Morgunblaðið - 01.02.2009, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 01.02.2009, Qupperneq 43
Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, BIRGIT M. JOHANSSON, Hörðukór 1, Kópavogi, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 13. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við Pétri Thorsteinsson lækni og starfsfólki á H-2 fyrir frábæra umönnun. Margrét Tryggvadóttir, Guðmundur Borgþórsson, Tryggvi Andersen, Halldóra Guðmundsdóttir, Kamilla og Daniel. ✝ Systir okkar og mágkona, HREFNA JÓNSDÓTTIR, Lindargötu 57, áður Kleppsvegi 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 13. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Friðrik J. Jónsson, Anna Ólafsdóttir, Ragnheiður Þyri Jónsdóttir, Stefán Ólafur Jónsson, Elín Vilmundardóttir, Ingibjörg Jónsdóttir. ✝ Hafliði Jónssonfæddist á Ak- ureyri 19. mars 1950. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Hvammi á Húsavík að kvöldi sunnudagsins 18. janúar síðastlið- ins. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson verkstjóri á Húsavík, f. 26. september 1923 og Emilía Þorsteins- dóttir ljósmóðir í Reykjavík, f. 2. febr- úar 1926. Hafliði átti sex hálfsystkini. Sam- mæðra, faðir Jafet Sigurðson f. 1. maí 1934, d. 5. september 2002, eru a) Þorsteinn Sigurður, f. 31. júlí 1959. Hann á einn son. b) Ingi- björg, f. 3. júlí 1960. Hún á eina dóttur. Ingibjörg er í sambúð með Tómasi Ingólfssyni. c) Indíana, f. 22. nóvember 1962, d. 22. október 2001. Indíana var gift Guðjóni Ing- ólfssyni. Hún átti 3 börn. Systur Hafliða, samfeðra, móðir Gerður Kristjánsdóttir f. 25. apríl 1926, eru a) Helga, f. 18. ágúst 1957, gift Arnóri Guðmundssyni, þau eiga tvo syni, b) Sólveig, f. 1. apríl 1959, gift Vésteini Vé- steinssyni, þau eiga tvö börn og c) Sigrún, f. 16. júlí 1961. Fyrstu tvö ár æv- innar bjó Hafliði með foreldrum sínum á Akureyri en fluttist þá föður sínum í Mý- vatnssveit og bjuggu þeir lengst af í Álfta- gerði hjá Freydísi Sigurðardóttur og Geir Kristjánssyni. Hann lauk námi í Barnaskóla Skútu- staðahrepps. Framan af ævi vann Hafliði hjá Vegagerð ríkisins í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Seinna stundaði hann ýmsa verkamannavinnu á Húsavík þar sem hann bjó mestan hluta ævi sinnar. Þegar heilsan fór að gefa sig eignaðist Hafliði heimili í sambýl- inu í Sólbrekku 28 á Húsavík. Þar bjó hann vel á annan áratug. Í febrúar sl. fluttist hann á Dval- arheimilið Hvamm. Þar hlaut hann einstaka umönnun til síðustu stundar. Hafliði var jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju 24. janúar. „Ég var sem fjötrum færður fang- elsi þungu í,“ segir Hallgrímur í 23. Passíusálmi sínum. Þessi orð koma mér í hug er ég minnist Hafliða frænda míns og fóstbróður. Fjötrar Hafliða og Hallgríms voru þó af ólíkum toga spunnir, þar sem Haf- liði átti sér enga frelsunarleið út úr sínu fangelsi, sem hann hafði verið hnepptur í þegar í frumbernsku. Það fann hann vel og fyrir það leið hann meira en nokkurn gat grunað. Lengst af gat hann þó skapað sér nokkurt rými innan þeirra fjötra sem andleg fötlun hans var honum – rými sem gerði honum lífið bærilegt á köflum. Hafliða var gefið hreint hjarta í vöggugjöf og það hjartalag varð- veitti hann til hinstu stundar. Hann var hreinskiptinn og viðkvæmur í lund – þoldi ekki óréttvísi eða ódrengskap af neinu tagi. Hann tók því nærri sér þegar honum fannst að sér vegið á einhvern hátt. Við það mátti hann lengi búa, því alltaf eru þeir nógir sem finna hjá sér hvöt til þess að gera lítið úr þeim sem minna mega sín, svo undarlegt sem það þó er. En þeim sem lögðu hon- um lið og vörðu hann fyrir ágangi ódrengja bast hann órjúfandi vin- áttuböndum. Á yngri árum var Hafliði oftast glaður og gat leikið á als oddi. Hann var spaugsamur og bjó sér til gælu- nöfn á þá sem hann umgekkst og þótti vænt um. Hann hafði á hrað- bergi