Morgunblaðið - 01.02.2009, Side 56
TÓNLISTARMAÐURINN John Ma-
yer hefur verið yfirlýstur unnusti
leikkonunnar Jennifer Aniston.
Eitthvað virðist samband þeirra
þó frjálslegt því undanfarið hefur
sést til Mayer í fylgd fagurrar
ljósku. Síðastliðinn miðvikudag,
tveimur dögum eftir
að hann dvaldi á
heimili Aniston í
Los Angeles, sást
hann gefa stúlku
undir fótinn á
veitingastað í
Santa Monica.
„John talaði
mikið við stúlk-
una, sem var
mjög sæt, og
virtist spennt.
Þegar leið á
máltíðina
færði John sig
og settist hinum megin við borðið,
við hlið stúlkunnar. Jennifer verður
líklega ekki ánægð,“ sagði einn er til
parsins sá.
Þetta var ekki í fyrsta skipti sem
sást til Mayer í fylgd þessarar konu
og þau reyndu ekki að fela
hinar rómantísku tilfinn-
ingar. „Þau voru greini-
lega á stefnumóti og
kysstust löngum kossi.“
Mayer og Aniston
hófu samband í apríl í
fyrra, enduðu það í ágúst
en tóku svo aftur saman í
október. Síðan hefur
verið uppi orðróm-
ur um að Mayer
ætli að biðja An-
iston að giftast
sér á 40 ára af-
mæli hennar
hinn 11. febrúar.
Kvennamaður mikill
Verk Söru Kane (1971-1999) eru tal-
in með áleitnari leikhúsverkum síð-
ustu ára. Alls skrifaði hún fimm leik-
verk fyrir svið, hið fyrsta, Rústað,
þegar hún var aðeins 24 ára. Þetta
unga leikskáld gerði mannlegt eðli,
ofbeldi og siðleysi að umfjöllunarefni
sínu og var mjög umdeild enda voru
verk hennar ofbeldisfull og ögrandi.
Þau fengu í fyrstu hraklega dóma,
þóttu yfirborðskennd og í engu sam-
bandi við raunveruleikann. En Sara
Kane hefur fengið uppreisn æru, ef
svo mætti segja. Menn hafa séð að í
verkum hennar liggur djúpur tónn
mannlegs eðlis. Hún hreyfir sann-
arlega við áhorfendum með grimm-
um, beinskeyttum leikverkum sem
eru raunsæisleg en geta orðið sym-
bólsk öðrum þræði. Þetta á við um
fyrsta verk hennar Rústað sem talið
er hafa markað þáttaskil í leikritun
Breta á seinni tímum.
Leikurinn gerist á hótelherbergi
þar sem fyrrverandi kærustuparið
Ian (Ingvar E. Sigurðsson) og Cate
(Kristín Þóra Haraldsdóttir) hafa
mælt sér mót, hann með það í huga
að sofa hjá henni, en hún af um-
hyggju fyrir honum. Strax í upphafi
verksins sjá áhorfendur hversu ólík
þau eru. Hann er sjálfselskur mið-
aldra blaðamaður, fullur af for-
dómum og biturð. Cate er töluvert
yngri og algjör andstæða Ians en er
þó að reyna að öðlast sjálfstæði þótt
í litlu sé. Samband þeirra er náið en
um leið framandi, brenglað og ljótt.
Þau hafa þekkst lengi og áhorfendur
rennir grun í hvernig sambandinu
var háttað.
Skyndilega og án viðvörunar er
skollið á stríð og hermaður (Björn
Thors) kemur inn í herbergið, hlut-
irnir snúast við, þau gildi sem voru
til staðar eru hrunin og ljótleiki
mannlegs eðlis kemur í ljós. Átökin
sem eru í verkinu eru gróf, bæði þau
andlegu og líkamlegu, og er sýningin
ekki ætluð börnum né viðkvæmum
áhorfendum og það með réttu. Blá-
kaldur raunveruleikinn er borinn á
borð, beint fyrir framan áhorfand-
ann svo hann getur hvergi flúið.
