Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 ✝ Jóhanna SigríðurEyjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1952. Hún lést á heimili foreldra sinna í Mosfellsbæ 23. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Eyjólfur Högnason símamaður, f. 16. nóv- ember 1932, og Krist- jana I. Heiðdal bók- ari, f. 22. júlí 1933. Foreldrar Eyjólfs voru Högni Eyjólfs- son rafvirkjameistari, f. 19. júní 1905 í Reykjavík, d. 22. desember 1979, og Sigríður Ein- arsdóttir, f. 28. september 1906 í Holtahólum á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu, d. 19. júní 1986. Foreldrar Kristjönu voru Sigurður J. Heiðdal, forstöðumaður á Litla- Hrauni, skólastjóri og rithöfundur, f. í Saurbæ á Kjalarnesi 16. júlí 1884, d. 17. febrúar 1972, og Jóhanna Jörgensdóttir Heiðdal frá Krossavík í Vopnafirði, f. 2. júní 1890, d. 27. september 1965. Systkini Jóhönnu tók við starfi forseta Hins íslenska senats árið 2006 og gegndi því starfi þar til í desember 2008. Jó- hanna var mikil áhugamanneskja um stjórnmál og jafnréttisbaráttu. Hún tók virkan þátt í starfi Kvennalistans og Reykjavíkurlist- ans. Þá tók hún virkan þátt í stofn- un Samfylkingarinnar og gegndi síðan ýmsum trúnaðarstörfum fyr- ir flokkinn. Hún var í stjórn Inn- kaupastofnunar, varamaður í stjórn Seðlabankans og einnig varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Jóhanna var í stjórn Samfylking- arfélagsins í Reykjavík 2003-2007, þar af formaður félagsins í þrjú ár. Hún vann að framkvæmd próf- kjara Samfylkingarinnar, bæði vegna alþingiskosninga og borg- arstjórnarkosninga og einnig við allar kosningar allt frá því er Reykjavíkurlistinn bauð fram 1994 og þar á undan með Kvennalist- anum. Hún var einn af að- alhvatamönnum að stofnum hverf- afélaga Samfylkingarinnar. Hún var stjórnarmaður í hverfafélaginu í Breiðholti 2003-2004 og í hverf- isráði Grafarholts fyrir Samfylk- inguna. Útför Jóhönnu fer fram frá Langholtskirkju í dag, 2. apríl, klukkan 13. Meira: mbl.is/minningar Eyjólfsdóttur eru Ásta bankastarfs- maður, f. 18. janúar 1954, gift Þorgeiri Ástvaldssyni fjöl- miðlamanni, f. 2. júní 1950, og Högni kerf- isfræðingur, f. 3. mars 1956. Jóhanna ólst upp hjá foreldrum sínum í Reykjavík. Hinn 19. ágúst 1972 giftist hún Sigurði Einari Sig- urðssyni, en þau slitu samvistir 1980. Sonur þeirra er Sigurður Ívar Sigurðsson yfirmatreiðslumaður, f. 1. maí 1979. Jóhanna lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1972. Hún vann við skrifstofustörf hjá ýmsum fyrirtækjum, lengst af sem skrif- stofustjóri hjá Vélstjórafélagi Ís- lands. Árið 1978 gekk Jóhanna í Junior Chamber Reykjavík. Hún var þar virkur félagi í mörg ár og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, meðal annars var hún forseti JC Reykjavíkur 1987 til 1988. Jóhanna Nú kveð ég með söknuði frænku mína Hönnu Siggu svo miklu fyrr en ég hefði getað ímyndað mér. Hanna Sigga var systir mömmu. Ég get ímyndað mér að hún hafi fylgst vel með því þegar mamma var ólétt að mér þar sem þær voru aðeins 16 og 18 ára systurnar og bjuggu saman hjá ömmu og afa. Mínar fyrstu minningar af henni eru þegar hún bjó á Öldugötunni. Þangað fór ég stundum í pössun og við lituðum í litabækur saman. Fórum í Nýja bíó og borðuðum lakkrís. Eftir að Hanna Sigga eign- aðist strákinn sinn Sigurð Ívar breyttist margt