Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 HANN hét William Christopher Handy og sumardag einn árið 1903 fékk hann hug- ljómun þegar hann heyrði náunga einn syngja lag á lestarstöð í Mississippi. Hann lýsti manninum sem lið- ugum vel og grönnum negra, klæddum lörfum einum. Og þar sem hann stóð og söng plokkaði hann gítar og á einhvern hátt bar hann með sér sorgir aldanna. Handy lýsti tónlistinni sem því furðu- legasta sem hann hefði nokkru sinni heyrt. Þetta var mjög svo jarðnesk tónlist og minnti hann á eitthvað sem hann hafði heyrt sem strákur heima í Alabama. Hvaðan tónlistin kom ná- kvæmlega vissi enginn. Söngkonan Ma Rainey minntist þess að hafa fyrst heyrt blúsinn árið 1902. Þá var hún á ferð um Mississippi með söngflokki sínum og heyrði stúlku syngja lag um mann sem hafði yfirgefið hana. Söng- urinn var svo áhrifamikill í depurð sinni að Ma Rainey heillaðist. Hún tók upp á því að syngja lagið í dagskrá sönghópsins og það varð svo vinsælt að hún ákvað að helga sig slíkum söngvum. Aftur og aftur var hún beð- in að syngja svoleiðis lög og á rétta augnablikinu fékk hún uppljómun: Þú meinar blús?! Þessa sögu sagði hún sjálf og gerði þar með tilkall til nafns- ins á tónlistinni. En gamlir kallar og gamlar kellingar djúpt í iðrum Miss- issippi sögðu að blúsinn hefði alltaf verið til meðal svarta fólksins. „The Blues? Ain’t no first blues,“ var haft eftir öldnum fiðlara í New Orleans í byrjun 20. aldarinnar. Og nú hefur hann fylgt okkur í meira en öld. Allt frá því að blúsinn varð vinsæll, í þá daga sem W.C. Handy og Ma Rainey sungu sína fyrstu blúsa, hefur hann laðað að sér fólk; söngvara, gítarleikara, munn- hörpuleikara, alls konar spilamenn en ekki síst þá sem hlusta. Á miðri leið til okkar, um miðja síðustu öld, stakk einn blúsmannanna og kannski sá frægasti þeirra allra, Muddy Waters, gítarnum sínum í samband með af- drifaríkum afleiðingum, gestir Blúshátíðar Willie Smith og Pinetop Perkins léku í þeirri goðsagnakenndu sveit Muddys Waters. Raf- magnaði blúsinn fór aðra sigurför um um heiminn, lagði undir sig Bretlandseyjar og rokk og ról varð til. Blús er tónlist sem sagt er um að hafi lækn- ingamátt enda er tónlist víða notuð til lækninga. Blúsmenn eru oft nánast eins og græðarar eða predikarar sem boða sinn boðskap. Í blústextum er oft vitnað í guð og hið yfirnáttúrlega jafnt sem hið mann- lega. Það eigum við Íslendingar auð- velt með að skilja enda búa álfar hér í hverjum hól og við erum alin upp við trú á landvættir og þjóðsögur. Ís- lenska ferskeytlan á margt samein- inlegt með blúsnum, því blúsvísa er oftast í ferskeytluformi en fyrri línan sungin tvisvar. Stemmurnar okkar og rímnakveðskapurinn gerðu það sama og blúsinn; lyftu andanum upp úr stritinu og glöddu fólk. Það er einstakur viðburður að á Blúshátíð í Reykjavík, dagana 4.-9. apríl, kemur blúsmaður af fyrstu kyn- slóð þeirra er fyrst nutu frægðar fyrir þá tónlist. Pinetop Perkins er 95 ára píanóleikari sem hefur í þann manns- aldur sem hann hefur verið að spila verið átrúnaðargoð frægra spor- göngumanna sinna af ólíkum kyn- slóðum: B.B. Kings, Ikes Turners, Erics Claptons, Keiths Richards og fleiri og fleiri. Hann er margföld lif- andi goðsögn, enn frískur og ferskur og lifir fyrir það að spila blús fyrir okkur. Þessi lítilláti öðlingur verður aðalgestur okkar og heiðrar Vini Dóra á 20 ára afmæli sveitarinnar með nær- veru sinni. Margir muna eftir Pinetop Perkins þegar hann kom í heimsókn til Íslands og lék og hljóðritaði með Vinum Dóra á síðasta áratug og má með sanni segja að hann sé lærimeist- ari margra íslenskra blúsmanna. Við bjóðum ykkur velkomin á sjöttu Blúshátíð í Reykjavík 4.