Morgunblaðið - 02.04.2009, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.04.2009, Qupperneq 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 Ýmsar viðamiklar og merkarskýrslur hafa verið lagðar fram á landsfundum Sjálfstæðisflokksins. Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vís- bendingar, rifjar upp í nýjasta hefti blaðsins svokallaða aldamóta- skýrslu, sem lögð var fram á lands- fundi 1989.     Þar sagði m.a.:„Hugsanlega verður þó skyn- samlegast að óska beinlínis eft- ir viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópu- bandalagið, þótt menn séu um leið reiðubúnir að láta inngöngu ráðast af því, hvort þau skilyrði, sem henni kunna að fylgja, þyki aðgengileg eða ekki. Verði sú niðurstaðan, að þau séu óaðgengileg talin, hafa menn heldur engar brýr brotið að baki sér.“     Í skýrslunni var haldið áfram: „Þaðer því óheppilegt að borið hefur á því, að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með að veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfskapaða annmarka til við- ræðna við Evrópubandalagið. Við megum síst af öllu ganga að þessu viðfangsefni með þrá um forna inni- lokun og einangrun, alteknir af ótta og kjarkleysi. Við verðum að sýna reisn og styrk og forðast einangr- unarþörf og minnimáttarkennd. Til slíkra viðræðna hljótum við að ganga sannfærðir um það að reyna að ná fram hinu besta, en jafnframt tilbúnir til þess að hverfa frá þeirri leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þol- anleg.“     Benedikt rifjar upp að formaðuraldamótanefndarinnar svoköll- uðu var Davíð Oddsson. „Það er gaman að lesa hve víðsýn skoðun kemur fram í þessari skýrslu og hve sannfærðir höfundar hennar eru um að Íslendingar geti gengið hnar- reistir til samninga,“ segir Benedikt. Benedikt Jóhannesson Hnarreistir til samninga Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR SPÁ KL. 12 Í DAG Gengur í austan og norðaustan 10-18 m/s með rigningu sunnanlands, en slyddu fyrir norðan seinnipartinn. Hiti 2 til 8 stig, en kringum frostmark norðanlands. HÁSKÓLARÁÐ, við Háskóla Íslands, fundar í dag um málefni nema í skólanum og þá hvernig skólinn geti komið til móts við nema sem ekki fá vinnu í sumar. Á fundi menntamálanefndar Alþingis í gær kom fram að óvíst væri hversu mikið Háskóli Íslands gæti gert til þess að koma til móts við nemendur. Litlir fjármunir væru til innan skólans til þess að bjóða upp á sumarnámskeið og litlar líkur á því að mörg námskeið yrðu kennd. Háskólinn í Reykja- vík hefur fyrir nokkru ákveðið að bjóða upp á nám- skeið í sumar, vegna erfiðs ástands á atvinnu- mörkuðum, og verða þau í heild yfir 40 talsins. Á fundinum í gær var meðal annars rætt um sam- starf milli skóla, og hvort möguleiki væri á því að fá námskeið metin milli skóla. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær benda kannanir til þess að þúsundir háskóla- og framhaldsskólanema verði án atvinnu. Tæplega 13 þúsund nemar í háskólum landsins hafa ekki enn fengið vinnu og um 10 þúsund telja ólíklegt að þeim bjóðist vinna. Ekki hefur enn verið kannað hvernig staðan er hjá framhaldsskólanemum en forsystufólk í Sambandi íslenskra framhaldsskóla- nema telur að atvinnuhorfur séu slæmar fyrir sumarið. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sem óskaði eftir því að mennta- málanefnd fengi fulltrúa háskóla og stúdenta á sinn fund til að ræða atvinnumál, segir vandann vera mikinn og að brýnt sé að bregðast hratt við. „Ég kalla eftir því að menntamálaráðherra beiti sér fyrir lausn á þessu máli. Hann hefur ekki gert það, sem mér finnst miður,“ sagði Einar eftir fund nefndarinnar í gær. Einar Már Sigurðarson, for- maður nefndarinnar, sagði áfram unnið að lausn málsins. Háskólaráð fundar um sumarnám Þrýst er á Háskóla Íslands að koma til móts við nema sem fá ekki vinnu í sumar 2. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.09 1,1 11.22 2,9 17.28 1,2 6:41 20:22 ÍSAFJÖRÐUR 0.48 1,8 7.28 0,5 13.32 1,4 19.43 0,6 6:42 20:32 SIGLUFJÖRÐUR 3.01 1,2 9.33 0,3 16.10 1,0 21.51 0,5 6:24 20:15 DJÚPIVOGUR 2.12 0,6 7.54 1,5 14.22 0,6 21.03 1,7 6:10 19:53 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 8 skúrir Lúxemborg 3 heiðskírt Algarve 8 heiðskírt Bolungarvík 1 snjókoma Brussel 3 heiðskírt Madríd 4 léttskýjað Akureyri 1 snjókoma Dublin 9 heiðskírt Barcelona 10 súld Egilsstaðir 1 skýjað Glasgow 8 léttskýjað Mallorca 9 skýjað Kirkjubæjarkl. 7 alskýjað London 9 alskýjað Róm 12 skýjað Nuuk -9 skýjað París 1 heiðskírt Aþena 14 skýjað Þórshöfn 3 alskýjað Amsterdam 0 þoka Winnipeg -5 alskýjað Ósló 0 skýjað Hamborg 2 léttskýjað Montreal 2 skýjað Kaupmannahöfn 6 skýjað Berlín 1 heiðskírt New York 5 léttskýjað Stokkhólmur 5 heiðskírt Vín 4 heiðskírt Chicago 5 alskýjað Helsinki 3 skýjað Moskva 2 þoka Orlando 16 heiðskírt Á föstudag Austan 8-13 m/s, en norðaustan 13-18 norðvestan til. Víða rigning, einkum sunnan til. Hiti 1 til 8 stig. Á laugardag Sunnan 8-15 og skúrir, en heldur hægari og bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið. Á sunnudag Austlæg átt og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið norðanlands. Hiti um og yfir frostmarki. Á mánudag og þriðjudag Útlit fyrir norðlæga átt með éljum, en úrkomulítið suðvestanlands. Yfirleitt vægt frost fyrir norðan, en víða frostlaust sunnanlands. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA FRAMSÓKN Fimmtudagur 2. apríl Hvolsvöllur - Hlíðarendi - kl. 12.00 Selfoss - Hótel Selfoss - kl. 20.00 Laugardagur 4. apríl Keflavík - Framsóknarhúsið - kl. 10.30 Sandgerði - Varðan - kl. 12.00 Reykjavík - Kosningamiðstöð Borgartúni 28 - kl. 14.00 Sunnudagur 5. apríl Ísafjörður - Kosningaskrifstofa Pollgötu 4 - kl. 20.00 Mánudagur 6. apríl Hólmavík - Félagsheimilið - kl. 20.30 framsokn.is Fundaferð Sigmundar Davíðs og frambjóðenda vítt og breitt um landið LAUSN IR FYRIROKKURÖLL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.