra koma meira og minna við sögu BAFTA, Golden Globe og Óskars í ár. Sjaldan eða aldrei er þeirra beðið með jafn- mikilli óþreyju, við eigum það sann- arlega skilið að hvíla hugann frá óreiðunni á þjóðarskútunni Aðgerð: Valkyrja Mikill styr hefur staðið um Valky- rie, nýjustu mynd Tom Cruise sem fer bæði með aðalhlutverkið og framleiðir undir hinu gamalfræga merki United Artists – sem hann á að mestum hluta. Valkyrie er ólík öðrum myndum síðasta árs því hún fjallar um sögufrægt banatilræði við Adolf Hitler árið 1944. Tilræðið mis- tókst því miður en það er end- urskapað af Singer (X-Men) með Cruise í aðalhlutverki Claus von Stauffenberg, heilans á bak við til- ræðið sem er jafnan kennt við 20. júlí, daginn sem átti að láta til skarar skríða og losa heiminn við „foringj- ann“. Til að byrja með komu öflug mót- mæli frá Þjóðverjum sem lýstu ómældri andúð á kvikmyndagerð- inni. Bandaríkjastjórn brást illa við, Valkyrie var orðin að milliríkjamáli og útlitið dökkt. Þýskir bönnuðu tök- ur á söguslóðum, upptökur voru eyðilagðar, aukaleikarar slösuðust og Stauffenberg-fjölskyldan snið- gekk kvikmyndagerðina. Til við- bótar efuðust menn um dómgreind Cruise á þessu tímabili og hugs- anlegar vinsældir gamaldags seinna- stríðsmyndar, þær höfðu tæpast sést á tjaldinu síðan á síðari hluta ald- arinnar sem var að renna sitt skeið. Cruise er fylginn sér, valdi topp- menn í leikhópinn sem státar af breskum stórleikurum á borð við Kenneth Brannagh, Bill Nighy, Tom Wilkinson og Terence Stamp. Þrátt fyrir hrakspár fóru að berast já- kvæðar fréttir af kvikmyndagerðinni og í stuttu máli sagt hefur hún geng- ið mun betur og fengið jákvæðari dóma en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Hún er skemmtilegt auka- bragð í kvikmyndaveislu samtímans. Vicky Cristina Barcelona Á síðari árum hefur staðið nokkur styr um verk bandaríska kvik- myndahöfundarins Woodys Allen. Eftir nokkuð aðsóknarlega köflóttan en farsælan feril hvað snertir und- irtektir gagnrýnenda, hafa harð- kjarna aðdáendur hans keypt þá fáu miða sem selst hafa á síðustu myndir hans. Allen er álitinn einn af merk- ustu kvikmyndagerðarmönnum sam- tímans en hefur fengið frekar nei- kvæða dóma frá því hann lauk við Sweet and Lowdown (’99). Hann flúði sína heitt elskuðu Manhattan- eyju og leitaði innblásturs í gamla heiminum þegar fór að sverfa að. Ekki var að sjá að London bætti verk Allens, svo hann hélt lengra til suðurs og sló upp búðum í Barse- lónu, borginni sem hann hefur dáð og dvalist langdvölum á síðustu ára- tugum, og því má ekki gleyma að borgin dáir hann. Og á slóðum þeirra Gaudi og Miró varð til róm- antíska gamandramað Vicky Cristina Barcelona, fyrsta aðsókn- armyndin hans í árafjöld. Hefur tek- ið inn tæpar 100 milljónir Banda- ríkjadala, sem er miklu meira en síðustu 10 verk leikstjórans þar á undan. Aðdáendur hans kunna sér ekki læti, meistarinn hefur aftur tekið fjörkipp, hálf-áttræður. Vicky Cristina Barcelona er sem fyrr segir hans fyndnasta og besta mynd frá því á öldinni sem leið. Hún segir af tveim ungum, amerískum konum, Vicky (Rebecca Hall) og Cristinu (Scarlett Johansson), sem lenda í ástasambandi við listamann- inn og lífskúnstnerinn Juan Antoni (Javier Bardem). Og þar sem mynd- in er sköpunarverk Allens í suð- rænni sól og háum blóðhita, má ekki gleyma að Juan var giftur fegurð- ardísinni Mariu Elenu (Penélope Cruz), sem kemur hressilega við sögu, léttklikkuð og kunnir kynórar höfundarins blómstra undir þessum notalegu kringumstæðum Allen er lagið að fást við hin ólík- legustu samskipti kynjanna