Morgunblaðið - 01.02.2009, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 01.02.2009, Qupperneq 44
44 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Traustur og góður félagi sem stóð í blóma lífsins er fallinn frá. Minningarnar streyma fram í hugann og orð verða skyndilega lítils megnug. Guðjón Ægir lét sig miklu varða samfélagið sem hann bjó í og tók virk- an þátt í félags- og stjórnmálastarfi í Árborg. Hann starfaði með Árborg- arlistanum á árunum 1998-2002, m.a. sem varabæjarfulltrúi. Samfylkingin í Árborg hefur frá upphafi verið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að hafa Guðjón Ægi sem félaga. Hann var varabæj- arfulltrúi kjörtímabilið 2002-2006, formaður félagsmálanefndar á sama tímabili auk þess sem hann gegndi um lengri og skemmri tíma ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Fyrir sveit- arstjórnarkosningar 2002 og 2006 var hann í uppstillingarnefnd fyrir lista Samfylkingarinnar og kom þá vel í ljós hversu góða yfirsýn Guðjón hafði yfir aðstæður, menn og málefni í hinu ört vaxandi sveitarfélagi. Guðjón studdi vel við bakið á sínu fólki, jafnt hópnum sem einstakling- um og þekkir undirrituð það vel af Guðjón Ægir Sigurjónsson ✝ Guðjón Ægir Sig-urjónsson fæddist á Selfossi 4. janúar 1971. Hann lést í um- ferðarslysi 5. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 16. jan- úar. eigin raun bæði úr prófkjörs- og kosn- ingabaráttu og af dag- legum vettvangi sveit- arstjórnarmála. Alltaf var Guðjón tilbúinn til skrafs og ráðagerða um viðfangsefni stjórn- málanna og hafði yfir- gripsmikla þekkingu á hinum ýmsu sam- félagsmálum. Hann var víðsýnn og úrræða- góður, sannur jafnað- armaður með sterka réttlætiskennd, enda kallaður til í öllum stærri málum sem leysa þurfti. Í þeim sviptingum sem oft ganga yfir á hinum pólitíska vett- vangi reynir á hæfileika fólks og við- horf. Guðjón hafði gott lag á að sjá tækifærin og nálgast viðfangsefnið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og bjó yfir einstakri geðprýði. Í minning- unni lifir mynd af góðum félaga, með bjartan svip og glaðlegt yfirbragð. Við erum þakklát fyrir að hafa um tíma fengið að ganga samferða Guð- jóni Ægi. Hans er sárt saknað. Samfélagið okkar hefur misst mik- ið en mestur er missir ástvina Guð- jóns Ægis. Samfylkingarfélagar í Ár- borg senda Þórdísi, Hirti Leó, Hörpu Hlíf og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Megi góðar minn- ingar styrkja ykkur á erfiðum stund- um. Fyrir hönd Samfylkingarfélaga í Árborg, Ragnheiður Hergeirsdóttir. Hann Gaui var ekki aðeins pabbi besta vinar míns, heldur góður vinur minn. Allt frá því að við mamma flutt- um í kjallarann í Hrísholtinu reyndist Gaui mér einstaklega vel og hugsaði alltaf um mig eins og ég væri hans eigin sonur. Hann hafði áhuga á öllu sem ég tók mér fyrir hendur og hvatti mig alltaf áfram með hrósi og já- kvæðni. Þannig var Gaui. Það var ósjaldan sem hann hringdi og bauð mér að vera með þeim feðg- um í hinum ýmsu tómstundum. Við fórum í torfærur á gamla Land Ro- vernum, í veiðiferðir, á fjórhjól, í keppnisferðir, á landsleiki og lengi mætti telja. Það er gott að minnast hans í þessu bralli okkar, hann var skemmtilegur og góður – sá besti. Takk Gaui, fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gert fyrir mig. Janus Daði. Okkur langar til að minnast Guð- jóns Ægis, elskulegs vinar okkar sem hrifinn var í burtu frá okkur á eini svipstundu langt um aldur fram. Gaui var frábærlega skemmtilegur og gef- andi maður, hann hafði húmor fyrir sjálfum sér og öðrum og var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Hann smitaði okkur með glaðværð og hlátri sem mun hljóma áfram í hugum okkar um ókomna tíð. Gaui var traustur og sannur vinur og eftir situr stórt skarð í vinahópn- um sem verður