Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„ÞAÐ hefur verið nánast óveiðanlegt
vegna ísreks ofan úr Breiðbalakvísl
síðustu þrjá, fjóra tímana en við feng-
um samt um tuttugu fallega birtinga
áður en það byrjaði,“ sagði Ragnar
Johansen, bóndi í Hörgslandi, þar
sem hann var við veiðar ásamt fé-
lögum sínum í Vatnamótunum við
Skaftá um kvöldmatarleytið í gær.
Ragnar sagði mikið af fiski á svæð-
inu og auk þeirra fiska sem veiði-
menn höfðu hendur á misstu þeir
marga aðra. „Það er komið blíðu-
veður hérna núna. Þegar áin verður
búin að ryðja sig í nótt verður þetta
tekið með stæl á morgun,“ sagði
Ragnar.
Fjórtán punda úr Varmá
Samkvæmt hefðinni hófst stang-
veiðitímabilið í gær, 1. apríl. Þá hófu
veiðimenn að kasta agni sínu fyrir
sjóbirting í Skaftafellssýslum, þar á
meðal í Tungulæk, Tungufljóti og
Geirlandsá, auk Vatnamótanna. Í
Minnivallalæk hófst veiðin einnig og í
Varmá, og í nokkrum vötnum, þar á
meðal í Meðalfellsvatni og Vífils-
staðavatni. Fyrir norðan opnuðu
Litlá í Kelduhverfi og Brunná.
Lítið var að frétta hjá veiðimönn-
um í Meðalfellsvatni en í Varmá var
talsvert líf. Þorleifur Gunnnarsson
veiddi birting í Stöðvarhyl sem veiði-
félagarnir töldu vega 14 pund hið
minnsta. Veiðifélagarnir voru með
um 15 aðra fiska á morgunvaktinni.
Skylt er að sleppa öllum birtingi í
Varmá.
Talsvert ísrek var í Tungufljóti í
Skaftártungu en á morgunvaktinni
lönduðu veiðimennirnir í opn-
unarhollinu engu að síður sex fiskum,
frekar smávöxnum á mælikvarða
þess fljóts, tvö til sex pund, en spræk-
um engu að síður.
Stangveiðin hafin með ísreki á ánum
Morgunblaðið/Einar Falur
Sjóbirtingur Þessi fallegi fiskur tók fluguna í Tungulæk í Landbroti. Þar
settu veiðimenn í væna fiska og marga í gær, að venju.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
VIÐSKIPTARÁÐ Íslands leggur til
að Alþingi falli frá samþykkt frum-
varps til laga um breytingu á lögum
um tekjuskatt og á lögum um stað-
greiðslu opinberra skatta. Í stað þess
að afgreiða frumvarpið verði það
sent fjármálaráðuneytinu til gagn-
gerra endurbóta.
Finnur Oddsson, framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs, segir að verði
frumvarpið að lögum muni það hafa
skaðleg áhrif á samkeppnisstöðu ís-
lenskra fyrirtækja. Aðgangur að er-
lendu fjármagni verði þrengri og
fjármagnskostnaður þeirra sem fái
lán frá útlöndum muni hækka. Það sé
ljóst að kostnaður íslenskra lántak-
enda muni
aukast, því þeir
muni þurfa að
borga skattinn á
endanum. Eins
kunni breytingin
að hækka vaxta-
kjör á þegar gerð-
um lánasamn-
ingum. „Það er
kannski ekki á
bætandi miðað við stöðuna í dag,“
sagði Finnur.
Í frumvarpinu er m.a. lagt til að
þeir sem bera takmarkaða skatta-
skyldu hér, t.d. útlendar lánastofn-
anir, skuli greiða skatt af vaxta-
tekjum sem þeir fá greiddar hér á
landi. Skattur þessi er nefndur af-
dráttarskattur. Viðskiptaráð bendir
m.a. á að ekkert Norðurlandanna
innheimti almennt skatt af vaxta-
greiðslum til þeirra sem eru með tak-
markaða skattskyldu. Þá hafi ESB
lagt til að skattlagning sem þessi
verði afnumin innan sambandsins.
„Hvað þetta varðar förum við ekki
sömu leið og nágrannalönd okkar,“
sagði Finnur. Hann kvaðst óttast að
breyting í þessa átt valdi því að ís-
lensk fyrirtæki í alþjóðlegri starf-
semi muni fikra sig úr landi og að ný
íslensk fyrirtæki í alþjóðastarfsemi
verði ekki til hér í sama mæli og hefði
getað orðið verði af breytingunni.
Finnur taldi allra góðra gjalda
vert að koma í veg fyrir skattaund-
anskot. Ástæða sé til að skerpa á
skilvirkni skattheimtu og fagna beri
viðleitni í þá átt. En það þurfi að
vanda sig vel við það.
„Í einhverjum tilvikum getur er-
lendur aðili lánað fyrirtæki hér pen-
inga í stað þess að leggja því til eigið
fé. Hann tekur svo arðinn úr landi í
gegnum vaxtagreiðslur. Þetta er
óþolandi og óverjandi. En er ástæða
til að setja öll fyrirtæki undir sama
hatt, sérstaklega þegar lög heimila
að líta framhjá málamyndagjörn-
ingum og leggja á skatt,“ spurði
Finnur. Hann taldi að þarna væri
verið að beita of víðtækum aðgerð-
um.
Skaðleg áhrif á rekstrar-
umhverfi fyrirtækja
Í HNOTSKURN
»Hugtakið afdráttarskatturer notað um staðgreiðslu
af arðs-, vaxta- og þókn-
anatekjum til erlendra aðila
með takmarkaða skattskyldu
hér á landi.
