Morgunblaðið - 01.02.2009, Síða 38
38 UmræðanBRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009
Möguleikar íslenskra fyrirtækja eru miklir og sóknartækifærin mörg.
Í aukablaði Viðskiptablaðsins verður fjallað um hvar þessir möguleikar
liggja og hvaða áhrif það hefur á kjör okkar að velja íslenskt og versla
við innlend fyrirtæki.
Meðal efnis í blaðinu verður: Íslensk framleiðsla og sérstaða henn-
ar á sviði matvara, landbúnaðar, sælgætis, fatahönnunar, húsgagna,
snyrtivara og skartgripa. Ennfremur verður gerð ítarleg úttekt á út-
flutningsmöguleikum forritunar- og ráðgjafarfyrirtækja. Hagfræðingur
útskýrir hvenær það borgar sig að velja íslenskt. Fjallað verður um hvar
styrkur okkar liggur í uppbyggingu efnahags og orðspors.
– íslensk fyrirtæki eiga mikla möguleika
Aukablað Viðskiptablaðs Morgunblaðsins 5. feb.
Allar nánari
upplýsingar veitir
Sigríður Hvönn
Karlsdóttir í síma
569-1134 /
692-1010 eða
sigridurh@mbl.is
Auglýsendur!
Pantið fyrir kl 16.00
mánudaginn 2.
febrúar.
Úr vörn í sókn Með þessu bréfi bið ég ráðamenn
þjóðarinnar, hverjir sem þeir eru, að
endurskoða ákvörðun um að breyta
starfsemi St. Jósefsspítala í Hafn-
arfirði.
Laugardaginn 24. janúar héldu
þúsundir Íslendinga til mótmæla á
Austurvelli sem beindust að rík-
isstjórninni. Þann sama dag hittist
minni hópur, sem þó hefur ekki
minni áhyggjur eða minni hagsmuna
að gæta, fyrir framan St. Jósefsspít-
ala í Hafnarfirði. Þarna voru starfs-
menn spítalans og velunnarar sam-
ankomnir til að mynda keðju utan
um spítalann. Hópurinn hrópaði
hvatningarorð til ráðuneytis og rík-
isstjórnar þar sem farið var fram á
að starfsemin fengi að halda áfram
óbreytt. Sungið var vígsluljóð spít-
alans frá árinu 1926 sem samið var
þegar spítalinn tók til starfa. Um-
fjöllun sem þessi ágætu og frið-
samlegu mótmæli fengu var 6-8 sek-
úndur í fréttatíma Stöðvar tvö þetta
sama kvöld. Annað hef ég ekki séð
eða heyrt.
Vegna breytinga á starfsemi St.
Jósefsspítalans sem heilbrigð-
isráðherra kynnti í lok árs 2008 hafa
margir lýst áhyggjum sínum.
Læknar og aðrir hagsmunaaðilar
hafa lýst yfir óánægju með skort á
samráði. Einnig hefur komið fram
að það vanti fagleg rök auk þess sem
bent hefur verið á að þessar aðgerðir
ógni öryggi sjúklinganna. Það get ég
tekið undir þar sem ég er ein af
þeim. Hagsmunahópur um framtíð
St. Jósefsspítala afhenti heilbrigð-
isráðherra undirskriftalista þar sem
um 14 þúsund skora á ráðherra að
endurskoða þá ákvörðun að leggja
stofnunina niður í núverandi mynd.
Í lok greinar sem Ásta Möller, for-
maður heilbrigðisnefndar Alþingis,
skrifar í Morgunblaðinu hinn 26.
janúar sl. segir að viðbrögð heil-
brigðisstarfsfólks við svona að-
stæður séu eðlileg þar sem breyt-
ingar geti verið sársaukafullar. Hún
segir einnig í sömu grein að ekki
megi gleyma markmiðinu en það er
að við þessar breytingar fái almenn-
ingur betri, fjölbreyttari og aðgengi-
legri þjónustu á heimaslóðum en nú
er. Ég leyfi mér að efast um að hægt
sé að ná upp betri, aðgengilegri eða
fjölbreyttari þjónustu en þeirri sem
fer fram á St. Jósefsspítala með
flutningi annað.