-9. apríl. Há- tíðin hefst á laugardaginn kl. 14 með blús í miðbænum, þar sem Skóla- vörðustígur verður varðaður lifandi blús, niður Bankastrætið og niður á Lækjartorg. Tónleikar verða á Hilton Reykjavik Nordica hóteli þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld kl. 20 og öll kvöld hátíðarinnar verður starfræktur klúbbur Blúshátíðar á Kaffi Rósenberg og hefst dagskrá þar kl. 21. Að vanda á Blúshátíð í Reykja- vík samstarf við Blúsfélag Reykjavík- ur um að heiðra blúslistamann. Allar upplýsingar eru á vef Blúsfélags Reykjavíkur, www.blues.is, og á midi- .is. Blúshátíð þakkar öllum þeim sem lagt hafa hátíðinni lið frá upphafi. Sjáumst á Blúshátíð. Þú meinar blús Halldór Snorri Bragason segir frá sögu blúsins Halldór Bragason » Pinetop Perkins, hinn goðsagna- kenndi blúsmaður, verð- ur aðalgestur á Blúshá- tíð og heiðrar Vini Dóra með nærveru sinni á 20 ára afmæli sveitarinn- ar. Höfundur er tónlistarmaður og list- rænn stjórnandi Blúshátíðar í Reykjavík. GREIN þessi er skrifuð í framhaldi af samnefndri grein í Mbl. 21.2.2009. Þar er sýnt fram á að hæsta- réttardómur nr. 610/ 2007 um eignahlut í Ytri-Sólheimum er byggður á tveimur falsrökum. Forsaga þessa dómsmáls er að eigendur Sól- heimahjáleigu hafa í 50 ár krafist þess að hjáleigan fengi aukið eign- arhlut sinn úr 7,33% í 15,5% á kostn- að annarra sameigenda á Sól- heimatorfu. Í þessari grein verður byrjað á ágripi þjóðarsögu um jarða- mál og meira um hæstaréttardóm- inn. Frá því að tíund var lögtekin árið 1097 til miðrar nítjándu aldar var eitt jarðamat á Íslandi. Verðmæti jarða eða dýrleiki var ákveðinn í jarðarhundruðum eða oftar í hundr- uðum. Matið, dýrleikinn, var sett á til að ákvarða skattstofn svo hægt væri að leggja tíund á jarðeignir í hlutfalli við verðmæti þeirra. Hér er hið forna mat jarða á Íslandi. Dýr- leiki jarða var öruggt og handhægt verkfæri til að ákvarða eignahlut einstaklings í jörð eða jarðartorfu. Í kaupbréfum var venjan að tilgreina hve mörg hundruð einstaklingur keypti í jörð án þess að geta þess hve mörg hundruð öll jörðin var. Ekki var nauðsyn að skrá heildardýrleik- ann, um hann ríkti sátt, dýrleiki jarða hélst óbreyttur frá upphafi. Gagnsemi þessa stöðugleika var ótvíræður. Þannig var öllum ljós eignarhlutur N.N. í jörðinni Pétursey eða Péturs- eyjartorfu ef tilgreint var að hlutur hans væri 15 hundruð. Nægar heim- ildir voru um að torfan öll var 60 hundruð og þar með var N.N. eig- andi að 25%. Sagnfræðingar hafa bent á stöðugleika hins forna mats þar á meðal frelsishetja okkar Jón Sigurðsson á Alþingi 30. júlí 1847. Hinn stríðsmóði konungur Krist- ján V. sendi 31. maí 1679 „stríðs- hjálpar bréf“ til Íslands. Efni bréfs- ins var að kreista meiri fjármuni út úr und- irsátum sínum hér- lendis. Í bréfinu er til- skipun um að skattstofn jarða verði reiknaður að nýju á þann veg að dýrleiki jarðar skuli vera 20- föld landskuldin. Og hvað er þá landskuld? Árlegt gjald leiguliða til landsdrottins var ákveðið í lausa- fjárhundruðum fyrir hverja jörð og nefnt landskuld. Hlut- fall landskuldar af dýrleika jarðar var ekki fast, en þó algengt að land- skuldin væri 5% af dýrleikanum. Árið 1685 er skráð nýtt jarðamat á Íslandi sem er reist á fyrirmælum stríðshjálparbréfs konungs. Vegna mismunandi hlutfalls leigu og jarð- ardýrleika er undir hælinn lagt hvort dýrleiki í þessari jarðabók er sá sami og hinn forni dýrleiki. Engin