Sem skáld var Sara Kane óvenju
nákvæm í skrifum sínum. Í leikritum
hennar má finna nákvæmar sviðslýs-
ingar og staðsetningar fyrir gjörðir
persónanna eins og þegar drukkið er
af flösku, farið að glugga o.þ.h. Leik-
stjórinn, Kristín Eysteinsdóttir,
fylgir handriti höfundar mjög ná-
kvæmlega og reynir hvorki að
minnka né stækka ljótleikann í verk-
inu. Kristín skilar hér góðu verki og
er ánægjulegt að sjá hvernig hún
vex enn sem leikstjóri.
Leikararnir standa sig með prýði í
þessu erfiða verki sem hlýtur að
reyna á þá sem listamenn og mann-
eskjur. Túlkun þeirra á þessum
brotnu og ónýtu manneskjum var
mjög góð og er á engan hallað þótt
hér sé tekið fram að Ingvar sýnir
enn og aftur að hann er einn af okk-
ar allra mögnuðustu leikurum.
Leikmynd Barkar Jónssonar var
fagmannlega unnin og vel úthugsuð.
Lýsing og hljóð þjónuðu verkinu vel.
Tónlistin, nokkrir píanóhljómar,
undirstrikaði einmanaleika persón-
anna.
Rústað er vel unnin og mögnuð
sýning þar sem áhorfandinn er skil-
inn eftir í rúst.
Hið myrka
eðli mannsins
Morgunblaðið/Ómar
Mögnuð sýning „Leikararnir standa sig með prýði í þessu erfiða verki sem hlýtur að reyna á þá sem listamenn og
manneskjur,“ segir í dómnum. Ingvar E Sigurðsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir í hlutverkum sínum.
Ingibjörg Þórisdóttir
LEIKLIST
Nýja svið Borgarleikhússins
Rústað eftir Söru Kane
Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Kristín
Þóra Haraldsdóttir og Björn Thors
Leikmynd og búningar: Börkur Jónsson
Tónlist: Frank Hall
Ljós: Þórður Orri Pétursson
Þýðing: Guðrún Vilmundardóttir
Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir
Frumsýning 30. janúar.
56 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2009
Lucia di Lammermoor
Sýnd kl. 18.00 laugardaginn 7. febrúar í Sambíóunum Kringlunni
HÁGÆÐA MYND OG HLJÓÐ Í FULLKOMNASTA BÍÓSAL LANDSINS
Donizetti
LUCIA DI
LAMMERMOOR
7. FEBRÚAR
Puccini
MADAMA
BUTTERFLY
7. MARS
Bellini
LA SONNAMBULA
21. MARS
Rossini
LA CENERENTOLA
9. MAÍ
MIÐASALA HAFIN Á
OG Í MIÐASÖLUM SAMBÍÓANNA
SÝNDAR Í BEINNI BÍÓÚTSENDINGU
Í BEINNI BÍÓÚTSENDINGU FRÁ
METRÓPÓLITAN ÓPERUNNI Í NEW YORK
tryggið ykkur miða í tíma !
Landakotsskóli er traustur og framsækinn
grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk, auk
5 ára deildar. Boðið er uppá góða kennslu
í litlum bekkjum og notalegu umhverfi.
Innritun í tónlistarnám og kór, fer fram
með tölvupósti á netfangið
tonlist@landakot.is
ím
yn
du
na
ra
fl
|L
K2
90
10
9
Nútímalegur skóli á gömlum grunni
Stofnsettur 1896
Landakotsskóli
Upplýsingar um innritun fyrir skólaárið 2009-2010 veitt í síma 510 8200
eða á heimasíðu skólans www.landakotsskoli.is
Getum bætt við nemendum í nokkra bekki.
Inn
ritu
n n
em
end
a
fyr
ir n
æs
ta
skó
laá
r
ste
ndu
r n
ú y
fir.