Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is KRÓNAN styrktist um 2,11% í gær sem þýðir að ný lög Alþingis um hert gjaldeyrishöft virðast hafa eflt tiltrú markaðarins á henni, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Ís- landsbanka. Markmið breytinga á gjaldeyr- islögum og tollalögum er að stöðva útflæði erlends gjaldeyris sem hefur leitt til veikingar krónunnar því í lög- unum voru göt sem nú er verið að fylla upp í. Breytingarnar fela í sér að nýju bráðabirgðaákvæði var bætt við gjaldeyrislögin sem kveður á um að útflutningsviðskipti vöru og þjónustu skuli fara fram í erlendum gjaldmiðli. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segist fagna þessari lagabreytingu, enda hafi stöðu sjávarútvegsins verið ógnað fyrir breytingu með tvöföldu gengi krónunnar. Þetta gekk þannig fyrir sig að kaupendur sjávarafurða urðu sér úti um krónur og keyptu sjáv- arafurðir sem þýddi að gjaldeyrinn skilaði sér aldrei til landsins, en á grundvelli gjaldeyrislaganna hefðu sjávarútvegsfyrirtækin þurft að skila honum inn í samræmi við það mark- mið laganna að efla gjaldeyrisforð- ann og styrkja krónuna. Friðrik segir að sjávarútvegsfyr- irtækin hafi verið tilneydd að ganga að kauptilboðum í krónum, því mark- aðsvirði afurða hefur farið hríðlækk- andi sem þýðir að kaupendur hafa haft öll vopn í hendi sér. Þetta gekk þannig fyrir sig að erlendir kaup- endur settu sig í samband við inn- lenda aðila sem áttu innstæður í ís- lenskum krónum og greiddu fyrir krónurnar með evrum erlendis, sem þýddi að evrurnar skiluðu sér aldrei hingað til lands. Síðan voru útbúin út- flutningsskjöl í krónum og afurðirnar fluttar út. „Það kom manni á óvart að þetta væri löglegt, því markmið gjaldeyrislaganna var að fá gjaldeyr- inn heim. Ég er mjög hissa á því að þessi lög hafi verið sett með þessum hætti á sínum tíma. Það er undarlegt, miðað við markmið laganna,“ segir Friðrik. Lekinn stöðvaður  Með hertum gjaldeyrislögum er stoppað í göt gallaðra reglna að sögn framkvæmdastjóra LÍÚ  Krónan styrktist Morgunblaðið/RAX Fiskvinnsla Kaupendur sjávarafurða urðu sér úti um krónur og keyptu sjávarafurðir sem þýddi að gjaldeyririnn skilaði sér aldrei til landsins. Með lagabreytingu hefur verið stoppað í þetta gat og LÍU fagnar henni. Eftir Silju Björk Huldudóttur og Björn Jóhann Björnsson ALLT útlit er fyrir að fjármögnun ráðstefnu- og tónlistarhússins við Austurhöfn sé loksins í höfn. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var tillaga um sambankalán Nýja Landsbankans, Nýja Kaupþings og Íslandsbanka lögð fram í stjórn Austurhafnar-TR ehf. fyrr í vikunni og hafa gögnin síðan þá verið til skoðunar hjá borginni. Alls er um 15 milljarða króna að ræða, þar sem Landsbankinn er með um 7,5 millj- arða og hinir bankarnir skipta af- ganginum nokkuð jafnt á milli sín. Í samtali við Morgunblaðið segist Kristjörg Stephensen borgarlög- maður telja að öllum skilyrðum borgarráðs um fjármögnun verkefn- isins hafi verið mætt. Borgarráð samþykkti sem kunnugt er á fundi sínum í febrúar sl. tillögu borgar- stjóra þess efnis að Austurhöfn-TR ehf. yfirtæki byggingu tónlistar- hússins með því skilyrði að endanleg fjármögnun verksins væri tryggð. Borgarráð tekur málið að öllum lík- indum fyrir í dag. Verktakinn við framkvæmdina, Íslenskir aðalverktakar, er orðinn langeygur eftir greiðslum frá verk- kaupa, sem hafa ekki borist honum síðan í desember. Er reikningur ÍAV fyrir desember til febrúar kom- inn í tæpan milljarð króna og ef marsmánuður er tekinn með er upp- hæðin skriðin yfir milljarðinn sem verktakinn á inni. Fjármögnunin í höfn  Íslenskir aðalverktakar bíða eftir því að fá greitt fyrir vinnuna við tónlistarhúsið  Vinnulaunin upp fyrir milljarð Í HNOTSKURN »Íslenskir aðalverktakarhafa verið með um 150 manns í vinnu við Tónlistar- húsið að undanförnu. »Verkið hefur ekki veriðunnið á fullu skriði en með nýrri fjármögnun er vonast til að úr rætist á næstunni. Hvers vegna er verið að herða á gjaldeyrisreglunum? Gengi íslensku krónunnar hefur farið lækkandi síðustu vikur og eru sterkar vísbendingar um að markmiði skila- skyldunnar um uppbyggingu gjald- eyrisforða vegna útflutningstekna verði ekki náð þar sem þeir sem flytja út vörur og afurðir voru ekki skuld- bundnir til að selja útflutningsafurðir í erlendum gjaldmiðli. Það þýddi að erlendur gjaldeyrir skilaði sér ekki hingað til lands sem hefði þýtt styrk- ingu forðans. Hvernig hefur þetta haft áhrif á veikingu krónunnar? Vísbendingar eru um að verðmæti út- fluttra vara sem greitt er fyrir með