aldrei fyllt. Hann var einstakur faðir og eiginmaður og gleðin og jákvæðnin frá honum end- urspeglaðist í allri fjölskyldunni. Samband hans og Þórdísar var ein- stakt, hún var svo sannarlega draumadísin hans og hann hugsaði svo vel um hana, hrósaði henni og hældi við hvert tækifæri. Ég kynntist Gauja fyrir rúmum 20 árum, fljótlega eftir að hann og Þór- dís byrjuðu saman og við vinkonurnar stofnuðum saumaklúbbinn Kappmell- ur og strákarnir í hópnum stofnuðu veiðiklúbbinn Göndla í kjölfarið. Þær eru óteljandi minningarnar um Gauja úr ferðum og samveru þessa hóps sem gott er að hugsa til núna. Við Hlynur kynntumst líka annarri hlið á Gauja og fjölskyldu þegar við fórum í sumarfrí til Portúgals með þeim og einnig þegar þau dvöldu í sumarhúsi í Danmörku og við eyddum viku saman á Jótlandi. Strákarnir okkar hændust að Gauja og skriðu upp í til hans eld- snemma á morgnana Gauja til mik- illar gleði því hann var auðvitað löngu vaknaður og var að bíða eftir því að hinir vöknuðu svo hann gæti farið að steikja beikon og finna til morgun- mat. Í þessari ferð kenndi hann Björgvin Franz sem var þá tveggja ára að gera „thumbs up“ en það finnst okkur lýsa Gauja og hans jákvæða viðhorfi vel. Allir sem þekkja Gauja vita að hann var mikill matmaður, elskaði að borða góðan mat og helst mikið af honum. Hann var ekkert að fela það, bætti vel í og spurði yfirleitt hvar næsti pylsuvagn væri fimm mínútum eftir að veislumáltíðum lauk. Ég útbjó því sérstaklega gott nesti fyrir okkur í einni ferðinni sem við fórum í hér í Danmörkinni og við vorum með risa- kælibox á hjólum með okkur. Þetta kunni Gaui vel að meta og fékk sér bita á korters fresti og ljómaði af ánægju. Einnig eru minnisstæðar „english breakfast“-ferðirnar hans og Hlyns í Portúgal, sem tóku yfirleitt hálfan daginn og þeir gátu ekki hætt að dásama. Gaui og Þórdís voru dugleg að láta drauma sína rætast, ferðast og stunda áhugamál sín saman. Þar skip- uðu hlaupin stóran sess síðustu árin og við fylgdumst með af aðdáun þegar þau hlupu New York- og London- maraþonið og Laugaveginn á Íslandi. Gaui sagði líka alltaf þegar hópurinn var að velta fyrir sér að gera eitthvað: „Auðvitað gerum við það, það er bara ein umferð og það er eins gott að nýta hana vel.“ Það er óendanlega sárt að hans umferð sé lokið. Elsku Þórdís, Hjörtur Leó, Harpa Hlíf, foreldrar, fjölskylda og vinir; við vottum ykkur dýpstu samúð og biðj- um Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum, missir ykkar er óend- anlega mikill. Guð veri með þér Guð- jón Ægir, minningin um þig mun lifa. Lísa og Hlynur. Fallinn er frá góður drengur, eig- inkonan og fjölskyldan hefur misst mikið, samfélagið er fátækara en eftir lifir björt minning um úrvalsdreng. Mín kynni að fornu og nýju við Guð- jón liggja í gegnum þræði knatt- spyrnunnar á Selfossi, hann var af hinum fjölmenna knattspyrnuárgangi 1971 hér á Selfossi og var þetta ávallt samheldinn og glæsilegur hópur – einnig var Gaui af mikilli knatt- spyrnuætt. Lengi var útlitið þannig að hugs- anlega í framtíðinni gætum við þarna eignast úrvalsdeildarlið með hryggj- arstykki úr þessum fjölmenna ár- gangi. Þeir náðu frábærum árangri í yngri flokkunum og fylgdi ég þeim bæði í 4. og 3. flokki af kappi og ekki spillti að föðurbróðir minn, Gylfi Þór Gíslason þjálfaði þá lengstum sem jók áhuga minn á velgengni þeirra. Guð- jón Ægir átti síðar eftir að verða einn af burðarásum í starfi knattspyrnu- deildarinnar á ýmsum sviðum og kannski einna helst í mörgum erfiðari þáttum í starfi deildarinnar, samn- ingagerð o.fl. enda ljúfmennið samn- ingamaður og vildi síður fara hávaða- leiðina. Ég kynntist svo Guðjóni betur þegar hans frábæra eiginkona Þórdís kom til okkar í Miðgarð með sinn rekstur og sá ég þá eftir 10 ára sam- starf á ganginum hversu vel Þórdís