þar sem duttlungar ástarinnar fá að leika lausum hala. Hann vildi gera mynd til að koma áhorfendum í gott skap og hafa hana suðræna í útliti og anda, kryddaða erótík og ástafléttum. Kon- urnar þrjár eru allar að finna fótfestu í lífinu og Juan Antonio nýtur góðs af og trítlar á milli þeirra eins og hani á Viagra. Cruz er tilnefnd til Óskars og BAFTA og myndin hlaut Golden Globe sem besta gamanmynd ársins. Doubt Leikstjórinn og rithöfundurinn John Patrick Shanley er fyrst og fremst frægur í kvikmyndaheiminum fyrir handrit á borð við Moonstruck og Live From Baghdad. Með Doubt hefur hann unnið sinn stæsta sigur á ferlinum, leikritið, sem myndin er byggð á, færði Shanley Pulitzer- verðlaunin og myndin er tilnefnd til fjölda verðlauna. Eins og nafnið bendir til er það ef- inn og leitin að sannleikanum sem varðar veginn í myndinni. Hún fjallar einnig um blinda augað og siðferði- legar ásakanir innan kirkjunnar, deilumál sem hafa verið ömurlega mikið í umræðunni undanfarna ára- tugi. Myndin flytur okkur aftur til Bronx ársins 1964, í sókn föður Flynn (Philip Seymour Hoffman), hann er nýráðinn við kirkju Heilags Nikulásar og miklar vonir bundnar við þennan líflega guðsmann, sem vill m.a. létta á ströngum siðareglunum. Þar kemur hann ekki að tómum kof- unum hjá hinni strangtrúuðu nunnu, systur Aloysius (Meryl Streep). Hún stjórnar með harðri hendi og hjálp- armeðulunum ótta og aga. Þjóð- félagsbyltingin utandyra er að þröngva sér leið inn í kirkjuna sem hefur m.a. nýlega tekið að sér fyrsta þeldökka nemandann, Donald Miller (Joseph Foster). Adam var ekki lengi í Paradís, þegar saklaus og hreinlíf nunna skýrir systur Aloysius frá grun sín- um að faðir Flynn sýni Donald grun- samlega mikinn áhuga, fer allt í bál og brand. Hún hefur ekkert annað en lítinn grun til að byggja á en næga hörku til að fylgja honum eftir. Hér mætast stálin stinn, faðir Flynn ætlar ekki að láta beygja sig fyrr en í fulla hnefana. Shanley vann til Óskarsverð- launanna fyrir Moonstruck, og þau Streep og Hoffman eru bæði marg- tilnefnd og Óskarsverðlaunahafar. Doubt er tilnefnd til 5 Ósk- arsverðlauna. The Curious Case of Benjamin Button Myndin sem hlaut flestar Ósk- arsverðlaunatilnefningar í ár, The Curious Case of Benjamin Button, hefur komið mikið á óvart og þykir vandmeðfarið efnið, sem byggt er á smásögu eftir F. Scott Fitzgerald, hafa skilað sér með ólíkindum á tjaldið. Hún fjallar um næsta óvenju- legt lífshlaup Buttons (Brad Pitt), sem er með þeim ósköpum fæddur að koma í heiminn 86 ára að aldri og yngjast síðan í stað þess að eldast eins og allir í kringum hann. Myndin hefst á því að hin aldraða Daisy (Blanchett) er á dánarbeð- inum ásamt dóttur sinni, Caroline (Julie Ormond) suður í New Orleans. Fellibylurinn Katrina nálgast óð- fluga og Daisy notar tækifærið til að segja Caroline sögu af úrsmið sem ákvað að láta borgarklukkuna ganga aftur á bak þegar hann frétti af láti somar síns á vígstöðvunum í fyrra stríði. Síðan biður hún stúlkuna að lesa póstkort og bréf frá Button. Þannig er rakinn ferill hans og ásta- mál frá því hann fæðist í lok fyrra stríðs, 1918, með mjög sjaldgæfan sjúkdóm; hann er 86 ára og byrjar að yngjast frá því að hann opnar augun. Faðir hans skilur hann eftir á tröpp- um barnaheimilis, við fylgjumst með því hvernig hann yngist, verður ást- fanginn af Daisy, síðar kynnist hann Elizabeth (Tilda Swinton), þá er But- ton búinn að flækjast víða og kynn- ast lífinu og er staddur í Rússlandi. Eftir árásina á Pearl Harbour geng- ur Button í herinn sem einn úr áhöfn dráttarbátsins sem