Morgunblaðið - 02.04.2009, Side 18

Morgunblaðið - 02.04.2009, Side 18
18 Daglegt líf ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 Bónus Gildir 2.-5. apríl verð nú áður mælie. verð Bónus páskaegg, 1000 g ........... 1.798 1.798 kr. kg Kjörfugl, ferskur heill kjúklingur ... 498 598 498 kr. kg GV ferskar grísakótelettur ........... 798 998 798 kr. kg Grillborgarar, 4 stk. m/ brauði..... 398 498 99 kr. stk. Ali hamborgarhryggur................. 1.398 1.798 1.398 kr. kg Gillette Fusion rakblöð, 8 stk. ..... 2.598 2.998 2.598 kr. kg Gillette Fusion rakgel, 240 ml ..... 598 898 2.492 kr. ltr ................................................ Fjarðarkaup Gildir 2.-4. apríl verð nú áður mælie. verð Lambafille m/fitu, kjötborð......... 2.998 3.498 2.998 kr. kg Lambaprime, kjötborð................ 1.898 2.298 1.898 kr. kg Nautainnralæri, kjötborð ............ 2.398 2.995 2.398 kr. kg FK hamborgarhryggur m/beini .... 998 1.398 998 kr. kg Myllu kransakaka ...................... 5.498 5.998 5.498 kr. stk. Fjallalambs lambalæri, frosið...... 1.150 1.437 1.150 kr. kg Hagkaup Gildir 2.-5. apríl verð nú áður mælie. verð Íslandslamb, helgarsteik úr læri .. 1.749 2.498 1.749 kr. kg Nautaat, piparsteik .................... 1.979 2.998 1.979 kr. kg Holta ferskur heill kjúklingur........ 522 949 522 kr. kg Risasamlokubrauð..................... 189 259 189 kr. stk. MS páskajógúrt ......................... 77 95 77 kr. stk. NN núðlur, 4 teg. ....................... 29 45 29 kr. stk. Merrild kaffi no 103, 500 g ........ 529 585 529 kr. stk. Kaskó Gildir 2.-5. apríl verð nú áður mælie. verð Goði grillborg, 4 stk. m/brauði .... 499 659 499 kr. pk. Grísakótelettur, ferskar ............... 798 798 798 kr. kg Ísfugl kjúklbr., skinnlausar .......... 1.599 2.796 1.599 kr. kg Freschetta pitsa, salami ............. 495 589 495 kr. stk. Lambi vc-pappír, 12 rúllur .......... 689 918 689 kr. pk. Muffins súkkulaði, 100 g............ 99 139 99 kr. stk. Muffins jarðarberja, 100 g .......... 99 139 99 kr. stk. Krónan Gildir 2.-5. apríl verð nú áður mælie. verð Krónu kjúklingur, ferskur heill ...... 549 698 549 kr. kg Matfugl kjúklingabollur í raspi ..... 998 998 998 kr. pk. Goða skinka.............................. 339 498 339 kr. pk. Kjörís jarðarberja, flaug .............. 399 665 399 kr. pk. Baguette snittubrauð ................. 99 159 99 kr. stk. Weetos morgunkorn ................... 498 498 498 kr. pk. Líf safar epla/appelsínu ............. 99 149 99 kr. stk. Nettó Gildir 2.-5. apríl verð nú áður mælie. verð Goði lambalæri, frosið................ 989 1.498 989 kr. kg Goða lambahryggur, frosinn........ 1.199 1.598 1.199 kr. kg KEA léttr. lambahryggur .............. 1.448 2.194 1.448 kr. kg Goði grísahn., beinl. Piri Piri........ 1.399 1.998 1.399 kr. kg Goði roast beef krydd.innanlæri .. 1.695 2.778 1.695 kr. kg Nettó hamborgarhryggur............. 799 1.799 799 kr. kg Ísfugl kjúklbr., skinnlausar .......... 1.678 2.796 1.678 kr. kg Coca-Cola Zero, 2 l .................... 119 198 119 kr. stk. Nóatún Gildir 2.-5. apríl verð nú áður mælie. verð Lambafille með fiturönd ............. 2.798 3.998 2.798 kr. kg Laxaflök beinhreinsuð ................ 1.098 1.698 1.098 kr. kg Ýsa með hvítlauk/rjómaosti ........ 998 1.198 998 kr. kg Klaustursbleikja reykt, flak.......... 2.948 3.298 2.948 kr. kg Veronabrauð, heilt ..................... 199 449 199 kr. stk. Myllu heimilisbrauð, heilt ........... 239 264 239 kr. pk. Lindor súkkulaðikúlur, blandaðar 649 745 649 kr. pk. Samkaup/Úrval Gildir 2.-5. apríl verð nú áður mælie. verð Kjötborð, lambafile m/fitu .......... 2.799 3.998 2.799 kr. kg Kjötborð, lambahr. m/fyllingu ..... 1.537 2.195 1.537 kr. kg Ísfugl kalkúnabringa, frosin......... 