Morgunblaðið - 01.02.2009, Síða 50

Morgunblaðið - 01.02.2009, Síða 50
50 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 Sudoku Frumstig 6 9 1 4 7 5 3 7 3 5 1 3 9 2 4 8 3 2 1 6 5 8 9 4 3 4 3 7 2 1 8 9 6 5 4 3 3 2 6 9 3 6 5 1 2 8 1 8 2 3 9 6 3 2 8 7 7 5 9 7 1 3 4 9 1 7 7 8 5 1 3 4 5 4 7 6 4 8 5 6 9 2 4 8 5 3 2 1 3 5 7 1 1 3 9 6 2 8 8 6 3 2 5 4 1 7 9 2 5 1 7 3 9 6 4 8 4 9 7 6 8 1 3 5 2 1 8 5 3 6 2 4 9 7 7 2 6 4 9 8 5 1 3 9 3 4 5 1 7 8 2 6 6 1 2 8 7 5 9 3 4 5 7 8 9 4 3 2 6 1 3 4 9 1 2 6 7 8 5 6 2 9 8 4 3 1 7 5 8 1 4 7 5 6 2 3 9 3 5 7 2 9 1 8 6 4 9 8 1 3 6 7 4 5 2 2 4 6 5 8 9 3 1 7 5 7 3 4 1 2 9 8 6 1 9 2 6 7 8 5 4 3 4 6 8 9 3 5 7 2 1 7 3 5 1 2 4 6 9 8 5 1 6 8 4 3 9 7 2 3 7 4 9 1 2 5 8 6 2 9 8 7 5 6 4 1 3 9 6 5 4 7 8 3 2 1 4 3 7 2 6 1 8 5 9 8 2 1 3 9 5 6 4 7 7 8 2 6 3 4 1 9 5 6 5 9 1 8 7 2 3 4 1 4 3 5 2 9 7 6 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þann- ig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 1. febrúar, 32. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Breyttu ekki eftir því, sem illt er, minn elskaði, heldur eftir því, sem gott er. Sá sem gott gjörir heyrir Guði til, en sá sem illt gjörir hefur ekki séð Guð. (3. Jh 11.) Víkverji hitti kunningja sinn umdaginn á kaffihúsi. Sá er mikill kvennamaður og á kaffihúsum fer dágóður tími hans í að virða fyrir sér ungar afgreiðslustúlkur. Kunninginn er einnig skartmaður. Hann klæðist einungis dýrustu fötum sem völ er á og ber 200.000 króna úr á úlnlið. Kunninginn saknaði byltingarinnar sem honum fannst hafa staðið alltof stutt. „Þetta var svo gaman,“ sagði hann dreyminn. „Það var ólýsanlegt að standa fyrir framan bálið á Aust- urvelli um kvöld og horfa á stelp- urnar berja á trommur. Þetta voru svo fallegar stelpur, svo óskaplega fallegar. Ég vona að byltingin komi aftur.“ x x x Víkverji sem er borgaralegur framí fingurgóma lét sér fátt um finnast og kunninginn sneri sér að öðru eftirlætisumræðuefni sínu, sem er klæðaburður hans sjálfs. „Hvernig finnst þér nýi frakkinn minn?“ spurði hann. Víkverji horfði á fyrirferð- armikinn pelsjakkann og spurði: „Hvað kostaði hann?“ „650.000,“ sagði kunninginn en bætti við stoltur: „Ég fékk hann á útsölu á 325.000. Ég var í honum á byltingarkvöldunum fyrir framan bálið. Hann er mjög hlýr. Æ, ég sakna byltingarinnar.“ x x x Víkverji stillti sig um að segjakunningjanum að í raunveru- legri byltingu hefði bæði jakka og manni verið kastað á bálið ef upp- götvast hefði að þar væri auðvaldss- inni mættur til að drepa tímann með því að horfa á sætar stelpur. Kunn- inginn varð hins vegar var við tak- markaða hrifningu Víkverja á hinni margumtöluðu byltingu og sagði í kvörtunartón: „Þú ert alltof borg- araleg manneskja!“ x x x Víkverji veit að kunninginn munlengi sjá tímann við bálið í róm- antískum bjarma. Ný ríkisstjórn mun þó líklega vekja hann aftur til hins ískalda raunveruleika. Þá verð- ur ekki lengur gaman. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hornalaus, 8 lítil hús, 9 reiður, 10 ánægð, 11 fugl, 13 út, 15 fánýtis, 18 dreng, 21 málmur, 22 klámyrtu, 23 erfið, 24 skjall. Lóðrétt | 2 fórna, 3 bar- efla, 4 veisla, 5 reyfið, 6 afkimi, 7 spaug, 12 tók, 14 gagn, 15 blýkúla, 16 vanvirðu, 17 andvarpi, 18 skjót, 19 flokk, 20 lítið skip. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 lítil, 4 budda, 7 gómum, 8 ofboð, 9 bót, 11 reit, 13 maur, 14 ámuna, 15 karl, 17 lost, 20 ódó, 22 púður, 23 veður, 24 nánar, 25 remma. Lóðrétt: 1 lögur, 2 tæmdi, 3 lamb, 4 brot, 5 dubba, 6 auður, 10 ólund, 12 tál, 13 mal, 15 kúpan, 16 ræðin, 18 orðum, 19 tyrta, 20 órar, 21 óvær. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4. c4 Rf6 5. Rc3 c6 6. Bd3 Bd6 7. Rge2 Be6 8. c5 Be7 9. 0-0 0-0 10. Rf4 Rbd7 11. Rxe6 fxe6 12. De2 He8 13. Dxe6+ Kh8 14. Df5 b6 15. cxb6 axb6 16. Bg5 Bd6 17. Hae1 Dc7 18. f4 Hf8 19. Dh3 h6 Staðan kom upp í Skákþingi Reykja- víkur – Skeljungsmótinu sem er nýlok- ið í húsakynnum Taflfélags Reykjavík- ur. Hrannar Baldursson (2.080) hafði hvítt gegn Friðriki Þjálfa Stefánssyni (1.640). 20. Bxh6! gxh6 21. Dxh6+ Kg8 22. Dg6+ Kh8 23. He3 Hg8 24. Hh3+ Rh5 25. Dh7 mát. Hrannar er umsjón- armaður skáksíðunnar Skákveitan (http//:skakskoli.net) sem nýlega var sett á laggirnar. Á síðunni kennir ým- issa grasa og eru skákáhugamenn hvattir til að kynna sér hana. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Of lengi. Norður ♠K84 ♥K42 ♦Á976 ♣K95 Vestur Austur ♠D1076 ♠5 ♥Á10973 ♥D85 ♦KG4 ♦D10852 ♣4 ♣G762 Suður ♠ÁG932 ♥G6 ♦3 ♣ÁD1083 Suður spilar 4♠. „Kóngur, takk.“ Vilhjálmur Sigurðs- son júníor leit sposkur á Curtis Cheek: „Þú varst ansi lengi að þessu.“ Í stjörnustríði bridshátíðar sátu Vil- hjálmur og Gabríel Gíslason í N-S gegn Cheek og Joe Grue. Vilhjálmur vakti á 1♠ í suður og Gabríel lýsti yfir góðum spilum og spaðastuðningi með 2G. Vil- hjálmur stökk í 4♣, Gabríel sýndi tíg- ulfyrirstöðu með 4♦ og Vilhjálmur sló af í 4♠. Allir pass. Cheek reiknaði rétti- lega út að suður ætti skiptinguna 5-2- 1-5, en þeir útreikningar tóku nokkurn tíma og það fór ekki framhjá Vilhjálmi. Þegar hin stórhættulega hjartatía lá loks á borðinu var Vilhjálmur snöggur að fara upp með kónginn. Hitti sagnhafi ekki í hjartað verður hann að spila trompinu gætilega: taka fyrst á ásinn og læða svo smáu á átt- una. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú nærð góðum árangri við að selja, kenna, markaðssetja eða sannfæra aðra í dag. Tíndu til allt hið þroskaðasta í eigin fari til þess að komast í gegnum þrengingarnar. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú munt hugsanlega kvarta undan foreldrum þínum við systkini þín í dag. Hvaðeina vekur forvitni þína og þú legg- ur mikið á þig til þess að komast til botns í hlutunum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Stundum er best að láta aðra al- farið um sín mál því okkur er ekki ætlað að lifa lífinu fyrir aðra. Gerðu tímabundið samkomulag varanlegt. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það getur verið ósköp þreytandi að hlusta á sjálfshól annarra. Til þess að skapa þarf maður fyrst að trúa því að það sé hægt. Vertu ekki ósanngjarn. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þér hefur gengið vel að undanförnu og ættir að leyfa öðrum að njóta þess með þér. Það sem þú framkvæmir ein- kennist af fagmennsku og þér er lagið að skynja undiröldu. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þátttaka þín í félagasamtökum eykst að líkindum næstu misserin. Al- vörugefni þín er sveipuð hulu léttlyndis og félagslyndis. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú mátt ekki láta deigan síga, heldur sækja fram af fullri djörfung til þess sem þú vilt. Hik er sama og tap. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Einhver sem er að reyna að koma sér áfram, steig á tána á þér í leið- inni. Þú ættir að leggja meira upp úr hreyfingunni í frítíma þínum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ættingjar þínir gætu þurft á hjálp þinni að halda í dag. Láttu ekki einhver smáatriði verða til þess að draga úr þér kjarkinn, brettu bara upp erm- arnar. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það getur reynst erfitt að bregðast rétt við þegar viðkvæm mál eru borin upp. Dragðu djúpt andann og veltu fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Leyfðu vinum þínum að umvefja þig kærleika. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þetta er mjög góður dagur til þess að skrifa undir samninga og samkomulag við aðra. Hvernig geturðu bætt hlutina? Stjörnuspá Ingibjörg Jón- atansdóttir, Bröttugötu 2, Borgarnesi, er áttræð í dag, 1. febrúar. 80 ára BERNHARÐ Haraldsson, fyrrverandi skólameist- ari Verkmenntaskólans á Akureyri til 35 ára, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag með því að flat- maga í sólinni á Kanarí ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Hansdóttur tannlækni. „Þegar ég varð fimmtugur bjó ég í Kaupmanna- höfn, þegar ég varð sextugur vorum við hjónin hjá syni okkar í Peking í Kína og núna erum við kona mín í höfuðborg Kanarí. Þegar ég varð fertugur, þrítugur og tvítugur var ég hins vegar í höf- uðborg Norðurlands, Akureyri. Þannig að ég elti höfuðborgir á stórafmælum,“ segir Bernharð. Spurður hvort hann sé byrjaður að leggja drög að því í hvaða höf- uðborg hann ætli að halda upp á áttræðisafmæli sitt svarar Bernharð því neitandi en bætir jafnharðan við að sennilega verði erfitt að velja úr öllum þeim fjölda höfuðborga sem spennandi gæti verið að heim- sækja. Spurður hvort hann eigi sér einhvern uppáhalds afmælisdag í endurminningunni svarar Bernharð: „Þeir hafa allir verið ósköp elskulegir og ljúfir. Þetta er bara eins og venjulegur hvunndagur, nema hvað ég breyti um áratug rétt eins og skröltormurinn skiptir um skinn á vissum fresti.“ silja@mbl.is Bernhard Haraldsson 70 ára Slakar á í sólinni á Kanarí ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is Í dag, 1. febr- úar, er Pétur Kristinn Jónsson á Hellum í Bæj- arsveit í Anda- kílshreppi 85 85 ára 1. febrúar 1904 Heimastjórn. Ný stjórnskipan kom til framkvæmda og fól í sér skipan íslensks ráðherra sem bæri ábyrgð gagnvart Al- þingi. Þessu var „fagnað með veisluhöldum bæði í Reykja- vík og víðar um land“, eins og sagði í Skírni. Hannes Haf- stein varð fyrsti ráðherrann. Hann gegndi því embætti til 1909 og aftur frá 1912 til 1914. 1. febrúar 1973 Alþingi samþykkti lög um stofnun Viðlagasjóðs til að bæta eftir föngum tjón vegna náttúruhamfaranna í Vest- mannaeyjum. Öll afgreiðsla málsins tók einn dag. 1. febrúar 1980 Vigdís Finnbogadóttir leik- hússtjóri tilkynnti að hún gæfi kost á sér í forsetakjör. Hún sagði í samtali við Morg- unblaðið að það hefði ýtt und- ir ákvörðunina að hún fékk „skeyti frá sjómönnum, fal- legt skeyti, þar sem ég var hvött til þessa“. Vigdís sigraði í kosningunum 29. júní. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist …

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.