tvímæli eru um að þessi jarðabók er ekki hið forna mat. Fyrir því eru heimildir og rannsóknir sagnfræð- inga. Í þessari jarðabók er Sól- heimatorfa skráð 122 1/6 H. Árið 1697 er skrifuð ný jarðabók fyrir allar sýslur á Íslandi og þá horfið aftur til hins forna mats. „Enda jafnan við það stuðst í fast- eignaviðskiptum“ svo vitnað sé til orða Óbyggðanefndar. Ritari bók- arinnar hefur tekið þann kost að þjóna bæði jarðeigendum og sínum arfakóngi. Á forsíðu bókarinnar er skrifaður með skrautskrift eftirfar- andi texti: „Anno 1697 Jarðabók í Skapta- fellsþingi, hvar í er niðurreiknaður og uppsettur jarðanna dýrleiki eptir landskulldarhæð, svo sem kongl. Majestatis C 5 stríðshjálpar bréf fyrirsetur, anno 1679 21. Maí. En þann gamla haldna dýrleika er hér að sjá til vinstri handar á spássí- unni.“ Blaðsíður bókarinnar eru strik- aðar þannig að hverri síðu er skipt í fjóra dálka. Í fremsta og breiðasta dálknum er hinn forni dýrleiki Ytri- Sólheima skráður 100 hndr. og upp- taldir eigendur og eignarhluti. Í aft- ari dálkunum er skráð landskuld, kúgildi og hinn reiknaði dýrleiki samkvæmt reiknireglu konungs. Á vinstri hluta hverrar síðu er því hið forna mat jarða og á hægri hluta þeirra er reiknað jarðamat að kon- ungs boði. Bókin er til sanninda um að Sólheimatorfa hefur án und- antekninga verið skráð 100 hundruð að fornu mati. Ljósrit jarðabók- arinnar er í málsskjölum. Í málsskjölum eru 9 heimildir frá nítjándu og tuttugustu öld um að Sólheimatorfa sé 100 hundruð að fornu mati. Flestar þessara heimilda hafa stimpil sýslumanns eða Lands- yfirréttar. Í málsskjölum er vísitasía Gísla biskups Jónssonar frá 1587. Einnig þar er „garðurinn“ skráður 100 hndr. Þvert á þessar heimildir taka dómarar réttarins þann kost að telja jarðamat að boði konungs vera hið forna mat og vitna í villu í jarða- bók Johnsens frá 1847. Í næstu grein verður fjallað um þau afglöp dóm- stólsins. Ytri-Sólheimar eru fornt höfuðból og kirkjustaður, í hópi dýrustu jarða landsins. Engar vísbendingar eru um að óvissa hafi verið um dýrleika torfunnar. Það er óvirðing við gengnar kynslóðir að hafna miklum samhljóða heimildum og troða í svaðið af fávísi eða vísvitandi rang- færslum. Saksóknarinn Eva Joly gat þess í Silfri Egils að daufur skiln- ingur og leti dómara hindraði oft framgang sannleikans. Eru dómarar heimsins svo varðir í sínum fíla- beinsturni að þeir komist upp með að vinna ekki vinnuna sína? Dómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claes- sen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson hafa ekki staðið undir væntingum mínum að verja sannleikann. Glámskyggn heimildarýni Hæstaréttar Tómas Ísleifsson skrifar um jarðamál » Í málsskjölum eru 9 heimildir frá nítjándu og tuttugustu öld um að Sólheimatorfa sé 100 hundruð að fornu mati. Tómas Ísleifsson Höfundur er líffræðingur. Flettu upp nafni fermingarbarnsins mbl.is FERMINGAR 2009 NÝTT Á mbl.is Nú er vor í lofti og nýja BYKO blaðið er komið út stútfullt af vortilboðum! BYKO blaðið er komið út! Girðinga- og pallaefni Pallaefni Vnr.0058254 Fura alheflað 22x95 mm, A-gagnvarið. Gerðu pallinn klára n fyrir sumar ið! 199 Fullt verð : 273 kr./lm . kr. lm. Fullt verð er 420 kr./lm. 315 kr./lm. Pallaefni Vnr.0058504 Fura alheflað 45x95 mm, A-gagnvarið. 479 kr./lm. Fullt verð er 639 kr./lm. Pallaefni Vnr.0058506 Fura alheflað 45x145 mm, A-gagnvarið. 659 kr./lm. Fullt verð er 885 kr./lm. Pallaefni Vnr.0059954 Fura alheflað 95x95 mm, A-gagnvarið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.