»Afdráttarskattur geturverið fullnaðargreiðsla
slíks skatts hér á landi án eft-
irfarandi framtalsskyldu og
álagningar eins og almennt
gildir um staðgreiðslu fjár-
magnstekna innlendra aðila.
»Viðskiptaráð Íslands bend-ir m.a. á að umfjöllun um
áhrif skattlagningar vaxta-
greiðslna milli ríkja, sem
fjallað er um í tvískött-
unarsamningsfyrirmynd
OECD, renni stoðum undir
ályktanir ráðsins.
Finnur Oddsson
Sveitarstjórn
Rangárþings
eystra mótmæl-
ir harðlega
fyrirhuguðum
breytingum á
fyrirkomulagi
sjúkraflutninga
í Rangárþingi.
Til stendur að
sjúkraflutning-
um í sýslunni
verði sinnt frá Selfossi eftir kl. 16 á
daginn og til kl. 8 að morgni. Breyt-
ingin á að taka gildi 1. júní nk.
„Aðgerðin lengir viðbragðstíma
verulega og skerðir þannig öryggi
og lífsgæði íbúanna,“ segir í yfirlýs-
ingu sveitarstjórnarinnar. Hún
kveðst hafa skilning á því að þörf sé
á niðurskurði í rekstri hins opinbera
en það sé með öllu óviðunandi að
byrjað sé á að ráðast að grundvall-
aröryggisþáttum samfélagsins.
„Sveitarstjórn Rangárþings
eystra krefst þess að Rangæingar
og þeir fjölmörgu íbúar landsins sem
leggja leið sína um héraðið geti
treyst því að þessi lífsnauðsynlega
öryggisþjónusta sé til staðar. Sveit-
arstjórn skorar á stjórn HSu [Heil-
brigðisstofnunar Suðurlands] að
draga ákvörðunina til baka og skor-
ar jafnframt á heilbrigðisráðherra,
Ögmund Jónasson, að beita sér í
málinu.“
Forsvarsmenn HSu eiga fund í
dag um málið með lögreglustjóra
Rangárvallasýslu sem einnig er for-
maður almannavarnanefndar. Einn-
ig ætla fulltrúar allra sveitarstjórna
í sýslunni að funda í dag.
Skerðir
öryggi og
lífsgæði
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands.
Mótmæla breytingu
á sjúkraflutningum
ÖKUNEMAR sem standast próf fá
eftirleiðis bráðabirgðaakstursheim-
ild hjá prófdómara en þurfa ekki að
sækja hana til sýslumanns eða lög-
reglu eins og áður var.
Með nýja fyrirkomulaginu spara
nýir ökumenn eina til tvær ferðir til
lögreglu eða sýslumanna. Um fjögur
þúsund einstaklingar taka ökupróf á
hverju ári.
Skírteinið í pósti
Nýja fyrirkomulagið er með þeim
hætti að um leið og ökunemar skila
inn umsókn um ökuskírteini og próf-
tökuheimild hefur verið veitt, er
ódagsett bráðabirgðaakstursheimild
prentuð út. Heimildin er send með
gögnum umsækjenda til Frumherja.
Þegar ökuneminn hefur staðist próf-
ið dagsetur prófdómari heimildina
og afhendir honum. Ökuskírteini er
svo sent í pósti.
Spara ferðir
til sýslumanns
„MÉR leist stórvel á aðstæður, enda
er góður andi í húsinu. Ég held að
þetta verði mjög skemmtilegt verk-
efni,“ segir Óskar Magnússon, en
nýir eigendur tóku í gær við Árvakri
hf. Óskar hefur þannig tekið form-
lega við af Einari Sigurðssyni, frá-
farandi forstjóra Árvakurs, en Ósk-
ar mun bera titilinn útgefandi.
Spurður um nýja starfstitilinn
bendir Óskar á að það sé víða þannig
á dagblöðum erlendis að æðsti
starfsmaður blaðsins beri heitið út-
gefandi. Tekur hann fram að breyt-
ingin á titli sé að nokkru leyti hrein-
lega smekksatriði. „Ég er búinn að
vera forstjóri svo lengi að ég hef
ekkert gaman af því lengur. Þessum
titli er hins vegar ekki ætlað að hafa
nein áhrif á sjálfstæði ritstjórnar,“
segir Óskar, en bætir við að ætlunin
með breytingum á skipuriti félags-
ins sé að ákvörðunarvald verði skýr-
ara í Árvakri hf.
Í stjórn Árvakurs eru: Sigurbjörn
Magnússon, lögmaður og stjórn-
arformaður, Helga Steinunn Guð-
mundsdóttir, einn aðaleigandi Sam-
herja, Bjarni Þórður Bjarnason,
framkvæmdastjóri Arctica Finance,
Ásdís Halla Bragadóttir stjórnmála-
fræðingur og Gunnar B. Dungal,
fyrrverandi eigandi Pennans. Í vara-
stjórn: Ásgeir Bolli Kristinsson
kaupmaður og Ólafur Marteinsson,
framkvæmdastjóri Ramma.
Nýir eigendur hafa formlega tekið við Árvakri hf.
„Skemmtilegt verkefni“
Morgunblaðið/Heiddi
Nýr skipstjóri í brúnni Egill Ólafsson fréttastjóri fór yfir framleiðsluferli Morgunblaðsins með Óskari Magnússyni.
Með þeim á myndinni eru Ingólfur K. Þorsteinsson umbrotsmaður og Sunna Ósk Logadóttir fréttastjóri.