Morgunblaðið - 01.02.2009, Síða 47

Morgunblaðið - 01.02.2009, Síða 47
Minningar 47 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Miðvangi 1 / 700 Egilsstaðir Sími 471 1449 / print@heradsprent.is www.heradsprent.is HÉRAÐSPRENT Við bjóðum persónulega og vandaða þjónustu fyrir alla landsmenn með stuttum fyrirvara. Skoðaðu bæklinga okkar á heimasíðunni www.heradsprent.is eða hringdu og fáðu eintak sent. Sálmaskrár og handgerðar gestabækur vegna útfarar ✝ Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs bróður, fóstbróður, frænda og mágs okkar, SIGURJÓNS GUÐBJARTS JÓNASSONAR frá Lokinhömrum, Arnarfirði. Ólafía Jónasdóttir, Andrés Gunnar Jónasson, Þórdís Jónsdóttir, Guðrún Jóna Gísladóttir, Gunnar Guðjónsson, Sigrún Ásdís Ragnarsdóttir, Ragnar Valdimarsson, Lilja Ragnarsdóttir, Baldur Kristjánsson og fjölskyldur. ✝ Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HULDU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Hrafnagili, Vestmannaeyjum, sem lést að kvöldi föstudagsins 9. janúar. Þökkum af alhug starfsfólki öldrunardeildar Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir frábæra umönnun, alúð og umhyggju. Hrafnhildur Helgadóttir, Helga Helgadóttir, Georg Hermannsson, Hulda Guðbjörnsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Björn Guðbjörnsson, Kolbrún Albertsdóttir, Hrafnhildur Soffía Guðbjörnsdóttir, Kristján Kárason, Helgi Georgsson, Erla Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Georgsdóttir, Jón Óttar Birgisson og fjölskyldur. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur vináttu og hlýhug vegna andláts okkar ástkæra FRIÐFINNS KRISTJÁNSSONAR blómaskreytingamanns, Flókagötu 63. Sérstaklega þökkum við starfsfólki Landspítalans. Þórunn Ólafsdóttir, Margrét Eyjólfsdóttir, Sigurjón Kristinsson, Jóhanna Eyjólfsdóttir, Jón Ólafur Magnússon, Anna Karen Friðfinnsdóttir, Atli Viðar Thorstensen, Fanney Sigríður Friðfinnsdóttir, Jóhann Örn Bjarnason, Jana Friðfinnsdóttir, Einar Þór Bogason, Birna Friðfinnsdóttir, Andri Már Ólafsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför INGÓLFS HALLSSONAR, Steinkirkju. Hjartans þakkir fyrir alla englana, blómin og hlýjar kveðjur. Guð veri með ykkur. Lovísa Emilía Sigurbjörnsdóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HJÖRDÍSAR KARLSDÓTTUR ljósmóður, Melalind 8, Kópavogi. Sigurður Gísli Bjarnason, Guðrún Hjálmarsdóttir, Símon Friðriksson, Steinunn Þorsteinsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Ásgrímur Þór Pálsson, Steinar Sigurðsson, Ragnhildur Sverrisdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Smári Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix Þegar ég hugsa til ömmu kemur margt upp í hugann. Amma var fyrst og fremst húsmóðir. Alltaf matur á réttum tíma, eftirmatur og kvöldkaffi. Allt átti að vera fínt, meira að segja fataskáparnir voru í svo mik- illi röð og reglu að þeir voru iðulega opnir. Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð fékk ég ömmu til að koma og raða inn í fataskápana. Hún sat allan daginn og raðaði og spurði mig alltaf við og við hvort ég ætti virkilega ekk- ert straujárn, ég laug því til að það ætti ég ekki þar sem mér þótti nú ekki ná nokkurri átt að amma færi að strauja öll fötin inn í skápana. Þegar maðurinn kom heim og horfði inn í skápinn sá hann fyrst hve margar sniglapeysur hann átti, allar voru þær brotnar saman með sama stafnum í merkinu fram. Ég hef reynt að halda skápunum við síðan en aldrei hefur mér tekist að gera þá eins fína og þeir voru þennan dag. Heldur hefur mér aldrei tekist að gera eins góðan steiktan fisk og buff með lauk og amma gerði. Ýmislegt tókst henni þó að kenna mér í húsmóðurstörfum svo sem að kjötsúpu og baunir mátti frysta en ekki með kartöflunum. Já, hún reyndi mikið að gera úr mér meiri húsmóður og dömu. Hún hafði á orði þegar ég var fimmtán ára að hún skildi bara alls ekkert í því hvernig svona ung og falleg stúlka gæti verið svona óttalegt hross. Oft hefur mér verið hugsað til þessarar samlíkingar síðan og reynt að bæta mig. Við systkinabörnin áttum líka mörg okkar ákveðna hlutverk hjá ömmu, til dæmis sá Hilla um innkaup- in á jólagjöfunum, ég um að þrífa glugganna af því ég var lengst og Alexandra og Andrea um að skreyta tréð. Nú ef einhver slappleiki hrjáði hana þá hringdi hún og spurði mig ráða því það væri nú mitt fag. Oft var hún ekki sátt við mig en hlýddi samt þegar ég sagði henni að hún þyrfti að vera duglegri að hreyfa sig og ætti ekki að liggja svona mikið á herða- blöðunum. Við áttum það sameigin- legt að segja hlutina eins og þeir voru hvor við aðra. Ófáar ferðirnar fór maður fyrir ömmu í stuttu búð nú eða löngu búð, allt eftir því hvort stutta búð átti hlut- inn til nú eða ef fleira þurfti að kaupa því langa búð var ódýrari. Ég held að allar stelpurnar hennar ömmu muni eftir snyrtiborðinu hennar með gull- burstanum og greiðunni, ilmvatns- glösunum og skartinu. Það var líka með hreyfanlegu speglunum svo mað- ur gat setið og séð aftan á sig. Ég var ekki komin á skólaaldur þegar ég bað um að fá borðið eftir hennar dag, svo heilluð var ég af því. Þetta mundi hún og þegar hún flutti upp á dvarlar- heimili hringdi hún í mig og sagði að nú væri kominn tími til að ég tæki borðið. Helga Guðrún Sigurðardóttir ✝ Helga GuðrúnSigurðardóttir fæddist á Teigi í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði 4. janúar 1927. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 9. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Ak- ureyrarkirkju 23. jan- úar. Ég þakka þér, amma, fyrir öll samtöl- in sem við áttum og fyrir það að hafa fengið að taka þátt í að hjúkra þér síðustu dagana. Ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og þær ófáu stundir sem þú leist eftir Alexöndru Dögg og Andreu Sif fyrir mig. Saknaðarkveðja. Hrafnhildur Lilja. Kæra langamma. Í þessum orðum langaði mig til þess að skrifa um uppáhaldsminningar mínar um þig en allt sem mér dettur í hug er allt sem ég gerði af mér þegar ég hélt að þú værir ekki að horfa. Ég fullkomnaði aðferðina til þess að opna nammi- baukinn án þess að skapa hljóð, á meðan ég stóð uppi á eldhúsbekknum þínum. Ég eyddi löngum stundum inni á baðherbergi sullandi í lauginni sem við áttum ekki að nota og þurrk- aði mér á handklæðunum sem voru bara til sýnis. Ég lyktaði af öllum fínu ilvötnunum þínum og þóttist púðra mig og punta með öllu dótinu þínu. Auðvitað eyddi ég talsverðum tíma fyrir framan snyrtiborðið þitt líka og þóttist nota tómu ilmvatnspumpuna þína og setti rúllur í hárið á mér. Ég snerti öll málverkin þín og auðvitað alla voða fínu vasana sem ég annars mátti ekki anda í kringum. Ég var eitt sinn með tölu á öllum litlu blómunum á fallegasta vasanum, auðvitað búin að strjúka yfir þau öll. Ég uppgötvaði hvar þú geymdir skartgripina þína, og þótt ég vogaði mér ekki að máta neitt af þeim skoðaði ég þá alla vand- lega, valdi mér uppáhöld og gekk aft- ur frá þeim alveg eins og ég kom að þeim. Eitthvað sem ég óx aldrei upp úr. Allt þetta gerði ég af einskærri að- dáun, í algerri þögn og afar varlega. Þegar þú varst að leggja þig lædd- ist ég um og var í þykjustunni prins- essa og þegar þú vaknaðir kysstirðu mig á augað og sagðir að ég væri prinsessa. Það voru forréttindi að alast upp með þér og að vera elskuð af einhverjum eins og þér. Ég sakna þín, ég sakna þess að vera hjá þér og hvergi annars staðar í heiminum er ég í alvörunni prinsessa, alveg eins og þú. Ástarkveðja, Alexandra Dögg. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Elsku besta vinkona, ekki bjóst ég við því þegar Bogga tengdadóttir þín hringdi í mig um kvöldið 9. janúar og sagði mér að þú værir dáin, ég átti ekki von á því að það væri svona stutt eftir þegar ég kom í heimsókn til þín upp á sjúkrahús daginn áður. Þótt ég vissi að þú værir mikið veik þá varst þú samt svo hress eins og þú varst alltaf. Þú ræddir svo mikið við mig og þurftir að spyrja um svo margt sem ég reyndi að svara þér af bestu getu og við áttum saman góða og yndislega stund. En ég var hrædd um að þú hefðir verið orðin alltof þreytt, en þegar ég kvaddi þig sagðir þú að þú sæir mig fljótt aftur en það verður að bíða betri tíma. Elsku Helga, þegar ég flutti hingað til Akureyrar fyrir rúmum 45 árum kynntist ég þér og fjölskyldu þinni fljótt, en þú og maðurinn minn eruð bræðrabörn. Það er svo mikið og margt sem ég gæti sagt, en geymi það í minningunni, en þú varst það besta sem ég kynntist þegar ég, þetta borg- arbarn sem ég var, kom hingað norð- ur burt frá minni fjölskyldu og vinum. Þá tókst þú mér opnum örmum og við áttum margar samverustundir sam- an. Bæði bæjarferðir með krökkun- um, þær stundir sem við sátum með prjónana og ég tala nú ekki um allar hláturstundirnar sem við áttum yfir kaffibolla. Þetta geymist allt í minn- ingunni. Mér fannst að við ættum svo margar samverustundir eftir, en svona er lífið, enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Ég þakka þér elsku vinkona fyrir allt og bið guð að gefa Þórði, börnum og öðrum aðstandendum styrk á þessari sorgarstund. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykk- ar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gef- ur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykk- ar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Minning þín er ljós í lífi okkar. Þín vinkona Ólafía Guðrún Steingrímsdóttir (Stella).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.