Morgunblaðið - 01.02.2009, Side 31

Morgunblaðið - 01.02.2009, Side 31
málum og aðrar lögreglurannsóknir. Markmiðið sé að leiða í ljós staðreyndir máls svo ákærandi geti gert það upp við sig hvort hann höfði mál eð- ur ei. Telji hann mál þannig vaxið að það sé ekki líklegt til að leiða til sakfellingar beri að fella það niður. „Það er rétt að árétta að sömu lögmál gilda um rannsókn á efnahagsbrotum og banka- hruni og hverju öðru, svo sem líkamsmeiðingum eða ölvunarakstri. Þetta fellur allt undir sömu málsmeðferðarlögin, lög um meðferð sakamála.“ Skipan Ólafs gildir uns embættið verður lagt niður eða það sameinað annarri ríkisstofnun, sbr. ákvæði laga um embætti sérstaks saksókn- ara, en þá mun hann taka við embætti sýslu- manns á Akranesi að nýju. Stuðningur við þessa vinnu Ólafur segir útilokað að gera sér grein fyrir því hversu langan tíma verkefnið muni taka en áætlað sé samkvæmt lögum að endurmeta stöð- una í janúar 2011. „Horfi menn til þess hvað rannsóknir efnahagsbrota hérlendis og erlendis taka að jafnaði langan tíma er þetta frekar skammur tími.“ Liðlega tvær vikur eru síðan Ólafur var skip- aður í embættið og kveðst hann hafa fengið góð viðbrögð frá fólki síðan. „Það er stuðningur við það að þessi vinna sé unnin og ég merki ekki annað en það sé vilji til þess að þessir hlutir verði skoðaðir í ljósi löggæslunnar og komist verði að einhverri niðurstöðu. Hver svo sem hún verður.“ Embætti sérstaks saksóknara verður til húsa í Borgartúni 7b í Reykjavík. Ólafur Þór Hauksson arasvæðið æstu vikum en Morgunblaðið tók sér það bessaleyfi að g sérstakur saksóknari gæti þurft að taka afstöðu til. 31 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.