Morgunblaðið - 01.02.2009, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 01.02.2009, Qupperneq 52
Eftir Birtu Björnsdóttur birtabjorns@gmail.com Þ að að Woody Allen sendi frá sér nýja kvikmynd heyrir kannski ekki til stórtíðinda, enda maðurinn með eindæmum afkastamikill leikstjóri. Hann hefur gert eina mynd á ári allar götur síðan 1982 en það finnst honum sjálf- um enginn stórkostlegur árangur. „Í flestum störfum telst eitt verkefni á ári ekkert sérstakur árangur,“ byrjar Allen. Hann talar frekar lágt og situr hokinn á stólnum sín- um. Það þarf ekki mikinn speking til að sjá að viðtöl eru ekki hans eftirlætisiðja, þó hann beri sig vel. „Kennari kennir 800 tíma á ári, læknir sinnir 10 þúsund sjúklingum á ári. Að gera eina kvik- mynd á ári er ekkert svo merkilegt og þeir sem halda öðru fram eru að reyna að gera sig merki- legri en þeir í raun og veru eru.“ Þegar framleiðnin er jafn mikil og raun ber vitni hjá Allen eru myndirnar eins og gefur að skilja misjafnar að gæðum. Þær raddir hafa heyrst að honum sé að förlast með árunum og síðustu myndir hans séu heldur bágbornar mið- að við margar þeirra gömlu góðu. Hvort sem fólk tekur undir það eða ekki hefur Vicky Cristina Barcelona hlotið fínar viðtökur og þá hefur leikur Penelope Cruz ekki síst verið mærður. Leikkonan er einmitt tilnefnd til Ósk- arsverðlauna í ár fyrir hlutverk sitt sem hin ei- lítið vanstillta Maria Elena. Hvorki stórkostleg né hræðileg En ætli Woody sjálfur sé jafn ánægður með allar myndirnar sínar? „Hjálpi mér nei! Þegar ég sá Manhattan í fyrsta skipti langaði mig mest að henda henni beint í ruslafötuna. Útkoman var alls ekki eins og ég hafði ímyndað mér. Ég fór rakleitt á fund United Artists og bað þá um leyfi til að fá að farga myndinni en í staðinn myndi ég gera aðra mynd fyrir þá þeim að kostaðarlausu.“ Eins og kunnugt er varð United Artists ekki við bón Allens og Manhattan var tekin til sýn- inga. „Myndin sló svo í gegn,“ segir Allen. „En það hefur gerst nokkrum sinnum á ferlinum að myndir sem ég er afar óánægður með hafa átt miklu fylgi að fagna og það er ekki góð tilfinn- ing, get ég sagt þér. Ég myndi miklu frekar vilja gera mynd sem ég er sáttur við þótt enginn annar nennti að sjá hana. Það er ekki gaman lífskúnstnernum Juan Antonio (Javier Bardem) og hafa þau kynni ólík áhrif á hina trúlofuðu Vicky og hina sveimhuga og ævintýragjörnu Cristinu. Við sögu kemur svo einnig fyrrverandi ástkona Juans, Maria Elena (Penelope Cruz). „Myndin er fyrst og fremst rómantísk,“ full- yrðir leikstjórinn en bætir svo við: „Allavega framanaf. En ég upplifi endalokin þó mjög dap- urleg. Vicky fær ekki það sem hún þráir. Hún endar með eiginmanni sínum sem henni þykir jú vænt um en hún elskar hann ekki af öllu hjarta. Cristina mun hinsvegar aldrei finna það sem hún leitar að í lífinu, ég held að hún viti ekki einu sinni hvað það er sem hún leitar. Ekki veit ég það og ég skrifaði persónuna. Juan og Maria Elena sjá sér svo ekki fært að vera saman þrátt fyrir tilfinningahitann svo það má segja að myndin endi dapurlega fyrir allar persónurnar. Þrátt fyrir hin dapurlegu endalok söguper- sóna sinna segist Woody Allen vera sjálfur afar hamingjusamur í sínu eigin lífi. „Stundum hef ég upplifað ömurlega tíma, verið óhamingjusamur og einmana, og þá hef ég getað skrifað gamanmyndir. Eins hef ég skrifað morðsögur og annað hroðalegt þegar ég hef verið hvað hamingjusamastur í mínu lífi svo það er engin tenging á milli minna tilfinninga og sögupersóna minni og hefur aldrei verið. Fallegustu konur í heimi Woody Allen verður tíðrætt um einstaka hæfileika og sláandi fagurt útlit samstarfs- kvenna sinna, Scarlett og Penelope og lái hon- um hver sem vill. „Að mæta í vinnuna og eyða deginum með Scarlett og Penelope er hreint ekki leiðinleg leið til að vinna fyrir sér, get ég sagt þér. Þær eru báðar svo ótrúlega hæfileikaríkar og færar á sínu sviði. Svo held ég að ég hafi aldrei verið í návígi við eins fallegar konur á ævi minni,“ full- yrðir Woody en segir eiginkonu sína taka slík- um yfirlýsingum með ró og spekt. „Hún gerir sér grein fyrir því að nærvera mín hefur engin áhrif á konur eins og þær. Hvorug þeirra myndi nokkurntíman binda trúss sitt við mann eins og mig.