hefur lengst af verið hans vinnustaður. Að loknu stríði kemur Button aft- ur til New Orleans, honum tæmist arfur, en hann kemst að því að Daisy er farin til New York til að leita sér frama sem dansmær, og heldur það- an til Parísar. Hann eltir en hún er í svipinn ástfangin af meðdansara sín- um en ástin er óútreiknanleg og að lokum eru þau komin aftur og ham- ingjusöm í New Orleans. Hann yng- ist, hún eldist. Einvalalið stendur að baki mynd- inni. Leikstjórinn er David Fincher, sem átti sannarlega skilið að fá Ósk- arsverðlaunin fyrir Zodiac. Blanc- hett er margverðlaunuð, Pitt er til- nefndur í annað skipti (það fyrra fyrir Twelve Monkeys) sömuleiðis Swinton, svo mætti lengi telja. Milk Hér ekki fjallað um vökvann góða í pappafernunum, heldur Harvey Milk, sem þótti einstakur og mik- ilhæfur maður. Pólitíkus, bar- áttumaður fyrir jafnrétti samkyn- hneigðra, sameiningarmaður og ósvikin hetja. Hann breytti sögunni árið 1977, þegar hann var fyrstur samkynhneigðra valinn til að gegna opinberu embætti borgarfulltrúa. Það var í San Fransisco, nú telst slíkt val ekki lengur fréttnæmt í hin- um vestræna heimi. Sigur Milk var ekki eingöngu ávinningur fyrir baráttu homma og lesbía, hann ruddi einingu leið í þröngsýnt andrúmsloft stjórnmál- anna. Milk umbylti hugmyndum mannréttindabaráttunnar og var orðinn hetja í augum bandarísku þjóðarinnar þegar hann var myrtur af samstarfsmanni sínum (Josh Brol- in), langt fyrir aldur fram, árið 1978. Til að gera myndina um Milk kom aðeins einn maður til greina, Gus Van Sant. Hann hefur gert fjölda at- hyglisverðra verka og er einn fárra, frægra kvikmyndaleikstjóra sem eru fyrir margt löngu komnir úr skápn- um og þekkir því umfjöllunarefnið frá fyrstu hendi. Til að fara með hlutverk Milks valdi hann kam- eljónið og gæðaleikarann Sean Penn. Myndin spannar síðustu 8 árin í lífi Milks. Í upphafi er hann að halda upp á fertugsafmæli sitt þar sem hann býr, í New York. Hann langar að öðlast meiri lífsfyllingu og flytur af þeim sökum til San Fransisco ásamt Scott Smith (James Franco), ástmanni sínum. Þeir setja upp lítið fyrirtæki í þeim hluta borgarinnar sem átti eftir að verða veigamikill dvalarstaður samkynhneigðra. Eitt leiðir af öðru, Milk fer að skipta sér af mannréttindamálum og er fyrr en varir orðinn þekktur um alla borg sem talsmaður breytinga. Á þessum árum var nánast lífshættulegt að vera yfirlýstur samkynhneigður, for- dómarnir hrikalegir, auk þess sem þeir máttu þola mikið ofbeldi, jafnvel í þeirri opnu borg, San Fransisco. Barátta Milks hlóð utan á sig og að því kom að hann var kjörinn í borg- arráðið. Meðal þess sem hann kom til leiðar var að menn voru ekki leng- ur reknir úr starfi sökum kyn- hneigðar. Milk er tilnefnd til 8 Ósk- arsverðlauna auk fjölda annara vegtyllna. Skemmtun í skugga kreppu Á NÆSTUNNI ER TILHLÖKKUNAREFNI AÐ FARA Í BÍÓ, ENDA FEBRÚAR MÁNUÐUR FRÁBÆRRA BÍÓ- MYNDA. ÞÆR SEM HÉR ERU KYNNTAR TIL SÖGUNNAR VERÐA SÝNDAR Í BYRJUN MÁNAÐARINS. Ástin Konan í lífi Benjamins Buttons eldist með hverju árinu eins og allt venjulegt fólk, en sjálfur verður hann sífellt yngri. Lífið afturábak Brad Pitt er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik í The Curious Case of Benjamin Button , sem byggð er á sögu F. Scott Fitzgerald. Efinn Philip Seymour Hoffman og Amy Adams í hlutverkum sínum í Doubt, sem er tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna. Sögusviðið er Bronx árið 1964. ‘‘FLESTAR MYNDANNAKOMA MEIRA OG MINNAVIÐ SÖGU BAFTA,GOLDEN GLOBE OG ÓSKARS Í ÁR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.