Morgunblaðið - 01.02.2009, Qupperneq 36
Íslenski markaðsdagurinn er löngu orðinn árviss
viðburður í faglegu starfi markaðsfólks. Á ráð-
stefnunni á Nordica Hotel 27. febrúar kynna
innlendir og erlendir fyrirlesarar nýjustu strauma
og stefnur í markaðs- og auglýsingamálum. Um
kvöldið kemur síðan í ljós hverjir hljóta Lúðurinn,
íslensku auglýsingaverðlaunin, sem veittur er í
fjölmörgum flokkum til þeirra sem hafa skarað
fram úr í auglýsinga- og markaðsstarfi 2008.
Auglýsendur!
Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is
Pöntunartími er fyrir kl. 16.00 fös. 20. febrúar.
Blaðinu verður dreift með Morgunblaðinu og fylgir ráð-
stefnugögnum á Íslenska markaðsdeginum.
Íslenska
markaðsdagsins
– beint í mark
Fáðu þér áskrift að
Morgunblaðinu á mbl.is/askrift
sem haldinn er 27. febrúar
á Nordica Hotel
Meðal efnis:
• Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar
• Viðtal við formann Ímark
• Hvernig má bæta ímynd Íslands
með markaðssetningu
• Neytendur og auglýsingar
• Nám í markaðsfræði
• Góð ráð fyrir markaðsfólk
• Tilnefningar til verðlauna – Hverjir keppa
um Lúðurinn?
• Viðtöl við fólkið á bak við tjöldin í bransanum
• Árleg könnun Capacent meðal markaðsstjóra
360 stærstu fyrirtækja
• Ásamt fullt af öðru spennandi efni
26. febrúar gefur
Morgunblaðið út sérblað í tilefni
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009
EINN er sá þáttur
sem varðar hugs-
anlega aðild okkar að
bákninu í Brussel,
sem lítt eða ekki hef-
ur verið í umræðunni.
Það varðar þó afkom-
endur okkar með
þeim hætti að ekki
verður hjá því komist að taka til
þess afstöðu. Miðstjórnin í Brussel
hefur nú öll einkenni þess að mik-
ið vill meira, og sér ekki fyrir end-
ann á því. Nú þegar fer það með
yfirþjóðlegt löggjafarvald og ekki
síður í verki yfirþjóðlegt fram-
kvæmdavald, eins og vel sást í
meðförum Icesave-málsins. Flest
stefnir hraðbyri í að verða sameig-
inlegt og yfirþjóðlegt, og heyra
beint undir miðstjórnina í Brussel.
Nægir að nefna að nú á að taka
yfir gasbirgðir sumra aðildarþjóða
(og ekkert endilega í þökk þeirra)
og jafna þeim út til ríkja Austur-
Evrópu, vegna gasdeilunnar við
Rússa sem valdið hefur skertu
flæði gass frá þeim síðarnefndu.
Þar með er kominn vísir að því,
svo sem búast mátti við, að það
verði ekki aðeins sjávarútvegur og
landbúnaður sem miðstjórnin ætl-
ar sér í framtíðinni að ráðskast
með.
Hér eru sem sagt í fæðingu
Bandaríki Evrópu, og nú þegar
eru til staðar mörg einkenni slíks
sem eru sterkari en í Bandaríkjum
Norður-Ameríku. Heyrst hafa um
það raddir áhrifamanna innan
báknsins, að ESB ætti að koma
sér upp sameig-
inlegum her, nema
hvað! Enda hlýtur að
vera aðeins tíma-
spursmál hvenær mið-
stjórninni telur sér
samboðið að fara með
sameiginlega utanrík-
ismálastefnu og þar
með hernaðarstefnu
þessa nýja ríkis.
Hve margir yrðu
hissa þó ESB fari að
bera sig saman við
BNA og gera sig gild-
andi í heimsmálunum til jafns við
heimslögregluna í vestri? Varla
má minna vera en að her ESB
verði í framtíðinni jafn vel búinn
að nýtískulegum og afkastamiklum
drápstólum og þjálfuðum mann-
auði eins og öðrum helstu herveld-
um heimsins. Þá er vert að minn-
ast þess sem ítrekað sýnir sig, að
vel útbúinn og þjálfaður her situr
aldrei lengi með hendur í skauti,
hann þarf útrás. Það þarf nefni-
lega að nota og selja þekkinguna
og tæknina sem þarna býr að
baki, og ekki síður sýna það vald
sem að baki býr. Enda sér á að
herir BNA, Bretlands o.fl. þurfa
nokkuð reglulega að bregða sér af
bæ.
