Morgunblaðið - 02.04.2009, Side 12

Morgunblaðið - 02.04.2009, Side 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is LANGFLESTAR athugasemdir sem bárust við frumvarp um breyt- ingar á stjórnarskrá landsins lúta að fyrstu greininni er varðar nátt- úruauðlindir og nýtingu þeirra. Hátt í 30 umsagnir bárust um frum- varpið. Landssamband íslenskra útvegs- manna leggst þannig alfarið gegn breytingunum og segir mikilvægt fyrir íslenskan sjávarútveg að búa við stöðugt laga- og rekstr- arumhverfi. Landssamband smá- bátaeigenda segir hins vegar að tryggja verði að menn geti hafið fiskveiðar á grundvelli þess að auð- lindir séu í þjóðareign í stað þess að þurfa að kaupa veiðirétt af öðrum. Samtök atvinnulífsins telja fyrstu greinina vekja spurningar um áhrif á réttarstöðu þeirra sem hafa nýtt sér auðlindirnar. Fortakslaust bann við að náttúruauðlindir séu látnar af hendi geti leitt til óeðlilegra hindr- ana. Prófessor og dósent við hag- fræðideild Háskóla Íslands taka enn dýpra í árinni og segja að með sam- þykkt ákvæðisins sé verið að veikja efnahag þjóðarinnar enn frekar. Í umsögn Viðskiptaráðs Íslands segir að þjóð geti ekki átt eign í lög- fræðilegum skilningi og því verði eignarréttur í höndum ríkisins. Undir þetta tekur Davíð Þorláksson lögfræðingur. Viðskiptaráð segir enn fremur ekki til bóta að koma í veg fyrir að eignarréttur yfir auð- lindum skapist með hefð. Óskýr hugtök Landsvirkjun telur eðlilegt að bíða með breytingarnar sem felast í þessari grein frumvarpsins þar til niðurstöður nefndar um fyr- irkomulag leigu á vatns- og jarð- hitaréttindum í eigu ríkisins liggi fyrir. Undir þetta tekur Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja. Félag umhverfisfræðinga á Ís- landi er fylgjandi því að sett verði inn ákvæði um verndun og varð- veislu náttúruauðlinda en tekur ekki afstöðu til þess hvort æskilegt sé að ríkið fari með forsjá, vörslu og ráð- stöfunarrétt þeirra. Landvernd fagnar frumvarpinu. Fjölmargar athugasemdir lúta að óskýru orðalagi og hugtakanotkun í þessari grein frumvarpsins, ekki síst hugtökunum „þjóðareign“ og „sjálf- bær þróun“. Litlar athugasemdir eru gerðar við aðra grein frumvarpsins sem lýt- ur að því að bera skuli breytingar á stjórnarskrá undir þjóðaratkvæði og er almennt tekið undir þetta ákvæði. Þriðja greinin, sem kveður á um að 15% kjósenda geti krafist þjóð- aratkvæðagreiðslu um einstök mál- efni, fær þó misjafnar undirtektir. Samband íslenskra sveitarfélaga varar t.a.m. við því að þessi grein og sú fjórða sem fjallar um stjórnlaga- þing, dragi úr áhrifum og sjálfstæði Alþingis auk þess sem lýst er yfir áhyggjum af kostnaði vegna sömu ákvæða. Samtök atvinnulífsins segja að takmarka ætti þjóðaratkvæða- greiðslu við mál sem hafa afgerandi þýðingu fyrir þjóðina og a.m.k. 20% kjósenda gera kröfu um. Samtök um lýðræði og almannahag telja þvert á móti að helmingi færri, eða einungis 7%, eigi að geta krafist atkvæða- greiðslunnar. Knappur tími gagnrýndur Fjórða greinin, er varðar stjórn- lagaþing, vekur einnig misjöfn við- brögð. ASÍ vill að fulltrúum á stjórn- lagaþingi verði fjölgað í 60-70 úr 41 en hins vegar sé ekki nauðsynlegt að fulltrúar séu í fullu starfi við þingið. Samtök um lýðræði og almannahag vilja aðra aðferð við val á stjórnlaga- þing. Reykjavíkurakademían leggur áherslu á aðkomu fræðasamfélags- ins að endurskoðun