var gift. Við í Miðgarði á Selfossi viljum senda fjölskyldunni djúpar samúðar- kveðjur. Einnig ber ég hér vinar- og saknaðarkveðjur frá Gylfa frænda mínum sem þekkti og starfaði með Guðjóni öll árin sem kennari, þjálfari og ekki síst vinur. Gylfi hefur fundið í sínum veikind- um fyrir mikilli vináttu í sinn garð frá þeim félögum í ’71-árganginum og þar fór Gaui framarlega í flokki. Þórdís Erla, Hjörtur Leó, Harpa Hlíf og stórfjölskyldan öll, vinir og samstarfsfólk, innilegar samúðar- kveðjur. Kjartan Björnsson, Selfossi. Þegar áföll dynja yfir erum við minnt á það hversu hverfult lífið getur verið. Í upphafi árs hefur verið hrifinn í burtu einn af máttarstólpum okkar samfélags með sviplegum hætti. Nap- urleg byrjun á ári. Maður finnur svo sannarlega vanmátt sinn og smæð þegar atburður sem þessi á sér stað, svo fyrirvaralaust, svo óviðunandi,svo óbærilega ósanngjarnt. Guðjón Ægir var drifkraftur. Hann var uppfullur af lífsgleði og jákvæðni og það er nánast óhugsandi að hugsa til þess að hann sé ekki lengur á með- al vor. Hann hafði að geyma mann- kosti sem við öll vildum hafa. Guðjón lifði lífinu lifandi og sá ávallt spaugi- legar hliðar á lífinu. Hans leiðarljós var jákvæðni og það var aldrei neitt vandamál í hans huga. Það er gott að hafa þekkt slíkan mann, upplifað með honum, hlegið með honum, borðað með honum, notið lífsins með honum, lifað með honum og verið vinur hans. Guðjón Ægir var vinmargur og sérstaklega laginn við það að hafa samband við alla, hann vildi alltaf taka þátt í gleðistundum enda með eindæmum hláturmildur og hans bestu stundir, utan samverustunda með fjölskyldunni, voru þegar hann heyrði góðar gamansögur, þá hló hann sínum einlæga hlátri og oft og iðulega þurfti hann að þurrka tárin eftir hlátursköstin. Guðjón leysti þrautir samferðamanna sinna, ekki bara í sinni atvinnu og félagsstörfum því einnig gátu vinir hans og kunn- ingjar leitað í dýrmætan viskubrunn hans enda var Guðjón óvenju úrræða- góður og greiðvikinn. Hann var sá sem var til staðar, hann var kletturinn sem öldurnar brotnuðu á, hann stóð upp úr, fremstur meðal jafningja án þess að vilja láta á því bera. Hann var mannvinur, hann var Guðs barn. Guðjón Ægir var mikill fjölskyldu- maður. Hann setti börnin og konuna ávallt í fyrsta sæti. Samheldni Guð- jóns og Þórdísar konu hans var aðdá- unarverð, enda voru þau ekki bara hjón heldur líka bestu vinir. Börn Guðjóns og Þórdísar áttu í honum góðan föður, leiðbeinanda og vin, hann tók þátt af mikilli einlægni í leik þeirra, áhugamálum og námi. Guðjón Ægir hefur nú verið kallaður til ann- arra verka, hans drífanda og athafna- krafts hefur verið óskað annars stað- ar en eftirsjá, sorg og vanmáttur umlykur okkur sem eftir sitjum. Fráfall Guðjóns Ægis er okkur öll- um sem þekktum hann mikill harmur en mest hefur hans góða fjölskylda misst en Guðjón átti stóra, samheldna og góða fjölskyldu. Það er fjölskyld- unni mikill áfall að missa ekki bara eiginmann, föður, son, bróður, tengdason og mág, margt þessa fólks missti líka sinn besta vin. Þannig var Guðjón, hann var vinur í raun, með fallegt hjartalag, heill og vandaður, þannig mann er gott að eiga fyrir vin. Það er sárara en orð fá lýst að kveðja þennan góða dreng, minningin mun lifa og eru þær minningar sjóður sem aldrei rýrnar heldur vex og dafnar í hjörtum þeirra sem eiga þær. Megi góður Guð styrkja Þórdísi, Hjört Leó og Hörpu Hlíf, stórfjöl- skyldu Guðjóns og alla þá sem eiga um sárt að binda. Sigurður Fannar Guðmundsson og Þórunn Elva Bjarkadóttir. „Njótið nýja ársins frá fyrstu mín- útu“. Þannig hljómaði textaskeyti Gauja til okkar um áramótin. Ekki hvarflaði að okkur að lengd þessa nýja árs yrði raunverulega talin í mín- útum hjá vini okkar. Innihald þessa skeytis lýsir Gauja okkar í hnotskurn, að hvetja