Þetta leiðir til þess sem ég vil
nú gera að umtalsefni. Kærum við
okkur um að börnin okkar og
barnabörn verði kvödd til hern-
aðar að geðþótta miðstjórnarinnar
í Brussel? Og skyldu hinir vænt-
anlegu fulltrúar Íslands í stjórnum
og ráðum ESB (eftir aðild) hafa
mikið um það að segja þótt Íslend-
ingar hafi e.t.v. takmarkaðan
áhuga á herleiðingum til Íraks eða
Afganistan? Skyldi þeim verða
ætlað að passa upp á að við
frónbúar fáum undanþágur frá
herskyldunni, eins og öllu öðru
sem annars á að vera sameiginlegt
í ESB? Því tíðrætt er sumum um
„áhrif“ okkar innan báknsins ef til
aðildar kemur, en fyrir liggur að
þau munu nema hátt í eitt heilt
prósent, miðað við heildarfjölda
fulltrúa á stjórnarheimili þessu!
Ég tek því svo að þetta yrðu þá
ekki mjög hjáróma eða past-
urslitlir einstaklingar sem við
myndum velja til þeirra starfa. Í
alvöru talað, það er alveg klárt að
hér yrði ekki um að ræða eitthvert
heimavarnarlið Björns Bjarnason-
ar, þar sem aðeins starfa sjálf-
boðaliðar. Og ráðamenn Íslands
munu ekki verða spurðir, heldur
skipað að senda svo og svo marga
menn, þegar herja þarf á einhvern
einræðisherrann í Afríku eða Asíu.
Ráðamenn Íslands verða nefnilega
ekki í aðstöðu til annars en að
hlýða. Þessu mun miðstjórnin í
Brussel ráða. Eða treystir þú þér,
lesandi góður, til þess að greiða
atkvæði með aðild að ESB í
trausti þess, að barn þitt eða
barnabarn þurfi fyrir vikið ekki að
veifa vopnum á vegum sambands-
ins, einhvern tímann í framtíðinni?
Meira: mbl.is/esb.
Herkvaðning
Þorkell Á. Jóhanns-
son skrifar um
hugsanlegar
afleiðingar fð
inngöngu í ESB
»Hve margir yrðu
hissa þó ESB fari að
bera sig saman við BNA
og gera sig gildandi í
heimsmálunum til jafns
við heimslögregluna í
vestri?
Þorkell Á. Jóhannsson
Höfundur er flugmaður.
SVO virðist sem inn
í umræðu um sparnað
í skólakerfinu sé kom-
in hugmynd að vafa-
samri sparnaðarleið.
Ef sveitarstjórn-
armenn álíta þá leið
færa að fjölga nem-
endum í bekk og
fækka kennurum er ég
ansi hrædd um mönn-
um hafi yfirsést veigamiklir þættir í
þeirri umfjöllun. Fyrir það fyrsta: Á
að troðfylla kennslustofur? Nóg er
nú rýmisleysið fyrir á mörgum
stöðum. Annað: Á að brjóta niður
veggi og stækka kennslurými án til-
lits til hljóðburðar og/eða fjar-
lægðar milli kennara og nemenda?
Það er deginum ljósara að menn
hafa ekki hugsað út í aukinn hávaða
og raddgetu kennara þegar þeim
dettur í hug að fækka kennurum og
fjölga nemendum í kennslurými.
Börnum fylgir alltaf erilshávaði sem
hlýtur að aukast í takt við fjölgun
þeirra í rými. Nægur er nú hávað-
inn fyrir, reyndar svo mikill að
hann varðar við lög. Það hefur kom-
ið í ljós a.m.k. í leikskólum og í
íþróttakennslu. Hávaði hefur m.a. í
för með sér að börn meðtaka ekki
það sem kennarinn er að segja.
Hvað gerist þá? Aukið agaleysi, því
hvað eiga börn að gera ef þau heyra
ekki sér að gagni? Enn sem komið
er hefur engin kennsluaðferð getað
leyst hið talaða orð af
hólmi. Þar er einfald-
lega náttúrulögmál á
ferðinni. Við notum
mál til að fræða börn
og auka málvitund
þeirra.