stjórnarskrár- innar. Fjölmargir gagnrýna hversu knappur tími var gefinn til umsagna. Þá er algengt viðhorf að þar sem um grundvallarbreytingu á stjórn- arskránni sé að ræða sé rétt að taka lengri tíma til að undirbúa breyting- arnar en ætlað er. Bæði ASÍ og BSRB styðja hins vegar öll ákvæði frumvarpsins og telja brýnt að það verði afgreitt frá Alþingi fyrir kosningarnar í vor. Deilt um náttúruauðlindir Morgunblaðið/RAX Sá guli Fjölmargar athugasemdir lúta að eignarhaldi á náttúruauðlindum og þá ekki síst auðlindum sjávar.  Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni afgreitt úr nefnd í gær með fimm atkvæðum gegn fjórum  Flestar umsagnir um frumvarpið lúta að ákvæðum um náttúruauðlindir og nýtingu þeirra  Sjómannasamband Íslands telur löngu tímabært að setja skýr ákvæði í stjórnarskrá um þjóð- areign á náttúruauðlindum og nýt- ingu þeirra.  Norðurál telur mikilvægt að skýrt sé kveðið á í stjórnarskrá um að á engan hátt sé verið að raska eignarrétt- indum einstaklinga og lögaðila. Ákvæði um takmörkun á notkun auðlinda þurfi að vera skýr.  Orkustofnun leggur til að þjóðareignarhugtak- inu verði sleppt.  Lögmannafélag Íslands segir ákveðna þversögn í því að gera efnisbreytingar á stjórn- arskránni og á sama tíma koma á fót stjórnlagaþingi sem semja eigi nýja stjórnarskrá.  Ragnhildur Helgadóttir prófessor við HR telur ekki æski- legt að boða til stjórnlagaþings eftir næstu kosningar og vill einungis breytingar á ákvæðum er varða hvernig stjórnarskránni skuli breytt.  Davíð Þór Björgvinsson dómari við Mannréttinda- dómstól Evrópu tekur undir að ástæða sé til að taka stjórn- arskrána til endurskoðunar. Hann segir frumvarpið vel unnið og að það þjóni sem grundvöllur fyrir frekari skoðun á einstökum atriðum.  Samtök um lýðræði og almannahag vilja ekki undanskilja auðlindir í einkaeigu frá ákvæði um að allar náttúruauðlindir séu þjóð- areign.  Sigurður Líndal lagaprófessor telur að ef setja eigi landinu nýja stjórnarskrá sé rétt að gera það á sérstöku stjórnlagaþingi. Úr umsögnum sem bárust Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SJÁLFSTÆÐISMENN í fjár- laganefnd gagnrýndu harðlega svör Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra og Indriða H. Þor- lákssonar, ráðneytisstjóra í fjár- málaráðuneytinu, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í gær- morgun. Þeir sögðu meðal annars óeðlilegt að mikilvægar upplýsingar um stöðu ríkisfjármála, sem rík- isstjórnin hefði látið Alþjóðagjald- eyrissjóðnum (AGS) í té, yrðu ekki birtar fyrr en 10 dögum fyrir kosn- ingar, ekki af hálfu ríkisstjórn- arinnar heldur á vef AGS. Fundurinn fór eftir býsna stífum fundarsköpum sem forsætisnefnd Alþingis samþykkti en nokkrir fundarmanna nefndu að þeir vildu gjarnan frjálslegri fundarsköp. Steingrímur J. Sigfússon gaf undir lok fundarins raunar í skyn að spurningarnar mættu vera hvass- ari. Ósáttir við svörin Steingrímur þurfti þó ekki að kvarta undan linum spurningum frá sjálfstæðismönnunum í nefndinni, m.a. þeim Kristjáni Þór Júlíussyni og Illuga Gunnarssyni. Þeir spurðu t.a.m. ítrekað um upplýsingar til AGS og hvaða skýringar væru á því að hvorki nefndin né Alþingi fengju aðgang að þeim upplýsingum sem AGS voru látnar í té. Einnig spurðu sjálfstæðismenn ítrekað um hvort búið væri að ákveða skattahækk- anir til að bregðast við 150-170 milljarða halla á ríkissjóði. Í loka- orðum sínum á fundinum lýsti Kristján yfir miklum vonbrigðum vegna þeirra upplýsinga eða öllu heldur skorti á upplýsingum. Steingrímur sagði að birting á gögnum frá ríkisstjórninni færi eft- ir reglum AGS. Þá væri það ósann- gjarnt af sjálfstæðismönnum að krefjast skuldbindandi ákvarðana um skatthækkanir af minni- hlutastjórn sem fyrir lægi að sæti í skamman tíma. Það væri eðlilegra að ný ríkisstjórn, með nýtt umboð frá kjósendum tæki þessar ákvarð- anir eftir kosningar. Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Kristján Þór ekki trúa öðru en ríkisstjórnin birti þær upplýsingar sem hún lét AGS í té. Þar kæmi bæði fram staða mála og hvaða leið- ir menn sæju út úr vandanum. Engin ástæða væri til að þetta færi leynt. Þegar verið var að ná sam- komulagi við AGS í haust hefði ver- ið eðlilegt að upplýsingarnar væru ekki birtar jafnóðum en það ætti ekki við nú þegar verið væri að vinna að útfærslu á samningnum. Fundurinn stóð í rúmlega tvær klukkustundir og má horfa á upp- töku af honum á vef Alþingis undir liðnum Þingnefndir-fjárlaganefnd. Birti upplýsingar sem fóru til AGS  Sjálfstæðismenn í fjárlaganefnd gagnrýna fjármálaráðherra fyrir að birta ekki upplýsingar um stöðu þjóðarbúsins sem AGS voru látnar í té  Upplýsingar munu koma á vef IMF 10 dögum fyrir kosningar Á fundi fjárlaganefndar í gær dró Steingrímur J. Sigfússon til baka orð sín um samninga í Icesave- málinu í viðræðuþættinum Zetunni á mbl.is frá 23. mars sl. Í þættinum á mbl.is sagði Steingrímur m.a.: „Ég treysti Svavari Gestssyni [for- manni samninganefndar Íslands í Icesave-deilunni] og ég veit að hann er að gera góða hluti og ég lofa þér því að það er í sjónmáli að hann landi, og hans fólk, glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur. Vonandi mun betri en lengi leit út fyrir að gæti orðið.“ Steingrímur sagði að orð sín hefðu verið óheppileg og óviðeig- andi. „Það verður aldrei neitt glæsi- legt við þetta mál. En vonandi getur lausnin orðið þannig að hún verði bærileg fyrir Ísland. Hún verður aldrei réttlát, að mínu mati, aldrei sanngjörn, það verður aldrei sanngjarnt að við skuldsetjum okkur um eina einustu krónu vegna þess sem þarna var gert.“ Málið hefði því miður verið komið í þannig farveg að erfitt hefði verið að sjá fram á þol- anlega lausn. Hann teldi að að- stæður hefðu heldur skánað og nú væru möguleikar á hagstæðari nið- urstöðu fyrir íslenska þjóðarbúið, bæði vegna þess að vaxtagreiðslur yrðu minni en einnig vegna þess að það skipti máli hvernig lausnin yrði bókfærð gagnvart Íslandi. Aldrei neitt glæsilegt við Icesave-málið Steingrímur J. Sigfússon Ágreiningur var í sérnefnd um stjórnarskrármál þegar frum- varp um breytingar á stjórn- arskránni var afgreitt úr henni á Alþingi í gær. Hlaut frum- varpið fimm atkvæði gegn fjór- um atkvæðum Sjálfstæð- isflokksins. Málið kemur síðar í vikunni til annarrar umræðu á Alþingi og má þá búast við hörðum deilum um það. Í umræðum á þinginu sagði Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að þetta væri aðeins í þriðja skipti í lýð- veldissögunni sem tillögur um stjórnarskrárbreytingar væru afgreiddar í ágreiningi. Val- gerður Sverrisdóttir, formaður sérnefndarinnar, sagði hins vegar að minnihlutinn í nefnd- inni hefði gert ítrekaðar til- raunir til að ná samkomulagi. Afgreitt í ágreiningi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.