Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 ✝ Kristinn Guð-bjartsson fæddist í Reykjavík 25. sept- ember 1982. Hann lést á heimili sínu laugardaginn 21. mars 2009. Móðir hans er María Ólöf Baldursdóttir, f. 24. október 1949 og faðir hans er Guðbjartur Jónsson Sigurðsson, f. í Reykjavík 9. desem- ber 1956. Móð- uramma Kristins er Margrét Pálsdóttir, f. í Vestmannaeyjum 6. október 1925 og móðurafi William Baldur Shir- reffs, f. í Aberdeen á Skotlandi 25. nóvember 1921. Föðuramma Krist- ins er Jóhanna Gíslína Gísladóttir, f. á Ísafirði 12. júlí 1921, d. 13. ágúst 1978 og föðurafi Sigurður Þórarinn Oddsson, f. á Bakkakoti í Kjalarneshreppi í Kjós., 27. júlí 1920. Systkini Kristins sam- mæðra eru Grétar Örn, f. í Reykjavík 22. júní 1967, Páll, f. í Reykjavík 29. sept- ember 1969, Vil- hjálmur Viðar, f. í Reykjavík 5. janúar 1971, og Margrét , f. í Reykjavík 7. ágúst 1973, Valdimarsbörn. Samfeðra er María Ósk, f. í Reykjavík 4. desember 1975 og al- bróðir Kristins er Alexander Aron, f. í Reykjavík 10. júní 1979. Unnusta Kristins er Íris Ísberg, f. í Reykjavík 20. okt. 1986. Útför Kristins verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 2. apríl, og hefst athöfnin klukkan 13. Meira: mbl.is/minningar Elsku yngsti sonur minn, Kristinn, þú fæddist töluvert fyrir þinn setta fæðingardag eða rúmlega þremur mánuðum. Þú varst því frá upphafi mjög veikburða og í raun var þér ekki hugað líf. Á meðgöngunni hafði ég fundið líf þitt vaxa innra með mér og tilhugsunin um að fá ekki að kynnast þér betur var mér nánast óbærileg. Í gegnum veikindi þín var mikið beðið til Guðs fyrir þér og þegar þú lifðir af þína baráttu inn í heiminn var ég bænheyrð og Guði svo þakklát. Guð hafði gefið mér tækifæri til að kynn- ast syni mínum og njóta nærveru þinnar. Kristinn, þú varst svo sannarlega kraftaverk guðs og barst þess alla tíð merki. Alveg frá upphafi lífs þíns varstu einstakur á allan þann hátt sem ég get hugsað mér. Á sama tíma og hjarta mitt grætur af söknuði og mér finnst lífið vera mér óréttlátt er ég guði þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og elska í þau 26 ár sem þú lifðir. Þú varst blíður, gjafmildur, tillits- samur, glaðlyndur, jákvæður og vildir allt fyrir mig og aðra gera. Þú flýttir þér inn í þennan heim til að sinna því verki sem þér var ætlað og gerðir allt- af allt sem þú gast til að hjálpa þeim sem minna máttu sín, þú hugsaðir aldrei eitt augnablik um þann tíma sem þú gafst af þér. Það var svo ynd- islegt að fá að fylgjast með því hversu fallega þú hugsaðir til fólks. Þú áttir marga góða vini og á síðustu dögum hafa flestir þeirra komið til mín og spjallað við mig og sagt mér margar yndislegar sögur af þér. Vinir þínir gáfu sér tíma til að lýsa því fyrir mér hvernig þeir upplifðu tilfinningar þín- ar í minn garð. Mér þykir svo vænt um að vita hversu fallega þú talaðir um mig. Í veikindum mínum varstu mér stoð og stytta. Ég veit að þú baðst guð um að vera með mér og til þess að hjálpa mér að ná aftur heilsu. Það var þér líkt að biðja guð að vernda mig og gleyma sjálfum þér. Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að afbera þá staðreynd að í dag á að jarða þig, kæri sonur. Ég veit að ef þú værir hérna hjá mér myndir þú hug- hreysta mig, veita mér styrk og minna mig á að þú ert núna á góðum stað. Þú varst litla barnið mitt og ég mun alltaf elska þig. Sjáumst síðar. Mamma. Elsku sonur minn, þó svo þú hafir verið orðinn fullorðinn maður varstu alltaf litla barnið mitt. Ég vil fá að kveðja þig með mínum fátæklegu orð- um. Það fer svo margt í gegnum huga minn. Þú flýttir þér inn í heiminn, komst í september en það bjuggust allir við þér í janúar. Það var laugardagur þegar þú komst í heiminn og það var laugar- dagur þegar þú kvaddir þennan heim, hinn forni hvíldardagur kristinna manna og gyðinga enda varstu helg- aður Guði. Þú máttir ekkert aumt sjá, hvorki menn né dýr, og taldir þú að þér bæri skylda til að hjálpa. Þú varst svo óttalega smávaxinn er þú fæddist, að ég gat hulið þig með lófanum. Þér var ekki hugað líf og okkur mömmu þinni var sagt að gefa þér strax nafn sem féll af vörum okk- ar beggja í sömu svipan: „Kristinn“. Læknarnir töldu að þú þyrftir að fara til útlanda í hjartauppskurð, og töldu þeir þig ekki geta lifað mikið lengur án þess. Það var beðið fyrir þér í mörgum kristnum kirkjum og við vorum bæn- heyrð, þú þurftir ekki að fara í skurð- aðgerðina, hjartað hafði styrkst. Þú varst samt mjög veikburða þegar þú fæddist og aldrei heill heilsu. Svo oft varstu nærri tekinn frá okkur. Aldrei man ég samt eftir því að þú kvartaðir mikið undan veikindum þínum. Þú brostir með öllu andlitinu, brosandi og glettin augu þín spegluðu samt um leið hversu veikur þú varst. En þegar þú varðst eldri hélst þú fríðleika þín- um, glettni þinni og góðleika sem augu þín spegluðu alltaf, prakkarinn þinn. Síðasta daginn sem ég sá þig og þú kvaddir mig fékkstu svo þungt tak fyrir brjóstið og þú lofaðir mér að þú myndir panta þér tíma hjá lækni og sagðir: Ekki hafa áhyggjur af því, pabbi minn. En nú ertu dáinn, kannski hefði læknir engu breytt. Þegar ég hugsa og horfi á móður þína, systkini og vini þína fer það ekki framhjá mér né nokkrum öðrum hversu mikilfenglegur maður þú varst. Þú snertir alla með góðleika þínum og varst ósérhlífinn og fórnfús maður, ávallt tilbúinn að hjálpa öðr- um. Þú hafðir miklar áhyggjur af mömmu þinni vegna veikinda hennar, ef hún svaraði ekki símanum strax varstu kominn inn til hennar áður en hún gat hringt aftur, þú yfirgafst hvað svo sem þú varst að gera bara til að fjarlægja kónguló sem óvart villt- ist inn til mömmu þinnar. Þú tókst þá dýrið og hentir því út en drapst ekki kóngulóna. Æi, sonur minn yngsti, það er mér svo erfitt að þurfa að kveðja þig. Ég varð svo reiður og vanmátta fyrst, en nú er ég vanmátta og undirgefinn og þakka Guði fyrir það að ég fékk að vera faðir þinn og njóta samverunnar með þér, þó að mér finnist að Guð hefði getað leyft mér að klára jarðvist mína á undan þér og þú kvatt mig, það hefði verið hinn rétti gangur lífsins. En Herrann hefur kallað þig til þjónustu meðal engla. Ég elska þig, sonur minn, minn- ingu þinni mun ég ávallt halda hátt á lofti. Ég kveð þig, litla barnið mitt, þar til við sjáumst á ný og ég get kysst á kollinn þinn aftur, farðu í friði, ástin mín, þinn pabbi. Frá því að ég sá þig fyrst vissi ég að ég ætti eftir að kynnast þér. Þú komst inní líf mitt á svo sérstakan hátt. Það eru engin orð sem lýsa þeim söknuði og missi sem ég finn. En ég er svo þakklát fyrir þennan yndislega tíma sem ég fékk með þér ástin mín, lífið með þér var svo yndislegt. Þú gerðir allt svo auðvelt og skemmtilegt. Eng- inn getur látið mér líða eins og þú ger- ir. Þú varst mér allt og góðmennskan þín og hjartað þitt skilur eftir sig spor í lífi allra sem þekktu þig og hittu þig. Ég hef aldrei þekkt manneskju með hjarta eins og þitt, fyrir þér voru allir