í hennar lífi. Hún skildi stuttu eftir að Siggi fæddist og þau bjuggu tvö saman eftir það þangað til Siggi flutti að heiman. Hann er sá sem hún var alltaf stoltust af í sínu lífi. Mikil vinátta ríkti alltaf á milli okkar Hönnu Siggu. Stórfjölskyld- an er samrýmd og við hittumst alltaf einu sinni í viku hjá ömmu og afa og höfum gert alla mína tíð. Ég á svo ótal margar minningar tengdar henni. Hún reyndist mér vel þegar ég stóð frammi fyrir því að vera i svipuðum sporum og hún að vera ein með nýfæddan strák. Þá sagði hún mér frá hve mikla gleði hennar strákur hefði komið með inn í hennar líf og hve þakklát hún væri fyrir hann. Hún sagði mér að ég ætti eftir að upplifa það sama, sem ég og sannarlega gerði. Ein minningin er mér þó dýrmæt- ust. Þegar ég bjó með fjölskyld- unni minni í ítalskri sveit fyrir 1½ ári síðan. Þá kom hún til okkar í stutta heimsókn og við áttum ró- lega og yndislega daga saman í Umbríu. Hún bjó hjá okkur og tók þátt í atinu á heimilinu þar sem alltaf er fjörugt. Enda fullt hús af börnum. Ég held að henni hafi liðið vel hjá okkur. Þó henni hafi alltaf liðið vel með að búa ein þá hafði hún örugglega gaman af að vera í fjörinu hjá okkur. Hanna Sigga opnaði nýjar dyr í mínu lífi þegar hún bað mig að vinna verkefni hjá Samfylkingunni þar sem hún var formaður í Sam- fylkingarfélaginu í Reykjavík. Ég hef unnið þar með hléum síðan þá. Þar hef ég fundið sterkt hve mik- illar virðingar hún naut fyrir sín fjölmörgu störf sem hún fékkst við hjá Samfylkingunni. Það vantaði einn hlekkinn í nýafstöðnu próf- kjöri og landsfundi þar sem hún hafði alltaf verið virkur þátttak- andi. Margir höfðu þar á orði við mig hve sárt hennar var saknað. Ég kveð þig, elsku frænka, og lofa að faðma strákinn þinn. Kristjana Þorgeirsdóttir Heiðdal. Það voru sorgartíðindi að frétta andlát skólasystur okkar, hennar Jóhönnu Eyjólfsdóttur. Flestar vorum við saman í 6 ár í VÍ og út- skrifuðumst 1972 með stúdents- próf. Nokkrar hafa haldið hópinn með okkur, þó þær hafi farið aðrar leiðir eftir verslunarpróf. Leiðir okkar skólasystranna hafa legið mismikið saman gegnum tíðina, en við höfum haldið tengslum með því að hittast í árlegu jólaboði, sem hefur um langt skeið verið haldið síðustu helgi í nóvember. Við höf- um skipst á að bjóða hópnum heim. Þetta hafa verið fjörugar samkom- ur og gegnum árin höfum við lært betur að meta vináttuna og tengsl- in sem byrjuðu að byggjast upp fyrir rúmum 40 árum. Jóhanna kom ekki í síðasta jóla- boð vegna veikinda. Það eru bara örfáir mánuðir síðan og nú er hún farin. Jóhanna var góður félagi og vin- ur. Alltaf róleg, blíð og brosmild. Alltaf gott að hitta hana og tala við hana. En svo var hún líka fylgin sér, tók þátt í félagsstörfum og var virk í stjórnmálum, dugleg og skel- egg kona með ríka réttlætiskennd og ákveðnar skoðanir. Þá var svo gaman að tala við hana. Jóhanna var bráðger, hún var árinu yngri en við flestar, en engan fundum við aldursmun. Hún var falleg kona, vel gefin og vel gerð. Upp í hugann kemur mynd af henni með fallega, ljósa, liðaða hárið. Við eigum eftir að sakna hennar mikið.Við sendum fjölskyldu hennar og vinum inni- legar samúðarkveðjur. Við munum minnast Jóhönnu með hlýju í hjarta. Fyrir hönd skólasystra úr Versl- unarskóla Íslands, Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir. Álftamýrarskóli