ís- lenskum krónum á tímabilinu janúar til mars á þessu ári sé nærri 2 millj- örðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Innflutningur til landsins hefur einnig dregist saman og það ætti að gefa frekari grundvöll fyrir styrkingu krónunnar. Veiking krónunnar hefur gefið vísbendingar um að einhverjir útflytjendur fái greitt fyrir vörur sínar innanlands með íslenskum krónum en að kaupandinn greiði, annaðhvort beint eða í gegnum millilið, í erlendri mynt til aðila utan landsteinanna. Hvernig gekk þetta fyrir sig? Hægt er að taka útflutningsaðila sjáv- arafurða sem dæmi, en það tíðkaðist að erlendir kaupendur sjávarafurða komu hingað til lands eftir að hafa orðið sér úti um íslenskar krónur á mun lægra gengi en gengi Seðla- bankans. Dæmi eru um að þeir hafi fengið á þriðja hundrað krónur fyrir hverja evru í stað 161 krónu, sem er opinbert gengi. Þeir buðu síðan fram- leiðendum sjávarafurða að kaupa fiskinn í krónum. Þannig gátu þeir keypt sjávarafurðir á mun lægra verði en eftir hefðbundnum leiðum og seldu hann svo erlendis fyrir evrur, en lækkuðu um leið verðið. S&S Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is STJÓRNENDUR Akureyrarbæjar hafa kynnt hugmyndir þess efnis að starfsmenn bæjarfélagsins taki einn launalausan frídag í mánuði frá og með byrjun næsta árs, jafnvel að einhverjir byrji á því strax í haust ef hægt er. Starfsmenn bæjarins eru 1.400 og með þessu er stefnt að því að spara 150-200 milljónir króna á árinu. Fyrirsjáanlegur halli á rekstri Akureyrarbæjar árið 2010 er 450 milljónir króna þannig að ýmislegt fleira þarf að koma til þannig að end- ar nái saman. Ýmsar aðgerðar voru ákveðnar fyrr í vetur til þess að draga úr kostnaði við rekstur bæjarfélagsins; aðkeypt þjónusta skorin niður og dregið úr vörukaupum hér og þar í bæjarkerfinu. Um áramót lækkuðu laun stjórnenda bæjarfélagsins, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna um 10%. Komin inn að beini En ekki er nóg að gert og að sögn Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, bæjarstjóra, og Hermanns Jóns Tómassonar, formanns bæjarráðs, verður hverjum steini velt við í því skyni að ná fram enn frekari sparn- aði. „Við höfum ekki úr sömu pen- ingum að spila og 2007,“ segir Her- mann. „Við viljum efna til samræðna við fólk um stöðuna því um svona mál þarf að nást sátt í samfélaginu,“ sagði Sigrún Björk. Gripið verður til allra mögulegra ráða áður en til greina kemur að segja upp fólki og þess vegna segja þau hugmyndirnar fram komnar. „Og við leggjum áherslu á að þetta eru hugmyndir. Ekkert hefur verið ákveðið,“ sagði Hermann Jón þegar þau Sigrún Björk ræddu við blaða- menn í gær. Hugmyndirnar voru í gærmorgun kynntar 70 stjórnendum hjá Ak- ureyrarbæ sem ræða munu við und- irmenn sína og síðan funda á ný með forráðamönnum bæjarfélagsins 15. þessa mánaðar. „Heilt yfir var tekið þokkalega í hugmyndirnar,“ svaraði Sigrún, spurð um hver viðbrögð hefðu verið á fundinum í gærmorgun. „Flestir eru á því að þetta sé mildilegasta að- ferðin.“ Þau Sigrún og Hermann tóku skýrt fram að um tímabundna ráð- stöfun yrði að ræða, ef af yrði, þar til efnahagsástandið lagaðist. Í raun yrði um 5% launalækkun að ræða, en þó án þess að hróflað yrði við kjarasamningum því starfsmenn fengju frídag. Ef allir starfsmenn tækju einn launalausan frídag í mánuði væri hægt að spara 250 milljónir á ári, en sumir vinnustaðir eru þess eðlis að ekki er hægt að gera þessar breyt- ingar. „Það er nauðsynlegt að draga úr kostnaði. Við erum komin alveg inn að beini,“ sagði Sigrún Björk. Allir taki einn launalausan frí- dag í mánuði Akureyrarbær vill ná samfélagssátt og spara 150-200 milljónir kr. á mánuði Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Forráðamenn bæjarins segjast taka nauðsynleg skref. „Við erum ekki eina sveitarfé- lagið í þessari stöðu en um þetta hefur ekki verið rætt eins og nauðsynlegt er. Það má segja að við séum að taka fyrsta skrefið í átt að þjóðarsátt því um þessa hluti verður að nást heildarsátt í samfélaginu. Við erum að leita að Gvendi Jaka og Einari Oddi,“ sagði Sigrún Björk Jakobsdóttir í gær. „Við verðum kannski krossfest fyrir þessi skref; það kemur í ljós, en við verðum að leggja af stað í þessa ferð,“ sagði bæjarstjórinn. Þarf þjóðarsátt Nýttu þér framúrskarandi þekkingu og þjónustu ásamt úrvalinu á stærsta varahlutalager landsins fyrir allar tegundir bíla. Gerðu vel við bílinn þinn! 100.000 vörunúmer. 1 símanúmer. N1.ISN1 440 1000 Á B Y R G Ð V A R A H L U T I R 3 ÁRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.