Við aukinn fjölda í
kennslurými myndast
aukinn kliður sem ger-
ir alla einbeiting-
arvinnu erfiða. A.m.k.
finnst fullorðnum erfitt
að vinna einbeiting-
arvinnu í klið. Það sýn-
ir sig í því að löggjaf-
inn hefur sett mörk á leyfilegan
hávaða við slíkar aðstæður. Kliður í
kennslustofu fer vel yfir þau mörk,
einkanlega í svokölluðum opnum
skólum. Það virðist heldur ekkert
hugsað út í það að börn eru ekki
komin með hlustunargetu fullorð-
inna einfaldlega af því að það tekur
fyrstu 13 árin fyrir heyrnina að ná
þeim þroska. Það er nánast allur
grunnskólaaldur barna. Til að bæta
gráu ofan á svart eru eyrnavanda-
mál algeng í íslenskum börnum svo
mörg börn geta átt í verulegum erf-
iðleikum með að heyra hvað kenn-
arinn er að segja. Hvað með rödd
kennara? Raddstyrk eru takmörk
sett og það vill gleymast að rödd er
hljóð sem lýtur lögmálum þess; að
drukkna í hávaða og dofna með
fjarlægð. Þó kennurum finnist rödd
sín berast vel geta þeir engan veg-
inn dæmt um það sjálfir.
Ef til vill má lesa þetta best út úr
niðurstöðum á rannsóknum þar sem
hér um bil öllum börnum finnst þau
heyra mun betur í kennurum ef
þeir nota magnarakerfi í kennslu.
Það er verst að það skuli ekki vera
hlustað á hvað börnum finnst í því
sambandi. Að tala í hávaða og í
mikilli fjarlægð frá hlustanda ofger-
ir röddum. Kennurum er því gert
að misbeita röddinni í kennslu ein-
faldlega vegna þess að þeir þurfa að
tala lengi í hávaða og í mikilli fjar-
lægð frá nemendum án hjálp-
artækja eins og magnarakerfis.
Raddheilsa kennarastéttarinnar
er almennt bágborin, ekki eingöngu
á Íslandi heldur um allan heim,
reyndar svo bágborin að radd-
vandamál kennara eru orðin þjóð-
félagslegt heilsufarsvandamál. Það
sést best á því að fimmtungur kenn-
ara hefur þurft að taka sér frí
vegna raddveilna. Skemmd rödd
(t.d. brostin, veik, hás eða rifin) ber
ekki orðin til nemenda við þær
kringumstæður sem eru í kennslu-
stofu. Í rannsóknum kemur fram að
um tíundi hluti kennara er kominn
með raddveilur sem eru orðnar það
alvarlegar að þær eru farnar að
valda einstaklingnum verulegum
óþægindum. Hvað þá heldur að
röddin geti þjónað sínu hlutverki í
kennslu. Ef ástandið er svona við
núverandi aðstæður, hvað gerist þá
ef nemendum er fjölgað í stofu og
kennurum fækkað? Það hlýtur að
þýða verri námsárangur, meira aga-
leysi hjá nemendum og verri radd-
heilsu hjá kennurum. Það er kom-
inn tími til að huga að hávaða-
löggjöf fyrir skóla, takmarka
nemendafjölda á kennara og lög-
vernda rödd þegar hún er notuð í
atvinnuskyni. Að lokum: Er ekki
svarið við spurningu minni að nem-
endur eigi að vera í skóla til að
læra?
Ekki veitir nú af að fá velmennt-
aða kynslóð til að rétta þjóðarskút-
una af og bæta fyrir axarsköft
þeirra sem kippt hafa stoðum und-
an velferðarþjóðfélagi.
Til hvers eru börn í skólum?
Valdís Ingibjörg
Jónsdóttir varar við
fjölgun nemenda í
bekkjum
» Sú hugmynd að
spara í skólakerfinu
með því að fækka kenn-
urum og fjölga nem-
endum í bekk myndi
setja gæði kennslu í
uppnám.
Valdís Ingibjörg
Jónsdóttir
Höfundur er doktor í raddmeinum og
starfandi talmeinafræðingur.
Fáðu
sms-fréttir
í símann
þinn af
mbl.is