Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.02.2009, Blaðsíða 24
24 Myndaalbúm MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Kátur ogmeðfærilegur kr akki Bókmenntaverðlaun Dæturnar ungar Þar sem verkin verða t il Stór hópur Fremst er Þórunn Freyja Brynjarsdóttir, frá vinstri Guð- mundur Már Einarsson, Brynjar Már Karlsson, tengdasonur minn, ég, Rakel María Axelsdóttir, fósturdóttir mín, Hera Björk Brynjarsdóttir, Þórunn Jónsdóttir eiginkona mín, Hrafnkell Már Einarsson og Hildur Úa Einarsdóttir. Anna Björk var erlendis þegar myndin var tekin. Hafnarbúi Ég bjó í Kaupmannahöfn í sex ár frá 1979 til 1985. Hér er ég fyrir utan Konunglega bókasafnið þar sem ég átti ákaflega góðar stundir við lestur og skrif. Róttækur Hér er ég að selja Neista, málgagn Æskulýðsfylkingarinnar, á áttunda áratugnum. Maður kynntist fólki úr öllum áttum í fylkingunni og tók þátt í mótmælum af ýmsu tagi. Fjölskyldan Ég ásamt foreldrum mínum, Guðmundi Guðmundssyni bifreiðastjóra, og Önnu Pálmadóttur skrifstofumanni, og systkinum, Pálma Erni, sem nú er látinn en hann var fyrirmyndin að aðalpers- ónunni í Englum alheimsins, Guðmundi Hrafni, prófessor í frumulíf- fræði við HÍ, og Auði Hrönn, arkitekt sem búsett er í Þýskalandi. Heiður Ég hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Engla alheimsins árið 1995 og veitti þeim viðtöku úr hendi Geirs H. Haarde forseta Norðurlandaráðs. Upplestur Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á að lesa upp úr verkum mínum, bæði hér heima og erlendis. Oft á stöðum sem ekki eru í alfaraleið. Ég er nýkominn heim úr upplestrarferð til Noregs. Dæturnar Ég ásamt dætrum mínum, Önnu Björk, sem nú er orðin bókmenntafræðingur, og Hildi Úu, sem leggur stund á nám í hótel- og matreiðslufræðum í Flórens. Þarna eru þær tveggja og þriggja ára gamlar. Frá sex ára aldri til stúdentsprófs Ég var með bros á vör í tímakennslu sex ára og á fermingardaginn en ég var róttækur nýstúdent og neitaði t.a.m. að vera með húfu. Ég hafði ekki skorið hár mitt í sjö ár en varð að láta það fjúka um sumarið þegar ég fékk vinnu við að byggja möstur. Það flæktist í þeim. E inar Már Guðmundsson rithöf-undur fæddist í Reykjavík 18.september 1954. Hann lauk stú- dentsprófi frá MT árið 1975, BA-prófi í bókmenntum og sagnfræði frá HÍ 1979 og lagði stund á framhaldsnám í bókmenntafræði við Kaupmanna- hafnarháskóla. Fyrsta bók Einars Más, ljóðabókin Er nokkur í kórónafötum hér inni?, kom út árið 1980. Síðan hefur hann sent frá sér fjölda ljóðabóka, skáld- sagna, smásagnasafna, barnasagna, þýðinga og kvikmyndahandrita. Verk Einars Más hafa verið þýdd og gefin út víða um lönd. Einar Már hefur ennfremur skrifað fjölda ritgerða og greina í blöð og tímarit og hafa greinar hans sem Morgunblaðið hefur birt nú í kjölfar bankahrunsins vakið mikla athygli. orri@mbl.is Einar Már Guð- mundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.