jafnir og þú sást hluti í fólki sem aðrir sjá ekki. Þú varst alltaf skrefi á undan öllum þegar einhver var hjálparþurfi, þú veittir fólki meira en aðrir geta veitt. Þú hefur þennan sérstaka eig- inleika sem geislaði af þér hvert sem þú fórst, þú gast látið alla brosa og það var það sem gerði þig hamingju- samastan. Þú hugsaðir alltaf fyrst um aðra. Engin orð gætu komist nálægt því að lýsa þeim manni sem þú ert. Svo hlýr og fallegur. Ég veit þú verð- ur alltaf í hjarta mínu og ég mun alltaf eiga okkar minningar. Ég veit þér var ætlað sérstakt hlutverk og ég veit að þú ert að sinna því núna, Guð tekur þá bestu fyrst og núna ertu hjá honum. Svo oft hef ég velt því fyrir mér af hverju ég var svona heppin að fá að eiga þig. Ég sakna þín svo mikið, elsku fallega ástin mín og mig langar svo mikið að halda utan um þig og aldrei þurfa að sleppa. Íris Ísberg. Undanfarnir dagar hafa verið ein- kennilegir. Fjölskyldan hefur oft komið saman. Við höfum reynt að hughreysta hvert annað og deilt minningum um þig. Við höfum bæði grátið og hlegið. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért farinn. Það er sárt að vita til þess að þú átt ekki eftir að vera með okkur þegar fjöl- skyldan kemur saman. Í þessari sorg höfum við grátið. En við höfum líka hlegið. Við höfum hlegið vegna allra góðu og skemmtilegu minninganna sem við eigum um þig. Ég man vel eftir því þegar ég sá þig í fyrsta sinn. Ég var níu ára og hafði aldrei áður séð neitt eins fallegt eða eins lítið og þig. Ég hugsaði með mér að þar sem þú værir örugglega við- kvæmur, jafnvel brothættur, þyrfti ég alltaf að fara varlega í kringum þig og ég ætlaði að kenna þér fullt af hlut- um. Ég vona að ég hafi kennt þér eitt- hvað en veit samt að þú kenndir mér miklu meira en ég gat kennt þér. Þú varst strax mjög sérstakur. Þegar ég óumbeðið reyndi að siða þig til varstu þolinmóður. Þú sýndir öllu sem ég sagði þér mikinn áhuga og hrósaðir mér oft og tíðum. Í dag veit ég að þú varst að kenna mér umburðarlyndi og jákvæðni. Kristinn, ég hef aldrei kynnst nein- um eins og þér. Ég vildi að ég gæti sagt þér einu sinni enn hvað ég dáðist mikið að gleði þinni, eldmóði, já- kvæðni, umburðarlyndi og óeigin- girni. Ég mun gera mitt besta til að taka þig mér til fyrirmyndar. Ég elskaði þig mikið og elska þig enn. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Þín systir, Margrét. Elsku Kristinn bróðir. Ég trúi þessu ekki! Tuttugu og sex ára er bara enginn aldur til að kveðja. Ég er mjög hissa á því að þú skulir vera far- inn og veit hreinlega ekki hvað ég get sagt. Ég er bara máttvana, ringluð og orðlaus. Mér þykir svo leitt hve sjaldan við hittumst en eitt er víst að þegar við hittumst þá var mjög gaman og þess vegna horfi ég ekki á magnið heldur gæðin. Ég held að það sé ekki hægt að finna jafn yndislegan, hjálpsaman og góðan dreng eins og þig. Þú varst og ert engill í mannsmynd og rétt að- eins farinn að breiða út vængi þína þegar líf þitt var snögglega tekið í burtu. Mér finnst þetta rosalega ósanngjarnt en ég veit að þú gerir bara góða hluti þarna hinumegin al- veg eins og þú gerðir hér þegar þú varst á lífi. Þú veist að ég elska þig, yndislegi litli bróðir, og vona svo inni- lega að þú hafir ekki þurft að þjást. Guð geymi þig og megir þú hvíla í friði. Hér er smá ljóð sem ég tileinka þér. Þú ert ljósið í myrkrinu sem vísar mér veginn, þú veist að góðmennskan þín aldrei dvín. Þú ert engillinn sem kominn er hinumegin, þú