Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 89.660kr.FRÁ Marmaris TYRKLAND – Forum Residence á mann miðað við 2 með 2 börn í eina viku. Brottför 5. júní Verðdæmi miðað við 2 fullorðna: 97.611 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn og gisting. Verðmiðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Úrval-Útsýn – Lágmúla 4 – Sími 585 4000 – www.urvalutsyn.is UMFJÖLLUN fjöl- miðla um einna lang- brýnust málefni lands og þjóðar, annars veg- ar um evrópumálin (tengd krónu- og gjald- eyriskreppu, pólitískri framtíðarsýn og stefnumörkun, sem og trúverðugri endurreisn hagkerfis og hag- stjórnar), hins vegar um skuldafen heimila og fyrirtækja, ber því miður ósjaldan vitni um alvarlegan mis- skilning. Tökum tvö dæmi af því síð- arnefnda. Í morgun (18. mars ’09) er forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins um skuldastöðu heimila og fyrirtækja þessi: „Afskriftir kosta 800 millj- arða“; fyrirsögn og frétt, þar sem slegið er fram fullyrðingum af óvenjulega vítaverðu kæruleysi okk- ar séríslenska sauðsháttar í frétta- mennsku, fyrirsögn og frétt auðvitað á ábyrgð ritstjórnar blaðsins. Nánar um það á eftir. Í leiðara Morgunblaðsins í morg- un undir kjörorðunum: „Einhver borgar alltaf, kröfuhafar verða ekki hlunnfarnir“, er á sama hátt alvar- lega miskilið og skautað einkar óá- byrgt yfir langbrýnast efnahags- verkefni stjórnvalda, almennings og fyrirtækja hérlendis, sem nú er þetta: að finna ábyrga lausn sem bæði verndar eins og unnt er verð- mæti verðtryggðra lánasafna bank- anna án óhóflegrar greiðslufalls- áhættu og gjaldþrotaáhættu skuldara, en er um leið lausn sem hífir upp heimilin fyrst, og fyr- irtækin síðan, til sjálfshjálpar, úr því herjans skuldafeni sem hagstjórn landsins hefur skapað almenningi og atvinnulífi landsins undanfarin miss- eri. Skuldafen sem fyrst varð alvar- legt þegar stjórnvöld reyndust loks algerlega ófær um að ná eigin verð- bólgumarkmiðum hagstjórnar: að halda verðlagshækkunum hérlendis innan 2,5% til 4,5% ársverðbólgu. Skuldafen sem hélt áfram að herða að heimilum og atvinnulífi og herðir jafnt og þétt að okkur á meðan stjórnvöld þora ekki að láta end- urreikna verðtryggð lán afturvirkt og binda verðbótaþátt verðtryggðra lána við 4,5%; og mun herða jafnt og þétt að okkur að óbreyttu og þess vegna þvinga enn fleiri jafnt og þétt í gjaldþrot og landflótta, ekki síst á meðan ársverðbólga hérlendis er reiknuð 12 mánaða verðbólga aftur í tíma en miðast ekki við verðlags- hækkun hvers mánaðar, fram- reiknuð til næstu tólf mánaða. Ekkert af þessum ákvörðunum/ efnahagsaðgerðum: endurútreikn- ingur höfuðstóls, fastur tímabundinn verðbótaþáttur og ákvörðun um verðbólgustig framvirkt en ekki aft- urvirkt, kosta neitt í útlögðum kostnaði, þ.e. til viðbótar við útlagð- an kostnað sem nú þegar þarf að greiða í stjórnsýslu og bankakerfi, því hér er breytt leikreglum, ósann- gjörnum leikreglum í brýnar og réttlátar leikreglur miðað við að- stæður. Um leið er tryggt jafnræði aðila, bæði jafnræði kröfuhafa, hver gegn öðrum, og jafnræði skuldara, hver gegn öðrum. Hliðsjón þyrfti að auki að hafa á