skemmtileg tilsvör og hermdi á græskulausan hátt eftir ýmsum eftirminnilegum persónuleikum sem á vegi hans höfðu orðið. Og ýmsar lystisemdir kunni hann að meta og naut í ríkum mæli. Góð- meti hverskonar var honum kært og kunni hann sér lítið hóf í þeim efn- um. Sá það á og var hann alltaf mjög þungur. Háði það honum við líkam- lega vinnu einkum á seinni árum og því sóttist hann eftir vélavinnu þeg- ar kostur var. Var hann býsna lið- tækur á því sviði. Tóbaksmaður var hann mikill og áfengi hafði hann stundum um hönd. Hjálpsemi var Hafliða í blóð bor- in. Honum þótti gott að geta glatt vini sína, hvort heldur með því að færa þeim heim kartöflur sem hann fékk hjá vinum í Höfðahverfi eða skjóta þeim bæjarleið á bíl sínum. Honum fannst gaman að keyra og stundum svo að mér er ekki grun- laust um að rekstur bílsins hafi oftar en ekki reynst honum ærið þungur. „Hugur einn það veit, er býr hjarta nær,“ segir í Hávamálum. Hvað Hafliði hugsaði lá ekki alltaf í augum uppi. Víst er þó að það var meira og merkilegra en almennt var álitið. Þær hugsanir voru honum oft þungbærar og við þær átti hann að stríða mörg síðustu æviárin. Af þeim sökum þurfti hann að nota geðlyf, sem gerðu hann sljóan og ólíkan sjálfum sér. Þó var eins og bráði af honum síðasta kastið. Mér fannst að í krabbameininu, sem leiddi hann til dauða, eygði hann leið út úr „fangelsinu þunga“. Nú eru fjötrarnir af honum fallnir. Ég bið Hafliða blessunar Guðs og þakka honum einstakt trygglyndi og vináttu við mig og okkur öll í Rang- árfjölskyldunni. „Sælir eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá“ (Matt. 5.8). Jón Aðalsteinn Baldvinsson. Góður vinur minn og leikfélagi úr æsku, Hafliði Jónsson, er látinn fyr- ir aldur fram en trúlega þreyttur eftir langa baráttu við illvíga sjúk- dóma. Faðir Hafliða, Jón Sigurðsson vegaverkstjóri frá Arnarvatni, vissi hvað drengnum var fyrir bestu í bernsku og átti Hafliði löngum at- hvarf í Álftagerði í Mývatnssveit hjá föðursystur sinni, Freydísi Sigurð- ardóttur og hennar góðu fjölskyldu. Þar lágu leiðir okkar strákanna saman. Í Álftagerði bjó líka vinur minn og jafnaldri, Ásbjörn Dagbjartsson, og urðum við þrír, Hafliði, Böddi og ég, nánir vinir og leikfélagar. Hafliði gekk ekki heill til skógar, en við félagar hans tókum auðvitað ekkert eftir því sem börn, enda sjálfsagt allir skrýtnir, hver á sinn hátt. Og við Böddi litum upp til Haf- liða vegna þess að hann var nokkr- um árum eldri en við, en hann átti líka flottara hjól en við, með ljósum og alls konar græjum að ekki sé minnst á trébílana, mekkanóið og annað dót. Ég minnist þess hve okkur þótti gaman að koma ljósum á leikfanga- bílana og jafnvel frumstæðum drif- búnaði. Hafliði átti oftast hugmynd- irnar og tækjakostinn, Böddi var tækni- og framkvæmdamaðurinn, en ég naut svo afrakstursins með ótakmörkuðu leyfi Hafliða til þess að leika mér með þessi gull. Og þótt Hafliði væri fjórum árum eldri okkur Bödda, var hann um tíma samferða okkur í barnaskóla. Faðir minn, Þráinn Þórisson, var skólastjóri á Skútustöðum og aðal- kennari okkar og urðu þeir Hafliði strax góðir vinir. Hafliði var líka fljótur að læra að svara fyrir sig, hvort sem í hlut átti skólastjórinn eða aðrir. Við þóttumst menn með mönnum þegar við vorum byrjaðir í skóla og bárum höfuð hátt. Þá bar það til ein- hverju sinni að Hafliði brá sér í heimsókn til nágrannanna í næsta húsi í Álftagerði. Hafliði var heima- gangur þar og varð það á að heilsa ekki formlega í þetta skipti. „Heils- ar þú ekki, Hafliði minn?“ – spurði Jónas gamli. „Ertu ekki kominn á skóla til að læra mannasiði?