tók til starfa haustið 1964. Ég var að byrja í 12 ára bekk hjá Sverri Kolbeinssyni kennara. Af óútskýranlegri eðlisávísun valdi ég mér sæti við hliðina á fín- gerðri, fallegri stúlku. Hár hennar var sítt, liðað, ljósgyllt á lit. Þetta var Hanna Sigga. Með okkur tókst einlæg vinátta sem varað hefur æ síðan. Þessi stúlka átti eftir að skipta mig miklu máli og snerta marga strengi lífs míns. Framundan voru við- burðarík unglingsár, ár mótunar og þroska. Í apríl 1966 fermdumst við í Há- teigskirkju. Við vorum alsælar í nýjum kjólum og kápum. Ásta fékk líka nýja kápu. Bítlarnir urðu heimsfrægir. Líka á Íslandi. Strákar létu hárið vaxa, stelpur notuðu hvítan varalit og pilsin styttust! Við hlustuðum á Lög unga fólksins og víða æfðu bíl- skúrsböndin. Lífið var bara skemmtilegt. Hanna Sigga vissi alveg hvað hún vildi. Hún vildi mennta sig. Full sjálfsöryggis hóf hún nám í Verslunarskóla Íslands haustið ’66, aðeins 14 ára. Hún var góður námsmaður, staðföst og samvisku- söm, engin eftirbátur annarra nemenda, sem flestir voru eldri en hún. Vinkona mín var í alvöru framhaldsskóla, ég var afar stolt af henni. Það var mikil upphefð að fara með henni á skemmtanir skól- ans. Mér fannst ég geta andað að mér menningunni. Hún kynntist félögum mínum í Langholtsskóla. Nýlega skoðuðum við gamla al- búmið mitt með myndum frá þeim tíma. Ein myndin er af Hönnu Siggu og Sigþóri (Bessasyni) á skólaballi í Langholtsskóla. Hann var einn af bestu og vinsælustu nemendum skólans. Ógleymanleg- ur þeim sem kynntust honum. Hanna Sigga varð stúdent frá VÍ vorið ’72, og hinn 19. ágúst gekk hún að eiga unnusta sinn, Sigurð S. Flygenring, við fallega athöfn í Há- teigskirkju. Þau hófu búskap í virðulegu húsi við Öldugötu. Vinir Sigga voru þeir Kalli baker, Kalli smiður og Óli Elvar. Óli átti Wil- lys-jeppa með „blæju“. Undirrituð giftist Óla Elvari í desember 1972. Svona fléttaðist lífið okkar Hönnu Siggu áfram saman. Við nutum þess að fara á tón- leika, skoða söfn og borða gómsæt- an mat á einhverju veitingahúsi borgarinnar. Í hennar návist gat ég verið ég sjálf, henni þótti vænt um mig eins og ég er. Hún studdi mig ávallt, hvort sem vegurinn framundan væri grýttur eða greið- fær. Ég sakna hennar sárt. Síðasta samverustund okkar var á heimili mínu 17. mars sl. Sú stund er mér dýrmæt. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Fríða Björg Þórarinsdóttir. Það eru konur á borð við Jó- hönnu Eyjólfsdóttur sem halda uppi starfi félaga og stjórnmála- hreyfinga. Ávallt boðnar og búnar til að leggja sitt af mörkum, ósér- hlífnar og seinþreyttar til vand- ræða. Jóhanna var kvenréttinda- kona af lífi og sál, í Kvennalistanum og svo í Samfylk- ingunni, þar sem hún var m.a. for- maður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Og hún var góð og traust vinkona í stjórnmálunum. Stóð við bakið á þeim okkar sem hafa valist til forystu og lét aldrei slá sig út af laginu þótt hvessti í pólitíkinni. Hjálpsemi Jóhönnu var við brugðið. Ég minnist þess með hlýju þegar hún og Kristjana móð- ir hennar komu ungri starfskonu Kvennalistans til aðstoðar við bók- haldið. Tveggja kvenna björgunar- sveit mætti á staðinn og greiddi úr flækjunum. Þannig var Jóhanna. Hún leysti vandamál en bjó þau ekki til. Það eru hörð örlög að vera köll- uð burt í blóma lífsins. Missir