því að setja fjárhæð- armark en ekki pró- sentumark á lækkun fjárhæðar höfuðstóls hvers verðtryggðs láns/skuldabréfs, sbr. sanngirnissjónarmið. Ef horft er heildstætt til hags- muna beggja aðila, kröfuhafa og skuldara verðtryggðra lána, er dag- ljóst að báðir aðilar hafa mun meiri hag af því að draga úr greiðslufalls- áhættu og gjaldþrotaáhættu með svona samkomulagi, fyrir milligöngu stjórnvalda, sem felur í sér breyttar leikreglur, heldur en að gera það ekki; en hið síðara þýðir þá jafn- framt samstundis, og skal tvíund- irstrikað, að stjórnvöld hafa þá þeg- ar óbeint tekið þá hættulegu ákvörðun að lifa við þá stóráhættu fyrir hönd hagkerfis og þjóðar að framkvæma ekki þessar löngu brýnu efnahagsaðgerðir. Spurt er: Hvað felur sú óbeina ákvörðun og sú þráðbeina stór- áhætta í sér? Svar: a) framtíðarvirði lánasafna bankanna gæti hæglega farið niður fyrir þau 50% sem nú er rætt um að sé raun- og sannvirði verðtryggðra lánasafna bankanna miðað við bókfært virði og tíma; b) gjaldþrotum fjölgar sjálfkrafa, land- flótti eykst, eftirspurn dregst enn saman í hagkerfinu sem og skatt- tekjur ríkis og sveitarstjórna, sam- félagsþjónusta, o.s.frv.; c) strax auk- in en óþörf bein útgjöld ríkis og sveitarfélaga, ef á að koma strax til móts við hvern og einn eftir þörf, jafnræði, sanngirni, o.s.frv., sem út- heimtir strax tíma og fé, sérfræði- vinnu, o.fl., en er án ávinnings strax fyrir fólk og fyrirtæki, ekki síst án ávinnings strax fyrir eftirspurn í hagkerfinu, sem ein fær til lengri tíma staðið undir rekstri, störfum og skatttekjum þjóðarbús. Það er sannarlega kominn tími til að fjölmiðlafólk hugsi sig um tvisvar og þrisvar áður en það birtir fréttir sínar og leiðara eins og heilagan sannleika um viðkvæm mál á alvar- legri krepputíð. Kostnaður er afar flókið hugtak. Getur þýtt beinan og óbeinan kostnað, útlagðan kostnað, fastan og breytilegan kostnað, fórn- arkostnað, afleiddan kostnað, o.s.frv. Afskriftir eru t.d. aldrei út- lagður kostnaður. Forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins í morgun 18. mars ’09 er sem sagt vill- andi bull, fréttin er bull og ritstjórn blaðsins á að biðja lesendur afsök- unar. Við leiðarahöfund Morgunblaðs- ins er þörf að ítreka hið augljósa: hann ætti alls ekki að trúa kostn- aðartölum né öðrum tölum hagfræð- inga né annarra aðila án þess að kynna sér vandlega forsendurnar fyrst. Fleiri greinar eftir sama höfund eru á mbl.is/greinar Meira: mbl.is/kosningar Umræðan um skuldafenið: þarf að endurmennta fjöl- miðlafólk á Íslandi? Jónas Gunnar Ein- arsson skrifar um fjölmiðlun » Aukinn útlagður kostnaður er enginn við endurútreikning höfuðstóls, fastan tíma- bundinn verðbótaþátt og framvirkt verðbólgu- stig Höfundur er rithöfundur. Jónas Gunnar Einarsson ÞAÐ eru reyndar þrjú ár frá útgáfu bókarinnar „Mos- fellsbær – saga byggðar – í 1100 ár“ og því að verða næsta brýnt að koma á framfæri nokkrum athugasemdum við þá sælu bók. Ekki síst vegna þess, að þótt bókin í heild sé bæði fallega gerð og um margt læsileg sýnist mér að í henni gæti allnokkurrar óná- kvæmni og það eru í henni bein- ar villur og sagnfræðileg