Hafa ráðamenn þjóðarinnar kynnt
sér starfsemi spítalans? Eru þessir
tímar óvissu og erfiðleika í raun og
veru rétti tíminn til að taka ákvörð-
un sem hefur svona afdrifarík áhrif á
líf svo margra? Ég vil bara biðja um
að málin séu skoðuð betur því það
hlýtur að vera einhver önnur leið til
að spara.
ÞURÍÐUR
VALGEIRSDÓTTIR,
leikskólakennari.
Vegna fyrirhugaðra
breytinga á starfsemi
St. Jósefsspítala
Frá Þuríði Valgeirsdóttur
Varsjá. Það voru nú bæturnar, heil
fimm vatnsglös því einn bað um ábót.
Skiljanlega þurfa flugfélög að hag-
ræða sínum rekstri, en að slíkt þurfi
„að lenda á einhverjum“ með þessum
hætti er okkur óskiljanlegt, einkum í
því ljósi að til Varsjár er flogið bein-
línis yfir Kaupmannahöfn skv. korti.
Varsjá er ugglaust skemmtileg borg
og þangað væri gaman að fara, en við
vorum bara ekkert á leið til Varsjár.
En ekki er öll sagan sögð, því þeg-
ar heim var haldið hinn 21. des. tók
við kaflinn um týnda farangurinn.
Við lentum hér heima nær miðnætti
hinn 21. des. Nokkrar töskur komu
út á færibandið og svo varð langt
stopp. Farþegar biðu í 20 mínútur og
ekkert gerðist. Allan þann tíma stóð
fulltrúi IE við þjónustuborð félags-
ins á farangurssvæði og bar ekki við
að segja okkur það sem hún virðist
samt hafa vitað frá upphafi; farang-
urinn varð eftir í Kaupmannahöfn.
Ekkert gerðist fyrr en flugfreyja úr
vélinni gaf sig á tal við 2 farþega og
fékk fyrir þá þær upplýsingar að far-
angurinn hefði orðið eftir í Kaup-
mannahöfn. Þegar gengið var á full-
trúa IE var svarið að vélin hefði
verið of full til að hægt væri að taka
allan farangur. Hefði það verið raun-
in hefði verið eðlilegt að slíkt væri til-
kynnt um borð í vélinni áður en farið
var í loftið frá Kastrup, en það var
ekki gert. Aukinheldur drógum við
þetta svar mjög í efa því vélin var
ekki jafnfull á þessari leið og á útleið-
inni hinn 16. des. Þess skal sér-
staklega getið að þetta var sama vél-
in og tekur 148 manns í sæti. Þetta
kvöld hafa líklega verið 90-100
manns í henni. Næsta svar fulltrúans
var að verið væri að leita milli þilja í
vélinni, ef ske kynni að farangurinn
hefði lent þar. Undarlegt ef meiri-
hluti farangurs getur lent milli þilja í
HINN 21. júlí sl. keyptum við fjöl-
skyldan fjóra miða í beinu flugi til
Kaupmannahafnar með Iceland Ex-
press, brottför 16. desember klukk-
an 7.15, heimkoma 21. desember kl.
22.50. Hinn 1. des. barst tölvupóstur
um að vegna millilendingar í Varsjá
væri brottför nú klukkan 4.35 í stað
7.15 en lending í Kaupmannahöfn kl.