ert bjartasta stjarnan sem ávallt skín. Ég elska þig. Þín systir María Ósk. Elsku litli bróðir, það er sárt að kveðja þig svona ungan að aldri. Maður bara spyr sig af hverju? Þeg- ar ég fékk þessa hræðilegu hring- ingu laugardaginn 21. mars fylltist ég rosalegri reiði og sorg og eina sem ég hugsaði var að þetta getur ekki verið. Litli bróðir minn sem barðist svo fyrir lífi sínu þegar hann kom í heiminn þremur og hálfum mánuði fyrir tímann og var fyrsta sveinbarn sem lifði af þá raun hér á landi. Þú varst svo góður og yndislegur drengur, þú varst eflaust drauma- barn allra, vildir allt fyrir alla gera – það er staðreynd. Minningar um þig munu lifa í huga okkar allra, hvíldu í friði, elsku bróð- ir. Þig ég trega sárt um síðir varla farinn finn þig enn. Torvelt kvaddur hjartasorfinn elsku litli vinur minn. Tók ei tíma til að líða til að gráta hjartans vin. vildi’ ei trúa því þú værir eilíft farinn. Lífshorfinn. (Pála D. Guðnadóttir) Páll Valdimarsson. Elsku bróðir minn. Hvernig skrifar maður minning- arorð um dýrling eins og þig. Þú varst þeim stórkostlega eigin- leika gæddur að dæma ekki aðra og alltaf fyrstur til þegar eitthvað bját- aði á, það virtist vera sama hvort það tengdist þeim sem þú þekktir eða þeim sem voru þér ókunnir. Engu máli virtist það breyta hvort þú feng- ir það til baka, svo lengi sem þú gast hjálpað varst þú ánægður. Fyrirgefning og umburðalyndi var þér alltaf ofarleg í huga. Ótrúlegt að hugsa til þess að litla bróður minn sem að varla var hugað líf fyrsta árið, yrði stoð og styrkur þeirra sem þurftu á aðstoð að halda, þú varst stórkostleg mannvera og verndari. Þær eru margar góðar og falleg- arsögurnar sem að ég hef fengið að heyra af þér. Mér hlýnar alltaf við það að heyra sögurnar af því hvað þú gerðir ef þú áttir leið fram hjá fólki sem var í vanda statt, sama hvort væri um unga eða aldna að ræða, þú virtist alltaf geta gefið þér tíma til að stoppa og bjóða aðstoð þína hvort sem það var með hlýjum orðum, faðmlagi eða bara keyra fólk þangað sem það ætlaði. Ég get ekki lýst því hversu furðu- legt mér finnst að vera skrifa minn- ingargrein um þig. Þegar ég fékk þær hörmulegu fréttir að þú værir dáinn fannst mér tíminn standa í stað og vildi ég ekki trú því að þú værir dáinn mér fannst þetta allt svo óraunverulegt og alltaf svo fjarlægt að svona kæmi fyrir þig, ég fylltist hræðslu, doða og máttleysi, ég áttaði mig smám saman á því að sama hvað ég mundi segja eða gera, gæti ekkert orðið til þess að þessi hörmulegi martröð mundi enda og ég vaknaði. Ég hef alla tíð verið hamingjusamur maður og þakklátur fyrir allt sem ég hef fengið í lífinu og allt í einu upp- lifði ég sársauka og vonleysi, ég gat ekkert gert. Ég á mér svo margar yndislegar minningar af okkur saman, við vor- um tveir yngstu bræðurnir í stórum systkinahóp það voru ekki nema þrjú ár á milli okkar og varst þú eina alsystkini mitt. Ég man vel eftir því hvað þú varst veikur þegar þú fæddist og hversu stoltur ég var af þér þegar þú loksins komst heim eftir langa og erfiða sjúkravist. Ég á eftir að sakna þess svo mikið að hitta þig og spjalla við þig, fá frá þér spurningar sem að ég stundum gat bara ekki svarað og svo þær spurningar sem voru svo kjánalega að ég gat ekki annað en hlegið af þér. Fá faðmlag frá þér og heyra þig segja mér að þú elskir mig. Fá hringingar á næstum hverjum degi og stundum nokkur talsins þar sem við spjölluðum um allt og ekkert og stundum skildi ég bara ekki