óná- kvæmni. Auk þess gætir að mínu viti á köflum gloppóttrar (ómarkvissrar) frásagnar. Stundum dettur manni í hug að höfundarnir hafi verið í tíma- kreppu með útgáfu bókarinnar og e.t.v. þess vegna ekki leitað sér svo víða heimilda sem skyldi. Stundum er einnig svo að það er eins og suðursveitin hafi í hugum þeirra alls ekki verið með í sveit- arfélaginu, sbr. skólamál, land- búnaðar- og atvinnumál. Í beinu framhaldi hér af er þegar allt er tínt saman ágæt lýsing leiða og þjóðleiða að og um Mosfellssveit, en varla orð um ferðamennsku og henni tengda ferðaþjónustu. Það hlýtur að vera vegna ónógr- ar heimildaleitar. Í frásögn af skólahaldi í Mos- fellssveitinni fyrrverandi kemur þokkalega fram venjuleg og næsta almenn frásögn um far- skólakennslu, þá hið fyrsta takmarkaða skólahald og síðan um skólann að Brú- arlandi, þó með mikl- um annmörkum og auðsjáanlegu, ja hvað á ég að halda, tímahraki eða lítilli gát um heim- ildasöfnun, a.m.k. hvað varðar suð- ursveitarbörnin. Hestahald og/eða hestaumferð, að ekki sé talað um hestamennsku, fær afar undarlega og lítt kunn- áttusamlega meðhöndlun í þess- ari sögu af Mosfellssveit. Sömu sögu er, eins og fyrr er á minnst, að segja af ferðamennsku og „ferðamannaiðnaði“ eins og það nú heitir í dag, jafnvel þótt ferðamanna- og reiðleiðum um og að Mosfellssveit sé næsta vel lýst í bókinni, enn á ný spurning um „tímahrak“ eða skort á yf- irsýn eða heimildaöflun? Víkjum nú aðeins að byggingu bókarinnar, henni er skipt í 5 hluta, sem vel fer á í sjálfu sér og er um margt skynsamleg skipting frá hinu tímanlega sjón- arhorni séð. Fyrstu tveir hlutarnir eru í raun staðfærð Íslandssaga, en bæði notalega og skemmtilega skrifaðir. Ýmsir smáir hnökrar þar á breyta því ekki. Þrír síðari hlutarnir eru um sumt eins og þrjár bækur, eins og höf. hafi ekki alveg lagt niður fyrir sér hvernig þessir hlutar ættu að vera og hljóma saman, t.d. 3-4 grunnkaflar með vísan hver til annars e.t.v., og síðan nýir eða viðbótarkaflar eftir því sem umsvifin jukust og ný atriði koma í ljós. Ég hef það á tilfinningunni að hér hafi tímakreppa átt hlut að máli. Mig grunar og að tímabilið 1874- 1920 hefði betur verið sér- hluti, tímabilið 1920-1950 aftur sérhluti og síðan lokahlutinn 1950-2005/6, sé haldið í sömu hlutaskiptingu og í bókinni. Sæmileg umsögn um „sagn- fræðibók“ upp á hálft fimmta hundrað síður kemst náttúrlega ekki fyrir í stuttri blaðagrein, sem er nokkur synd þó ekki væri nema vegna þess að í bókinni finnast villur, sem lesendur hennar eiga sinn rétt á að frétta af. Ég hefi tekið saman allmiklu lengri umsögn um þá hluta bók- arinnar, sem ég tel mig hafa kunnugleika á og sent Morg- unblaðinu ef blaðið gæti e.t.v. birt hana á einhverjum tíma í einhverjum sinna miðla, þyki því það plássins virði, og ég kynni því þakkir fyrir. Meira: mbl.is/greinar „Sagan úr Mosfellsbæ“ Einar B. Birnir ger- ir athugasemdir við bók sem kom út fyr- ir þremur árum » Stundum dettur manni í hug að höf- undarnir hafi verið í tímakreppu með útgáfu bókarinnar... Einar B. Birnir Höfundur er eldri borgari. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.