11.20 hinn 16. des. Við hringdum en
fengum engin svör um ástæðuna, en
var boðin endurgreiðsla ef við vildum
hætta við. Það er gott og blessað, en
við höfðum þá greitt fyrir gistingu í
Kaupmannahöfn sem ekki hefði
fengist endurgreidd. Það vildi IE
ekki bæta, né heldur greiða gistingu
fyrir okkur hefðum við farið deg-
inum fyrr, eða bæta tapaða gistinótt
hefðum við farið degi seinna, en eng-
ar millilendingar í Varsjá, Kraká eða
Berlín voru áætlaðar 15. og 17. des.
Viku fyrir brottför var hringt frá IE
og áréttað að vegna millilendingar
væri brottför klukkan 4.35. Gengið
var á þann sem hringdi sem þóttist í
fyrstu ekkert vita um orsakir breyt-
ingarinnar. Eftir töluverðan und-
anslátt fékkst þó svar sem ekki hefði
þótt góður pappír í kúrs um mannleg
samskipti og þjónustulund. „Þetta
verður að lenda á einhverjum“, var
svarið.
Þetta varð að „lenda á ein-
hverjum“. Fyrir vikið varð litla,
krúttlega Kaupmannahafnarferðin á
vit danskrar aðventu og „julehygge“,
að ígildi Bostonferðar. Með því sem
félagið kallaði „a brief stopover“ í
Varsjá varð hún 7 klukkustundir.
Vissulega var lent á nokkuð réttum
tíma í Kaupmannahöfn en þegar við
gátum lagt okkur vorum við búin að
vera á fótum í 32 klukkustundir sem
er ansi langur tími og fyrir vikið voru
fyrstu 2 dagarnir gerónýtir.
Margir hafa spurt: „Var ykkur
ekki boðið eitthvað? Einhverjar bæt-
ur hafið þið fengið“. Svarið er einfalt:
Okkur var boðið sitt vatnsglasið
hverju meðan við sátum í vélinni í
flugvél. Þriðju ósannindin voru að
farangurinn kæmi með næstu vél
sem væntanleg væri klukkan 2 um
nóttina og yrði þá keyrður heim til
farþega strax. Hvernig mátti það
verða þegar klukkan var orðin 1 að
nóttu og vélin sú væntanlega löngu
farin frá Kaupmannahöfn? Alltaf
geta orðið mistök, og þarna urðu
greinilega mistök. En þegar fólk ger-
ir mistök er ósköp eðlilegt að við-
urkenna þau. Stúlkan sem að ofan er
nefnd var fulltrúi IE og átti því að
koma til þeirra sem stóðu langeygir
eftir töskunum sínum og segja: „Því
miður urðu mistök, farangurinn varð
eftir úti, en verður sendur ykkur.“
Nei, hún beið þess að fólk gæfi sig á
tal við hana, þegar það hefði á ein-
hvern dularfullan hátt uppgötvað
hvers kyns væri. Auðvitað varð fólk
reitt enda komin nótt og sumir að
koma úr lengra flugi en frá Kaup-
mannahöfn. Sumir voru með lítil
börn og fengu engu meiri aðstoð við
útfyllingu nauðsynlegra gagna en við
hin.
IE auglýsir „Iceland Express,
með ánægju“. Því miður urðum við
engrar ánægju aðnjótandi í þessum
ferðum, því þjónustu félagsins var
verulega ábótavant.
Þó skal tekið fram að flugfreyj-
urnar voru hinar ágætustu og
reyndu á leiðinni út að gera það
besta úr leiðinlegri ferð, meðal ann-
ars með vatni og léttlyndi.
Eftir þessa reynslu er ljóst að IE
verður ekki fyrst fyrir valinu næst
þegar haldið skal út fyrir landstein-
ana. Það er ekki að vita nema maður
lendi í Alicante á leið til Stokkhólms.
NANNA GUNNARSDÓTTIR,
VIGFÚS INGVARSSON,
sjónvarpsþýðandi og
tæknimaður.
Iceland Express, með ánægju?
Frá Nönnu Gunnarsdóttur
og Vigfúsi Ingvarssyni
ÁSKRIFTASÍMI 569 1100