til þess að gera sem mest úr tíma okkar og verja honum vel. Það voru mikil forréttindi að kynn- ast Gauja og smitast eins og allir aðrir kringum hann af þeirri gríðarlega miklu og jákvæðu orku sem ein- kenndi hann. Í minningunni sjáum við hann alltaf fyrir okkur brosandi og heyrum hlátur hans sem var mjög smitandi. Gaui kemur til með að lifa með okk- ur í huga og í verki. Í huga okkar eru óteljandi skemmtilegar minningar tengdar samveru við hann og hans nánustu; ferðalög, matarveislur, fót- boltastúss eða bara skondin og hnit- miðuð textaskeyti í símann, sem voru jú reyndar ófá. Í verki á lífsskoðun og viðmót hans eftir að endurspeglast í lífi okkar samferðamanna hans. Svona sorglegur viðburður minnir okkur enn frekar á að hlúa að okkar nánustu og dvelja í núinu líkt og Gaui gerði. „Notum þessa einu umferð sem við höfum í lífinu“ … eru orð Gauja sem verða greypt í hugum okkar. Síðastliðið ár vorum við það gæfu- söm að kynnast Gauja og fjölskyldu enn frekar. Samveran var meiri en áður. Mikill vinskapur er milli barna okkar og vonandi á hann eftir að lifa og við eftir að kynnast Gauja enn frekar gegnum börnin hans. Gaui var mikill Liverpool-aðdáandi. Í ferð okkar á leik í Liverpool á síð- asta ári vildi hann endilega fá mynd af sér við styttu Shankleys sem gerði Liverpool að því stórveldi og sam- félagi sem það er. Þegar rýnt er í þessa mynd má sjá áletrun á styttu Shankleys „He made the people happy“ eða á íslensku „hann gladdi fólkið“, þetta eru eftirmæli sem sann- arlega eiga við hann Gauja vin okkar líka. Elsku Þórdís, Hjörtur Leó, Harpa Hlíf, foreldrar og aðrir aðstandendur. Við vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð á þessum erfiðu tímum. Okkar hugur er stöðugt hjá ykkur. Megið þið finna styrk til að ganga í gegnum þessa erfiðu og ósanngjörnu lífs- reynslu. Trausti og Guðfinna. Það eru forréttindi að vera hluti af góðum vinahópi. Hópi sem stendur saman í blíðu og stríðu, styður hvert við annað og hjálpast að. Þannig er klúbburinn okkar. Alltaf tilbúinn að gera lífið skemmtilegra, njóta líðandi stundar og lifa eftir þeirri hugsjón Gauja að það sé aðeins ein umferð í þessu lífi og betra að nota hana vel. Gaui var alltaf hrókur alls fagnaðar og tilbúinn í grín og glens, hreif alla með sér allsstaðar með lífs- gleði sinni og hneggjandi hlátri. Þannig minnumst við hans um ókom- in ár. Stórt skarð hefur nú verið höggvið í okkar hóp og það er með miklum trega og sorg í hjarta sem við kveðj- um góðan vin. Elsku Þórdís, Hjörtur Leó og Harpa Hlíf, missir ykkar er mikill og ✝ Elskuleg mágkona okkar og frænka, ÓLAFÍA G. ÁSGEIRSDÓTTIR frá Krossnesi Kjarrhólma 30, Kópavogi, andaðist föstudaginn 30. janúar á Líknardeildinni Landakoti. Útförin verður auglýst síðar. Gróa Sigurjónsdóttir, Kristjana H. Guðmundsdóttir, Valgerður Ásgeirsdóttir, Björgvin Gylfi Snorrason, Áslaug Dís Ásgeirsdóttir, Ásgeir Valur Snorrason, Ásgeir Már Ásgeirsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS KRISTINN FINNBOGASON, Álfhólsvegi 151, Kópavogi, lést á líknardeild Landsspítala Landakoti föstudaginn 30. janúar. Erlendur Magnússon, Steinunn Hlín Guðbjartsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Lárus Pálmi Magnússon, Sonja Lampa, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, STEINDÓRA SIGURÐARDÓTTIR, Fagrahjalla 4, Vopnafirði, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 30. janúar. Útför auglýst síðar. Steinunn Gunnarsdóttir, Helgi Jörgensson, Guðný Sveinsdóttir, Hjálmar Björgólfsson, Sigurður Sveinsson, Karin Bach, Steindór Sveinsson, Emma Tryggvadóttir, Ingólfur Sveinsson, Kristbjörg Hilmarsdóttir, Erla Sveinsdóttir, Gunnlaugur Einarsson, Sveinn Sveinsson, Rattana Chinnabut, Harpa Sveinsdóttir, Sigmundur K. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.