af hverju þú varst að hringja, en þú hafðir þínar ástæður. Ég vildi bara að ég gæti haldið ut- an um þig einu sinni enn og sagt þér hvað mér finnst þú yndislegur og hversu mikið ég elska þig. Þú hefur breytt mér og mínu við- horfi gagnvart lífinu á svo margan hátt. Takk fyrir allar þær minningar sem ég hef eignast með þér, þær verða alltaf í hjarta mínu og mun ég leita í þær það sem eftir er af ævi minni. Guð geymi þig og varðveiti. Ég elska þig, þinn bróðir. Alexander Aron Guðbjartsson. Meira: mbl.is/minningar Þegar kennsluferillinn spannar 30 ár og nemendur skipta þúsundum gleymast margir, aðrir eru sem í þoku en svo eru alltaf einhverjir sem lifa í minninu einsog maður hafi hitt þá í gær. Einn þeirra er Kristinn Guðbjarts- son eða Kiddi G einsog hann var jafn- an kallaður. Hann var nemandi minn þrjá vetur í Starfsdeild Breiðholts- skóla þar sem saman voru komnir þeir sem ekki þræddu alfaraleið í skólakerfinu. Kiddi og félagar áttu oft erfitt með að einbeita sér að námsbókunum, enda skiptu þær ekki höfuðmáli i Starfsdeildinni. Þar var allt nám með óhefðbundnum hætti, en þegar það datt í þá félaga, Kidda, Djunka og Bjössa, að keppa í orð- flokkagreiningu var allt lagt í sölurn- ar og útkoman ekki verri en hjá bestubekkjarnemendunum niðrí skóla. Aftur á móti lagði ég meiri áherslu á skapandi hugsun í íslensku- kennslunni en málfræðistaglið og þar var Kiddi fremstur í nemendaflokkn- um. Það var gaman þegar Andri Snær kom með Bónusljóðin sín í deildina og las upp og spjallaði, hversu Kiddi og félagar spurðu hann hispurlaust um ljóðin. Einar Már kom á Sal í Breiðholtsskóla og er hann hafði svarað kurteislega af sviði og bjóst til að fara var Kiddi kominn uppá svið með Djunka og Bjössa og spjallaði af miklum innbæstri við skáldið, sem minnist þess enn. Þegar Valgeir Skagfjörð var að vinna að leikþætti sínum gegn reykingum, sem fluttur var víða í grunnskólum, fékk hann að koma ásamt félaga sín- um í heimsókn í Starfsdeildina og sat drjúga morgunstund á spjalli við nemendur. Kiddi hafði orðið lengst af og er verkið var sýnt mátti heyra þar ýmis gullkorn er frá honum voru ætt- uð. Kristinn Guðbjartsson var ekki sterkbyggður líkamlega en því meiri var sálarstyrkur hans. Hinir minni- máttar áttu alltaf hjálp hans vísa og hann gat verið einstaklega háttvís þótt alltaf væri stutt í græskulaust gaman og stríðnispúkinn ekki langt undan þegar góðlegt glottið lék um vör – svo lýstist andlitið upp í breiðu brosi og það var ekki sjaldan að hann bjargaði deginum hjá okkur sem kenndum honum í Starfsdeildinni. Að hitta Kidda G eftir að starfs- deildarnámi hans lauk, var upplyft- ing fyrir sálina. Aðstandendum hans öllum sendi ég og félagar mínir okkar innilegustu samúðarkveðjur. Vernharður Linnet. Kæri vinur. Fráfall þitt er okkur mikið reiðars- lag því þú ert tekinn allt of snemma frá okkur og öllum þeim sem til þín þekktu. Við sitjum hér að skoða myndir og rifjum upp gamla tíma og það stendur upp úr að við munum alltaf eftir þér sem yndislega falleg- um og góðum strák sem var svo sann- arlega vinur vina sinna. Það var svo auðvelt að þykja vænt um þig og við munum varðveita minningu þína um alla eilífð, kæri vinur. Guð geymi þig. Við vottum aðstandendum alla okkar samúð, missir ykkar er mikill. Elenora, Elín, Ásdís, Unnur, Halla, Elías, Þóra og María Anna. Kristinn Guðbjartsson  Fleiri minningargreinar um Krist- inn Guðbjartsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.