“ Þegar myndin kom út í Bandaríkjunum var um fátt annað rætt henni tengt en koss sem þær Penelope og Scarlett smella á hvor aðra í mynd- inni. Viðbrögðin voru kannski helst til yfirdrifin, ekki ólík því þegar brjóstið á Janet Jackson sást óvart á skjám landsmanna þar vestra og þjóðin fór á hliðina í kjölfarið. Woody Allen gerir líka lítið úr erótíkinni í kringum þetta atriði. „Þetta var bara eins og hver annar dagur á tökustað. Þær mættu umkringdar ljósamönn- um, hljóðfólki og tökuvélum og kysstust. Svo var bara farið í hádegismat.“ Kossinn góði er þó hluti af öðrum undirtón myndarinnar, sem er upplifun tveggja banda- rískra stúlka á evrópsku líferni. „Bandaríkjamönnum finnst Evrópa í það heila vera menningarlega þróaðari, fágaðari og kynferðislega opnari staður en heimalandið. Og ég held að það sé alveg rétt hjá okkur. Ég myndaði mér þessa skoðun á Evrópu eftir að hafa horft á svo margar myndir þaðan þegar ég var yngri. Kvikmyndir skiptust í tvo flokka, myndir frá Hollywood og svo myndir frá Evr- ópu, myndir eftir snillinga á borð við Ingmar Bergman, Truffault, Fellini og Godard. Þessar myndir voru betri, fágaðri, gáfulegri og ekki eins ritskoðaðar kynferðislega og þær banda- rísku. Ég hef alltaf haft mjög rómantíska hug- mynd um Evrópu, rétt eins og ég hef um New York. Fólk hefur gagnrýnt mig og sagt mig ekki sjá New York í réttu ljósi, öfugt við Martin Scorsese eða Spike Lee. Mín sýn á borgina sé of rómantísk, en þannig er mín hugmynd um Evr- ópu einnig.“ Evrópa með augum Woody Allen Vinkonurnar Vicky og Cristina fara í frí til Barce- lona. Þannig hefst nýjasta mynd Woody Allen sem nefn- ist einmitt Vicky Cristina Barcelona og var frumsýnd hér um helgina. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Allen í Cannes og ræddi við hann um evrópska kvikmyndagerð, huggulegar leikkonur og kvikmyndina sem hann lang- aði mest að henda í ruslið. Reuters Allen „Það þarf ekki mikinn speking til að sjá að viðtöl eru ekki hans eftirlætisiðja.“ þegar lélegum myndum er hampað, þá fær maður á tilfinninguna að áhorfendur skilji mann ekki eða fari um mann of mjúkum höndum.“ Allen segist því miður ekki geta farið sömu leið og faðir Javiers Bardem í Vicky Cristina Barcelona, en sá yrkir ljóð sem hann heldur leyndum fyrir umheiminum. „Þegar ég er að skrifa, hvort sem það eru handrit eða pistlar er ég eiginlega alltaf óánæg- ur með það sem frá mér kemur. Ég hugsa ekki með mér að þetta sé svo ótrúleg snilld að ég ætli að halda þessu fyrir mig og refsa þannig al- menningi sem fær ekki að njóta þessa með mér. Mér finnst frekar það sem ég skrifa svo slæmt að ég geti ekki lagt það á nokkurn mann að sjá það. Það er hinsvegar ómögulegur hugs- unarháttur í kvikmyndagerðinni. Þá eyðirðu 15 milljónum dala úr veski einhvers annars við gerð myndarinnar og þá er ekki í boði að segja einfaldlega að myndin sé ómöguleg. Þó að ég óski engum þess að sjá hana og vilji helst henda henni í ruslið. Það kostar engann pening þó að pabbi Javiers vilji halda ljóðunum sínum fyrir sig.