ást- vina og samferðafólks Jóhönnu Eyjólfsdóttur er mikill og sár. Hugur minn er hjá syni og for- eldrum Jóhönnu en hún kvaddi þennan heim í faðmi fjölskyldunn- ar á heimili foreldra sinna eftir erf- iða sjúkdómslegu. Ég kveð ein- staka konu með söknuði og trega og bið góðan guð að blessa minn- ingu hennar. Þórunn Sveinbjarnardóttir. Sem forseti Evrópska Senats Junior Chamber International, sendi ég innilegustu samúðarkveðj- ur þegar við kveðjum einn af okkar virkustu félögum og jafnframt einn af okkar kærustu vinum, Jóhönnu Eyjólfsdóttur, senator #43414. Jóhanna var forseti Hins ís- lenska Senats á árunum 2006 – 2008. Hún vann ötullega að því að styrkja sambandið milli hins ís- lenska Senats og JCI Íslands. Hún hvatti og studdi á allan hátt núver- andi félaga JCI á Íslandi. Hennar mun verða sárt saknað af öllum sem þekktu hana. Til fjölskyldu hennar og vina sendi ég innilegustu samúðarkveðj- ur frá okkur „fjölskyldu senatora í Evrópu“. Megi Guð blessa Jóhönnu en hún lifði í anda einkunnarorða JCI „að efla og bæta mannlíf er öllum verk- um æðra“. Clare Ashton, Senator #31337, forseti 2008–2009, Félag Senatora í Evrópu. Hún Jóhanna er dáin, það voru blendnar tilfinningar sem fóru um hugann við þessa frétt. Sorg yfir því að fá ekki að hafa Jóhönnu á meðal okkar áfram, þakklæti yfir því að hafa þó fengið að kynnast svo einstakri manneskju og léttir fyrir hennar hönd að stríðinu við erfið veikindi sem staðið hafði í rúmt ár væri nú lokið. Kynni okkar af Jóhönnu hófust fyrst fyrir al- vöru eftir að hún tók við embætti sem forseti Hins íslenska Senats. Senatorar eru ævifélagar í JCI. Jó- hanna miðlaði af reynslu sinni á einstakan hátt með hæglæti og húmor. Þrátt fyrir einstaklega ljúfa framkomu hafði Jóhanna bein í nefinu og setti stundum ofan í við félaga sína í Senatinu þegar henni þótti fortíðarhyggjan vera óþarf- lega mikil. Strax og Jóhanna tók við sem forseti Hins íslenska Sen- ats ákvað hún að fara með okkur á Evrópuþing í Tallinn, hún kveið ör- lítið fyrir, þar sem langt var síðan hún hafði verið á hinum alþjóðlega vettvangi. En það kom fljótt í ljós að áhyggjur hennar voru óþarfar, þar hitti hún félaga sem hún kynntist áratugum áður og mundu að sjálfsögðu eftir henni. Þetta var fyrsta Evróuþingið þar sem Senat- forsetinn okkar var með í för og það gaf okkur nýja innsýn í starfið. Það fór ekkert á milli mála að Jó- hanna naut virðingar og vinsælda meðal félaga sinna á erlendum vettvangi. Frá því að hún veiktist fyrir rúmu ári hafa vinir hennar og félagar vítt um heiminn spurt frétta af henni og beðið okkur fyrir góðar kveðjur til hennar. Samstarf okkar við Jóhönnu var ómetanlegt. Hún færði JCI Ísland og Hið ís- lenska Senat saman að nýju. Hún var óþreytandi veita okkur liðsinni, tók þátt í öllu því starfi sem henni var unnt og var okkur innan hand- ar á allan þann máta sem henni var unnt. Hvatti hún og studdi starf- andi félaga með ráðum og dáð. Hún hafði áhrif á alla þá sem hittu hana og við eigum öll eftir að sakna bjarta brossins og dillandi hlátursins. Jóhanna tókst á við veikindi sín á sama hátt og allt annað, af æðru- leysi og festu. Hún hafði ákveðið að koma með okkur á Evrópuþing í Finnlandi, en fyrsta erlenda þingið sem hún fór á var einmitt í Finn- landi og langaði hana að rifja upp góða tíma. Hún kláraði sitt þrátt fyrir