1.999 3.039 1.999 kr. kg Ýsubitar, roð-/beinlaus, 1 kg ...... 599 998 599 kr. kg Ýsa lausfryst, roð-/beinlaus ........ 599 797 599 kr. kg Coop snittubr. hvítlauks, 2 stk..... 269 299 269 kr. pk. helgartilboðin Ís og frosin ýsa á tilboði Til hamingju, Akureyringar! Fisk- búð hefur ekki verið starfandi í mörg ár í okkar mikla sjávarútvegsbæ en nú hefur verið bætt úr því. Heimur hafsins er hún nefnd og er til húsa við Tryggvabraut. Þar segjast eig- endur munu bjóða fisk á góðu verði.    Þetta eru góðar fréttir fyrir skarfa eins og mig, sem fá ekkert betra en fisk. Best að segja dætrunum að héðan í frá verði fiskur í matinn þrettán sinnum í viku, en auðvitað læri með brúnni sósu áfram í hádeg- inu á sunnudögum …    Hvað gerist þegar fólk situr í skíða- lyftu sem stöðvast og það kemst hvorki lönd né strönd? Aðallega tvennt að því er virðist; fólki verður kalt og það talar í síma.    Vodafone setti upp nýjan far- símasendi í Hlíðarfjalli nýlega. Skv. teljara fyrirtækisins var far- símanotkun í fjallinu um það bil sex sinnum meiri um miðjan dag á laug- ardag en á föstudag og sunnudag. Þá stoppaði Fjarkinn einmitt.    Valhalla Bank, sem nefndur var á þessum vettvangi fyrir skömmu, verður opnaður í dag á Glerártorgi. Opnunarveisla verður reyndar hald- in í þrígang; í dag, á morgun og 11. apríl. Þetta er víst ekki hefðbundinn banki heldur listsýning.    Það er Samlist, grasrót skapandi fólks um að gera eitthvað upp- byggilegt í krepputímum, sem opnar bankann í dag með táknrænum hætti „í stað þeirra fjögurra sem hafa fokið út í veður og vind hér á landi síðustu mánuði“ segir í til- kynningu. Aðgangseyrir er 1.500 kr.    Færeyski söngfuglinn Eyvör Páls- dóttir heldur tónleika á Græna hatt- inum á laugardagskvöldið. Margir tónlistarsælkerar hlakka til.    Alvarleikinn ræður væntanlega ríkj- um á þeim græna í kvöld og á morg- un; Rögnvaldur gáfaði og Gísli Ein- arsson verða þá með uppistand.    Talandi um Græna hattinn. Haukur vert Tryggvason keypti nýlega Hammond 58, hið goðsagnakennda orgel Karls heitins Sighvatssonar. Hjálmar notuðu það fyrstir á nýja heimilinu um síðustu helgi og mér skilst að margir bíði spenntir eftir að fá að nota gripinn. Þursaflokkurinn hefur til dæmis boðað komu sína, en Karl lék einmitt í þeirri frábæru sveit í gamla daga.    Ný verslun Bónuss verður opnuð í Naustahverfi á laugardaginn og gleðjast örugglega margir því oft er þröng á þingi í verslun fyrirtækisins í 603. Ég sá ekki betur í gær en bensíndælum frá Orkunni hefði ver- ið komið upp fyrir utan nýju versl- unina.    Aðeins meira af menningu: tvær mjög vinsælar leiksýningar eru nú á fjölunum í grennd við höfuðborg norðursins. Annars vegar rokksöng- leikurinn Vínland í Freyvangsleik- húsinu – nýtt íslenskt, já takk – og farsinn Stundum og stundum ekki á Melum í Hörgárdal.    Ofanritaður sá sýninguna á Melum á dögunum og hló dátt en ég hef því miður ekki komist í Freyvang. En þeir sem séð hafa Vínland segja sýn- inguna hreint afbragð.    Skemmtilegur menningarviðburður verður haldinn fyrsta sinni á morg- un og laugardag; Litla ljóðahátíðin í Populus Tremula í kjallara Lista- safnsins. Þrátt fyrir hlédrægni við nafnaval eru það ekki lítil ljóðskáld sem troða upp; Þorsteinn frá Hamri og Þórarinn Eldjárn verða t.d. báðir á staðnum.    Hátíð bókaorma hefst einnig hér nyrðra á morgun. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður opnaður við Dalsbraut.    Býsna skemmtileg frétt birtist á vef Vikudags í gær. Skv. henni höfðu fundist 7 km löng göng undir Ak- ureyri og áttu Bretar að hafa grafið þau í seinni heimsstyrjöldinni. „Í miðjum göngunum er stórt rými þar sem Bretar hafa útbúið stjórnstöð, virðast þeir hafa ætlað að stjórna vörnum Akureyrar þaðan ef til inn- rásar kæmi.