“ Þegar Allen er jafn gagnrýninn á eigin verk og raun ber vitni gæti verið forvitnilegt að heyra hvernig honum hugnast nýjasta afurð sín. „Mér finnst hún hvorki stórkostleg né hræði- leg,“ segir Woody. „Ég er þó aðallega spenntur að sjá hvernig viðbrögð hún fær því ég er að fást við hluti sem ég hef ekki áður gert. Ég var að taka upp í nýju landi og leikstýrði auk þess tveimur spænskum leikurum sem léku á móð- urmáli sínu á köflum, sem ég skil vel að merkja ekkert í. Ég hef því ekki eins sterka tilfinningu fyrir því hvort afraksturinn sé góður eða ekki. Ætli ég hafi ekki verið of óöruggur til að leyfa mér að vera ánægður með hana vegna allra nýj- unganna, en ég get sagt að ég var alls ekki mið- ur mín með árangurinn.“ Það er þó allavega huggun fyrir þá sem hlakka til að sjá myndina, að leikstjórinn hafi ekki verið miður sín yfir útkomunni. Aðspurður hvers vegna Barcelona hafi orðið fyrir valinu sem tökustaður segir Woody Allen það alfarið stjórnvöldum þar í borg um að kenna. „Mér var boðið að koma og gera mynd í Barcelona mér að kostnaðarlausu. Ætli ráða- menn í Barcelona hafi ekki viljað koma borginni á framfæri með þessu tagi,“ segir leikstjórinn og bætir við að hann myndi alveg geta hugsað sér að endurtaka þennan leik, jafnvel í Reykja- vík. „Já ég myndi alltaf hugsa málið ef tilboð bær- ust. En ég myndi auðvitað þurfa að heimsækja viðkomandi land fyrst til að athuga hvort mér dytti þar í hug einhver góð saga.“ Þá er bara spurning hvort ný ríkisstjórn muni gera ráð fyrir slíkum útgjöldum í næstu fjárlögum. Dapurleg endalok Vicky Cristina Barcelona fjallar um vinkon- urnar Vicky (Rebecca Hall) og Cristinu (Scar- lett Johannsson) og viðburðaríkt ferðalag þeirra til Spánar. Þær kynnast flagaranum og 52 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009 BANDARÍSKI leikstjórinn og handritshöfundurinn Woody Al- len fæddist Allan Stewart Ko- nigsberg hinn 1. desember árið 1935, og er því 73 ára. Hann byrjaði ferilinn sem skríbent fyrir blöð og seldi þeim skrítlur og gamanefni sem hann samdi sjálfur. Hann leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd ár- ið 1966, What’s Up, Tiger Lilly?, og hefur verið iðinn við kolann síðan. Meðal hans þekkt- ustu mynda eru Annie Hall (1977), Manhattan (1979) , Hannah and her Sisters (1986), Husbands and Wives (1992) og Manhattan Murder Mystery (1993). Af nógu er að taka því Allen hefur gert eina kvikmynd á ári síðan 1982. Woody Allen hefur verið tilnefndur oft- ar en nokkur annar til Óskarsverðlauna fyrir frumsamin handrit, eða alls 14 sinn- um. Einnig hafa 15 leikarar verið til- nefndir til sömu verðlauna fyrir leik sinn í myndum Allens í gegnum tíðina og fjór- ir farið heim með styttuna gullnu. Allen hefur þó ekki einungis borið á góma í tengslum við kvikmyndir sínar. Mikið var fjallað um samband hans við núverandi eiginkonu sína, Soon-Yi Pre- vin, á sínum tíma. Ekki er nóg með að hún sé tæplega 40 árum yngri en Allen heldur er Soon-Yi einnig ættleidd dóttir þáverandi unnustu Allens, Miu Farrow. Það þótti því sannarlega saga til næsta bæjar þegar þau fóru að stinga saman nefjum fyrir rúmum áratug, þegar Soon- Yi var rétt skriðin yfir tvítugt. Í ævisögu sinni, What Falls Away, segir Mia Farrow meðal annars frá því að Frank Sinatra, fyrrverandi eiginmaður sinn, hafi boðist til að láta brjóta báða fæturna á Allen þegar upp komst um samband hans við dótturina. Af því varð þó ekki, svo vitað sé. Allen hefur sjálfur leikið í þónokkrum mynda sinna og auk kvikmyndagerð- arinnar hefur hann skrifað leikrit, pistla í blöð, leikið á klarinett á djassklúbbum og verið með uppistand. Svart-hvít Woody Allen og þáverandi eiginkona hans Mia Farrow í hlut- verkum sínum í myndinni Shadows and Fog frá árinu 1992. Allan Stewart Konigsberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.