heilsuleysið, síðasta skiptið sem við hittum hana var í desem- ber þar sem hún kallaði saman fund í senatinu og skipaði þar nýj- an forseta. Það var ekki hennar stíll að skilja hlutina eftir í lausu lofti. Þakklátastar erum við þó fyr- ir að hafa fengið að hafa hana með okkur á síðasta landsþingi þar sem hún útnefndi nýjasta senatorinn í JCI Íslandi. Þó að augljóst væri hversu veik hún var vonuðumst við þó til þess að hún næði að sigra sjúkdóminn en sú ósk okkar rætt- ist ekki. Minningin um Jóhönnu mun lifa í huga okkar sem urðum þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að kynnast henni. Við sendum fjöl- skyldu og vinum Jóhönnu okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að veita ykkur styrk. Arna Björk Gunnarsdóttir, landsforseti JCI Íslands 2006, Jenný Jóakimsdóttir, landsforseti JCI Íslands 2007, og Birgit Raschhofer, landsforseti JCI Íslands 2008. Meira: mbl.is/minningar Kveðja frá stjórn Samfylking- arfélagsins í Reykjavík Jóhanna S. Eyjólfsdóttir var for- maður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík frá 2004 til 2007 og for- maður uppstillingarnefndar félags- ins frá 2007. Það er oft svo þegar hæfir einstaklingar hverfa af lífs- brautinni að maður finnur fyrir skarðinu sem myndast og það er svo nú. Jóhanna var baráttukona og áhugamaður um stjórnmál sem naut virðingar félaga sinna. Þeir sem bera uppi stjórnmálastarf á Íslandi eru áhugamenn um framtíð landsins sem taka til við að hug- leiða, ræða og skipuleggja sam- félagið fyrir næsta dag og jafnvel fyrir óbornar kynslóðir, eftir að dagvinnu lýkur í brauðstritinu. Á stjórnarfundum með Jóhönnu var það stundum orðað í gamni að framtíðin væri ekki vinna frá kl. níu til fimm. Jóhanna var óþreytandi við að halda stjórn sinni til verka, með dagskrá um að stofna og byggja upp hverfafélög, skrifa handbók fé- lagsins, styrkja tengsl forystusveit- ar og grasrótar og þannig mætti lengi telja. Jóhanna þurfti stundum að bíta á jaxlinn þegar hún hafði skipulagt stjórnarfund og svo varð ekki fundarfært vegna kæruleysis stjórnarmanna um að mæta á boð- aðan fund en ekki skipti hún skapi og boðaði bara nýjan að viku lið- inni. Verðlaunin í stjórnmálastarfi eru að sjá gott fólk komast til valda í sveitarstjórn eða á Alþingi, sem hefur valist til að koma hug- sjóninni í framkvæmd. Verðlaunin eru einnig félagsskapurinn og liðs- heildin sem myndast þegar fylk- ingin þarf að taka höndum saman í baráttunni. Verðlaunin eru líka að fá tækifæri til að kynnast fólki sem leggur óþreytandi og möglunar- laust fram krafta sína og er alltaf tilbúið fyrir eina saman hugsjón- ina. Slíkt fólk köllum við stundum hvunndagshetjur vegna þess að hetjuskapurinn er óeigingjörn sjálfboðavinna, oft unnin á ókristi- legum tímum sem ekki er endilega tekið eftir. Jóhanna var slík hvunn- dagshetja sem litið var til. Félagar Jóhönnu syrgja hana en geyma dýrmætar minningarnar um mikilvægt framlag baráttukonu og félaga í þágu hugsjónar jafnaðar- manna um betra og réttlátara sam- félag. Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík vottar fjölskyldu og ætt- ingjum samúð sína. Blessuð sé minning hennar. Ásgeir Beinteinsson. Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir  Fleiri minningargreinar um Jó- hönnu Sigríði Eyjólfsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.