“ Vikudagur bætti við að þarna væri að finna fullkomin stjórntæki, niðursuðumat og súkku- laði. Vísað var á innganginn og boð- að að Hörður Geirsson yrði með söguskoðun kl. 17. Ég var upptekinn og komst ekki, en fréttin gæti hafa verið skrifuð í tilefni dagsins … AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hammond Haukur á Græna hatt- inum við gamla, góða Hammondinn. Tómas Tómasson yrkir um„sæfarann forna og seinni tíma menn“: Vék ei frá siglutré Vasco da Gama vígreifan sæfara þyrsti í frama en Barrakóbama og Bin Laden Osama báðir tveir heillast af Dalai Lama. Atli Harðarson skrifar Vísnahorninu: „Í Mogganum um síðustu helgi vék Jón Baldvin nokkrum orðum að vitsmunum Bjarna Harðarsonar bróður míns og gaf í skyn að þeir væru heldur litlir. Nú treysti ég mér auðvitað ekki til að þræta við annan eins speking og Jón Baldvin en samt rataði þessi vísa einhvern veginn fram á varirnar á mér. Jón Baldvin veit að hann veit ekki lítið og vitinu mikla er gjarn á að flíka. En ætl’onum þyki ekki eilítið skrítið að annað fólk skul’ekki vit’etta líka?“ Andrés H. Valberg átti jafnan síðasta orðið á fundum Kvæðamannafélagsins Iðunnar og tímabært er að hann fái síðasta orðið hér líka: Veröldin er söm við sig svíkur margan auður. Allir mundu elska mig ef ég væri dauður. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af auði og Osama Eftir Andra Karl andri@mbl.is VORIÐ er á næsta leiti og með því útskriftir úr framhaldsskólum landsins. Einn af mörgum fylgi- fiskum útskriftarinnar er stúdents- húfan. Í gegnum árin hefur aðeins verið ein greið leið til að áskotnast ný stúdentshúfa, þ.e. að fara í höf- uðmælingu hjá P. Eyfeld og bíða í nokkrar vikur. Á því varð breyting á síðasta ári þegar þrír ungir karl- menn tóku sig til og hófu sölu á stúdentshúfum. Í ár hyggja þeir á frekari landvinninga. „Það var mikil ánægja með fram- tak okkar í fyrra og við seldum um þrjú hundruð húfur,“ segir Steinar Atli Skarphéðinsson en hann ásamt Sigþóri Steini Ólafssyni og Þorgils Helgasyni eiga og stýra fyrirtækinu S.Þ. Stúdentshúfur. Í ár hafa þeir félagar fengið inni hjá blómabúðinni Dalíu, í Fákafeni, þar sem húfurnar eru til sölu. Pantaðar voru á annað þúsund húfur og þegar hafa borist nokkur hundruð pantanir. Þeir segjast hins vegar hafa farið frekar seint af stað í ár og reikna því ekki með að verða uppiskroppa með húfur. Stúdentshúfurnar selja fé- lagarnir á 4.500 krónur, sem er 2.400 kr. ódýrara en hjá P. Eyfeld. Steinar Atli segir erfitt að skýra verðmuninn en þrátt fyrir að vera með töluvert lægra verð uni þeir vel við sitt. Bornar saman á vefsvæðinu Steinar Atli segir engan mun vera á þeim húfum sem eru í boði hér á landi og því til sönnunar eru gerðirnar bornar saman á vefsvæði fyrirtækisins. Hann segir húfurnar fluttar inn frá Kína í stöðluðum stærðum og eiga allir að geta fundið á sig húfu í réttri stærð. Hann bendir auk þess á að S.Þ. Stúdentshúfur er í sam- starfi við ljósmyndastofur sem gefa afslátt ef keypt er hjá þeim. Það sem hófst sem tilraunaverk- efni virðist ætla að festa sig ræki- lega í sessi. Steinar býst einnig fast- lega við því að upplagið verði enn stærra á næsta ári, enda ætli þeir sér að fara fyrr af stað þá. Ódýrari stúdents- húfur en sömu gæði Í HNOTSKURN »S.Þ. Stúdentshúfur varstofnað af þremur ungum karlmönnum sem útskrifuðust úr Kvennaskólanum í Reykja- vík árið 2007. »Þeim blöskraði hversudýrt er að útskrifast í heild sinni og fengu þá hugmynd að selja stúdentshúfur á betri kjörum. http://www.studentshufur.com/ Morgunblaðið/Kristinn Húfa Sigþór Steinn Ólafsson og Steinar Atli Skarphéðinsson segja húfurnar fluttar inn frá Kína í stöðluðum stærðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.