“. „Þeir eru nú ekki kenndir þar“ – svaraði Hafliði! Tilsvör Hafliða og athuga- semdir voru alla tíð mestu gersem- ar. Nú hafa þeir báðir kvatt þennan heim vinir mínir, Böddi og Hafliði og er sárt saknað. En æskuminning- arnar lifa og ylja því meir sem árin líða. Far þú í friði, Hafliði minn og þakka þér fyrir vináttuna. Þú verðu svo tilbúinn með gömlu bílana þegar ég kem. Ég votta fjölskyldu Hafliða samúð mína. Steinþór Þráinsson. Meistarinn er floginn til feðranna. Með Pontuna. Og tekur hraustleg- ast í nefið. Eins og hann gerði alltaf. Eftir að hafa niðurlægt Krabbann hefur Mikilmennið kvatt. „Kastaðu einhverju að mér og ég tek það í nefið með æðruleysinu“ hefði getað staðið á bolnum hans eða innan á gleraugunum en hann hefði ekki tekið eftir því. Eða í besta falli verið alveg sama. Því það var honum eðl- islægt. Æðruleysið. Eins og að taka í nefið. Tímalaust. Augnablikið. Arf- urinn. Hafliði Jónsson og Pontan. Svo kom ég með ryksuguna. Allt hefur sinn tíma. Stundum stendur hann í stað. Stundum þýtur hann áfram. Hafliði gat látið hann fara afturábak. Eða á ská. Með sínu rót- gróna jafnaðargeði og stóísku ró. Timinn var ekki til. Allt var háð lög- málum. Hans. Hann afsannaði af- stæðiskenningu Einsteins hvað sem það nú þýðir. Þótti það ekkert merkilegt. Hann vissi það ekki einu sinni. Því við erum komnir til Spán- ar og dottnir í „bokkudrusluna“ með 4 kg af neftóbaki og okkur er alveg sama. Þegar við finnum þögnina fyr- ir aftan niðinn þá finnum við Hafliða Jónsson spyrjandi hvað hafi eigin- lega tafið okkur. Ég kveð þig Meist- ari og vinur. Jón Indriðason. Lokið hefur lífsgöngu sinni frændi minn og vinur Hafliði Jóns- son. Hafliði var um margt sérstakur maður og batt ekki alla bagga sína sömu hnútum og samferðamenn hans, en þá sem hann batt, batt hann af kostgæfni lengstum. Það er í raun ekki langt síðan farið var að bjóða upp á þjónustu fyrir börn með þroskafrávik, eða voru á gráu svæði, enda var ekki um slíkt að ræða fyrir frænda þótt hann hafi átt góða að og fengið drjúga aðstoð og góða með- höndlun í skóla. Sú meðhöndlun kom ef til vill frekar til af virðingu fyrir lítilmagnanum en sérstakri kunnáttu. Frá unga aldri eyddi Hafliði sumrum með vegavinnuflokki föður síns þar sem hann byrjaði síðan að vinna sem fullgildur verkamaður á unglingsárum. Hann tók bílpróf og keypti sér „stokkinn“ sem var Volkswagen-bjalla. Hann hafði í nokkur ár verið upp á aðra kominn með ferðir til og frá vinnu um helgar en nú varð breyting á, frelsið jókst og stokknum ekið út um allar koppagrundir, fullum af fólki á böll og samkomur og í raun hvert sem fara gerði og öllum farþegum skilað heilum heim. Hafliði varð með tíð og tíma ágæt- ur vélamaður og mokaði á bíla hjá Vegagerðinni í mörg sumur. Um helgar dvaldi hann á sveitabæjum um alla Suður-Þingeyjarsýslu og var jafnan aufúsugestur þar sem hann bar niður. Hafliði hafði næmt auga fyrir hinum spaugilegu hliðum mannlífsins og varð snemma snill- ingur í að herma eftir mönnum, náði sérkennum manna, kækjum og tökt- um og gat tekið þátt í samræðum með því að tala eingöngu í tilvitn- unum og eftirhermum, var þá fáum hlíft. Hann hafði fílsminni og seinast í fyrra heyrði ég hann hafa eftir, orðrétt, samtal milli tveggja manna sem átti sér stað fyrir um það bil 40 árum. Þá var hann glöggur mann- þekkjari, beinskeyttur og einarður í tilsvörum en aldrei meinlegur. Hann tók fúslega til hendinni hjá bændum ef um vélavinnu var að ræða en hokraði lítt að öðrum bústörfum. Hann sóttist eftir atvinnu á vetrum á vertíðum og urðu honum nokkur vonbrigði að móttökum sem hann fékk þar enda ekki vanur öðru en hlýju viðmóti frá heimahögum þar sem jafnan var stutt í vini og ætt- ingja. Það er sorglegt til þess að vita hvað mannskepnunni geta verið mislagðar hendur í umgengni við sína minnstu bræður, en huggun harmi gegn að vita að Hafliði, með sitt hreina hjartalag, var um flest betri en samfélagið í kringum hann. Hafliði dvaldi síðustu árin á sambýl- inu við Sólbrekku á Húsavík, þar leið honum vel og þar var fólk hon- um gott. Fari hann vel. Jón Einar Haraldsson (Lambi.) Elsku Hafliði! Nú hefur þú fengið hvíld eftir nokkurra ára veikindi. Það var aðdáunarvert hvernig þú tókst á við veikindi þín, því að æðru- leysið var allsráðandi hjá þér, þú varst ekki mikið fyrir að stressa þig eða æsa yfir hlutunum. Það þurfti ekki mikið til að gleðja þig, ein og ein ferð á Sölku, pitsa og bjór og jafnvel stöku vindill, þá varstu ánægður. Þú varst líka heimakær og þér virtist aldrei líða betur en þegar þú lást í rúminu þínu að hlusta á sögurnar á Rás 1, tónlistina eða sast við skrifborðið þitt og gluggaðir í bók með neftóbakið við höndina. Þér var annt um samferðamenn þína en það sást sérstaklega vel þegar um var að ræða Gerðu og Matta, þau áttu greinilega stað í hjarta þínu. Einnig þótti þér vænt um frænda þinn hann Lamba sem var svo dug- legur að vera í sambandi og gera eitthvað með þér. Bíllinn þinn með einkanúmerinu „Bambi“ átti sér sérstakan stað hjá þér líka, það gaf þér ekkert meira en að fá að taka í stýrið annað slagið sem því miður var orðið mjög sjaldan síðustu ár. Það var þitt hlutverk að keyra með samleigjendur hingað og þangað, sækja kartöflur í sveitina og selja og þess naustu. Einnig varð bíllinn að vera í toppstandi og þú hafðir ekki mikla þolinmæði til að láta bílinn standa óökufæran til langs tíma, nei hann skyldi lagaður og það hið fyrsta. Þegar sjúkdómurinn fór að herja meira á þig vissum við að þú þurftir að komast undir góðar hendur sem höfðu reynslu og kunnáttu til að annast þig eins vel og hægt var, og Hafliði minn, þú áttir aðeins það besta skilið. Hvammur varð raunin og þar leið þér vel. Þú hafðir orð á því að þar væri góður matur og gott fólk. Þér fannst gott að geta gengið að því vísu að hinar ýmsu kræsingar biðu þín á hverjum degi, alltaf stundvíslega á sama tíma. Þér fannst meira að segja svo gott að borða að fallegi sveitarúnturinn sem farinn var með þér endaði þannig að bílstjórinn þurfti að ýta aðeins fast- ar á bensíngjöfina til að þú næðir í kaffi á Hvamm, þrátt fyrir að bíl- stjórinn hefði verið búinn að setja Karlakórinn Fóstbræður í og lands- lagið og veðrið léku við ykkur þann dag. Nei, heim skyldi fara því kaffið kallaði. Elsku Hafliði, þú sagðir yf- irleitt ekki mikið, þú virtist hafa meira gaman af því að hlusta og hlæja lágum og djúpum hlátri þegar eitthvað kætti þig. Húmor og stríðni voru til staðar þó ekki bæri mikið á, en þú varst hnitmiðaður hvað það varðaði og oftar en ekki hitti það beint í hjartastað þeirra sem höfðu þau forréttindi að þekkja þig og annast. Jæja Hafliði! Nú kveðjum við þig í hinsta sinn og vonum að þar sem Guð almáttugur heldur sig séu líka götur, sveit, kaggar, bjór, tób- ak, skvísur og góður matur því þá ertu ánægður og það áttu alltaf skil- ið. Við sem eftir erum yljum okkur um ókomin ár við góðar minningar um góðan mann. Hvíldu í friði, elsku kallinn. Við sendum aðstandendum Hafliða innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd þess starfsfólks sem annaðist þig síðastliðin fjögur ár í Sólbrekkunni, Aðalbjörg G. Árnadóttir forstöðumaður. Elsku Hafliði. Við viljum þakka þau forréttindi að hafa fengið að kynnast þér. Þú gafst okkur mikið. Þakka þér fyrir að hafa tekið okkur eins og við er- um. Þú með þitt rólega fas. Þakka þér fyrir að umbera innrás okkar inn á þitt heimili. Takk fyrir þau spor sem þú hefur skilið eftir í til- veru okkar. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Það er nú svo skrýtið, er á það ég lít, sú örvænting stórbrotin, segja ég hlýt, þegar finn ég það út, ef fast ég brýt hug- ann um ferðalag okkar á þessari storð, alveg er sama hve ánægður dvel í allsnægtum – mér verður ekkert um sel. Hamingjan drukknar, sem dægurflugan í draumum um meira á allsnægtarborð. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Hvíl þú í friði, elsku vinur, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigríður Árdís Kristínardóttir. Hafliði Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.